Morgunblaðið - 18.07.2000, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 18.07.2000, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Kristinn Rófur, sumarkál, spergilkál og blómkál er meðal þess ís- lenska grænmetis sem komið er í búðir. Islenskt kál komið í verslanir Rigningin og hlýindin undanfama daga hafa ýtt undir sprettuna hjá íslenskum bændum. Að sögn Kol- beins Agústssonar hjá Sölufélagi garðyrkjumanna byrjaði kínakálið að koma á markað fyrir hálfum mánuði og í síðustu viku komu fyrstu sendingar af blómkáli og spergilkáli. Kolbeinn segir að sum- arkálið sé að koma í verslanir en það er sætt hvítkál og ólíkt haust- kálinu sem fæst í verslunum yfir vetrartímann og fram að þessum tíma. Fyrstu rófurnar eru einnig komnar á markað, svokallaðar pottrófur sem eru snemmsprottnar og hvað úr hverju fara bændur að koma með nýjar kartöflur. Að sögn hans mun verðið smám saman fara lækkandi eftir því sem framboð eykst. Nýtt Yetrarlisti VETRAR- LISTI Kays er kominn út. I fréttatilkynn- ingu frá B. Magnússyni hf. segir að þar sé vetrartískan kynnt en list- inn kostar 400 krónur sem endurgreiðast við fyrstu pöntun. Listinn fæst hjá B. Magnússyni. A Islenskar kartöflur í Nýkaupi FYRIR helgi komu nýjar íslenskar kartöflur í verslanir Nýkaups. Þær eru komnar frá Guðmundi Krist- inssyni á Sóleyjarbakka í Hruna- mannahreppi. Kartöflurnar koma úr upphituð- um garði og eru premier-kartöflur. Framboð er takmarkað nú til að byrja með en kartöflurnar kosta 298 krónur kílóið. Þeytirjómi KOMINN er á markað þeyti; rjómi frá Kötlu. I fréttatilkynningu segir að rjóminn sé jurtarjómi með 5% fituinnihaldi. Rjóminn er í sprautubrúsum og er seldur í mat- vöruverslunum. ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLÍ 2000 23 NEYTENDUR Aðeins Japanir kaupa meira af blábeijum en fslendingar > Seldu Islendingum 83 tonn af bláberjum í fyrra Fyrir skömmu voru á ferð hér á landi fulltrúar bandarískra blá- berjaræktenda sem hafa selt hing- að bláber um nokkurra ára skeið. Þeir sögðu Islendinga kaupa mikið af bláberjum og reyndar koma næst á eftir Japönum ef miðað er við höfðatölu. „Bandarískir blá- berjaræktendur hafa selt til Is- lands fersk og frosin bláber um nokkurra ára skeið og eru furðu lostnir yfir þeim áhuga sem virðist vera á bláberjum hér á landi,“ segja fulltrúar bláberjaframleið- enda þeir Mark Villata og Thomas J. Payne. Fersk bláber eru flutt hingað til lands með flugi en þau eru ræktuð í ýmsum fylkjum Bandaríkjanna. Þeir segja að hægt sé að selja ber- in á svipuðu verði hér og þau eru seld víða í Bandaríkjunum þó svo að flutningskostnaður bætist við. Bláberjaframleiðendur vestra hafa verið með söluherferð í Japan sem hefur að sögn þeirra skilað mjög góðum árangri og þeir eru að skoða hvort unnt sé að selja ís- lendingum meira af bláberjum en gert er nú þegar. Þeir selja ekki einungis fersk og frosin bláber heldur selja þeir einnig þurrkuð bláber sem notuð eru í gerð eftirrétta, í kökur og út á morgunkom og síðan selja þeir einnig bláberjavín. Morgunblaðið/Arnaldur Grohe baðtækin eru löngu landsþekkt fyrir nákvæmni og öryggi OPffl ÖLL KVÖLD TIL KL. 21 4i METRO Skeifan 7 • Sixni S23 0800 www.mbl.is Spurt og svarað Hvar fæst sápan? Hvar er hægt að kaupa Sólskins- sápu eða Sunlight-sápu? „Hún fæst ekki lengur hérlend- is. Ástæðan er einfaldlega sú að þeir eru hættir að framleiða Sun- light-sápuna í Bretlandi,“ segir Anna Gunnlaugsdóttir, starfsmað- ur Ásgeirs Sigurðssonar ehf. sem er umboðsaðili og innflytjandi Sunlight hér á landi. „Það má segja að þetta séu nokkuð merk tímamót því sápan var fyrst fram- leidd árið 1856 og var til að mynda aðalþvottefnið í þvottalaugunum hér í gamla daga. Við höfum orðið þess áþreifanlega vör að fólk sakn- ar Sunlight-sápunnar en því miður getum við lítið að gert.“ Aðspurð kvað Anna erfitt að benda á einhverja aðra sambæri- lega sápu. Sunlight-sápan hafði þá sérstöðu að fólk notaði hana ýmist á gólfin eða fötin og jafnvel hefði heyrst af fólki sem tæki hana með í baðið. „Hins vegar getum við boðið mun nútímalegri hreinsivörur eins og Jif til hreingerninga á húsum; Lux og Dove í baðið og Organics vörur fyrir hárið,“ sagði Anna Gunnlaugsdóttir að lokum. Sumarleikur- inn hjá Kók Bent hefur verið á að hægt sé að sjá hvort vinningur er í flösk- um Coca Cola með því að halla flöskunum lárétt. „Þetta eru orðnir fastir liðir eins og venjulega þegar sumarleikur Vífilfells er annars vegar,“ segir Þorsteinn M. Jónsson, forstjóri Vífilfells. „Ætli það sé ekki hægt að segja að þetta sé hluti af leikn- um. Við vorum með tappaleikinn í þrjú ár og á hverju ári komu fram kenningar um hvemig mætti þekkja vinningstappana frá öðrum töppum án þess að kíkja í þá. Það er eins með þennan nýja sumar- leik. Það skjóta alltaf upp kollinum sérfræðingar sem rannsaka flösk- urnar gaumgæfilega og setja síðan fram kenningar. Sjálfum hefur mér ekki tekist að finna vinningsflöskurnar með þessum hætti, það er að segja að kíkja innan á miðann með því að halla flöskunni lárétt án þess að drekka úr henni, en þessi ábend- ing er skemmtileg. Það kæmi okkur á óvart ef eng- inn reyndi að greina vinningsflösk- urnar frá öðrum flöskum í verslun- um áður en þær eru keyptar enda margir álitlegir vinningar í boði.“ Önglar og sökkur ELLINGSE Grandagarðl 2 | Reykjavík | sími 580 8500 i i REVENA* balsam firbfnem •ÉÍs átvil.ÉTfík T' & gr tmitnti Morgunblaðið/Amaldur Ferðaskrifstofan tírval títsýn í Hlíðarsmára 15 Kópavogi * * Urval-Utsýn og Plúsferð- ir undir sama þaki Nýlega var opnuð ný ferðaskrif- stofa í Kópavogi á vegum Ferða- skrifstofu Islands, Úrvals-Útsýnar og Plúsferða. Hjá ferðaskrifstof- unni er m.a. hægt að kaupa við- skiptaferðir og frí- og skemmti- ferðir. Þar er jafnframt íþrótta- og tónlistardeild Úrvals-Útsýnar og síðan eru Plúsferðir með söluskrif- stofu á sama stað en þeir sérhæfa sig í ódýrari utanlandsferðum. Hin nýja söluskrifstofa ferða- skrifstofunnar er til húsa í Hlíðar- smára 15. ' siliftí úrval af mjög vönduðum borðstofuhúsgögnum tra Skovby á frábæ! |P| _ Fáanlegt í Kirsuberjavið Mahogny Beyki ___________ J____________ Armúla 8-108 Reykjavik Sími 581-2275 ■ 568-5375 ■ Fax 568-5275
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.