Morgunblaðið - 18.07.2000, Síða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLÍ 2000
MORGUNB LAÐIÐ
LANDIÐ
Notaðar
búvélar &
traktorar
Ferming-
arbörn í
áheitaferð
Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson
Valgeir Hauksson og Dagný Indriðadóttir eru landverðir á hálendinu
norðan Vatnajökuls á svæðinu frá Vesturdal á Brúaröræfum austur um
virkjanasvæðin við Innri-Kárahnjúk til Eyjabakka.
Landverðir
leiðbeina norð-
an Vatnajökuls
Norður-Héraði - Dagný Indriða-
dóttir og Valgeir Hauksson hafa ver-
ið ráðin til að annast landvörslu á
Eyjabökkum, Snæfelli, Vesturöræf-
um, Kárahnúkum og Brúaröræfum
að hluta. Þessi landvarsla er unnin í
samvinnu Landsvirkjunar, Náttúru-
vemdar ríkisins og Ferðafélags
Fljótsdalshéraðs.
Dagný annast landvörslu á Eyja-
bökkum, Snæfellssvæði og Vesturör-
æfum og verður með aðsetur í Snæ-
fellsskála. Valgeir annast landvörslu
í Kárahnúkum, svæðinu kringum
Dimmugljúfur, Laugavalladal og
Vesturdal á Brúaröræfum og hefur
aðsetur í vinnubúðum Landsvirkjun-
ar á Sauðárdal á Brúaröræfum.
Dagný og Valgeir eru fyrst og
fremst að leiðbeina fólki sem vill
ferðast um þetta landsvæði auk þess
að hafa eftirlit með að fólk aki ekki
utan merktra slóða og merkja slóð-
irnar sem ætlaðar eru til að aka eftir.
Þau stika auk þess gönguleiðir að
áhugaverðum stöðum og merkja og
afmarka bílastæði. Valgeir segir
þetta brautryðjendastarf því þarna
hafi ekki verið landvarsla áður en
segir reynsluna það sem af er mjög
góða og þeim hafi verið vel tekið af
ferðamönnum á svæðinu.
Slóðir merktar
Dagný hvetur alla til að koma í
heimsókn og kynna sér þetta frá-
bæra landsvæði sem nú er að verða
aðgengilegra vegna þess að búið er
að merkja helstu slóðir og auðrat-
aðra um það en áður.
Þau benda á að gisting og tjald-
stæði eru í Snæfellsskála með góðri
hreinlætisaðstöðu auk þess sem
hægt er að fara í bað í lauginni við
Laugakofa.
Á Laugavöllum er hægt að tjalda
og þar er hægt að baða sig í heitri
lind og fara í náttúrulega sturtu þar
sem lindin rennur fram af kletti.
Dagný og Valgeir vilja koma á
framfæri þökkum fyrir móttökumar
á svæðinu hjá heimamönnum, starfs-
mönnum við virkjanarannsóknir og
skálavörðum í Snæfellsskála.
Bakkafjöröur - Fermingarböm á
Bakkafirði fóm í áheitaferð á hjólum
frá Bakkafirði til Vopnafjarðar og
þaðan hring inn Hofsárdal með við-
komu á Hofi þar sem skoðuð var
kirkjan og hlýtt á séra Sigfús J.
Árnason segja sögu kirkjunnar.
Presturinn veitti þeim fararbless-
un áður en lagt var af stað frá Hofi,
og hjólað þaðan sem leið lá á Bakka-
fjörð og komið rúmlega sex síðdegis.
Að sögn Birkis Ólafssonar hjólreiða-
kappa var vegalengdin sem þau hjól-
uðu um 100 kílómetrar og vom þau
rétt um 7 klukkustundir í túrnum,
sem er um 14 kílómetra meðalhraði.
Einnig sagði Birkir að í áheitum hafi
safnast tæpar 70.000 krónur en féð á
að nota í menningar- og skemmtiferð
inn á Eyjafjarðarsvæðið helgina 14.
til 16. júlí. Blaðamaður óskar ferm-
ingarbömunum og sóknarpresti
góðrar ferðar.
Morgunblaðið/BFH
Mývatnssveit - Á góðviðrisdögum
sækir ferðafólk mikið í að skola
af sér ferðaryk í lóninu sem er í
Bjarnarflagi síðan borað var eftir
jarðgufu þar fyrst um 1965. Fara
sumir í bað og synda, aðrir láta
sér nægja fótabað. Þarna er
veruleg tjörn og víðast hvar að-
Fótabað í Bjarnarflagi
eins notalega volg, en hættulega
heit þar sem vatnið frá skiljustöð
gufuveitunnar flæðir útí.
Tjarnir sem fyrst mynduðust
þarna voru þá nefndar Glerhall-
arvötn vegna nálægðar við glæsi-
hús sem Jarðvarmaveitur ríkisins
byggðu þar nærri á þeim tíma.
Nú ber við að menn nefna tjörn-
ina, sem hefur stækkað verulega
og orðið ein tjörn úr tveim, eftir
lit vatnsins, í stíl Suðurnesja-
manna. Heimamenn dreymir að
þarna verði hluti af baðstað sem
Baðfélag Mývetninga hyggst
koma á fót.
Morgunblaðið/Sig. Aðalsteinsson
Það er fallegur veiðistaður við efri Beljanda í Breiðdalsá og ef menn eru ekki vanir
stangaveiðimenn fæst leiðsögn hjá þeim reyndari.
Veiðin að
glæðast
Norður-Héraði - Breiðdalsá var
opnuð í byijun júlí og voru fyrstu
tvær vikurnar rólegar. Nú er áin að
lifna við og komin bullandi veiði og
stærsti laxinn sem kominn er á land
16 pund. Veiðin nú lofar góðu að
sögn Sigurðar Staples, veiðivarðar
við Breiðdalsá, og mikið er af stór-
um og fallegum laxi í ánni, slepp-
ingarnar eru greinilega farnar að
skila árangri. Mest veiðist af
tveggja ára laxi 12 til 16 punda.
Morgunblaðið/KVM
Hafsteinn Kristinsson, rekstrarstjóri í Snæfellsbæ, og Björgvin
Lárusson, eigandi Þolinmóðs ehf.
Allt á fiillu hjá
Þolinmoði ehf.
Grundarfirði - Fyrir fjórum árum
hófu hjónin Anna R. Brynjarsdótt-
ir og Björgvin Lárusson í Grund-
arfirði að slægja fyrir ýmsa aðila
sem keyptu þar fisk hjá Fiskmark-
aði Breiðafjarðar. Smám saman
hefur starfsemin vaxið og fjöldi
starfsmanna einnig og fyrir tveim-
ur árum stofnuðu þau Anna og
Björgvin svo formlega fyrirtækið
Þolinmóður ehf. sem annast slæg-
ingarþjónustu, en einnig þjónustar
fyrirtækið skip með úrtaksvigtun í
gáma. í mars síðastliðnum keypti
fyrirtæki þeirra eignir slægingar-
þjónustu Kristjáns ehf. í Snæfells-
bæ. í framhaldi af því var aðstað-
an þar endurbætt töluvert og er
þetta með fullkomnari slægingar-
stöðvum á landinu. Þolinmóður
ehf. getur nú þjónað öllu Snæfells-
nesi þar eð starfsstöðvarnar eru
tvær í Ólafsvík og Grundarfirði.
Starfsmenn Þolinmóðs ehf. eru
nú um 17 þar sem flestir vinna í
Snæfellsbæ og eru höfuðstöðvar
fyrirtækisins fluttar þangað.
CASE 1394, 4x4
87 hö, árg '84, 4.800 vinnustundir,
Case ámoksturstæki.
CASE 1394, 4x4
87 hö, árg '86, 4.800 vinnustundir,
Álö ámoksturstæki.
CASE 885, 4x4
80 hö, árg '89, 4.500 vinnustundir,
VETO FX-16 ámoksturstæki.
DEUTZ AgroTron, 4x4
árg '97, 80 hö, Trima tæki.
FENDT 260S, 4x2
árg. ‘92, 60hö, 5.100 vinnustundir.
JOHN DEERE 6300, 4x4
árg. '95, lOOhö, 3.600 vinnustundir,
Trima 1490 ámoksturstæki.
JOHN DEERE 6200 SE, 4x4
árg. '98, 84hö, 450 vinnustundir.
JOHN DEERE 6200 SE, 4x4
árg. '98, 84hö, 650 vinnustundir,
Trima 3.60 ámoksturstæki.
MF 390, 4x4
árg. '96, 90hö, 1.170 vinnustundir,
Trima 1790 ámoksturstæki.
MF 6150, 4x2 Dynashift
árg. '96, 95hö, 500 vinnustundir.
New Holland L85, 4x4
árg. '96, 85hö, 2.400 vinnustundir,
Alö 620 ámoksturstæki.
ZETOR 7340 T, 4x4
árg. '95, 80hö, 1.616 vinnustundir,
Álö 640 ámokstursstæki.
ZETOR 7341, 4x4
árg. '98, 80hö, 200 vinnustundir.
ZETOR 7711, 4x2
árg. '91, 70hö, 2.600 vinnustundir.
DEUTZ-FAHR GP-2.30
Rúllubindivél, árg. '89.
Verð 300.000,-
Welger RP-12
Rúllubindivél, árg. '85, 8000 rúllur.
Verð 280.000,-
KRONE 10-16
Fastkjarnavél, árg. '97, 6000 rúllur.
Verð 1.050.000,-
PÞÓR HF
REYKJAVlK - AKUREYRI
Reykjavíkt Ármúia 11 - Sfml 568-1S00
Akureyri: Lónsbakka - Sfmi 461-1070