Morgunblaðið - 18.07.2000, Qupperneq 63
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLÍ 2000 63 .
FÓLKí FRÉTTUM
'l
I
Rokkað
kvöld við
(*• • • v*
íjorðmn
Morgunblaðið, Neskaupstað
ÞAÐ VAR ekki kyrrlátt kvöld við
ljörðinn þegar Utangarðsmenn
komu saman í Neskaupstað síð-
astliðið föstudagskvöld í fyrsta
sinn eftir 18 ára hlé. Mikil eftir-
vænting var í loftinu þegar Utan-
garðsmenn stigu á svið og hófu
að spila þétta og háværa tónlist
að rokksins sið. Tónleikagestir
voru á öllum aldri og komu víðs
vegar að af landinu. Meðal gesta
voru gamlir og tryggir aðdáend-
ur, nýir aðdáendur, stelpur í
glimmerfötum og strákar með
gaddaólar að ógleymdum Sigurði
sjómanni. Utangarðsmenn virtust
vel hvfldir eftir þetta langa hlé
því þeir spiluðu frá því tónleik-
arnir hófust og þar til yfir lauk
án þess að taka sér nokkra hvfld.
Þeir félagar voru enn á fullu
gasi á Akureyri kvöldið eftir og
áttu ekki í vandræðum með að
troðfylla Sjallann af aðdáendum
sínum. Mikið fjör var í mannskap-
num og ríkti eðalrokkstemmning
og seldust upp á örskotsstundu
bolir og barmmerki með mynd af
Utangarðsmönnum.
Sveitin er á tónleikaferð um
landið sem endar á stórtónleikum
í Laugardalshöllinni laugardag-
inn 22. júlí.
Gamanleikarinn John Cleese
bregður sér af skjánum til þess
að húðskamma einn íbúa smá-
bæjarins.
inganna slíkt að það er alls ekki ólík-
legt að hann notist við ljósmyndir við
gerð þeirra.
í nýju bókinni heldur Millidge
áfram að raða upp domino-kubbum
við rununa sem hann hafði lagt með
fyrri kiljunni og þegar hann hefur
varlega komið síðasta kubbnum fyrir
í söguþræðinum gefur hann honum
kurteislegan selbita og leyfir svo
lesandanum að fylgjast með blóðug-
um afleiðingunum.
Smábænum Strangehaven er
vissulega pakkað inn í gljáandi og
sakleysislegan umbúðapappír en það
er vissara að taka utan af pakkanum
með gát, því innihald hans er líklega
ekki fyrir viðkvæma.
Birgir Örn Steinarsson
Tilboð
á CASABLANCA
sumarjökkum í nokkra daga
Verð áður: 5.900
Tilboð 3.900
Nýbýlavegi 12, Kóp., s. 554 4433.
Ihugar ætt-
leiðingu
SÖNGKONAN Cher er gömul
í hettunni. Hún er komin á
sextugsaldurinn og langar ekk-
ert fremur en
að ættleiða
dóttur. „Þegar
maður er kom-
in yfir fertugt
hefm- maður
lifað lífinu og
komist að
ákveðnum nið-
urstöðum. Maður veit hvað það
er sem maður raunverulega
vill og veit hvernig á að fara að
því,“ segir Cher í samtali við
breska slúðurblaðið Sunday
Mirror. Cher segir að leikkon-
an Sharon Stone hafi kveikt
með sér hugmynd sem hún
gæti ekki hætt að hugsa um en
Stone og eiginmaður hennar
ættleiddu dreng á dögunum.
„Þegar ég frétti af Sharon
þá uppgötvaði ég skyndilega
hvað hefur vantað í líf mitt upp
á síðkastið."
Cher á 31 árs dóttur með
fyrrverandi eiginmanni sínum,
Sonny Bono, sem lést í skíða-
slysi fyrir tveimur árum. Þá á
hún einnig soninn Elijah Blue
sem er 23 ára en faðir hans er
rokkarinn Gregg Allman. Cher
trúir því að núna sé hún loks
tilbúin að fást við móðurhlut-
verkið. „Ég mun alltaf sjá eftir
því að hafa ekki eytt meiri tíma
með börnunum mínum tveimur
sem nú eru vaxin úr grasi.“
Hversdagsleg
viðundur
Utangarðsmenn voru í fínu formi,
f—.... ....
V/SA
VAKORT
Eftirlýst kort nr.
4543-3700-0029-4648
4543-3700-0036-1934
4543-3700-0034-8865
Afgreiðslufólk, vinsamlegast takið
ofangreind kort úr umferð og
sendið VISA íslandi sundurklippt.
VERÐLAUN kr. 5000
fyrir að klófesta kort
og vísa á vágest
VISA fSLAND
Álfabakka 16,
109 Reykjavfk.
Sími 525 2000.
Strangehaven: Brotherhood eftir
Gary Spencer Millidge. Bókin er
önnur í útgáfuröðinni og tekur
saman atburði blaða nr. 7-12. Það
er útgáfufyrirtækið Abiogenesis
Press sem gefur út árið 2000. Bókin
fæst í myndasöguverslun Nexus VI.
Heimasíða höfundarins er
www.millidge.com.
SMÁBÆNUM Strangehaven sem
finnst hvergi á korti en er staðsettur
einhversstaðar í vestursveit Eng-
lands er pakkað snyrtilega inn í gljá-
andi umbúðapappír og rauði borðinn
sem er vafinn utan um gefur til
kynna að innihaldið sé ljúft. Þetta
virðist vera sannkallaður drauma-
staður til að búa á þar sem enginn
þarf að fela sig fyrir neinum því íbúa-
fjöldinn er nægilega lítill til þess að
allir viti allt um alla. Það vita t.d. allir
hver er skotinn í hverjum, hver er að
halda framhjá með hverjum, af
hverju þessi og hinn hættu saman,
að jólin eru í ágúst, að bamaskóla-
stjórinn er leiðtogi í aldagömlum
>Jeynilegum“ samtökum sem ráða
örlögum íbúa bæjarins, að flestir
íbúanna eiga tvíburasystkini, að
blinda einsetukonan getur talað við
dýr, að hippalegi gæinn með sól-
gleraugun er í rauninni lífvera frá
annarri plánetu, að bílar eiga það til
hreyfa sig sjálfir og að þegar að-
komufólk hefur einu sinni komið inn
fyrir bæjarmörkin er ekkert svo víst
að bærinn leyfi því að rata aftur út.
Sem sagt, íbúarnir lifa lífinu í sinni
einföldustu mynd þar sem sjaldnast
gerast hlutir sem nokkur ætti að
kippa sér upp við.
Blaðaserían um íbúana í Strange-
haven er gefin út af hugsjónamanni
sem heitir Gary Spencer Millidge en
hann semur, teiknar og gefur blöðin
út sjálfur. Það er víst óhætt að full-
yrða að þessi hugsjónastarfsemi
hans hefur ekki náð að fjármagna
Það er einhver dularfullur ein-
staklingur sem geymir þessa
snót í fiskabúrinu sínu.
sundlaugarkaup eða sumarhús á
Spáni þar sem blaðið kemur út í tak-
mörkuðu upplagi með óþægilega
ójöfnu millibili, jafnvel ekki nema
þrjú til fjögur blöð á ári.
Því er nánast jafn ærin ástæða til
að fagna útgáfu annarrar kilju serí-
unnar og komu Halley-halastjöm-
unnar því bæði fyrirbrigðin eru afar
sjaldséð og nánast yfimáttúruleg
undur.
Millidge tekst stórkostlega að við-
halda hversdagslegum blæ þrátt fyr-
ir að endar söguþráðarins nái langt
út fyrir hin siðferðislegu og félags-
legu norm. Blaðaserían er einskonar
blanda af „Nágrönnum", „Darling
Buds of May“, „Twin Peaks“ og
„Rosemary’s Baby“.
Sögupersónur Strangehaven fá
allar andlit sitt lánað hjá raunveru-
legu fólki úr fjölskyldu og vinahópi
höfundarins og er yfirbragð teikn-
Tveir fyrir einn
... London
27. júlí með Heimsferðum
frá kr. 9-500
Með Heimsferðum færðu besta verðið til London í júlí, og með því að
bóka núna getur þú tryggt þér ótrúlegt tilboð til heimsborgarinnar. Þú
bókar 2 sæti, greiðir fyrir annað og færð hitt frítt. Þú getur valið um
flugsæti eingöngu, flug og bíl eða flug og hótel, og hjá okkur getur þú
valið um úrval hótela í hjarta London á frábæru verði. Flug til London
á fimmtudögum, frá London á mánudögum.
HEIMSFERÐIR
Austurstræti 17, 2. hæð, sími 595 1000. www.heimsferdir.is
Verð kr. 9.500
Fargjald kr. 19.000/2=9.500. Flug-
vallaskattar kr. 3.790, ekki innifaldír.
Utangarðsmenn á ferð um landið