Morgunblaðið - 18.07.2000, Síða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
Úttekt greiningardeildar Kaupþings á SÍF
Halda þarf vel
á spöðunum
GREININGARDEILD Kaup-
þings segir í nýbirtri úttekt sinni
á rekstri og afkomu SÍF hf. að
ljóst sé að stjórnendur félagsins
þurfí að halda vel á spöðunum,
taka til í rekstrinum og einbeita
sér að hærri framlegð. Ef það
gengur eftir er það mat greining-
ardeildar að bréf
félagsins séu
nokkuð rétt metin
af markaðsaðil-
um, að jafnvel sé
svigrúm til hækk-
ana og að þau séu
ágætis kostur
fyrir þolinmóða
langtímafjár-
festa.
f úttektinni segir að upplýs-
ingagjöf SÍF mætti vera betri og
megi í því sambandi nefna að fé-
lagið mætti gefa betri upplýsing-
ar um kaup sín á nýjum félögum
sem og fjármögnun þeirra.
„Rekstur SIF er mjög háður
umhverfisþáttum þannig að það
eru margir þættir sem stjórnend-
ur hafa ekki áhrif á. Starfsemi
SÍF er verulega háð breytingum
á fiskistofnum, veiðiheimildum og
aflabrögðum þannig að alltaf
verður óvissa í rekstrinum. Fyrir-
tækið verður að geta staðið undir
SIE
tímabundnum áföllum, eins og
t.d. í Noregi, með því að geta reitt
sig á aðra liði sem ekki eru eins
háðir ytri aðstæðum t.d. á rekstur
verksmiðjanna í Frakklandi og
Bandaríkjunum. Með sameining-
unni við ÍS ásamt fleiri þáttum
dreifist áhættan þannig að ein-
staka ytri þætt-
ir hafa minna
vægi á rekstur
félagsins og
dregur þannig
úr rekstrar-
sveiflum. Það
.. rná hins vegar
velta því fyrir
sér hvort þetta
rekstrarfyrirkomulag með út-
flutning á fiskafurðum frá íslandi
sé rétta fyrirkomulagið og hvort
það sé komið til að vera, þ.e. hvort
framleiðendur fari að flytja vörur
sínar sjálfir út í framtíðinni," seg-
ir 1 mati greiningardeildar Kaup-
þings á horfum í rekstri SÍF.
Segir ennfremur að spurning
sé hvort það gangi eftir að breyt-
ingarnar sem félagið gekk í gegn-
um eigi eftir að skila hagræðingu.
SÍF þurfi að lækka kostnaðar-
hlutfall sitt nokkuð í mjög náinni
framtíð til að standa undir núver-
andi gengi. Eiginfjárstaða félags-
ins sé ágæt nú en það sé ljóst að
félagið þoli ekki mörg mögur ár 1
framtíðinni.
„Starfsemi SÍF er verulega háð
gengi íslensku krónunnar. Nú á
undanförnum misserum hefur
styrking krónunnar haft slæm
áhrif á tekjur félagsins sem og
veik evra. Fyrirtækið hefur mjög
mikið af tekjum sínum í evrum.
Það hlutfall hefur þó breyst með
sameiningunni við ÍS þar sem
meira er nú selt í dollurum og
pundum."
I úttektinni segir að veiking
krónunnar að undanförnu muni
hafa jákvæð áhrif og minnka
gengistap félagsins.
Greiningardeildin gerir ráð fyr-
ir 250 milljóna króna tapi á fyrstu
sex mánuðum ársins, m.a. vegna
óhagstæðrar gengisþróunar og
áframhaldandi rekstrarerfiðleika
í Noregi, lækkandi afurðaverðs á
heimsmarkaði og hækkandi olíu-
verðs sem ætla má að leiði til
hærra hráefnaverðs. Kemur fram
að jafnframt beri að hafa í huga
þann skamma tíma sem liðinn sé
frá sameiningunni. Búist er þó við
einhverjum viðsnúningi í náinni
framtíð þegar hagræðing vegna
sameiningarinnar kemur að fullu
fram.
Rfkisvíxlar í markfloldcnm
Útboð þriðjudaginn 18. júlí
í dag 18. júlí kl. 11:00 mun fara fram útboð á ríkisvíxlum hjá Lánasýslu ríkisins. Að
þessu sinni verður boðið upp á 3ja, 5 og 11 mánaða ríkisvíxla en að öðru leyti eru
skúmálar útboðsins í helstu atriðum þeir sömu og í síðustu útboðum.
í boði verða eftirfarandi flokkar ríkisvíxla í markflokkum:
Flokkur Gjalddagi Lánstími Núverandi staða* Áætlað hámark tekinna tilboða*
RV00-1018 18. október 2000 3 mónuðir 500 2.500.-
RVOO-1219 19. desember 2000 5 mónuðir 900 500,-
RV01-0619 19. júní 2001 11 mónuðir 0 500,-
*Milljónir króna
Ríkisvíxlar í ofangreindum flokkum verða
rafrænt skráðir hjáVerðréfaskráningu Islands.
Nafhverðseining ríkisvíxla er 1 kr., þó að lágmarki
500 þúsund krónur.
Sölufyrirkomulag:
Ríkisvíxlamir verða seldir með tilboðs-
fyrirkomulagi. Öllum er heimilt að bjóða í
ríkisvíxla að því tilskyldu að lágmarksfjárhæð
tilboðsins sé ekki lægri en 20 milljónir. Öðrum
aðilum en bönkum, sparisjóðum, fjárfestinga-
lánasjóðum, verðbréfafyrirtækjum, verðbréfa-
sjóðum, lífeyrissjóðum og tryggingafélögum er
heimilt að gera tilboð í meðalverð samþykktra
tilboða að lágmarki 500.000 krónur. Öll tilboð í
ríkisvíxla þurfa að hafa borist Lánasýslu ríkisins
fyrirkl. 11:00, þriðjudaginn 18. júlí 2000.
Utboðsskilmálar, önnur tilboðsgögn og aliar
nánari upplýsingar eru veittar hjá Lánasýslu
rfldsins, Hverfisgötu 6, í síma 562 4070.
LÁNASÝSLA RÍKISINS
Hveríísgata 6, 2. hæð • Sími: S62 4070 • Fax: 562 6068
www.lanasysla.is • utbod@lanasysla.is
Pegasoft í samstarf við Touchpoint
ASK! hugbúnaður-
inn verðlaunaður
ASK! frá íslenska fyrirtækinu
Degasoft var valinn besti hugbún-
aðurinn fyrir svokallaða skjástanda
(kioska) á sýningunni KioskCom
sem haldin var í Berlín í júnímán-
uði sl.
Skjástandar eru nettengdir upp-
lýsingastandar þar sem aðgerðum
er stjórnað með snertiskjá. Eru
þeir í auknum mæli að ryðja sér
rúms sem hluti af stefnu fyrirtækja
við að færa sér í nyt rafræn við-
skipti til þess að geta þjónustað
viðskiptavini sína betur og á fleiri
stöðum en áður og með minni til-
kostnaði. Þá geta skjástandar einn-
ig aukið aðgengi almennings að
Netinu.
í fréttatilkynningu frá Degasoft
kemur fram að í þessu felist mikil
viðurkenning fyrir fyrirtækið.
Markaðurinn fyrir skjástanda er að
sögn mjög stór og hafa samstarfs-
aðilar Degasoft þegar gert samn-
inga víða um heim sem fela í sér
vaxtarmöguleika fyrir Degasoft.
Dótturfyrirtæki stofnað
í Kanada
Þá gerði Degasoft fyrir stuttu
samstarfssamning við kanadíska
fyrirtækið Touchpoint um sölu og
markaðssetningu hugbúnaðar í
Ameríku og Astralíu. Touchpoint
er leiðandi markaðsfyrirtæki í sölu
skjástanda og hugbúnaðar þeim
tengdum í Bandaríkjunum og Kan-
ada. Verður hugbúnaðurinn mark-
aðssettur undir nafninu Kudos.
Þann 1. ágúst nk. tekur til starfa
hugbúnaðarfyrirtæki sem Degasoft
og Touchpoint eiga í sameiningu.
Fyrirtækið verður staðsett í Tor-
onto í Kanada og mun það vinna að
lausnum byggðum á Kudos hug-
búnaði.
Touchpoint á nú 10% hlut í
Degasoft.
MBA-nám við Háskólann í Reykjavík
Reiknað með að fyrir-
tækin taki þátt í kostnaði
HÁSKÓLINN í Reykjavík mun
bjóða upp á alþjóðlegt MBA-nám á
Islandi með áherslu á rafræn við-
skipti í janúar á næsta ári en námið
er unnið í samvinnu við GEM, sem
er alþjóðlegur samstarfshópur há-
skóla víða i heiminum. Námið sjálft
tekur fimmtán mánuði og munu
nemendur sækja hluta námsins er-
lendis. Að sögn Agnars Hanssonar,
forseta viðskiptadeildar Háskólans
í Reykjavík, er búist við að 20 til 30
nemendur muni hefja MBA-nám í
janúar. Skólagjöld fyrir MBA-nám-
ið eru 1,5 milljónir króna og að-
spurður segist Agnar reikna með
því að námið sé lánshæft. Hann
segir þó að skoða megi námið sem
samstarfsverkefni þriggja aðila,
þ.e. skólans, einstaklingsins og fyr-
irtækisins, og menn hafi gert ráð
fyrir að fyrirtækin myndu taka
þátt í þessu með greiðslu skóla-
gjalda eða hluta þeirra. Agnar seg-
ir að þegar hafi komið hátt í tutt-
ugu fyrirspurnir um MBA-námið í
gegnum heimasíðu Háskólans í
Reykjavík þannig að svo virðist
sem nægur áhugi sé fyrir náminu
enda hafi verið farið af stað með
þetta verkefni þar sem menn fundu
fyrir þörf á námi af þessu tagi.
Leiðrétting
í FRÉTT um opnun nýrrar
tölvuverslunar, SPH, í Kjör-
garði við Laugaveg, sem birtist
í Morgunblaðinu á laugardag
urðu þau mistök að farið var
rangt með föðurnafn viðmæl-
anda blaðsins, sem er einn af
eigendum verslunarinnar. Rétt
nafn hans er Sigurður Pétur
Hauksson. Sagt var að hann
héti Sigurður Pétur Harðar-
son, sem eins og kunnugt er er
einn aðstandenda söfnunarinn-
ar Bömin heim. Eru hlutaðeig-
andi aðilar beðnir velvirðingar
á mistökunum.
UCRETE8
Hita-og
efnaþolnu
gólfefnin
Nú fáanleg
Gólfllmir
IGNAÐARGÚLF
Smið)uvegur 72, 200 Kópavogur
Sími: 6641740, Fax: 554 1769
Ford í sam- !
vinnu við
Volkswagen
í grein í Welt am Sonntag er því
haldið fram að Ford-bílaframleið-
andinn hafi áhuga á formlegu sam-
starfi við V olkswagen-bílaverksmiðj-
una í Þýskalandi eða þá að kaupa
hlut í Volkswagen en talsmenn bæði
Ford og Volkswagen hafa neitað að
tjá sig um málið. Sérfræðingar segja
að líta mætti á samstarf Ford og
Volkswagen sem eins konar svar
Ford-verksmiðjanna við samvinnu
General Motors og Fiat.
Fylkisstjórn Neðra-Saxlands á
18% hlut í Volkswagen en afgangur-
inn dreifist á marga smærri hlut-
hafa. Gengi bréfa í Volkswagen er
lágt skráð sem stendur og því þykir
fyrirtækið vera álitlegur biti fyrir
stærri fyrirtæki. Á aðalhlutafjár-
fundi Volkswagen í maí í vor lýstu
margir smærri hluthafar yfir
áhyggjum sínum af mögulegri yfir-
töku á fyrirtækinu en hin svokölluðu
Volkswagen-lög veita þó ákveðið
skjól en í þeim er kveðið á um ráð-
andi áhrif Neðra-Saxlands í
V olkswagen-verksmiðj unum .Talið
er að með samvinnu við Volkswagen
gæti Ford náð að leysa ýmis fram-
leiðsluvandamál í verksmiðjum sín-
um í Þýskalandi. Ford er næst-
stærsti bílaframleiðandinn í
heiminum og var velta fyrirtækisins í
fyrra 163 milljarðar dala og hagnað-
ur 7,2 milljarðar dala. Rekstur Ford
í Evrópu gekk hins vegar illa í fyrra.