Morgunblaðið - 18.07.2000, Page 35

Morgunblaðið - 18.07.2000, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLÍ 2000 35 MENNTUN íslenska - Síðastliðið haust var hafíð fiarnám í íslensku til BA-prófs í Háskóla íslands. Tilraunin þótti ganga vel og næsta haust verður námskeiðum íjölgað í f]arnáminu. Salvör Nordal spjallaði við þau Eirík Rögnvaldsson prófessor og Sigríði Sigurjónsdóttur dósent um námið og möguleika fjarkennslunnar. Fj arnám gefur góðaraun • Fyrirlestrar eru settir á Netið þar sem nemendur geta nálgast þá. • Reynslan af fjarkennslunni er góð og luku langflestir náminu. FJARNÁM er í sókn á öll- um sviðum menntunar. Fyrii- tæpu ári var ákveð- ið að hefja fjamám í ís- lensku og var boðið upp á fjögur námskeið á síðastliðnum vetri. AIls skráðu tólf einstaklingar sig í nám- ið og luku langflestir þeirra nám- inu. Nú hefur verið ákveðið að halda áfram á þessari braut og bjóða upp á fleiri námskeið á kom- andi vetri. íslenskuskor í fararbroddi „Fjamámið hefur hlotið góðan hljómgrunn meðal nemenda og þrátt fyrir að ákvörðun um að bjóða upp á námið síðastliðið haust hefði verið tekin seint hófu tólf einstakl- ingar víðs vegar að af landinu nám og flestir þeirra luku námi,“ segir Sigríður Sigurjónsdóttir dósent og skorarformaður í íslensku. „Til að byrja með var hugmyndin sú að bjóða upp á fjaraám í hagnýtri ís- lensku en þegar til kom höfðu þeir sem skráðu sig í námið mestan áhuga á að fara í BA-nám og því var ákveðið að breyta um stefnu og bjóða BA-nám í fjarkennslu. Þau fjögur námskeið sem vom í boði síðastliðinn vetur verða aftur í boði næsta vetur og að auki verður boðið upp á þrjú ný námskeið í fjar- kennslu eða alls 45 einingar. Lík- lega verða nemendur þó að koma til Reykjavíkur til að ljúka náminu að þessum einingum loknum." Sigríður segir reynslu kennara af fjarkennslunni hafa verið góða og geri kröfur til þeirra að þeir auki þekkingu sína á notkun Netsins við kennsluna. Við þetta nutu kennarar liðsinnis Rögnvaldar Ólafssonar dósents og starfsmanna Kennslu- miðstöðvar Háskóla Islands sem hefur umsjón með fjarkennslunni. „Eg viðurkenni að mér þótti fjar- kennslan dálítið kvíðvænleg til að byi-ja með. Ég kenndi í fjarfunda- búnaðinum einu sinni í viku og voru nemendumir í kennsluveram út um landið og komu frá Akureyri, Búð- ardal, Egilsstöðum, Neskaupstað, Selfossi, Keflavík og Reykjavík. Ég flutti minn iyrirlestur fyrir framan sjónvarpsmyndavélar og ég gat skipt á milli staðanna og séð einn hóp í einu í sjónvarpi. Samræður milli hópanna vora til að byrja með dálítið stirðar en gengu betur þegar á leið og í heild mun betur en ég átti von á í upphafí. Verkefnum skiluðu nemendur á Netinu og aðstoðar- kennari sendi leiðréttingar til baka á tölvupósti. Nemendumir vora mjög áhugasamir og stóðu sig flest- irvelí náminu.“ Eiríkur Rögnvaldsson prófessor sem einnig kenndi námskeið í fjar- kennslu segist hafa notað fjar- fundabúnaðinn til að byrja með en fært sig í auknum mæli til þess að setja fyrirlestra inn á Netið þannig að nemendur gætu nálgast þá þeg- ar þeim hentaði. „Með þessari tækni geta nemendur hlustað á fyr- irlestrana á tölvunni heima hjá sér og fengið á sama tíma glærur á skjáinn sem talað er yfir. Þá bauð ég hópnum einnig upp á spjalltíma einu sinni í viku í klukkustund þar sem við gátum rætt saman um námið og allt mögulegt annað. Þessir tímar vora mikilvægir fyrir hópinn og mæltust vel fyrir.“ Fyrir nemendur sem eiga ekki heimangengt Eiríkur leggur áherslu á að það komist fljótlega upp í vana að kenna í fjarkennslu. „Margir óttast að þetta sé mjög dautt form því samskiptin eru minni milli kennara og nemenda en í venjulegri kennslustund, við megum hins veg- ar ekki gleyma því að í sumum deildum Háskólans er verið að halda fyrirlestra fyrir meira en hundi’að nemendur í stóram fyrir- lestrarsölum og mér er til efs að tengslin milli kennara og nemenda séu meiri þar en í fjarfundabúnaði.“ Tímarnir í fjarkennslu era styttri en boðið er við almennt íslensku- nám eða tveir tímar í stað fjögurra. / UTSALA Góðar vörur Hverfisgötu 78, sími 552 8980 Morgunblaðið/Golli Sigríður Sigurjónsdóttir, dósent og skorarformaður í íslensku, og Eiríkur Rögnvaldsson prófessor eru ánægð með hvernig til hefur tekist með fjarnámið. Fjarkennslan gerir þær kröfur til kennara að þeir auki þekkingu sína á notkun Netsins við kennsluna. Fá nemendur í fjarkennslunni ekki minni þjónustu en hinir? „Fyrir- lestrarnir eru styttri en á móti ger- ir fjarkennslan þær kröfur til kenn- ara að meira efni sé sett á Netið og gert aðgengilegt," segir Eiríkur. „Nemar í fjarkennslunni fá ekki verri þjónustu en hefur verið boðið upp á en hins vegar má á segja að hinir fái nú betri þjónustu þar sem svo mikið efni er matreitt á Netinu fyrir alla,“ heldur hann áfram. „Takmarkaður aðgangur að bóka- safni getur hins vegar valdið þeim nemendum sem era í fjarnámi veralegum vandræðum." Að sögn Sigríðar voru nemend- urnir í fjamámi flestir eldri en þeir sem stunda almennt BA-nám. „Flestir þeirra sem sóttu fjarnámið eru í fullri vinnu eða heima með ungabörn og hafa þvi ekki tök á að sækja nám til Reykjavíkur," segir Sigríður. „Tímarnir sem sendir voru út frá fjarfundabúnaðinum eru milli fimm og sjö á daginn og getur námið því hentað fólki á höf- uðborgarsvæðinu sem ekki kemst í venjulega tíma vegna vinnu,“ segir hún að endingu. Greiðsluáskorun Innheimtumenn ríkissjóðs skora hér með á gjaldendur eftirtalinna gjalda að gera skil nú þegar eða í síðasta lagi innan 15 daga frá dagsetningu áskorunar þessaran Gjöldin em: Staðgreiðsla og tryggingagjald sem fallið hafa í eindaga til og með 15. júií 2000, virðisauka- skattur sem fallið hefur í eindaga til og með 5. júní 2000 og önnur gjaldfallin álögð gjöld og ógreiddar hækkanir er fallið hafa í gjalddaga til og með 15. júh' 2000 á staðgreiðslu, tryggingagjaldi og virðisauka- skatti, virðisaukaskatti í tolli, áfengisgjaldi, iaunaskatti, bifreiðagjaldi, slysatryggingagjaldi ökumanna, föstu árgjaldi þungaskatts, þungaskatti skv. ökumælum, viðbótar- og aukaálagningu söluskatts vegna fyrri tímabila, skemmtanaskatti og miðagjaldi, virðisaukaskatti af skemmtunum, tryggingagjaldi af skipshöfnum ásamt skráningargjöldum, búnaðargjaldi, iðgjaldi í Lífeyrissjóð bænda, vinnueftirlits- gjaldi, vömgjaldi af innlendri framleiðslu, vömgjaldi af ökutækjum, eförlitsgjöldum, aðflutnings- gjöldum og útflutningsgjöldum, skilagjaldi á umbúðir, verðbótum á ógreiddan tekjuskatt og verðbótum á ógreitt útsvar, fasteignagjöldum, skipulagsgjaldi, skipagjaldi, fisksjúkdómagjaldi, jarðarafgjaldi og álögðum opinbemm gjöldum, sem em: tekjuskattur, útsvar, aðstöðugjald, sérstakur tekjuskattur manna, eignarskattur. sérstakur eignarskattur, slysatryggingagjald vegna heimilisstarfa, tryggingagjald, iðnlánasjóðs- og iðnaðarmálagjald, þróunarsjóðsgjald, kirkjugarðsgjald, maikaðsgjald, gjald í framkvæmda- sjóð aldraðra og skattur af verslunar- og skrifstofuhúsnæði. Fjámáms verður krafist án frekari fyrirvara að þeim tíma liðnum fyrir vangoldnum eftirstöðvum gjaldanna ásamt dráttarvöxmm og öllum kostnaði, sem af innheimtu skuldarinnar kann að leiða, á kostnað gjaldenda. Athygli skal vakin á því að auk óþæginda hefur fjámám í för með sér vemlegan kosmað fyrir gjaldanda. Fjámámsgjald í ríkissjóð er allt að 11.500 kr. fyrir hvert fjámám. Þinglýsingargjald er 1.200 kr. og stimpilgjald 1,5% af heildarskuldinni, auk útlagðs kosmaðar eftir atvikum. Em gjaldendur hvattir til að gera full skil sem fyrst til að forðast óþægmdi og kostnað. I'á mega þeir gjaldendur, sem skulda staðgreiðslu, staðgreiðslu tryggingagjalds, vöragjald, afdreginn fjármagnstekjuskatt og virðisaukaskatt, búast við því að starfsemi þeirra verði stöðvuð án frekari fyrirvara. Loks mega þeir gjaldendur er skulda bifreiðagjöld og þungaskatt eiga von á að skráningamúmer verði tekin af ökutækjum þeirra án frekari fyrirvara. Fyrrgreindur 15 daga frestur frá dagsetningu áskorunar þessarar gildir ekki í þessum tilvikum. Reykjavík, 17. júlí 2000. Tollstjórinn í Reykjavík Sýslumaðurinn í Kópavogi Sýslumaðurinn í Hamarfirði Sýslumaðurinn í Keflavík Sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli Sýslumaðurinn á Akranesi Sýslumaðurinn í Borgamesi Sýslumaðurinn í Stykkishólmi Sýslumaðurinn í Búðardal Sýslumaðurinn á ísafirði Sýslumaðurinn í Bolungarvík Sýslumaðurinn á Patreksfirði Sýslumaðurinn á Hólmavík Sýslumaðurinn á Siglufirði Sýslumaðurinn á Sauðárkróki Sýslumaðurinn á Blönduósi Sýslumaðurinn á Akureyri Sýslumaðurinn á Húsavík Sýslumaðurinn á Ólafsfirði Sýslumaðurinn á Seyðisfirði Sýslumaðurinn á Eskifirði Sýslumaðurinn á Höfn Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum Sýslumaðurinn á Selfossi Sýslumaðurinn í Vík Sýslumaðurinn á Hvolsvelli Gjaldheimta Vestfjarða Gjaldheimta Austurlands Gjaldheimtan í Vestmannaeyjum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.