Morgunblaðið - 18.07.2000, Page 32

Morgunblaðið - 18.07.2000, Page 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLÍ 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Ami Sæberg Ititstjórinn og gagnrýnandinn Richard Vine. SAGAN Á BAK VIÐ LISTAVERKIN Bandaríski ritstjórinn og listgagnrýnandinn Richard Vine er menntaður í bókmenntum, en segist hafa lent í „vondum“ félags- skap listamanna svo hann hafí ekki getað slitið sig frá listheiminum síðan. Fríða Björk Ingvarsdóttir ræddi við hann um fyrirlestra sem hann heldur í Reykjavík og á Akureyri, en þeir fjalla meðal annars um framandleika samtímalista og hlutverk listtímarita. RICHARD Vine, einn ritstjóra listtímaritsins Art in Amer- ica, er nú staddur hér á landi. Hann mun halda tvo fyrirlestra með- an á dvöl hans stendur og verður sá fyrri í Listasafni Reykjavíkur, Hafn- arhúsi í kvöld kl. 20. Fyrirlesturinn nefnist „Why is Contemporary Art so Weird?“ eða „Hvers vegna er samtímalist svona furðuleg?" Síðari íyrirlesturinn verður annað kvöld kl. 20 í Listasafninu á Akureyri og nefn- ist „Sex, Lies and Art Magazines" eða „Kynlíf, lygi og listtímarit". Vine er með doktorspróf í bók- menntum írá háskólanum í Chicago og hefur áður gegnt ritstjórastöðu hjá tímaritum á borð við Chicago Review og Dialogue: An Art Joumal. Greinar hans um listir, bókmenntir og menningarsögu hafabirst fjöl- mörgum öðrum virtum tímaritum, en hann hefur einnig stundað kennslu- störf í Bandaríkjunum og víðar. laðamaður hitti Vine yfir kaffibolla til að forvitnast um þessa fyrirlestra, og spurði fyrst hvað það væri sem ræki bók- menntamann til þess að fjalla um myndlist. „Venjulega svara ég þessu á þann veg að ég hafi einfaldlega lent í vond- um félagsskap,“ segir Vine og hlær. „En sannleikurinn er sá að ég var kvæntur konu sem sá um listsýning- ar og stjórnar nú listasafni. List- heimurinn er nú einu sinni þannig, eins og þú kannski veist, að ef maður rekur þar inn nefið þá er engin leið að koma sér út aftur. Þetta er ein alls- heijar hringiða - allt í einu áttaði ég mig á því að allir sem ég þekkti voru ýmist listamenn, galleríeigendur eða listsafnarar. Svo ég hugsaði með mér að hér væri kannski eitthvað áhuga- vert til að skrifa um út frá mínum forsendum. Ég held að minn bak- grunnur úr bókmenntunum hafi haft merkjanleg áhrif á það hvemig ég upplifi myndlist - á einhvem máta er ég frjálsari heldur en þeir sem eru menntaðir í listum. Ég hef t.d. engra hagsmuna að gæta í listaklíkunum og get því nálgast hlutina frá sjónarmiði þess sem er utanaðkomandi. Ég hef einnig reynt að viðhalda bókmennta- legum áhuga mínum á frásögninni sem slíkri, sem kannski er frekar gamaldags viðhorf. Því er það oft svo að jafnvel huglægustu myndverk verða til þess að ég reyni að gera mér í hugarlund hver „sagan“ á bak við þau sé,“ segir Richard og brosir. annig skapast það samhengi sem ég skoða hlutina út frá. Annars er það sem ég ákveð að fjalla um algjörlega handahófs- kennt,“ viðurkennir hann. „Ég hef skrifað um allt milli himins og jarðar á listsviðinu og yfirleitt mótast val mitt af því hvemig áhrif viðkomandi list hefur á mig persónulega. Það má segja að það hugarfar sem ég beiti við vinnu mína sé tvíþætt. Þegar ég fer inn í sýningarsal til þess eins að skoða list ánægjunnar vegna, þá er í raun og veru mjög fátt sem vekur áhuga minn. Ef ég hins vegar er á ferðinni með það í huga að skrifa um eitthvað, þá er margt sem höfðar til mín sem ég hefði annars gengið framhjá. Sú breyting á afstöðu minni mótast þá af því hvaða möguleika ég sé á því að útskýra verkin fyrir les- endum mínum - eða á því hversu auðvelt er að setja verkin í samhengi við það sem ég þekki af eigin reynslu. Sum list fellur mjög vel að ákveðinni orðræðu - er augljóslega tengd ákveðnum hlutum úr fortíðinni eða einhverju sem er að gerast í nútím- anum. Stundum falla verkin hrein- lega vel að umfjöllun um þann miðil sem listamaðurinn hefur ákveðið að nota og þá skrifa ég um það. Auð- vitað er maður alltaf að vonast eftir hinum fullkomnu kringumstæðum þegar listin höfðar sterkt til manns og er jafnframt þess eðlis að hægt er að fjalla um hana. Það gerist stund- um, en þó ekki oft. Ég er samt hepp- inn að því leyti að ég vel mér mín við- fangsefni sjálfur, enda er það forsenda þess að hægt sé að skapa ákveðna sýn innan tímaritsins." yrirlesturinn sem Vine flytur á Akureyri fjallar að nokkru leyti um þá sýn, eða um hlut- verk listtímarita. Vine segir mjög mikilvægt að rannsaka hvaða hlut- verki tímarit á borð við Art in Amer- ica gegnir í því að færa heiminum sem heild ákveðna sýn á samtímalist. „Ég sé þetta hlutverk sem þátt í alþjóðavæðingu heimsins þar sem allir verða fyrir sömu áhrifunum," segir Vine. „Svæðisbundin sérkenni og menningarleg einkenni fara minnkandi hvort sem um er að ræða klæðaburð, tungumál eða bókmennt- ir, því þróunin stefnir í átt að einu al- heimskerfi. Ég verð að viðurkenna að ég hef blendnar tilfinningar gagn- vart því að vera hluti af þeirri þróun. En ég held samt að hún sé óumflýj- anleg og því væri kjánalegt að reyna að spyrna við henni. Meðan á ferlinu stendur verðum við einfaldlega að spyija okkur hvaða áhrif þetta kem- ur til með að hafa og hvort þau eru af hinu góða eða illa.“ að sem er að gerast í hinum al- þjóðlega listheimi í dag er nokkuð sem við sáum gerast innan Bandaríkjanna fyrir nokkrum áratugum," heldur Vine áfram. „Fólk vann að list sinni á hinum og þessum stöðum í landinu og hafði litla sem enga yfirsýn. Allt í einu um miðja öldina urðu straumhvörf, þegar allir fóru að skoða sömu tímaritin sem gefin voru út í New York, og urðu því fyrir samskonar áhrifum. Þetta var sérstaklega áberandi þegar listtíma- ritin hófu að birta litmyndir. I dag hættir okkur til að gleyma hversu áhrifamikil sú tækni var á sínum tíma. Tímaritin höfðu þannig bein áhrif á það sem listamenn víðs vegar um Bandaríkin voru að gera. Hinn bandaríski listheimur varð allt í einu mun minni og einsleitari.“ Vine segir að þessi þróun sam- tímalista í heiminum sé at- hyglisverð og þess eðlis að ekki megi horfa fram hjá henni. „Tímaritið sem ég vinn fyrir hefur aðsetur í New York, í ákveðnu um- hverfi,“ segir hann til skýringar. „Við þróum okkar sýn eins og ég sagði áð- an, í samræmi við þetta umhverfi. Síðan er okkur boðið að koma til ann- arra staða eða jafnvel framandi landa og kanna listvettvanginn þar, en jafnvel í ókunnu umhverfi hljótum við óhjákvæmilega að mótast af þeirri stefnu sem við höfum tekið heima í New York. Við förum ef til vill til Japan og hittum listamenn sem eru að vinna samkvæmt alda- langri japanskri hefð. Auðvitað virð- um við þá hefð íyrir okkur upp að vissu marki, en tilhneigingin er samt sem áður að ýta því til hliðar og ein- beita sér að því sem maður þekkii’ betur úr sínu eigin umhverfi, þ.e.a.s. að þeim samtímalistamönnum sem vinna á alþjóðlegum grundvelli. Okk- ar upplifun er síðan beint til baka í þetta ákveðna menningarumhverfi þegar umfjöllunin birtist í tímaritinu og þar hefur hún bein áhrif. Þetta er eins og þegar alþjóðleg risafyrirtæki setja mark sitt á ímynd mismunandi menningarheilda. Þarna er um að ræða einstök alþjóðleg fyrirbrigði, sem eru ekki beinlínis að þröngva neinu upp á viðkomandi menningu, en vegna þess hve þau eru fjársterk og áhrifamikil hafa þau mótandi áhrif.“ Fyrirlestur Vine í Listasafni Reykjavíkur í kvöld fjallar eins og áður er getið um það sem svo margir listunnendur hafa spurt sig, en gagn- rýnendur hafa ef til vill veigrað sér við að fjalla um; af hverju samtíma- list sé svona furðuleg. Richard Vine segir þetta vissulega vera spurningu sem brenni á mörg- um. „En ég held samt að fyrsta verk- efni gagnrýnanda sé að missa ekki sjónar af því sem er furðulegt eða framandi," segir hann. „Þegar maður er í minni stöðu er auðvelt að verða ónæmur og ímynda sér að það sem maður upplifir í listheiminum sé venjulegt eða hversdagslegt í augum allra. Það er því afar mikilvægt að viðhalda tengslum sínum við hinn al- menna áhorfanda. Að vera fær um að upplifa ólíkar kenndir, svo sem upp- nám og undrun yfir því sem verður á vegi manns, eins og svo margir sýn- ingargesta gera. Það er hreint ekki í þágu listarinnar ef við hættum að verða fyrir þessum áhrifum, sama hversu margir reyna að halda því gagnstæða fram. Stór hluti samtíma- listar er beinlínis sköpuð til þess að valda uppnámi eða usla, markmið hennar er að vekja furðu.“ argir láta það fara í taug- arnar á sér hversu illa unn- in samtímalist virðist oft vera,“ segir Vine. „Stundum er hún búin til úr ódýrum efnum eða sett saman á annan hátt er ekki felur beinlínis í sér mikla handavinnu. En við megum ekki gleyma því að hlut- verk listarinnar í þjóðfélaginu hefur breyst mjög ört undanfarna áratugi. Listin er ekki lengur sniðin að smekk ákveðinnar valdastéttar. I gegnum aldimar var list alltaf búin til fyrir aðila úr „æðri“ stéttum. Sá sem keypti listaverk var ýmist úr aðal- stétt, klerkastétt eða embættis- mannastétt. Þá var gerður samning- ur við listamanninn og það var í raun sama hversu mikið listamaðurinn hafði út á yfirvaldið eða hlutskipti sitt í lífinu að setja, það fólst alltaf ákveðin friðþæging í því að skapa eitthvað fyrir fyrir þetta „æðra“ vald - fyrir þetta mótandi afl sem stjórn- aði þjóðfélaginu." Vine segir þetta hafa breyst á mjög afdrifaríkan máta með risi borgarastéttarinnar. „Þá tekur riðskiptajöfurinn við hlutverki verndara listanna og staða lista- mannsins verður allt önnur. Lista- maðurinn fer að vinna fyrir aðila sem í hans augum er jafningi hans í fé- lagslegum skilningi - og jafnvel ein- hvern sem hann innst inni álítur standa sér langt að baki vitsmuna- lega. í hagsmunasambandi af þessu tagi eru samskiptin af allt öðrum toga og mun skilyrtari. Oft er um ákveðna vanþóknun að ræða frá hendi listamanbsins og löngun eða tilhneigingu til að hneyksla. Svo má auðvitað velta því fyrir sér, sem ekki er síður merkilegt, af hverju þetta fólk úr borgarastétt kaus - og kýs enn í dag - að styðja við list sem hafnar öllum þeim gildum sem borg- arastéttin byggir sitt daglega líf á,“ segir Vine. Hann bendir á að þetta sé kannski ekki svo augljóst á Norðurlöndum þar sem ríkisvaldið styður kerfis- bundið við listir. „En í Bandaríkjun- um stendur listin og fellur með safnaranum, safnarinn er það afl sem knýr listheiminn áfram. Þessir safn- arar eru yfirleitt auðkýfingar og áhrifamenn sem beinlínis styðja list sem er gagnrýnin á það kapítalist- íska kerfi sem auður þeirra grund- vallast á. Ég er alveg hugfanginn af þessu tvíræða sambandi," segir Richai-d Vine og leggur áherslu á orð sín, „af þessari siðferðislegu tog- streitu sem heldur listsköpuninni gangandi. En ég vil nú samt ekki segja frá öllu sem ég ætla að ræða í fyrirlestrunum mínum, en þetta er einmitt einn þáttur í þeirri umfjöll- un.“ Aðspurður um sterka tilhneig- ingu samtímalista til að storka viðteknum venjum og hafna gildum samfélagsins segir Vi- ne: „Listsköpun hefur þróast í það að verða mjög ögrandi, og það er að hluta til vegna þess hvemig markað- urinn starfar. Listsköpun er eitthvað sem mjög fáir stunda, en samt sem áður er mikið offramboð á listasvið- inu. Sú staðreynd leiðir síðan til ákveðinnar örvæntingar þar sem listamenn reyna að ganga eins langt og þeir geta, því þeir eru í raun og veru að leita ákveðins framandleika sem skilur þeirra list frá annarri. Þessu má líkja við þá stöðu í auglýs- ingaheiminum þegar samkeppni er á milli svipaðra vörutegunda. Þá er áherslan lögð á að vekja athygli á því sem er öðruvísi til að neytandinn geti valið á milli. Listamenn samtímans eru að leika svipaðan leik hvort sem þeir gera sér grein fyrir þvi eða ekki. Þar að auki starfa þeir í vitsmuna- legu umhverfi þar sem engin ríkjandi heimsmynd er viðurkennd. Á öldum áður gátu listamenn ætíð reitt sig á ákveðna heimsmynd þar sem allir menn áttu sér sinn stað í tilverunni og allt var í ákveðnum skorðum. Nú er þessu farið á annan veg. Það sem okkur birtist í samtímalistum er því að einhverju leyti afleiðing af því hve margir keppa um fá tækifæri, allir sækjast eftir ákveðnum framand- leika til að falla ekki inn í fjöldann.“ Vine segir að gagnrýnendum í dag sé því ákveðinn vandi á höndum; „áður fyrr voru listamenn að vinna innan ákveðinnar stefnu sem á hverjum tíma fyrir sig gaf tóninn um hvernig hlutimir ættu að vera. Annaðhvort unnu listamenn innan viðtekinnar venju eða þá að þeir skiptu engu máli. Þetta um- hverfi er ekki til staðar lengur, í dag er allt jafn rétthátt sama hversu ólík- indalegt það kann að virðast - og allir eiga kröfu til þess að við gerum þeim einhver skil í skrifum okkar um list- ina,“ sagði Richard Vine að lokum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.