Morgunblaðið - 18.07.2000, Síða 59
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLÍ 2000 59
KIRKJUSTARF
Safnadarstarf
Landakotskirkja
Hátíðarhöld
í Landakoti
HÁTÍÐLEG messa verður fimmtu-
daginn 20. júlí kl. 18 í dómkirkjunni/
basilíkunni í Landakoti. Stórhátíð til
minningar um heilagan Þorlák,
verndardýrling íslands. Þá messu
syngur Jóhannes Gijsen biskup,
ásamt með viðstöddum biskupum og
prestum. Reykjavíkurbiskup prédik-
ar.
Föstudaginn 21. júlí kl. 16 verður
ppnuð sýningin Kaþólska kirkjan á
Islandi eftir siðaskipti. Sýningin
verður haldin í gamla prestsbú-
staðnum við Túngötu og stendur
fram í miðjan ágúst. KI. 20 verða tón-
leikar, kirkjutónlist verður flutt í
Kristskirkju.
Laugardaginn 22. júlí kl. 10.30
flytur Anders Arborelius OCD bisk-
up í Stokkhólmi fyrirlestur í gamla
prestsbústaðnum við Túngötu. Efni
hans er „Andleg ögnin 21. aldarinn-
ar fyrir kaþólsku kirkjuna, einkum í
Norður-Evrópu.“ Ai’borelius biskup
flytur fyrh-lestur sinn á ensku en ís-
lensk þýðing hans verður fáanleg á
staðnum.
Kl. 12-13 verður til sölu léttur há-
degisverður.
Kl. 13.30 flytur Georgt Múller
SS.CC., biskup og preláti í Þránd-
heimi, fyrirlestur í gamla prestsbú-
staðnum við Túngötu. Efni þess
fyrirlesturs er: „Trúboðshlutverk
kaþólsku kirkjunnar á 21. öldinni."
Múller biskup flytur fyrh-lestur sinn
á norsku en íslensk þýðing hans
verður fáanleg á staðnum. Eftir fyr-
irlesturinn verður kaffisala.
Kl. 17 Maríuvaka í Kristskirkju.
Sunnudaginn 23. júlí kl. 10.30
verður hátíðleg messa í dómkirkj-
unni/basilíkunni í Landakoti til
rninningar um vígslu hennar á þess-
um degi 1929. Messuna syngur Adri-
an Simonis kardínáli, erkibiskup í
Utrecht í Hollandi, ásamt með við-
stöddum biskupum og prestum.
Kardínálinn prédikar á ensku.
Kl. 12-15 er fjölskylduhátíð í
Landakoti. Börnum gefst tækifæri
til að leika sér. Til sölu verða létta
veitingar. Öllum kaþólskum, einnig
úr öðrum sóknum, svo og öðrum sem
áhuga haffa, er hjartanlega boðin
þátttaka.
Kl. 16 eru orgeltónleikar í Krists-
kirkju.
Kátt í kirkjukoti
„Kátt í kirkjukoti" er yfirskrift
leikjanámskeiðs sem haldið verður í
vikunni eftir verslunarmannahelgina
í Háteigskh'kju. Dagskráin stendur
frá þriðjudeginum áttunda ágúst
fram á föstudaginn ellefta ágúst.
Hvern dag frá klukkan níu til klukk-
an hálffimm. í nýútkomnum bækl-
ingi sem hægt er að nálgast í
kirkjunni segir m.a.: Þemað þessa
vikuna verður „í fjársjóðsleit". Við
kynnumst Elmari prófessor sem er
alltaf að leita að fjársjóði og hjálpum
honum við leitina. Auk þess förum
við í smáferðalag innan borgarmark-
anna, í sund, ratleik, lærum htinn
dans og tökum lagið.
Skráning fer fram hjá kirkjuverði
Háteigskirkju alla virka daga frá
klukkan ellefu til fjögur. Við skrán-
ingu ber að greiða þátttökugjaldið
sem er 7.000 krónur. Heitur hádegis-
verður og hressingar að morgni og
seinnipartinn eru innifalin sem og
allur kostnaður við námskeiðið. Ekki
er gert ráð fyrir því að börnin séu
með vasapening á sér þessa daga.
Veittur er 10% systkinaafsláttur.
„Kátt í kirkjukoti“ er yfirskrift yfir
fjögurra daga prufukeyrslu á kristi-
legu sumarstarfi í Háteigskirkju. Ef
vel tekst til er stefnt að því að bjóða
upp á allt að átta flokka í safnaðar-
heimili Háteigskirkju sumarið 2001.
Nánari upplýsingar gefur nýráðinn
fræðslufulltrúi Háteigskirkju, Pétur
Björgvin Þorsteinsson trúaruppeld-
isfræðingur í síma 55124 07.
Hallgrímskirkja. Fyrirbænaguðs-
þjónusta í dag kl. 10.30. Beðið fyrir
sjúkum.
Breiðholtskirkja. Bænaguðsþjón-
usta með altarisgöngu kl. 18.30.
Bænaefnum má koma til sóknar-
prests í viðtalstímum hans.
Fella- og Hólakirkja. Samveru-
stund með litlu börnunum kl. 10-12.
Hjallakirkja. Bæna- og kyrrðar-
stund kl. 18.
Kópavogskirkja. Foreldramorg-
unn í safnaðarheimilinu Borgum í
dag kl. 10-12. Kyrrðar- og fyrir-
bænastund í dag kl. 12.30. Fyrir-
bænaefnum mákoma til prests eða
kirkjuvarðar.
Víðistaðakirkja. Aftansöngur og
fyrirbænir kl. 18.30. Hafnarfjarðar-
kirkja. Opið hús fyrir 10-12 ára börn
í Vonarhöfn, Strandbergi, kl. 17-
18.30. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Opið
hús kl. 17-18.30 fyrir 7-9 ára böm.
Grindavíkurkirkja. Foreldramorg-
unn kl. 10-12.
Borgarneskirkja. TTT tíu til tólf
ára starf alla þriðjudaga kl. 17-18.
Helgistund í kirkjunni sömu daga kl.
18.15-19.
Krossinn. Almenn samkoma kl.
20.30 í Hlíðasmára 5. Allir velkomnh'.
Hvammstangakirkja. Æskulýðs-
fundur í kvöld kl. 20.30 á prestssetr-
inu.
Þorlákskirkja. Mömmumorgnar á
þriðjudögum kl. 10-12.
Frelsið, kristileg miðstöð. Biblíu-
skóli í kvöld kl. 20.
BRIDS
Umsjon A r n 6 r G.
Ragnarsson
Borgarnesleikur í Suraarbrids
Bridssamband Vesturlands og
Sumarbrids hafa hleypt af stokkun-
um leik sem gefur verðlaun á Brids-
hátíðina í Borgarnesi í vetur.
Þeir tveir spilarar sem ná flestum
bronsstigum á fjórum samliggjandi
spilakvöldum fá í vinning frí keppnis-
gjöld á Bridshátíð Vesturlands sem
haldin er árlega, einnig gistingu á
Hótel Borgarnesi aðfaranótt sunnu-
dagsins, helgina sem mótið fer fram.
Reglur leiksins eru einfaldar, ein-
hver fjögur samliggjandi spilakvöld
frá 12. júlí til 8. september telja til
útreiknings stiga. Vinningshafamir
þuifa ekki að vera par.
Sl. fimmtudag mættu 22 pör til
leiks og þá urðu úrslit þessi:
Norður - suður
Vilhjálmur Sigurðss. - Þórður Jörundss. 265
Amína Guðlaugsd. - Sigrún Pétursd. 241
OrmarrSnæbjömss.-SturlaSnæbj. 238
Dröfn Guðmunds. - Hrafnhildur Skúlad. 238
Austur - vestur
Björk Jónsd. - Jón Sigurbjömss. 259
Hallur Símonarson - Símon Símonars. 240
Björn Árnason - Helgi Samúelss. 233
Kristinn Karlsson - Björn Friðrikss. 233
Föstudagur, 14. júlí, 20 pör, með-
alskor 216.
Norður - suður
Eyþór Hauksson - Helgi Samúelss. 244
Jón V. Jónmundss. - Leifur Aðalsteinss. 240
Guðlaugur Sveinss. - Magnús Sverriss. 239
ÁmiHanness.-KristinnKarlss. 230
Austur - vestur
Elvar Hjaltason - Eiður Júlíuss. 251
Jón Þorvarðarson - Hrólfur Hjaltas. 247
Hrafnhildur Skúlad. - Jörandur Þórðars.246
Gísli Steingrímss. - Vilhjálmur Sig. jr. 221
Að venju var spiluð Monrad-
sveitakeppni eftir föstudagství-
menninginn, nú með þátttöku sex
sveita og varð Skrapsveitin hlut-
skörpust eftir harða keppni, en sveit-
ina skipuðu Bjöm Friðriksson,
Friðrik Jónsson, Hallgrímur Hall-
grímsson og Matthías Þorvaldsson.
Sunnudagur, 16. júlí - Metþátt-
taka á sunnudegi, 14 pör, meðalskor
156.
Rafn Thorarensen - Guðni Ingvarss. 195
Jón V. Jónmundss. - Leifur Aðalsteinss. 185
Kristinn Kristinss. - Sturla Snæbjömss. 174
ÞórðurSigfússon-EggertBergsson 169
Hrafnhildur Skúladóttir vann því
vikuna, hlaut 43 bronsstig, en keppn-
in var ótrúlega jöfn að þessu sinni.
Aðeins sex bronsstig skildu að fyrsta
og sjötta sætið í vikukeppninni.
Hrafnhildur fær veglegt gjafabréf á
Þrjá frakka.
Sigurvegarar hvers kvölds (tveir
spilarar ef Howell en fjórir ef Mitch-
ell - „highcard" ef jöfn pör) draga
spil úr spilastokki og fá þar tækifæri
til að vinna margskonar verðlaun:
Bókaverðlaun, matarverðlaun, bíla-
þvott, fría klippingu, auk inneignar-
verðlauna af ýmsum toga. Þá er
mögulegt að vinna farseðil til Kaup-
mannahafnar, en líka gjafabréf á fín-
ustu veitingahúsin í Reykjavík.
Hæsta prósentuskor í Sumarbrids
frá 12. júlí til 8. sept. gefur viðkom-
andi pari frítt keppnisgjald í hið
geysivinsæla tvímenningsmót sem
Bridsélagið Muninn í Sandgerði
stendur fyrir á hvei"ju hausti.
Sem fyiT er spilað í hverri viku um
að komast út að borða.Stigahæsti
spilarinn frá mánudegi til sunnudags
vinnur. Gylfi Baldursson hefur unnið
vikuverðlaun fjórum sinnum, en
Baldur Bjartmarsson, Isak Örn Sig-
urðsson og Hrafnhildur Skúladóttir
einu sinni.
Nýjustu úrslit úr Sumarbrids má
jafnan finna á síðu 326 í textavarpinu
og öll úrslit era auk þess skráð á
íþróttasíðu mbl.is., slóðin þangað er
< http://www.mbl.is/sport/sumar-
brids/>. Þar má einnig finna mikið af
öðram upplýsingum um Sumarbrids. *-
Spilað er öll kvöld nema laugardags-
kvöld og hefst spilamennskan alltaf
klukkan 19:00. Á föstudagskvöldum
er boðið upp á stutta Monrad-sveita-
keDDni að loknum tvímenninei.
Unglingaliðið endaði í 15. sæti
á EM í Tyrklandi
Islenska liðið varð í 15. sæti af 25
þátttökuþjóðum á Evrópumóti ungl-
inga sem hófst 6. júlí sl. og lauk sl.
sunnudag. Mótið fór að þessu sinni
fram í borginni Antalya í Tyrklandi.
Sveitin hlaut 380 stig en sigurveg- .^
ararnir, Norðmenn, hlutu 481 stig. ~
Hollendingar náðu öðru sætinu með
470 stig eftir hörkukeppni við Isra-
elsmenn sem voru með 469 stig.
Frakkar urðu í 4. sæti með 444 stig,
Danir í því fimmta með 429 stig og
heimamenn urðu sjöttu með 418 stig
enþeir voru efstir á mótinu lengi vel.
Islenska liðið var skipað Bjarna
Einarssyni, Guðmundi Gunnarssyni,
Guðmundi Halldórssyni, Sigurbirni
Haraldssyni, Frímanni Stefánssyni
og Páli Þórssyni. Fyrirliði var
Sveinn Rúnar Eiríksson.
Utsala - Utsala
Útsalan hefst á morgun
Glugginn
Laugavegi 60, sími 551 2854.
ÚTSALAN
ERMIM í FULLUM GANGI!
30-70% afsláttur
Verðdæmi:
Ecco CHy Walker áður 8.990, nú 6.290. Victory íþróttaskór nú 1.990. Bama- og fullorðinsstærðir.
Roots brettaskór áður 3.990, nú 2.690. Barna- og fullorðinsstærðir. Roots barnasandalar áður 2.490, nú 1.245.
EURO SKO
Kringlunni 8-12 • sími 568 6211
Skóhöllin • Bæjarhrauni 16 • Hf. • sími 555 4420