Morgunblaðið - 18.07.2000, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 18.07.2000, Blaðsíða 28
28 ÞRTÐ<hJDAdíj'R i«:4TÚÉÍ 2ÓUO ERLENT MÖRGUNBUÁÖIÖ 55 fórust er Boeing 737-200-þota hrapaði á íbúðarhús á Indlandi Segja eld hafa logað í öðrum hreyflinum Patna á Indlandi. Reuters, AP. FIMMTÍU og fimm manns fórust er Boeing 737- 200-þota hrapaði á íbúðarhús í borginni Patna á Indlandi í gær. Sögðu sjónarvottar að eldur hefði logað í öðrum hreyfli vélarinnar er hún kom inn til lendingar. Var þotan í eigu indverska flugfélagsins Alliance Air og var tuttugu ára gömul. Slysið varð klukkan hálfátta í gærmorgun að staðartíma, eða klukkan tvö í fyrrinótt að íslensk- um tíma. „Vélin hristist... glugginn var opinn og flugmaðurinn hrópaði og veifaði til fólks á jörðu niðri að fara frá,“ sagði Suresh Rai, er varð vitni að slysinu. „Það kom reykur úr vélinni." Að sögn yfirvalda voru 58 manns um borð í vél- inni og fórst 51. Fjórir íbúar húsanna er þotan lenti á fórust. Samkvæmt öðrum tölum fórust 49 með þotunni og átta á jörðu niðri. Sögðu sumir þeirra er komust lífs af að þeir hefðu fundið skyndilegan hristing áður en þrotan hrapaði til jarðar. „Þegar vélin var um það bil að lenda byrjaði hún að hristast," sagði Rohit Ranjan, fertugur rafvirki. „Eg datt úr sætinu, en einhvem veginn tókst mér að komast að útganginum sem var opinn og ég stökk út. Ég lenti í forarpytti og það kom fólk og hjálpaði mér.“ Engin viðvörun Embættismenn sögðu að vélin, sem var á leið frá Kalkútta til Nýju-Delhí með millilendingum í borg- unum Patna og Kucknow, hefði komið niður um það bil tvo kílómetra frá flugvellinum. Sjónvarps- stöðin Star News greindi frá því að svarti kassinn svonefndi, er geymir upplýsingar um flugið, hefði fundist í flakinu. A.H. Jung, flugmálaráðherra Indlands, sagði á fréttamannafundi að skyggni hefði verið nægjan- legt, eða um fjórir kílómetrar, og að lendingartæki vélarinnar virtust hafa verið í lagi. „Það var aldrei neitt að í aðfluginu,“ sagði Jung og bætti því við að flugstjórinn, Sohan Pal, sem hafði rúmlega 4.200 klukkustunda flugreynslu að baki, hefði ef til vill flogið of lágt er hann kom inn til lendingar. En ekki leið á löngu þar til heyrast tók gagnrýni á stjómvöld fyrir að tryggja ekki flugöryggi. „Ver- ið viðbúin því að heyra talað um flugmannamistök,“ sagði í yfirlýsingu frá samtökum flugumferðar- stjóra á Indiandi. „Eftir að flugslys verður er efnt til rannsóknar og eftir eitt eða tvö ár er skilað skýrslu en það er ekkert sem tryggir að tekið sé mark á skýrslunum." Efasemdir um gamlar flugvélar Alliance Air, dótturfélag ríkisflugfélagsins Indi- an Airlines, hefur tólf Boeing 737-200-þotur frá níunda áratugnum í þjónustu sinni. Framkvæmda- stjóri Indian Airlines tjáði Reuters að þotan sem fórst hefði verið skoðuð 29. júni og hefði flogið án bilana frá borginni Jaipur til Kalkútta á laugardag- inn. En þingmaðurinn Bratin Sengupta sagði að samgöngu- og ferðamálanefnd þingsins, sem hann hefði áður átt sæti í, hefði ítrekað varað við flugvélaflota Alliance Air. „Við bentum á það á nokkrum nefndarfundum að margar véla Alliance Air væru gamlar og þyrfti að endurnýja þær,“ sagði hann við Reuters. „Endumýjun flugvélanna hefur tafist í meira en áratug. Við munum taka þetta upp á þinginu og spyija hvers vegna vélamar hafi ekki verið endur- nýjaðar." Talsmaður Boeing í Bandaríkjunum sagði að vélin sem fórst hefði verið afhent frá verksmiðjunum í júní 1980 og hefði flogið 42 þús- und stundir. Úrelt tæki Síðasta stórslys í flugi á Indlandi varð í nóvem- ber 1996 þegar Boeing 747-þota frá Saudi-Arabíu og Iljúsín-flutningaflugvél frá Kazakstan rákust á á flugi skammt frá Nýju-Delhí, og fórst þá 351. All- iance Air var stofnað fyrir fimm ámm og hafði ein vél frá félaginu farist áður en slysið varð í gær. Domier-vél þess fórst við borgina Cochin fyrir tveim ámm og fórast þá átta. Öryggi í flugmálum á Indlandi er ábótavant vegna úreltra tækja á flestum flugvöllum. Á al- þjóðavöllunum í Nýju-Delhí, Bombay, Madras og Kalkútta var farið að nota háþróuð flugumferðar- stjómartæki frá bandarískum framleiðanda í fyrra. Mörg þúsund manns söfnuðust saman til að fylgjast með björgunarstarfinu í flaki Alliance Air-þotunnar. Reuters Minnisblaði Tony Blairs lekið til fjölmiðla Áhyggjur af tengsla- leysi við almenning London. Reuters. TONY Blair, forsætisráðherra Bretlands, krafðist þess í gær að fram færi rannsókn á því hvemig fjölmiðlar komust yfir leynilegt minnis- blað þar sem hann lét í Ijós áhyggjur af því að hann væri ekki í nægilega góðum tengslum við kjósendur. Talsmenn stjómarandstöðunnar sögðu að minnisblaðið, sem bresku blöðin birtu á forsíðu, sýndi og sannaði að Blair væri of upptekinn af ímynd sinni og hugsaði ekki um stefnumótun. Hefði hann miklar áhyggjur af fmmkvæði íhaldsflokksins sem hefði halað inn atkvæði. Á minnisblaðinu hvatti Blair til þess að gerð- ar yrðu ráðstafanir til að spoma við því að litið væri svo á að hann og stjórn hans hefðu ekki margt að segja um hlutskipti fjölskyldufólks, væri væg í garð flóttafólks og glæpamanna og ekki nógu afgerandi í afstöðu sinni til Evrópu- sambandsins og vamarmála. „Allt er þetta auðvitað ímynd... En þegar þetta safnast saman verður til sú mynd af stjóminni - og þetta á jafnvel við um mig - að hún sé einhvem veginn úr tengslum við breskar grandvallarhugmyndir,“ segir Blair á minnis- blaðinu, sem er dagsett 29. apríl. Krafðist hann enn fremur „grípandi fram- kvæðis“ af hálfu stjórnarinnar til stuðnings fjöl- skyldufólki og vildi „eitthvað ákveðið, sem sést strax“ til að senda skilaboð um bar- áttu gegn glæp- um. „Það ætti að tengja mig per- sónulega við eins mikið af þessu og hægt er,“ sagði Blair að lokum. William Hague, formaður Ihalds- flokksins, sagði m.a. um minnis- blaðið að það sýndi að Blair hefði í rauninni enga raunveralega sannfæringu varð- andi stjórn ríkis- ins. Um væri að ræða „leit að yfirlýsingum sem grípa augað, einhverju sem kemst í fyrirsagnir." Bæði blaðið The Sun og The Times greindu frá því í forsíðufréttum að eintökum af minnis- blaðinu hafi verið lekið til þeirra. Sagði The Times að minnisblaðið hefði komið „beint úr einkatölvu forsætisráðherrans,“ en ekki var málið útskýrt nánar. Tony Blair Reuters Renate Wallert fær aðstoð hjá þýskum lækni á flugvellinum í Manila í gær eftir flugið frá suð- urhluta Filippseyja þar sem hún var í haldi skæruliða. Skæruliðar Abu Sayyaf leysa gísl úr haldi Jolo. AP. ISLAMSKIR skæraliðar úr röðum samtakanna Abu Sayyaf á Filipps- eyjum hafa leyst úr haldi þýska konu, Renate Wallert, sem var með- al rúmlega 20 gísla sem þeir rændu fyrir þrem mánuðum á sumardvalai-- stað í Malasíu. Samningamaður Fil- ippseyjastjómar tók við Wallert á eyjunni Jolo þar sem skæraliðarnir hafa búðir sínar í frumskógunum. Wallert grét er hún hitti embætt- ismanninn en hún varð að skilja eig- inmann sinn og son eftir í höndum uppreisnarmannanna. „Ég er þreytt. Mig langar til að fara strax heim,“ sagði hún. Wallert er 57 ára gömul, hún hefur þjáðst af of háum blóðþrýstingi og virtist vera veik- burða og utan við sig. Hún sagðist sakna mjög manns síns og sonar og vonaði að þeir fengju fljótt frelsi. Embættismenn stjórnvalda sögð- ust telja að skæraliðarnir vildu með tilslökuninni sýna samningavilja sinn. Ekkert lausnargjald hefði ver- ið greitt íyrir Wallert sem hélt með flugvél frá höfuðborginni Manila áleiðis til Þýskalands í gær. Uppreisnarmennimir í suðurhluta landsins hafa lengi barist fyrir sjálf- stæðu ríki múslima á Filippseyjum en ílestir landsmenn era kaþólskir. Flestir gíslanna era útlendingar og frá ýmsum löndum, þ.ám. Frakk- landi, Þýskalandi og Finnlandi. --------------------- Næsta lota stækkunar ESB 2005 Berlín. The Daily Telegraph. LEIÐTOGAR Evrópusambandsins (ESB) eru nú reiðubúnir að fast- setja stækkun ESB við 1. janúar 2005, að því er haft er eftir hátt sett- um embættismönnum ESB. Ríki á borð við Ungverjaland, Tékkland og Slóveníu eru talin mjög líkleg til þess að verða fyrir valinu, þar sem stjórnmála- og efnahags- ástand ríkjanna er mun betra en annarra þeirra ríkja sem æskja inn- göngu í ÉSB. Ríkisstjórnir ESB-ríkjanna eru þó sagðar hafa hug á að veita mun fleiri ríkjum inngöngu og er rætt um að tíu ný aðildarríki bætist í hópinn árið 2005. Kýpur, Eistland, Lettland, Litháen, Malta, Pólland og Slóvakía kunna einnig að verða fyrir valinu hafi lausn fundist á þeim mikla fjárhags- og stofnanalega vanda sem innganga þehra hefur í för með sér fyrir hin ESB-ríkin. Búast má við að sú ákvörðun ESB að stækka Evrópusambandið ekki fyrr en 2005 hljóti misjöfn viðbrögð hjá þeim þjóðum sem óskað hafa eftir inngöngu. Nokkrar þjóðanna, til að mynda Ungverjaland, höfðu vonast eftir að hljóta inngöngu 2002 eða 2003. Vonbrigði þeirra verða þó líklega létti blandin þar sem ESB gerir sig loks líklegt til að fastsetja ákveðna dagsetningu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.