Morgunblaðið - 18.07.2000, Qupperneq 46
MORGUNBLAÐIÐ
4,6 ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLÍ 2000
UMRÆÐAN
Hverju reiddist
þjóðkirkjan?
MIKIÐ hefur borið á
gagm-ýni á kristnihátíð
að undanfömu og hefur
hún farið illa í tatemenn
þjóðkirkjunnar. í hita
leiksins hafa jafnvel
siðprúðir og sómakærir
öldungar misst út úr sér
óskiljanlegar samlíking-
Hvað veldur þessari
'"rciði? Hefur gagnrýnin
verið tilefnislaus?
I fyrsta lagi hefur ver-
ið be’nt á, að hátíðin sýni
ótvírætt, að ekki sé hægt
að sameina Islendinga
undir merkjum tiltek-
inna trúarbragða: Þjóðin
hefði setið heima þrátt
fyrir að litprentuðum
bæklingum
hafi verið dreift inn á hvert einasta
heimili landsmanna, þrátt fyrir að
tugir heilsíðuauglýsinga hafi birst í
dagblöðum, þrátt fyrir að ótalmargar
auglýsingar hafi hljómað á öldum
ljósvakans, þrátt íyrir einkar já-
kvæða umfjöllun um hátíðardag-
tkrána í öllum fjölmiðlum, þrátt fyrir
ferðir með langferðabifreiðum til
ÞingvaOa hafi verið ókeypis, þrátt
fyrir að starfsmenn þjóðkirkjunnar
hafí ritað ótalmargar hvatningar-
greinar í dagblöðin, þrátt fyrir þátt-
töku nokkurra af vinsælustu
skemmtikröftum landsins og þrátt
fyrir einmuna veðurblíðu.
I öðru lagi hefur kostnaðurinn við
hátíðarárið verið gagnrýndur. Hve
hár verður reikningur skattgreið-
enda? Ef kostnaður við vegi, göngu-
stíga og bílastæði upp á 290 milljónir
talinn með, fara útgjöldin í tæpar
milljónir (Mbl 30. júní). Þá er
ekki tekið tillit til
kostnaðarliða upp á
marga tugi milljóna,
sem ekki heyrðu beint
undir kristnihátíðar-
nefnd, en þar mætti
t.d. nefna 16 milljóna
króna styrk sem for-
sætisráðuneytið veitti
Grafarvogskirkju. Við
þetta bætast svo þær
500 milljónir sem
renna eiga í kristnihá-
tíðarsjóð. Gagnrýn-
endur eru því ekki að
tala um neina smá-
Páll muni. Eg leyfi mér
Björnsson annars að efast um að
menn hefðu hreyft
mótmælum ef heildarkostnaðurinn
hefði hlaupið á tugum, jafnvel mörg-
um tugum milljóna.
Kristnihátíð
Hátíðin sýnir ótvírætt,
segir Páll Björnsson,
að ekki er hægt að sam-
------7----------------
eina Islendinga undir
merkjum tiltekinna
trúarbragða.
Fólki finnst hins vegar óeðlilegt að
mörg hundruð milljónum sé veitt í
mikil hátíðarhöld sem einungis fáir
virðast hafa viljað. Gagnrýnin er því
fyllilega réttmæt.
Hví þá þessi reiði talsmanna þjóð-
kirkjunnar? E.t.v. eru þeir orðnir svo
vanir því að fá mánaðarlega dágóða
upphæð úr ríkissjóði til að standa
undir rekstri kirknanna, að þeim
þyki fjárveitingar af þessu tagi ekk-
ert nema sjálfsagðar. Reiði þeirra
gæti einnig verið af trúarlegum rót-
um runnin, af ákveðinni sjálfumgleði
sem stundum vill loða við trúar-
brögðin. Einlæg trú manna getur
nefnilega orðið það heit, að virðingin
fyrir „hinum“ þverri. Þar eð hin ev-
angelísk-lútherska þjóðkirkja kennir
sig við Martein Lúther, getum við
rifjað það upp, að trúarhiti Lúthers
framkallaði í huga hans þvílíka andúð
á gyðingum, að hann hvatti til þess
árið 1543 að heimili þeirra, bænahús
og skólar yrðu brennd, að trúarrit
þeirra yrðu tekin af þeim og að
rabbínum yrði bannað að starfa, ella
ættu þeir á hættu að missa líf og limi.
Hápunkti náði kristnihátíð með
frásögn herra Karls Sigurbjörnsson-
ar af för hans til Afríku þar sem hann
leiddi nokkra blökkumenn út úr
myrkri heiðninnar, eins og hann orð-
aði það svo smekklega. í Kirkjuritinu
(2. hefti 1998) segir hann frá sömu
ferð en m.a. heimsótti hann kristni-
boðsstöðina í Konsó sem nú er í
höndum heimamanna: „Við komum
rétt í þann mund er myrkrið skall á.
Þetta kol, biksvarta Afríkumyrkur
sem dettur á eins og hendi sé veifað
rétt tæplega sjö að kveldi. Ljósamót-
orinn á kristniboðsstöðinni virkar
ekki og enginn hefur haft rænu á að
laga hann. Nú eru engir Islendingar
þama lengur. íslendingar kunna að
laga alla hluti, allar vélar leika í hönd-
unum á þeim, en nú eru þeir illa fjarri
góðu gamni!“ Þama birtast kunnar
andstæður: Úrræðagóðum íslensk-
um kristniboðum er stillt upp gegn
rænulitlum blökkumönnum, ljósavél-
in verður að tákni trúar á vestræna
yfirburði. Maður spyr sig hvort bisk-
up hafi með orðum sínum sýnt fram-
andi menningu nægilega virðingu?
Höfundur er sagnfræðingur.
Kvöld-
ganga og
klaustur-
sýning
í Viðey
AÐ ÞESSU sinni verður þriðjudags-
kvöldgangan í Viðey um Norðaust-
ureyna. Farið verður með Viðeyjar-
ferju úr Sundahöfn kl. 20. Gangan
hefst við kirkjuna. Þaðan verður
gengið austur og norður fyrir. Stað-
næmst verður á athyglisverðum
stöðum, rætt um örnefni og sögu
þeirra. Þá verður varið j skólahúsið
og sýningin Klaustur á Islandi skoð-
uð undir leiðsögn staðarhaldara.
Eyjan sjálf og nágrenni hennar
geyma staði, sem eiga skemmtilega
sögu og fróðleik, sem reynt verður
að draga fram í dagsljósið.
Göngufólk er minnt á að vera búið
eftir veðri, ekki síst til fótanna. Gjald
er ekki annað en ferjutollurinn, 400
kr. fyrir fullorðna og 200 kr. fyrir
börnin.
Reiðhjól er hægt að fá lánuð end-
urgjaldslaust við bryggjusporðinn,
hestaleigan er að starfi og veitinga-
húsið er opið. Þar er sýning á forn-
um, rússneskum íkonum og róðu-
krossum. Loks er hægt að tjalda í
Viðey án endurgjalds. Þeir, sem þess
óska, þurfa þá að sækja um leyfi til
ráðsmanns. Séð verður um að koma
farangri frá og að bryggju. Stutt er
af tjaldstæðinu á þokkalegar snyrt-
ingar.
Klaustursýningin í Viðeyjarskóla
hefur verið vel sótt. Hún er opin frá
kl. 13.20 til 16.10 virka daga, en til kl.
17.10 um helgar. Aðgangur er
ókeypis.
Neistaflug
í Norðfírði
í áttunda skipti
FJÖLSKYLDUHÁTÍÐIN Neista-
flug 2000 er nú haldin í náttúruperl-
unni í Norðfirði í áttunda skipti. Frá
upphafi hátíðarinnar 1993 hefur hún
farið stigvaxandi.
Það sem aðskilur Neistaflug í
Neskaupstað (Fjarðabyggð) frá
öðrum útihátíðum er að gestir
greiða engan aðgangseyri.
Skemmtiatriði og afþreying er
ókeypis og ekki síst er frítt á tjald-
svæðum bæjarins. Ef gestir velja að
fara á dansleiki innandyi’a á kvöldin
þarf að greiða fyrir það. En þess ber
þó að geta að hljómsveitir sem spila
á dansleikjum spila einnig á tónleik-
um utandyra.
Neistaflug 2000 um verslunar-
mannahelgina verður að þessu sinni
fjölskylduvænna en hingað til og
yngstu aðilum fjölskyldunnar verð-
ur gert hátt undir höfði. Má þar geta
að þeir Gunni og Felix verða með
skemmtiatriði bæði laugardag og
sunnudag jafnframt sem þeir kynna
dagskrána á sinn ógleymanlega
hátt. Andrea Gylfadóttir og Selma
munu einnig vera með atriði úr
„Ávaxta-körfunni“. Sigríður Bein-
teinsdóttir verður með skemmtiat-
riði fyrir börn. Annað sem má nefna
er t.d. húsdýragarður, leiktæki, fjöl-
breyttir tónleikar og ýmiss konar
keppni þar sem allir geta verið með.
Af tónleikum og dansleikjum má
nefna að félagar úr BRJÁN (Blús,
Rokk og Jazz klúbburinn á Nesi)
munu spila, unglingadansleikur með
Buttercup, Vent, Búálfarnir, Tod-
mobile ásamt Selmu Evróvision-
stjörnu. BSG (Björgvin Halldórs-
son, Sigga Beinteins og Grétar Ör-
varsson) jafnframt sem BSG mun
spila fyrir gesti í Lystigarði bæjar-
ins við varðeld og flugeldasýningu.
Nánari upplýsingar um hátíðina
Neistaflug er að finna á slóðinni
frettavefurinn.is.
J’ivhí.-
VðV
toppurinn/ i útíA/L&t
SEGLAGERÐIN
EYJARSLÓÐ 7 • 101 REYKJAVIK
SÍMI 511 2200 • FAX 511 2211
SKEIFUNNI 6
Simi 533 4450