Morgunblaðið - 05.08.2000, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 5. ÁGÚST 2000 3 7
UMHVERFISMÁL
NEYTENDUR
Lækkanir á bílverði í Bretlandi
Ekki von á
verðlækkun
hér á landi
hreinsunin hafi sennilega gert meira
ógagn en gagn. Menn áætla að um
20% af upprunalegu olíunni hafi guf-
að upp, 50% brotnað niður, 12% liggi
í klumpum á hafsbotni og um 3% sé
enn á ströndinni í formi hættulausra
klumpa. Þar að auki voru 8% fjar-
lægð af yfirborði sjávar og 6% af
ströndinni. En háþrýstihreinsunin á
ströndinni drap stóran hluta sjávar-
lífsins. I tilraunaskyni létu menn
vera að hreinsa nokkra bletti á
ströndinni. Það kom í ljós að á þeim
blettum byrjaði nýtt líf að myndast
eftir 18 mánuði en eftir 3-4 ár þar
sem ströndin hafði verið hreinsuð.
Þetta höfðu olíusérfræðingarnir
sagt aftur og aftur á fyrstu mánuð-
um hreinsunarinnar en án undir-
tekta vegna þess að það samrýmdist
ekki opinberu sjónarmiði að hreins-
un hlyti að vera betri fyrir dýrin.
Scientific American skrifaði að „hið
opinbera vill að dýrunum verði
bjargað - fyrir 80.000 dollara á
hvern otur og 10.000 dollara á hvern
örn - jafnvel þótt álagið við björgun
þeirra drepi þá.“ Niðurstaðan er sú
að þó að líffræðilegt tjón af völdum
slyssins hafi verið mikið, er sá fugla-
dauði sem þar varð jafnmikill og á 3
mánuðum í umferðinni í Danmörku.
Það kom einnig í ljós að samanlögð
mengun er sennilega innan við 2% af
þeirri mengun sem hraðbátar valda í
Bandaríkjunum á ári hverju. Kostn-
aður við hreinsun svæðisins var yfir
2 milljarðar dollara og þessi hreins-
un eyðilagði líklega meiri náttúru en
hún endurheimti. Og aðeins fáum
árum eftir slysið iðaði svæðið af lífi.
Eða eins og Jesse Walker segir í
Reason: „Sú endurreisn sem orðið
hefur í sundinu hefur næstum ein-
göngu orðið fyrir tilverknað náttúr-
unnar; hreinsun af mannavöldum
hefur vem) lítið annað en efnahags-
legt svarthol." Þetta þýðir vissulega
ekki að olíulekinn hafi ekki verið
slys en þetta undirstrikar spuming-
una sem skýrslan varpar einnig
fram: Var ekki hægt að verja þess-
um 2,1 milljarði dollara betur?
Grunnsævi
Hvað manninn snertir standa
gæði og hreinleiki sjávar honum
næst og sú spurning hversu hættu-
legur heilsunni sjórinn er. í Dan-
mörku hefur ástand sjávar verið
metið með því að telja fjölda kólí-
gerla vegna þess að þær eru ná-
tengdar mörgum öðrum þáttum sem
valda sjúkdómum. Strandlengja
Danmerkur er um 5.000 km löng.
Árlega eru tekin um 16.000 sýni frá
1.310 stöðum á strandlengjunni. Á
mynd 86 sést hlutfall þeirra staða
sem er yfir viðmiðunarmörkunum. Á
undanfömum 17 árum hefur hlutfall
kólígerla snarlækkað, eða úr 14%
árið 1980 í aðeins 1,3% árið 1997.
Fyrir mannfólkið þýðir þetta að það
getur baðað sig í sjónum víðast hvar
við strendur landsins án þess að eiga
það á hættu að veikjast af því. Sjór-
inn er vitaskuld einnig matarbúr;
þangað sækjum við fisk og skeldýr.
Við höfum þegar fjallað um málefni
sjávarútvegsins en gæði fiskafurða
eru að sjálfsögðu afar mikilvæg.
Magn hættulegra efna í sjávardýr-
um, s.s. DDT og PCB, hefur hríð-
lækkað í Danmörku og þess má víð-
ar sjá stað í heiminum. Ný rannsókn
sýnir að mikið magn PCB í blóði
verðandi mæðra veldur námsörðug-
leikum og minni greind bama. Á
mynd 87 má sjá hvernig innihald
DDT og PCB í þorski hefur minnkað
um 70-90%.
En vitaskuld er grunnsævið einn-
ig heimkynni fjölda dýra og velferð
þeirra gefur tilefni til ýmissa vanga-
veltna. Hér er ekki átt við dýr til
fiskveiða eða sjó sem við notum til
okkar eigin afþreyingar heldur
ákveðið mat á velferð dýranna sem
slíkra eða viðurkenning okkar á því
ríkidæmi sem þau eru - áhrifin af
því að „þau eru bara þarna“. Þessi
nálgun leiðir okkur beint að spurn-
ingunni um súrefnisskort og þör-
unga í dönskum sjó - allt sem var í
sviðsljósinu í Mariagerfirði síðsum-
ars árið 1997. Hér eins og svo víða
annars staðar í dönskum sjó er
vandinn sá að það verður útfelling
næringarefna sem veldur fjölgun
þörunga og orsakar súrefnisskort.
Þetta ástand kalla líffræðingar
„uppsöfnun næringarefna" (eutrof-
iering). Megináhyggjur Sameinuðu
þjóðanna af ástandi stranda heims-
ins þá voru þessar: „Útfelling nær-
ingarefna, sér í lagi köfnunarefnis
en stundum einnig fosfórs, fer vax-
andi. Svæði, þar sem „uppsöfnun
næringarefna" á sér stað, stækka og
svif- og þörungavöxtur eykst. Tvær
meginorsakir fyrir slíkri aukningu
næringarefna við strendurnar eru
frárennslisvatn og útfelling áburðar
frá landbúnaði og mikilli landnýt-
ingu.“ Það hefm’ orðið mjög lífleg og
fagleg umræða um hlutdeild mis-
munandi efna í „uppsöfnun næring-
arefna“. Almennt má segja að það
sjónarmið hafi yfirhöndina sem seg-
ir að köfnunarefni eigi stærstan hlut
að máli í því að næringarefnin safn-
ist saman. Árið 1987 var hrint í
framkvæmd í Danmörku kostnaðar-
samri „vatnsumhverfisáætlun"
(vandmiljoplan). 120 milljörðum
króna var veitt til þess að vinna gegn
„uppsöfnun næringarefna". Áætlun-
in var samþykkt í miklum flýti og án
þess að nægileg þekking lægi að
baki eftir að sjónvarpsstöðin „TV-
avisen" hafði sýnt myndir af fötunni
með hinum fræga, dauða humri 8.
október 1986. Síðan þá hefur mikið
verið ritað og rætt um áætlunina en
nú er nokkuð ljóst að af ýmsum póli-
tískum ástæðum var ranglega
ákveðið að einbeita sér að útfellingu
frá þéttbýlisstöðum (skólpi) og iðn-
aði en landbúnaðurinn hefur sloppið
að miklu leyti. Samkvæmt hinni
upprunalegu skýi-slu NPO barst yfir
90% köfnunarefnisins frá landbún-
aði og þess vegna hefur verið til lítils
gagns að beita sér að hinum 10% frá
hreinsunarstöðvum og iðnaði. I
nýrri „vatnsumhverfisáætlun" er
reynt að takmarka útlosun, sérstak-
lega með því að nýta köfnunarefni í
húsdýraáburði betur og með því að
minnka áburðargjöf á ræktað land.
Á mynd 88 má lesa hve mikið hefur
dregið úr útfellingu fosfórs en einnig
að hin veigamikla köfnunarefnisút-
felling hefur eiginlega ekkert
minnkað þrátt fyrir að þéttbýlis-
staðir og iðnaður hafi kostað miklu
til. I Eystrasalti hefur magn fosfórs
minnkað en köfnunarefnis aukist um
15%. Það er ekki síst vegna þess að
mun meiri útfelling kemur frá Pól-
landi. Jafnframt hefur verið tekið
eftir því að mikið af því köfnunarefni
sem fer í sjóinn kemur úr andrúms-
loftinu. Það má því vænta þess að þó
að öll útfelling köfnunarefnis yrðu
stöðvuð innanlands, kæmu alltaf 20-
50% hins upprunalega magns aftur í
haf okkar frá útlöndum. Vegna allr-
ar þeirrar umræðu sem orðið hefur
um „uppsöfnun næringarefna" er
nauðsynlegt að spyrja hvers vegna
litið er á súrefnisskort sem alvarlegt
vandamál. Sagan segir okkur að það
hefur verið ítrekaður súrefnisskort-
ur í dönskum sjó. Sennilega var
mesta slys af völdum súrefnisskorts
fyrir um 900 árum þegar hafsbotn-
inn suður af Fjóni var líflaus í 40 ár
samfellt. Súrefnisskorturinn olli þvi
að erfitt var að veiða nægan fisk til
matar sem endaði með því að Ólafur
konungur fékk viðurnefnið Sultur
áður en honum var steypt af stóli
vegna hungurs í landinu.
Til eru heimildir sem benda sterk-
lega til súrefnisskorts á fyrri hluta
20. aldar. Það var einkum árin 1937
og 1947 að lítið var um botndýr og
viðkvæmir firðir eins og Mariager-
fjörður, Flensborgarfjörður og
Áabenraafjörður urðu illa úti af
völdum súrefnisskorts. Ekki er
hægt að kveða sterkar að orði en
„sennilega" vegna þess að ekki hafa
verið gerðar eiginlegar mælingar á
súrefnisskorti frá þessum tíma.
Hins vegar hafa æ fleiri slík fyrir-
bæri verið skráð frá því í byrjun
níunda áratugarins. Það þarf ekki að
koma á óvart vegna þess að mæling-
ar hafa stóraukist. Það er þó full
ástæða til að álykta að útbreiðsla og
tíðni súrefnisskortstilfella hafa auk-
ist á undanförnum 20 árum.
En er það alvarlegt. Já, auðvitað
er það alvarlegt fyrir þær milljónir
botndýra og fiska sem deyja þegar
súrefnisskortur verður. Það er einn-
ig alvariegt að um ein milljón fugla
skuli deyja ár hvert í umferðinni í
Danmörku, rétt eins og það er al-
varlegt að margar milljónir skor-
dýra skuli deyja þegar bændur úða
akra sína. En við munum varla vilja
hlaupa til og eyða 120 milljörðum til
að koma í veg fyrir dauða veslings
fuglanna eða banna útrýmingu
meindýra. Og ef við eigum endilega
að ræða um að gefa kost á lífi er
sennilega meiri lífmassi í svifi og
þörungum þegar næringarskilyrði
eru góð en í humri og fiski þegar að-
stæður eru slæmar. Súrefnisskortur
hefur ávallt verið fyrir hendi í
dönskum sjó. En ef útbreiðsla hans
eykst skiptir að sjálfsögðu máli að
meta þann kostnað sem fylgir auk-
inni útbreiðslu fyrirbærisins. Það
hefur áhrif á fiskveiðar, lyktar illa
og þar að auki fylgir fagurfræðilegt
og siðferðislegt tjón dauða fiska og
botndýra. Hvort við flokkum þetta
sem veigamikinn vanda fyrir samfé-
lagið er þegar upp er staðið spurn-
ing sem hver einstaklingur verður
að svara fyrir sig en andspænis þeim
120 milljörðum króna sem þetta hef-
ur kostað (fjárfesting sem ekki enn
hefur leyst vandann) fæ ég ekki ann-
að séð en að mörg önnur málefni
hefðu átt að vera á undan í for-
gangsröðinni.
Það má sem sagt fullyrða að út-
felling næringarefna fari minnkandi
hvað fosfór snertir en köfnunarefni
fer hins vegar minnkandi á ákveðn-
um stöðum en vaxandi annars stað-
ar. Að svo miklu leyti sem við teljum
„uppsöfnun næringarefna" óæski-
lega, hefur ástand þeirra mála
versnað.
Vatnsföll
Vatnsföll eru geysilega mikilvæg
fyrh’ líf mannsins á jörðinni vegna
þess að úr þeim fáum við drykkjar-
vatn, vatn til þvotta og þrifa og vatn
til iðnaðar og landbúnaðar. Það hef-
ur úrslitaþýðingu fyrir okkur að það
vatn sem við notum fyrir drykkjar-
vatn innihaldi ekki of mikið af kólí-
gerlum vegna þess að það er mæli-
kvarði á magn annarra og alvarlegri
gerla og vírusa í vatninu.
Alþjóðabankinn hefur undir hönd-
um tölfræðilegar upplýsingar um
ástand 52 vatnsfalla í 25 löndum. Þar
kemur fram flókið samhengi á milli
hagvaxtar og kólígerlainnihalds eins
og lesa má út úr mynd 89.
Ferill kúrfunnar kemur varla á
óvart og sýnir, rétt eins og við sáum
í mengun andrúmsloftsins, að meng-
unin eykst fyrst, eða upp að tekjum
sem nema 1.375 dölum á hvern íbúa,
en eftir það minnkar mengunin sí-
fellt. En ólíkt línunni fyrir loftmeng-
un virðist það gerast hér að þegar
tekjurnar fara yfir 11.500 dollara á
íbúa, fer mengunin að aukast. Þarna
er greinilega ekki við tölfræði að
sakast vegna þess að vatnsföll bæði í
Ástralíu, Japan og Bandai-íkjunum
mælast með mun meira kólígerla-
innihald. Ástæðan er miklu fremur
hin almenna framför í mengunar-
málum svo lengi sem við erum háð
vatni frá vatnsföllunum. En þegar
þjóðir heimsins verða orðnar nægi-
lega efnaðar munu þær nota grunn-
vatn í miklu meira mæli en nú og
þess vegna mun stjórnun og kostn-
aður við að halda vatnsföllunum
hreinum skipta minna máli.
Afleiðingin er sú fyrir langflest
lönd, sem eru háð vatnsföllum sínum
með drykkjarvatn til manneldis, að
vatn þessara landa mun verða minna
mengað af kólígerlum eftir því sem
þau verða efnaðri.
Hins vegar virðist vera almennt
samband á milli hærri tekna og
minna súrefnisinnihalds í vatnsföll-
um eins og sjá má á mynd 90. Þetta
þýðir að skilyrði fyrir fiska og botn-
dýr versna.
Þó gæti verið að þetta samband sé
að breytast. Frá lokum seinni
heimsstyrjaldar hafa vatnsföll í
Evrópu orðið fyrir mikilli mengun
sem aftur hefur valdið mjög lágu
súrefnisinnihaldi. En á síðustu 15-20
árum hefur æ meira frárennsli verið
hreinsað og það er nú mat EEA að
„mörg vatnsföll séu rík af súrefni".
Yfirlit yfir samanlagt súrefnisgildi
vatnsfalla í Evrópu sýnir að gildið
lækkaði í 27% vatnsfallanna á
níunda áratugnum en hækkaði í 73%
tilfella.
• Bókarheiti: Hið sanna ástand
heimsins. Höfundur: Björn Lomborg.
Þýðandi: Bjarni Stefán Konráðsson.
Utgefandi: Fiskifólagsútgáfan.
Prentvinnsla og prentun: Ásprent/
POB.
ÍSLENSKIR neytendur eiga ekki
von á að bflverð lækki hér á landi
eins Qg talið er að muni gerast í
Bretlandi í kjölfar nýrrar reglu-
gerðar bresku ríkisstjómarinnar
um bflasölumarkaðinn. Ekki er
þörf á svipuðum aðgerðum hér því
umhverfi bflasölumarkaðarins er
allt annað en í Bretlandi að sögn
Runólfs Olafssonar framkvæmda-
stjóra Félags íslenskra bifreiðaeig-
enda. „í Bretlandi hefur verðið
haldist hátt meðal annars af því að
þar hafa menn verið að hygla svo-
kölluðum flotakaupendum eins og
bflaleigum og stórfyiirtækjum á
kostnað almennra neytenda. Þeir
hafa verið að fá tugprósenta af-
slætti en almennir viðskiptavinir
þurft að borga brúsann. Þetta
tíðkast ekki hér á hér á landi eftir
því sem við komumst næst.“ Hann
segir virka samkeppni vera hér en
ekki innra samráð um uppbyggingu
verðlagningar líkt og megi greina á
milli aðila á breska markaðnum.
Bretar niðurgreiði bflverð í
öðrum löndum?
Bogi Pálsson framkvæmdastjóri
Bflgreinasambandsins segir for-
sendur fyrir lækkuninni í Bretlandi
ekki eiga við hér á landi. „Hér á Is-
landi er allt annað viðskiptaum-
hverfi og þvi ekki forsendur til að
ríkisstjómin gn'pi inn í til að
stjóma bflverði eins og í Bretlandi."
Hann segir aðra höfuðástæðu
fyrir lækkun bílverðs í Bretlandi
vera að eftirlitsstofnun Evrópu hafi
gert athugasemd við hátt bílverð í
Bretlandi og telji að framleiðendur
hækki verð á bílum til Bretlands til
að niðurgreiða há opinber gjöld í
öðmm löndum Evrópu, eins og í
Danmörku og Noregi þar sem gjöld
eru mjög há. Þannig hefur hátt bfl-
verð til Bretlands verið notað til að
borga niður bflverð í þessum lönd-
um í stað þess að breskir neytendur
hafi notið góðs af lágum opinberum
gjöldum. „Menn eiga því frekar von
á því að þegar bflverð lækki í Bret-
landi hækki það í öðram löndum."
Hann segir Island vera hlutlaust í
Verðlækkun
hjá Frigg
I næstu viku lækkar heildsöluverð á
Glitra-uppþvottadufti um 10%. Að
sögn Lúthers Guðmundssonar,
framkvæmdastjóra hjá Frigg, er
ástæða verðlækkunar meðal annars
sú að varan hefur fengið góðar við-
tökur hérlendis. „Vegna þessa get-
um við gert hagkvæmari innkaup og
því ákváðum við að láta lækkunina
ganga áfram til neytenda.“
Lækkunin mun taka gildi á
þriðjudaginn í næstu viku.
Morgunblaðið/RAX
Hér á landi eru aðstæður á
bílamarkaðinum allt aðrar en í
Bretlandi.
þessu samhengi með miðlungshá
opinber álagningargjöld og þvi lík-
legast að verðlækkunin í Bretlandi
hafi engin áhrif hér.
Nuddnám
hefst 2. sept. nk.
Nuddnámið iekur þrjú ár með
kennslu á kvöldin og um helgar.
Útskriftarheiii er nuddfræðingur.
Námið er viðurkennt af mennta-
málaráðuneytinu og Félagi ísl-
enskra nuddfræðinga. Upp-
lýsingar í síma 51 1 1085
virka daga frá kl. 13-17.
Hægt er að sækja um í síma,
á staðnum eða fá sent
umsóknareyðublað.
Nuddskóli
Guðmundar
Smiðshöfða 10, 112 Rvík
2. og 3. hæð
ÁSKORUN HUGLJÓMUNAR
(The Enlightenment Intensive)
í Bláfjöllum 10. til 13. ágúst.
Leiðbeinandi Jeremiah Jess Love.
Fyrirlestur með Jess Love í Norrænahús-
inu miðvikudaginn 9. ágúst kl. 20.
Að fiegja spegilinn.
Leiðin dulda að sannleikanum um okkur
sjálf, lífíð, aðra og kærleikann.
Nánari uppi. og skráning hjá Guðfmnu S. Svavarsdóttur
(síma 5620037 og 8699293.
Óttar Ellingsen í síma 5543930 og 8995589.
Jcremiah Enlighten-
ment Intensive
meistari í 30 ár.
Að fagja spegilinn