Morgunblaðið - 18.07.2000, Qupperneq 11
MORGUNB LAÐIÐ
FRETTIR
ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLÍ 2000 11
Námskeiðið Stefnumót við stærðfræði haldið í Háskóla íslands
„Allt öðru-
vísi en
venjuleg
stærðfræði“
Hægt er að tengja stærðfræði hversdags-
legum fyrirbærum eins og sápukúlu, að
sögn þátttakenda í sérstöku stærðfræði-
námskeiði. Þeir voru á aldrinum 10-14 ára
og sögðust nú betur geta tengt stærðfræð-
-------- —-------------—----------— Morgunblaðið/Kristinn Morgunblaðið/Árni Sæberg
ina við raunveruleikann. HaIla 0ddný Magnúsdóttir: „Náðum að tengja Sif Elíasdóttir: „Stærðfræði alltaf verið
--------------------------- ------- stærðfræðina við raunveruleikann." uppáhaldsfagið mitt.“
FYRIR nokkru lauk í Háskóla
fslands námskeiðinu
Stefnumóti við stærðfræði
sem var fjögurra daga stærðfræði-
námskeið fyrir 10-14 ára börn. Var
á námskeiðinu leitast við að sýna
börnunum ýmsar hliðar stærð-
fræðinnar sem að jafnaði ber ekki
á góma í skólanum, t.a.m. þá
stærðfræði sem býr að baki sneið-
myndatækninni, hvernig stærð-
fræði er notuð til að meta stærð
flskistofna og það hvernig hægt er
að lýsa sápukúlum með stærð-
fræði.
Meðal annars var það hluti af
námskeiðinu að heimsækja vís-
indamenn sem nota stærðfræði við
vinnu sína, þátttakendur fengu að
kynnast nokkrum óleystum gátum
á sviði talnafræði og einnig gafst
þeim kostur á að glíma við stærð-
fræðiþrautir með aðstoð tölva.
Maður sofnar bara
yfír talnareikningnum
Halla Oddný Magnúsdóttir er 12
ára og var í 7. bekk í Vesturbæjar-
skóla síðasta vetur en stefnir á
Hagaskólann í haust. Hún sagði í
samtali við blaðamann að sér hefði
þótt það bæði sérstök og skemmti-
leg tilbreyting að setjast á skóla-
bekk í Háskólanum í nokkra daga.
Aðspurð um það hvers vegna hún
hefði farið á þetta námskeið í
miðju sumarfríi sagði hún að sér
hefði þótt þetta skemmtilegri kost-
ur en að fara að vinna. Þar að auki
hefði námskeiðið verið ókeypis og
ekki spillti það nú fyrir.
„Þetta var mjög áhugavert nám-
skeið og við vorum alltaf að gera
eitthvað skemmtilegt," segir Halla.
„Það komu mismunandi kennarar
á hverjum degi til að fjalla um sér-
stök og áhugaverð mál og ég var
mjög ánægð með að hafa farið.“
Aðspurð um hvað hún hefði lært
Einni elstu
vél landsins
hvolfdi
EINNI elstu flugvél landsins
hlekktist á í flugtaki á flugvellinum á
Selfossi á sunnudaginn. Tveir voru
um borð en hvorugan sakaði. Orsak-
ir slyssins eru ekki ljósar en talið er
að vélin hafi ofrisið í flugtaki áður en
hún skall í jörðina og endaði á hvolfí.
Flugvélin er af gerðinni Piper-
Cub og var framleidd árið 1944. Hún
er með einkennisstafina TF-KAP. Af
þeim ílugvélum á íslandi sem eru
með loftferðaskírteini er aðeins Páll
Sveinsson, flugvél Landgræðslunnar
eldri. Hún var framleidd árið 1943.
Morgunblaðið/Kristinn
Stærð fiskistofna áætluð á námskeiðinu Stefnumót við stærðfræðina.
um stærðfræðina sjálfa og hinar
margvíslegu hliðar hennar í stað
þess að sitja bara og reikna. Það
væri allt annars konar lærdómur.
Sif fannst það sem hún lærði á
námskeiðinu mjög áhugavert og
skemmtilegt. Sérstaklega nefnir
hún að sér hafi þótt gaman að læra
um sápukúlurnar og hvernig hægt
var að tengja stærðfræðina við svo
hversdagslegt fyrirbæri en gera
það svo spennandi og nýstárlegt í
leiðinni. „Við fengum að sjá hvað
var hægt að gera stórar sápukúlur
og sáum lengstu sápukúlu í heimi
sem var mjög skemmtilegt," sagði
hún. „Eiginlega hefði manni ekki
alveg dottið það í hug fyrir fram að
tengja saman sápukúlur og stærð-
fræði.“
Sif segir að krakkarnir á nám-
skeiðinu hafi ekki mikið verið að
reikna sjálf heldur fræðst meira
um þessa fræðigrein sem slíka en
það segir hún að sé stærsti munur-
inn á námskeiðinu og hinni hefð-
bundnu skólastærðfræði. „Við vor-
um meira að læra um það hvernig
stærðfræðin getur nýst manni í líf-
inu.“
Sif sagði að sér hefði þótt fínt að
vera laus við heimavinnu á meðan
hún var á námskeiðinu en samt
hefðu krakkarnir ekki alveg slopp-
ið við að reikna svolítið sjálf. Það
hefði bara verið gert aðeins öðru-
vísi en venjulega. Aðspurð um það
hvort hún myndi mæta með já-
kvæðara hugarfari í stærðfræði-
tíma í Melaskóla næsta vetur sagð-
ist hún ekki vera alveg viss um
það. „Ég hef reyndar alltaf litið á
stærðfræði sem uppáhaldsfagið
mitt,“ sagði Sif að lokum.
Ahöfn Eldingar
afhendir „rúnasteina44
LEIÐANGURSMENN á seglskút-
unni Eldingu afhentu á sunnudag
heimamönnum í Brattahlíð á Græn-
landi fjóra áletraða steinhnullunga,
„rúnasteina", af slóðum víkinga sem
teknir voru um borð á siglingunni frá
Noregi til Grænlands. Skútan sigldi á
laugardag inn Eiríksfjörð og lagðist
við festar rétt utan við flugvöllinn í
Narsarsuaq. Á sunnudag var síðan
siglt yfir fjörðinn það sem leiðangur-
inn, sem nefnist Vínland 2000, tók
þátt í hátíðarhöldunum í Brattahlíð.
Með í farteski leiðangursmanna
voru tólf áletraðir steinar með nafni
leiðangursins og voru fjórir þeirra af-
hentir á sunnudag; steinn af slóð vík-
inga á Hörðalandi í Noregi, grjót-
hnullungur úr rústum víkingabyggð-
ar frá Dynrastarnesi á Hjaltlandi,
steinn úr víkingabyggð í Kvivik í
Færeyjum og sæbarinn hnullungur
frá Eyrarbakka.
Hafsteinn Jóhannsson, skipstjóri
Eldingar, minntist siglinga forfeðr-
anna og sagði þá ekki ævinlega hafa
farið með friði, en steinamir ættu að
vera tákn um þá vináttu sem nú ríkti
með þeim þjóðum sem búa við norð-
anvert Atlantshaf. Að afhendingunni
lokinni var færð dreypifóm og borinn
fram mjöður sem Jörmundur Ingi,
allsherjargoði og verndari leiðang-
ursins, hafði skenkt leiðangrinum.
Leiðangurinn Vínland 2000 ráð-
gerir að halda frá Grænlandi í dag til
Nýfundnalands og Québec, en tveir
af átta leiðangursmönnum munu
snúa heim fyrir þá för.
þessari stærðfræði aðeins meira.“
Aðspurð um það, hvernig það sem
hún lærði á námskeiðinu ætti eftir
að nýtast henni, sagði Halla að
fyrst og fremst þætti henni gaman
að því þegar hún sæi t.d. fréttir um
sneiðmyndatækni eða Hafrann-
sóknastofnun þá gæti hún núna
skilið málið sem væri verið að tala
og vissi um hvað hlutirnir snemst.
Stærðfræði tengd
við sápukúlur
Sif Elíasdóttur fannst mjög sér-
stakt að fara á námskeið í Háskól-
anum en venjulega stundar hún
nám í Melaskóla sem reyndar er
ekki svo langt undan. Hún sagðist
hafa farið á námskeiðið vegna þess
að hana langaði til að læra meira
Morgunblaðið/Kristinn
„Þetta skildi ég nú ekki alveg...“
á námskeiðinu sagði Halla að hún
hefði núna meiri þekkingu en áður
á mörgum hlutum, eins og sneið-
myndatækni, eiginleikum sápu,
algebru og tölvunotkun. „Við feng-
um að sjá hvernig stærðfræðin
getur nýst manni í lífinu. Stundum
heldur maður að þetta sé bara ekki
til neins en á námskeiðinu náðum
við að tengja stærðfræðina við
raunveruleikann."
Halla sagði mikinn mun á því að
læra stærðfræði á þennan hátt og
að vera í venjulegum stærðfræði-
tímum í skólanum. „Þetta var
miklu skemmtilegra," sagði hún.
„Þetta var bæði fjölbreyttara og
vakti líka frekar forvitni manns
heldur en venjulegur talnareikn-
ingur sem maður sofnar bara yfir.
Þarna var verið að kenna okkur
eitthvað nýtt og reyndar finnst
mér að venjulega stærðfræðin sem
við lærum í skólanum mætti líkjast