Morgunblaðið - 18.07.2000, Page 16

Morgunblaðið - 18.07.2000, Page 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Fjölmenni á hátíðarhöldum vegna landafunda og kristni á Suður-Grænlandi Morgunblaðið/RAX Skáli Eiríks rauða og Þjóðhildarkirkja í Brattahlíð við EiríksQörð. Eins og sjá má var rjómablíða við hátíðarhöldin um helgina og fólk fjölmennti, bæði erlendir gestir og heimamenn. Ný vídd í sögunni * Islendingar áttu stóran hlut að máli þegar Grænlend- ingar minntust þess um helgina að 1000 ár eru frá því Leifur heppni fann Ameríku og norræna byggðin tók kristni. Víkingaskipið Islendingur kom þar við og vígð- ur var endurbyggður skáli Eiríkis rauða og Þjóðhildar- kirkja í Brattahlíð. Helgi Bjarnason blaðamaður og Ragnar Axelsson ljosmyndari voru við hátíðarhöldin. Gunnar Marel Eggertsson, skipstjóri víkingaskipsins íslendings, afhjúpar styttuna af Leifí Eirfkssyni. Norski kvennakórinn í Seattle í Bandaríkjunum söng við athöfnina. GUNNAR Marel Eggertsson, skipstjóri og skipasmiður vík- ingaskipsins íslendings, grunaði ekki þegar hann fyrir löngu ákv- að að koma við í Brattahlíð 15. júlí á leið sinni vestur um haf, að koma skips- ins þangað myndi marka upphaf og yrði að mörgu leyti hápunkturinn á þriggja daga há- tíðarhöldum á Suður-Grænlandi vegna 1000 ára afmælis landafunda og kristni. Gunnar Marel ákvað þessa dagsetningu vegna þess að fyrst um þetta leyti er líklegt að unnt sé að komast inn Eiríksfjörð vegna ísa. Hátíðarhöldin á laugardag og sunnudag fóru að mestu leyti fram í Brattahlíð við Eir- íksfjörð, sem nú heitir Qassiarsuk, þar sem Eiríkur rauði bjó eftir að hann nam land í Grænlandi, þaðan sigldi Leifur heppni sonur hans fyrir 1000 árum þegar hann fann Amer- íku og þar lét Þjóðhildur kona Eiríks reisa fyrstu kristnu kirkjuna í Ameríku en Græn- land tilheyrir þeirri álfu landfræðilega eins og kunnugt er. Á vegum Vestur-norræna ráðsins hefur þar verið reistur að nýju skáli Eiríks og kirkja Þjóðhildar, skammt frá rúst- um þessara mannvirkja, og voru afhent og formlega tekin í notkun á sunnudag. Þá var stytta af Leifi Eiríkssyni afhjúpuð en hún stendur á hæð fyrir ofan byggðina í Bratta- hlíð. Er hún afsteypa af styttu sem reist var í Seattle fyrir tæpum fjörutíu árum og er gefin af Leifs Eiríkssonar sjóðnum þar. í Nars- arsuaq, hinum megin Eiríksfjarðar, þar sem gestirnir bjuggu var ýmislegt til skemmtun- ar. Meðal annars var haldin þar fyrsta vík- inga-inúíta hátíðin. Hátíðarhöldunum lauk síðan í gær í Görðum sem nú heitir Igaliku með því að þess var minnst að 1000 ár eru liðin frá því norrænir menn á Grænlandi tóku kristna trú. Auk erlendra gesta fylgdust margir Græn- lendingar með hátíðarhöldunum enda var veður mjög gott. Streymdu bátarnir frá næstu byggðum og sumir langt að. Styrkir samband þjóðanna Islendingar gegndu miklu hlutverki í þess- um hátíðarhöldum þótt Eiríkur rauði, Þjóð- hildur og Leifur heppni séu ekki talin með þar sem aðrar þjóðir eiga einnig tilkall til þeirra, ekki síst Grænlendingar. Gunnar Marel, skipstjóri íslendings, hefur þegar ver- ið nefndur til sögunnar. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Islands, var viðstaddur há- tíðarhöldin ásamt Margréti Danadrottningu og Henrik prins, Arnfinn Kallsberg, lög- manni Færeyja, og fjölda erlendra gesta austan hafs og vestan. Björn Bjarnason menntamálaráðherra var í Brattahlíð ásamt nokkrum íslenskum þingmönnum. Árni John- sen alþingismaður var formaður nefndarinn- ar sem sá um uppbyggingu mannvirkjanna í Brattahlíð og var þakkað sérstaklega fyrir vasklega framgöngu en íslenska ríkisstjórnin lagði fram verulega fjármuni til uppbygging- arinnar og siglingar íslendings til Ameríku. Karl Sigurbjörnsson, biskup Islands, tók þátt í kristnitökuhátíðinni og vígslu Þjóðhildar- kirkju. íslensk fyrirtæki, meðal annars Istak og Víglundur Kristjánsson hleðslumeistari, byggðu húsin í Brattahlíð. Loks má þess geta að Jóhannes Viðar Bjarnason, veitingamaður í Fjörukránni, skipulagði og sá um víkinga- hátíðina. Ljóst er af þeim fjölmörgu ræðum sem fluttar voru um helgina og af samtölum við þátttakendur að vinnan við þessi verkefni, það er að segja uppbyggingin í Brattahlíð og sameiginleg áhersla Islendinga og Græn- lendinga á siglingu Leifs heppna til Amer- íku fyrir 1000 árum hefur styrkt samband þjóðanna. Þátttakan og aðrir atburðir vegna landafundanna hafa veitt íslendingum nýja vídd í sögu sína og fært söguna nær nútíma- manninum. „Þetta hafa verið mjög ánægjulegir dagar. Það er gaman fyrir okkur íslendinga að taka þátt í hátíðarhöldunum og leggja Grænlend- ingum lið við að minnast mikillar sögu sem hér gerðist," sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti íslands, í samtali við blaðamann Morgunblaðsins að lokinni vígslu húsanna í Brattahlíð. „Landnámsbærinn og Þjóðhildar- kirkja færa okkur svo nærri þessum gamla tíma, fyrir 1000 árum, að vð getum orðið hluti þessarar sögu hér í Brattahlíð. Þetta tengir Islendinga og Grænlendinga mjög sterkum böndum. Mér hefur fundist ánægju- legt að skynja vináttuna gagnvart íslandi sem ég finn hér hjá Grænlendingum," sagði forsetinn einnig. „Ef eitthvað er fsland þá er það þetta“ Einar Benediktsson sendiherra, formaður landafundanefndar íslensku ríkisstjórnarinn- ar, kvaðst mjög ánægður með þátt Islendinga í hátíðarhöldunum en landafundanefnd stend- ur að ferð víkingaskipsins Islendings til Grænlands og Ameríku ásamt Gunnari Marel skipstjóra. Hann sagði að það hefði strax í upphafi verið aðalhugmyndin að kynna sögu okkar til forna og tengslin við Grænland og Ameríku sem þar væri að finna og nota til að vekja áhuga á nútímalandinu íslandi. Sagði Einar að afar vel hefði tekist til og nefndi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.