Morgunblaðið - 18.07.2000, Síða 58

Morgunblaðið - 18.07.2000, Síða 58
'58 ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens SVO Aö SNAKUR BEITÞIG.. HAFÐU EKKIÁHYGGJUR... EKKERT STÓRMÁLL! ÞAt) ERU EINUNGIS ÖRFAAR TEGUNÖIR SNÁKA SEM ERU EITRAÖAR OG ENN FÆRRIERU MEÖ NÓGU STERKT EITUR TIL Aö ÖREPA! Grettir Hundalíf BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Hinn mikli þjóðarskaði Frá Gunnari Vigfússyni: Á GÓÐVIÐRISDÖGUM tek ég mér ferð á hendur á vesturhöfnina niður á Grandagarð þar sem fjölmargir fiskibátar liggja við bryggju og virði fyrir mér bátana. Áður hafði ég gam- an af að skoða bfla en það er ekki lengur, þó helst gömul módel af bfl- um. Áður tóku árgangar hinna ýmsu tegunda svo miklum breytingum frá ári til árs en gera það ekki mikið lengur. A þessum ferðum mínum vestur á Granda kem ég alltaf við í Kaffivagn- inum og fæ mér kaffi. Þar er oft þröng á þingi, sérstaklega í kaffitím- um. Einn daginn þegar ég var þar í kaffi sat ég einn við borð, áður en langt um leið komu tveir menn og settust við borðið sem ég sat við. Ég hugði þá vera trillukarla. Heyrði ég það á tali þeirra að þeir voru mjög gramir yfir því hvað smábátar hefðu lítinn kvóta. Þeir voru að tala um að Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, hefði verið sjávarútvegsráðherra þegar kvóta- kerfið var tekið upp, sem gekk kaup- um og sölum fyrst til að byrja með. Fljótlega kom í ljós að örfáir fjár- sterkir aðilar höfðu keypt mestallan kvóta sem nú er þeirra eign og verð- ur ekki frá þeim tekinn. Mörg smá sjávarpláss eru búin að missa sínar fiskveiðiheimildir, þær höfðu verið seldar í burtu og íbúarnir hafa flutt í burtu. Þessi framseljanlegi kvóti hefúr orsakað mikinn landsbyggðarflótta. Þetta var einu sinni borið undir for- mann Framsóknarflokksins og kvartað yfir þessu en hann sagði að það hefði ekki verið gott að sjá þetta fyrir. Þetta hefði alls ekki þurft að gerast hefði kvótinn ekki verið fram- seljanlegur. Það hefði ekki þurft djúpt hugsandi mann til að sjá það fyrir að fiskveiðiauðlindin yrði keypt upp af örfáum fjársterkum aðilum. Svona fórst framsóknarflokksfor- manninum þetta embættisverk úr hendi og ég ætla að bæta því við að þessir borðfélagar mínir í Kaffivagn- inum voru að ræða það sín á milli að mörgum hundruðum þúsunda tonna ef ekki milljónum tonna af þorski sem var minni en 70 cm að stærð hefði verið kastað í sjóinn aftur og miklu af öðru fiskmeti, aðallega af togurum og stærri skipum. Þama hefur orðið mikill þjóðarskaði á öll- um þessum árum síðan kvótakerfið var tekið upp. Þeir framsóknarmenn ætla ekki að gera það endasleppt í atvinnumál- um þjóðarinnar. Nú um stundir beinist áhugi þeirra að því að bæta úr atvinnumálum á Austurlandi, með því að fá norskan auðhring til að byggja risaálver á Reyðarfirði. Eitt- hvert hik kom á Norsk Hydro á með- an þeir voru að athuga fleiri vanþró- uð lönd og hagkvæmt umhverfi, hvar þeir kæmust með sem ódýrustum hætti frá mengunarvömum. Við þennan drátt sem varð á því að þeir ákvæðu sig missti orku- málaráðherrann okkar álit á Norsk Hydro, hún Valgerður Sverrisdóttir lýsti því yfir opinberlega að Norsk Hydro hefði fallið mikið í áliti hjá sér. Ef Norsk Hydro byggir risaálver verður að taka mikið lánsfé til að koma upp stórum raforkuverum til að knýja þessar mengunarverk- smiðjur erlendra auðhringa og öll til- tæk raforka og miklu meira til verð- ur bundið um ófyrirsjáanlega langa framtíð í þessu verkefni. Ég held að íslendingar virði og meti þessa auð- lind allt of lítið, þessa ónýttu orku sem er í fossum og hverum landsins. Ég held að það sé óhætt að slá því föstu að erlendir fjárfestar geri það ekki af einskærri ættjarðarást á löndum sem þeir fjárfesta í, ég held að það sé frekar eða eingöngu ást á arðinum sem verður af verksmiðjun- um. Öll framleiðslan yrði flutt út til iðnaðarlandanna, gróðinn sem verð- ur af verksmiðjunum fer til fjárfest- anna. Þáttur Islendinga verður að- eins sá að skaffa verksmiðjunum ódýrt rafmagn og aðra aðstöðu með sem ódýrustum hætti. Sumir vilja halda því fram að margar þjóðir hafi misst sjálfstæði sitt fyrir erlendu fjármagni fremur en fyrir vopnavaldi, þjóðir sem eru miklu stærri en íslenska þjóðin. Ég hygg að það sé alveg rétt. GUNNAR VIGFÚSSON, Grettisgötu 80. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. OTTO pöntunarlistinn Laugalækur 4 • S: 588-1980

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.