Morgunblaðið - 05.08.2000, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 05.08.2000, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 5. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ f FRÉTTIR Matast við Mývatn ÞAÐ er veisla hjá fleirum en silungum og öndum við erlendir ferðamenn hafa einnig haft, það gott við vatnið í Mývatn, en óvenju mikið af rykmýi hefur verið við vatnið sumar, eins og sjá má á þessum hópi sem bíður glað- í sumar og vekur það vonir um góða afkomu þeirra. En hlakkalegur eftír því að matast í norðlenskri náttúru. Kræfur lyfseðlafalsari á kreiki Viðvaranir landlæknis skila árangri HELDUR virðist hafa dregið úr fölsunum á lyfseðlum eftir að land- læknisembættið sendi út bréf til lækna þar sem þeir voru varaðir við manni sem hafði stundað það að fá út lyf hjá læknum. Matthías Halldórsson aðstoðarlandlæknir segir að undanfarna mánuði hafi verið óvenju mikið um falsanir á lyfseðlum en að skv. nýjum upp- lýsingum SÁA hafi morfín hækkað mest í verði á svarta markaðnum sem bendi til að heldur hafi þrengt að þeim á nýjan leik sem stundi þessa iðju. Matthías sagði að eftir ábend- ingu frá Lyfjaeftirliti ríkisins hefði hann kallað á sinn fund tiltekinn einstakling sem stundað hafði það að gera sér upp veikindi og höfða til meðaumkunar lækna í því skyni að fá þá til að skrifa upp á lyfseðla fyrir sig. Var oftast nær um verkjalyf eins og morfín að ræða og gekk maðurinn jafnvel svo langt, að sögn Matthíasar, að fara í dýrar rannsóknir til að verða sér úti um lyf. Hafði alls ekki í hyggju að láta af iðju sinni Matthías kveðst hafa rætt við manninn en hann hefði virst alveg forhertur í þeirri fyrirætlan að halda þessari iðju áfram. Því hefði verið brugðið á það ráð að senda út bréf frá landlæknisembættinu þar sem læknar voru varaðii- við að skrifa upp á lyf fyrir þennan mann. Sagði Matthías að búið væri að tilkynna lögreglu um háttalag mannsins og vinnur hún nú að mál- inu. Hafa borist ábendingar um að lyfin séu seld í undirheimum borg- arinnar en ekki hefur þó enn feng- ist nein staðfesting á því. Ritþjálfí ryður sér til rúms Hópur kennara tók þátt í þriggja daga nám- skeiði í notkun ritþjálfa, sem haldið var á vefflim Símenntunarstofnunar Kennara- háskólans. Morgunblaðið fór á vettvang og fræddist um, hvað ritþjálfí er og til hvers má nota hann. Morgunblaðið/Ásdís Viðar Ágústsson leiðbeinandi með Ritþjálfa. f baksýn má sjá áhugasama þátttakendur á námskeiði Símenntunarstofnunar Kennaraháskólans. RITÞJÁLFI er íslensk uppfinning með ýmsa hagnýta möguleika á sviði kennslu ogritvinnslu. Hann er hann- aður hjá og framleiddur af fyrirtæk- inu Hugfangi ehf. og kom fyrst á markað fyrir fimm árum. Hann er í raun lítil tölva, með skjá sem birtir fjórar línur af texta og var fyrst og fremst hugsaður sem kennslutæki í vélritun. Einfalt en fjölvirkt . Fljótlega varð framleiðendum tækisins ljóst að það bauð upp á ýmsa möguleika aðra en að vera þjálfunartæki í vélritun. Nú eru ýmis forrit innbyggð í tækið, svo sem rit- vinnsla og spumingaforrit. Hægt er að aðlaga tækið að þörfum hvers nemanda, bæði í almennri kennslu og sérkennslu, með því að forrita það með spumingum og verkefnum, sem hæfa hverjum einstaklingi fyrir sig, að sögn Viðars Ágústssonar, fram- kvæmdastjóra Hugfangs. „I tækinu, eins og það kemur til- búið nú, em bæði dönsku-, þýsku-, ensku- og norskuæfingar, fyrir utan allar íslenskuæfingarnar. Það eru stærðfræðiæfingar fyrir sex til tíu ára nemendur, algebra fyrir tólf, þrettán og fjórtán ára nemendur. Þarna era almennar þekkingar- spumingar í anda Trivial Pursuit og nýlega var bætt í það 300 íslenskum málsháttum, þar sem notandinn á að fylla inn í orð, sem vantar. Þetta er dálítið til að vinna á móti áhrifum Bibbu á Brávallagötunni, sem sneri svo skemmtilega út úr málsháttum, að margir halda að þar sé kominn rétti málshátturinn.“ í ritþjálfanum komast fyrir 100 A4-síður af texta eða 10.000 spurn- ingar. En helsti tilgangurinn með því, að skólar keyptu ritþjálfann í upphafi, var að kenna fingrasetn- ingu. „Það er ekki fyrr en tveimur, þremur árum síðar að styrkleiki rit- þjálfans í sérkennslu kemur í ljós. Hann þróast síðan yfir í alhliða kennslutæki," segir Viðar. Kennarar áhugasamir Dagana 1.-3. ágúst hélt Símennt- unarstofnun Kennaraháskóla Is- lands námskeið, þar sem 17 kennarar lærðu að nota ritþjálfann og semja námsefni fyrir spurningaforrit hans og kenndi Viðar þar um kennslufræði ritþjálfans. „Þetta námskeið er bara viðurkenning skólakerfisins á því, að þessi íslenska uppfinning á rétt á sér, hún er búin að sanna sig. Tækið er orðið vinsælt meðal kennara. Það er lítið, létt og einfalt, en fjölhæft." Góð reynsla í sérkennslu Kristín Þ. Magnúsdóttir, sérkenn- ari við Hagaskóla, kenndi á nám- skeiðinu um notagildi ritþjálfans fyr- ir nemendur með skriftarörðugleika. Hún notaði ritþjálfann við sér- kennslu síðastliðinn vetur og líkaði vel. Hún lét kaupa fimm tæki og ætl- aði þau nemendum, sem eiga erfitt með að skrifa. Hugmyndin var, að þeir notuðu tækið á hverjum degi, t.d. í kennslustundum, þegar þeir þyrftu að skrifa. Eru þetta nemendur, sem þjást af lesblindu? „Já, flestir. Það er mikil fylgni á milli dyslexíu og skriftarörðugleika. Svo var ég að gera mér vonir um, að þeim færi fram í stafsetningu í leið- inni, að þegar þau færu að skrifa texta, sem væri alltaf eins [að letur- gerð], myndi orðmyndin festast frek- ar í þeim og stafsetningin myndi sjálfkrafa batna líka.“ Kristín segir að vegna þess að lesblindir nemend- ur era illa skrifandi, fylgja ekki línum og stafagerð er óljós, þá nái þau ekki að átta sig á útliti orða. Heldur þú að stafsetningin batni? „Já, ég held það, en þetta fer eftir því, hvemig nemendur taka ritþjálf- anum, hvernig þeim finnst, að fara með svona tæki inn í bekk.“ Hvernig vora viðtökumar hjá nemendunum? „Þær vora upp og ofan. Til að byrja með voru þeir mjög duglegir að mæta. Svo dró úr því. En það var einn, sem notaði tækið alltaf, á hveij- um degi, alveg eins og ég hafði hugs- að mér það. Hann tók það með sér á morgnana, skrifaði á það, prentaði út á bókasafninu það, sem hann þurfti að prenta út og hafði allt sitt nám inni í ritþjálfanum, meðan aðrir vora að draga lappimar. Svo sér maður það líka, að ætli þau sér ekki að læra, þá skiptir í sjálfu sér engu máli, hvort þau hafa ritþjálfa eða ekki. En það þarfnast líka ákveðins hugrekkis, að taka með sér ritþjálfa inn í bekk, þar sem enginn annar er með viðlíka tæki og í raun gefa yfirlýsingu um það að maður þurfi á aðstoð að halda.“ Kristín segir, að þótt hún hafi ein- göngu hugsað sér ritþjálfann sem penna og blað, þá sjái hún að mögu- leikar tækisins séu mun fleiri. Hyggst hún hvetja nemendur sína til að nýta möguleika ritþjálfans og jafnvel setja hluta námsefnisins inn í tækið þar sem nemarnir geta unnið með það. Þægilegt á sjúkrabeðinn Jón Agnar Armannsson kennir börnum, sem þurfa vegna veikinda að liggja inni á Barnaspítala Hrings- ins. Hann hafði heyrt vel af ritþjálf- anum látið af kollega sínum á Land- spítala - háskólasjúkrahúsi, Fossvogi, þar sem tækið er notað, og ákvað að sækja námskeið, til þess að kynnast því. Kennararnir, sem starfa á sjúkrahúsunum era þrír talsins og heyrir starfið undir Austurbæjar- skóla. Hvernig heldur þú að ritþjálfinn myndi nýtast við kennslu á spítalan- um? „Hinn augljósi kostur fyrm sjúkra- hús er, hvað þetta er lítið og nett. Við erum þarna með pínulitla skólastofu, sem við komum örfáum bömum inn í og ekki börnum, sem eru rúmliggj- andi. Þetta væri ósköp hentugt til að fara með inn á sjúkrastofurnar og færa þeim í rúmið.“ Myndi tækið þá nýtast til að kenna grundvallarfög grunnskólans? „Ég veit það nú ekki, hvort þetta virkar á allt. Tækið er upprunalega hugsað til vélritunarkennslu og það er hluti af því, sem við erum skyldug til að kenna, fingrasetning og allt það. Með tölvutækninni verður það nauðsynlegra og nauðsynlegra. En það, sem ég er að læra núna er, að það er hægt að setja forrit í tækið og kennarinn getur búið til forrit sjálfur og gert spumingaverkefni úr öllum fögum. Þetta er ekki eins öflugt og PC-tölvur, það eru auðvitað miklu fyllri kennsluforrit á þeim. En þær eru líka fjóram til fimm sinnum dýr- ari en svona tæki.“ Tjáningarauki Halldís Anna Gunnarsdóttir kenn- ir í Öskjuhlíðarskóla hefur ekki notað ritþjálfann hingað til en efast ekki um möguleika hans við kennslu fatl- aðra og greindarskertra barna. „Ég held að þetta myndi virka mjög vel, sérstaklega ef byrjað yrði nógu snemma, þannig að þau lærðu rétta fingrasetningu ef hægt væri og gera þau um leið færari á tölvur. Á þessari tölvuöld byrja þau svo snemma að nota tölvur og við byggjum svo mikið á tölvukunnáttu. Þar held ég að rit- þjálfinn geti hjálpað mikið, sérstak- lega við að kenna rétta fingrasetn- ingu. Og þar sem hægt er að tengja fleiri en einn og fleiri en tvo ritþjálfa við eina tölvu, þá held ég að hann geti nýstmjögvel.“ Halldís bendir á að mörg börn í Öskjuhlíðarskóla eigi við skriftarörð- ugleika að stríða og að tækið geti hjálpað þeim. Þau geti kannski öðlast aukið sjálfstraust þegar þau sjái, að þau geti komið frá sér rituðu máli í gegnum ritþjálfann. Þannig geti tækið hjálpað þeim til að tjá sig. Tel- ur hún að tækið geti hentað sérlega vel í sérkennslu. Útflutningur á byijunarstigi Framleiðsla ritþjálfans er nú í höndum kínverska stórfyrirtækisins CASIL og komu fyrstu tækin þaðan j febrúar á þessu ári. Hafa 400 tæki með norsku notendaviðmóti verið send til Noregs og segir Viðar Ágústsson framkvæmdastjóri að 150 tæki séu þegar seld. Þar að auki séu 20 tæki í notkun í dönskum skóla og Pólverjar hafi haft nokkur tæki til prófunar í eitt ár. Viðar er því bjartsýnn á, að markaðssetning rit- þjálfans erlendis sem innanlands verði árangursrík. Kdpavogs- lögregla með átak gegn innbrotum UM verslunarmannahelgar eykst jafnan hættan á innbrot- um enda margir sem leggja land undir fót um þá helgi. Lög- reglan í Kópavogi mun um helgina leggja sérstaka áherslu á að kom í veg fyrir innbrot. Ómerktir og merktir lögreglu- bílar munu aka um bæinn allan sólarhringinn. Lögreglan j Kópavogi segir að búast megi við lögreglubílum hvar og hve- nær sem er í bænum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.