Morgunblaðið - 05.08.2000, Blaðsíða 84
84 LAUGARDAGUR 5. ÁGÚST 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK í FRÉTTUM
Ronan Keating úr Boyzone gefur út sóióplötu
Söngur frá
hjartanu
Söngvarinn Ronan Keating hefur dvalið án
félaga sinna úr strákasveitinni Boyzone í
hljóðveri undanfarið. Fyrsta sólóplata hans,
sem ber heitið Ronan, kemur í verslanir hér
á landi innan skamms.
Ronan Keating saknaði félaga sinna í Boyzone þegar hann vann að nýju
sólóplötunni.
RONAN Keating er eflaust
þekktasta andlit drengjanna
í Boyzone. Hann giftist
æskuástinni sinni, Yvonne, fyrir
tveimur árum og nýjustu fregnir
herma að þau eigi von á öðru barni
sínu innan skamms. Þess er vænst
að plata hans rati beinustu leið í
toppsæti breska breiðskífulistans
enda á Boyzone gríðarlega miklu
fylgi að fagna.
Einn á ferð
x
„Það komu mörg nöfn til greina á
plötuna," segir Ronan. „En mér
fannst ég ekki hafa efni á að taka
neina sjensa. Fólk verður að gera
sér grein fyrir því að nú er ég einn á
ferð og besta aðferðin til þess er að
kalla plötuna Ronan, þá fer það ekki
framhjá neinum.“
Þegar þú hlustar á plötuna nú
þegarhún erfullgerð, afhverju ertu
mest stoltur?
„Ég held ég verði að segja að
jþetta sé það besta sem komið hefur
í'rá mér sönglega séð. Ég get hlustað
á lögin og hugsað að ég hefði ekki
getað gert þau betur, sungið þau
betur. Ég hefði ekki getað gert
þessa hluti fyrir ári, ég er mjög
stoltur af þessu.“
Þegar er fyrsta smáskífulagið af
plötunni, Life Is A Rollercoaster,
kom út fyrir um mánuði fór það á
topp breska listans. „Þetta er popp-
lag og ég ákvað að gefa það fyrst
laganna út á smáskífu því við í
Boyzone höfum aðallega verið
þekktir fyrir ballöður. Með þessu
var ég að reyna að aðskilja mig frá
því sem ég hef gert með Boyzone.
Ég hef eitt sex árum í að reyna að
syngja eins og 35 ára gamall maður,
. núna er kominn tími til að fólk fái að
heyra í mér, 23 ára. Lagið fjallar líka
um líf mitt, hvernig það er að vera
stanslaust í rússibana."
Saknar Boyzone
Hvemig hefur það verið fyrir þig
að skilja við Boyzone og reyna fyrir
þérí tónlistinni ein þíns liðs?
„Sem betur fer héldum við í
Boyzone tónleika í desember og jan-
úar svo við vorum mikið saman um
jólin. Síðan fór ég til Los Angeles til
að klára plötuna og núna er ég mjög
upptekinn við að kynna hana. Það
hefur verið mjög skrítið að hafa
strákana ekki með í þessu. Ég sakna
þeirra, ég sakna allra góðu stund-
>anna sem við eigum saman á ferða-
lögum. Við erum ákveðnir að halda
áfram í hljómsveitinni en í augna-
blikinu erum við að gera okkar eigin
hluti, hver í sínulagi. Út þetta ár
verðum við allir að vinna að pers-
ónulegum verkefnum. En ég kann
vel að meta frelsið og að vera einn
við stjórnvölinn."
Gætir þú kannski vanist tilhugs-
uninni að vera einn?
„Það var mjög róandi að eyða
tveimur mánuðum einn í Los Angel-
es og gott að geta unnið þegar mað-
ur vildi. Ég kom miklu í verk en gat
samt eytt tíma með syni mínum og
Yvonne. Þetta var mun eðlilegri
vinnutími sem ég gat stjórnað sjálf-
gr. En í hreinskilni sagt þá var eins
og það vantaði á mig vinstri hand-
legginn. Því ég hef virkilega gaman
af því að koma fram með Boyzone,
ferðast og hitta fólk. Það er stór
hluti af mér og hefur verið undan-
farin sjö ár. í þrjá mánuði gerði ég
hins vegar ekki neitt af þessu og ég
saknaði þess óneitanlega."
Að láta fólki líða vel
Keating dvaldist í Nashville í
Bandaríkjunum við upptökur plöt-
unnar og fékk hann marga stórlaxa
til liðs við sig.
„Ég samdi sum lögin í Nashville,
sum voru samin fyrir mig og ég
samdi önnur í samvinnu við aðra.
Þeir Gary Baker, Steve Diamond og
Jason Bloom sömdu með mér og
þeir hafa nú samið fyrir t.d. Dolly
Parton og önnur stór nöfn. Ég vildi
hafa mikinn kraft í þessari plötu,
láta fólk hlæja, dansa og líða vel.“
Keating einsetti sér að gera góða
poppplötu og lagði allt í sölumar.
„Jafnvel þótt það þýddi að ég yrði að
fá aðra til að semja lögin, það var
mjög mikilvægt fyrir mig að gera
eins góða plötu og ég mögulega gat.
Ég er viss um að fólk á eftir að verða
agndofa er það heyrir plötuna, hún
er fordómalaus og frá hjartanu."
Hljómsveitin Boyzone kemur frá
Irlandi en þaðan á einnig hljóm-
sveitin Westlife rætur sínar að rekja
og er Keating heilinn á bak við þá
sveit.
„Það hefur verið draumi líkast að
vinna með Westlife, ég er mjög
stoltur af strákunum í sveitinni, þeir
hafa lagt einkar hart að sér. Reynsla
mín í tónlistarheiminum hefur nýst
þeim en ég er samt ekki þessi mark-
aðsmaður sem allir halda að ég sé.
Ég flæktist í þetta, valdi tónlistina,
notaði mitt nafn og gaf góð ráð varð-
andi útlit, var listrænn ráðgjafi."
Hvað erþað besta við starf þitt?
„Sem listamaður kann ég best að
meta að syngja fyrir fólk og heyra
það syngja fyrir mig til baka. Það er
toppurinn á tilverunni. Það er frá-
bært, töfrum líkast, að heyra fólk
syngja lögin sem maður hefui’ sam-
ið.“
Heldur þú að þið í Boyzone hafíð
fjarlægst hver annan undanfarið?
„Við höfum verið saman í hljóm-
sveitinni í sex ár og höfum upplifað
allt saman. Núna erum við að upplifa
líflð og tilveruna hvor í sínu lagi. Ég
held að þegar við komum saman aft-
ur á næsta ári verði það öðruvísi,
hlutimir verða aldrei eins aftur. En
ég held að það sé af hinu góða. Þann-
ig koma ferskar hugmyndir til sög-
unnar. En við höfum alls ekki þrosk-
ast frá hver öðrum, þvert á móti.“
Morgunblaðið/Ámi Sœberg
„Andi tónleikanna skilar sér afar vel til hlustandans og það er nánast
eins og K.K. og Magnús standi ljdslifandi við rúmgaflinn þinn, plokk-
andi gítarana og syngjandi af hjartans ást og innlifun," segir Amar
Eggert m.a. í dómnum um tónleikaplötu KK og Magnúsar Eiríkssonar.
Bláma-
fléttur
af bestu
gerð
TQ]\LIST
Geislailiskur
LIFAÐ OG LEIKIÐ
Lifað og leikið, tónleikaplata K.K.
& Magnúsar sem tekin var upp í
Salnum í Kópavogi 19. maí 2000.
K.K. leikur á gftar og munnhörpu
ásamt því að syngja og Magnús Eir-
íksson leikur og á gítar og syngur.
Þeim til aðstoðar eru þeir Þórir
Baldursson (Hammondorgel og
harmónikka) og Ásgeir Óskarsson
(trommur). Lög og textar eru eftir
K.K. og Magnús Eirfksson með eft-
irfarandi undantekningum: Lagið
„Everyday I have the blues“ er eftir
Chatman, textann við „Jesús Krist-
ur og ég“ á Vilhjálmur frá Skáholti
og Pétur K. á textann við „Grand
Hótel“ ásamt K.K. Upptökumaður
var Jón Skuggi. 65,32 mín. Skifan
gefur út.
GÓÐUR rómur var gerður að tón-
leikum K.K. og Magnúsar Eiríksson-
ar í Salnum, Kópavogi, í vor. Til allr-
ar hamingju voru hljómleikarnir
hjjóðritaðir og enn meiri gæfa, okkur
til handa, var fólgin í þeirri ákvörðun
að gefa þá út í formi hljómdisks.
„Lifað og leikið" er nefnilega ein
allra besta tónleikaplata sem ég hef
á minni lífsfæddri ævi heyrt.
Hljómurinn á plötunni er svo ótrú-
lega góður að hann nálgast það að
vera hálfgerður senuþjófur. Upp-
takan nálgast fullkomnun, allt sem á
að heyrast er kristaltært og hljóm-
urinn er í fullkomnu samræmi við
stemmninguna, sem er ljúf og inni-
leg; á stundum lágstemmd en á það
þó til að verða fjörug og rífandi. Ándi
tónleikana skilar sér afar vel til
hlustandans og það er nánast eins og
K.K. og Magnús standi Ijóslifandi við
rúmgaflinn þinn, plokkandi gítarana
og syngjandi af hjartans ást og inn-
lifun. Stemmningin hefur greinilega
verið afar góð og gefandi á þessum
tímamótatónleikum.
K.K. og Magnús hafa áður starfað
saman að tveimur hljóðversskífum,
hvar þeir hafa leitt skáldhesta sína
saman og skapað lög og leik í sam-
einingu. I Kópavoginum tróðu þeir
hins vegar aðra slóð, léku sígildar
perlur, hvor úr safni annars, og lögin
af samstarfsplötunum voru látin
liggja á milli hluta að mestu. Það er
skemmtilegt að heyra Magnús radda
með K.K. í frábærum lögum hins síð-
arnefnda eins og t.d. „Vegbúi“, „Bein
leið“ og „Lucky One“. Sama gildir er
á hinn veginn er snúið og sameinast
þeir sem einn maður í sfgildum perl-
um Magnúsar eins og „Braggablús",
„Ef þú ert mér hjá“ og „Blús í G“.
Það er greinilegt við áhlustun að
samhæfni þeirra félaga hefur verið
með afbrigðum góð á tónleikunum,
K.K. og Maggi eru afslappaðir og
rennsli lagana er bráðgott og átaka-
laust. Hinir þrautreyndu aðstoðar-
menn, trymbillinn víðförli Ásgeir
Óskarsson og Hammondundrið Þór-
ir Baldursson kunna sitt fag svo um
munar, bakka lögin upp á hárrétta
vegu, eru ekki að trana sér fram fyr-
ir heldur skreyta hvert lag á viðeig-
andi hátt.
Á plötunni eru heil fimmtán lög og
heildartíminn fullar 65 mínútur. Hún
er þó ekki mínútu of löng og heildar-
útkoman er hinn áheyrilegasti pakki
sem er ágæta budduvænn í ofanálag.
Hér er fólk sannarlega að fá eitthvað
fyrir sinn snúð. Hönnun umslags og
allur frágangur er og til fyrirmynd-
ar, hönnuðurinn pallo hefur verið að
gera afar góða hluti í þeim geiranum
undanfarin misseri.
Frábær spilamennska, frábær lög
og frábær hljómur gera þessa plötu
að einum eigulegasta grip sem út
hefur komið á þessu ári. Vel af sér
vikið strákar!
Arnar Eggert Thoroddsen
MYNDBOND
Mannsins
veika hold
Sakleysið
(En plein coeur)
Drama
★★
Leikstjóri: Pierre Jolivet. Handrit:
Roselyne Bosch. Aðalhlutverk:
Gérard Lanvin, Carole Bouquet.
(101 mín.) Frakkland 1998. Góðar
stundir. Bönnuð innan 12 ára.
TVÆR ungar og óstýrilátar af-
brotastúlkur fremja rán í skartgripa-
búð vopnaðar leikfangabyssu. Önnur
þeirra er handsöm-
uð en hin sleppur.
Sú sem undan
kemst veit að um
síðir muni upp um
hana komast og því
leitar hún til eins
heitasta lögfræð-
ingsins í bransan-
um - ráðsetts há-
stéttarmanns á
besta aldri sem orðinn er heldur leið-
ur á tilbreytingalitlu hjónabandi
sínu. Hann fellur svipstundis fyrir
þessari ungu og ráðlausu stúlku enda
gullfalleg og ögrandi. Hann ákveður
að verja hana og tekst að fá hana
sýknaða méð því að láta ungan vin
hennar bera ljúgvitni. Stúlkan stend-
ur í þakkaskuld við bjargvætt sinn
lögfræðinginn og ástir takast með
þeim. Þegar vinur hennar ungi falast
einnig eftir ástarlotum hennar
myndast vofeiflegur ástarþríhym-
ingur.
Þótt hér sé á ferð endurgerð Brig-
itte Bardot-myndarinnar En cas de
malheur frá 1958 er ekki annað hægt
en að líta á Sakleysið sem hið dæmi-
gerða franska hádrama þar sem ástir
og örlög ráða ríkjum og tilfinninga-
þrunginn er nær yfirþyrmandi. Slík-
ar myndir eru mörgum að skapi og
ættu þeir að skoða hana þessa. En al-
mennt séð ristir hún fremur grunnt
og er einungis í meðallagi góð.
Skarphéðinn Guðmundsson
Sæt en daufleg
Draumar um Joseph Lees
(Dreaming of Joseph Lees)
D r a m a
★%
Leikstjóri: Eric Styles. Handrit:
Catherine Linstrum. Aðalhlutverk:
Samantha Morton, Rupert Graves
og Lee Ross. (91 mín.)
Bretland/Bandaríkin, 1999.
Skífan. Bönnuð innan 16 ára.
ERIC Styles mun hafa getið sér
gott orð fyrir ýmis leikstjórnarstörf í
sjónvarpi en Draumar um Joseph
Lees er hans fyrsta
kvikmynd. Þetta er
sæt lítil ástarsaga
með vandaða um-
gjörð sem endur-
skapar á smekkleg-
an hátt það tímabil
sem hún gerist á,
þ.e. Bretland á
sjötta áratugnum.
Hún er lágstemmd
og hæggeng, sem helst að mörgu
leyti í hendur við þá bælingu sem ein-
kennir sveitasamfélagið sem ástar-
sagan á sér stað í. Sagan náði hins
vegar ekki að grípa mig þar sem bæði
handrit og leikstjórn eru víða veik á
svellinu. Um miðbik myndarinnar
verða til dæmis öfgafull umskipti á
einni af þremur persónum ástarþrí-
hymingsins, sem eru ótrúverðug og
ólíkindaleg. Samantha Morton leikur
aðalpersónuna og olli frammistaða
hennar mér vonbrigðum eftir að hafa
séð eftirminnilegan leik hennar í
hlutverki mállausrar konu í nýjustu
mynd Woodys Allens, „Sweet and
Lowdown“. Éf til vill er leikur Mor-
ton í Draumum um Joseph Lees lag-
aður um of að hinu dauflega and-
rúmslofti sem liggur yfir myndinni.
Heiða Jóhannsdóttir