Morgunblaðið - 05.08.2000, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 05.08.2000, Blaðsíða 32
32 LAUGARDAGUR 5. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Teningur Joris Raderaaker. Úr garði Safnasafnsins á Svalbarðsströnd. Dyggðirnar sjö á frægu veggteppi úr Þjóðminjasafninu. Prestssetrið og kirkjan á Húsvík um 1900. Matjurtagarður t.h. við prestssetrið. Norðan heiða MYNDLIST Svalbarðsslrönd II ú s a v í k Laxárvirkjun \kureyri MYNDVERK/ LJÓSMYNDIR INNSETNINGAR ÞAÐ hefur fjölmargt verið á döf- inni í myndlist norðan heiða í sum- ar, en atvik hafa hagað því svo að rýnirinn hefur verið upþtekinn við verkefni á heimaslóðum. Á dögun- um gat hann þó séð af dagstund á Skriðuklaustri og annarri á Akur- eyri auk þess að skyggnast um í nágrenni beggja staðanna, og voru það eftirminnilegir dagar. Hér verður einungis stiklað á stóru af því sem fyrir augu bar norðan heiða, einkum sökum þess að tvær sýninganna kalla á sér- staka umfjöllun, þar eð helmingur þeiira er fyrir sunnan; Dyggðirnar sjö, á Listasafni Akureyrar og í Stekkjargjá á Þingvöllum, og List á orkustöðvum, í Laxár- og Ljósa- fossvirkjun. Verður því einungis vakin athygli á þeim svo að þær fari síður framhjá fólki um verslun- ar-mannahelgina, en ítarlegri um- fjöllun um hvora fyrir sig birtist væntanlega strax að henni afstað- inni. Tekið var fyrsta flug til Akur- eyrar í bítið miðvikudaginn 26. júlí, og farið heim með síðustu vél, en samt auðnaðist mér ekki að sjá allt. Meinbugurinn var hádegis- verður í Húsavík, sem tók óratíma vegna afspyrnu lélegrar þjónustu á hótelinu, sem alls ekki var hægt að sjá fyrir. En með því að hefja skoð- un á Safnasafninu á Svalbarðs- strönd og á Húsavík var verið að nýta tímann þar sem sýningar á Ákureyri opna eftir hádegi. Afleið- ingin var að minni tími gafst til að skoða þar, sem hefði annars ekki þurft að gerast. Þetta varð að koma fram til að forða misskiln- ingi, því hér eru menn viðkvæmir og helst hefði ég viljað tylla tá sem víðast en úr því skal leitast við að bæta innan tíðar. Listahátíðir í dreifbýlinu hafa enn nokkurn ungæðisbrag yfir sér, kynna helst eina og einmitt þá hlið á teningnum er snýr að þeim sem valdir hafa verið til að standa að framningunum. Er svo sem í besta lagi einu sinni, en þegar það gerist ár eftir ár líkast framhaldssögu vill fara svo að áhugi dvíni, enda þá um hreina markaðssetningu einslitra viðhorfa að ræða þótt hún kunni að vera yfirmáta spennandi fyrir framkvæmdaraðila. Fólk vill fjöl- breytni og óvíða er almenningur sjálfstæðari í þeim efnum en á Isl- andi, þar sem allir vilja vera kóng- ar, þar af leiðandi er öll skoðanaleg miðstýring í listum út í hött, fælir fólkfrá. Það gengur seint að koma þess- um staðreyndum inn í yngri kyn- slóðir sem hvorki hafa áhuga á söfnum né stórsýningum, nema þær snúi að viðteknum skoðunum þeirra, gengur ekki frekar en að fara á sömu listakaupstefnuna ár eftir ár. Á nýjum tímum þegar allt er opið og engin stefna ofaná í heiminum hlýtur hlutlægni að vera vænlegasta leiðin til að ná til fólks, þ.e. raunsönn viðhorf til framsæk- inna lista og ótrufluð af tilfinning- um. Eins konar miðlun þekkingar þar sem gesturinn myndar sér skoðanir, þeim er ekki þröngvað upp á hann. Viðhorf sjálfhverfu kynslóðar áttunda áratugarins eru sem komin aftur, líkast upprisnum Lazarusi á þessum tímum upplýs- inga og hátækni. Þá er illt að vita til þess, að þetta svokallaða kyn- slóðabil og niðurrif eldri gilda skuli nú námsfag í listaskólum. Alltaf er mikið gaman að koma í Safnasafnið á Svalbarðsströnd, þar sem alþýðulistin er ræktuð sem mest má verða, þó ekki án núlista í bland, við Helgi Vilberg og Guð- mundur Ármann áttum góða stund á staðnum, ekki síst í garðinum þar sem til sýnis eru verk nemenda Listaskólans á Akureyri. Á safninu á Húsavík stendur til 7. ágúst yfir mjög merkileg sýning á gömlum ljósmyndum úr hér- aðinu, sumum svo vel teknum og unnum að hrein veisla er á að horfa. Má vera borðleggjandi að samkvæmt ferskri skilgreiningu sé upphaf nýrri tíma myndlistar á landinu að finna í ljósmyndum, og að hér sé um auðugri garð að gresja en menn hugðu. í öllu falli eiga sumar myndanna á sýning- unni frá aldamótunum 1900 helst og hvergi frekar heima en í sölum Listasafns íslands. Ennfremur þarf að fara ofan í saumana á áhrif- um ljósmyndarinnar á íslenzka málaralist á 20. öld, hér hafa menn verið á fullu í útlandinu síðustu áratugi og margt nýtt og óvænt komið í ljós, jafnt hvað varðar Edvard Munch sem Pablo Picasso, svo einhverjir séu nefndir af öllum þeim skara myndlistarmanna sem hafa stuðst við ljósmyndina. Jafnaðarlega lifun að aka um Laxárdalinn, sem er einn hinn Ljósmynd/Bragi Ásgeirsson Hluti af verki Sigurðar Örlygssonar, Kvöldmáltíð, í Laxárvirkjun. blómlegasti á landi hér, og ekki sakar að hugsa fallega til þeirra mörgu orðhögu manna sem þar bjuggu allan sinn aldur og annarra ættaðra þaðan. Laxárvirkjun hrikaleg og svo myndræn inni í berginu að myndlistarmennirnir þurftu litlu við að bæta til að magna upp stemmningu. Vel er tekið á móti gestum, sem voru fleiri á staðnum en á nokkurri ann- arri sýningu sem ég heimsótti dag- inn þann og var þó ekki um neinn hóp ferðafólks að ræða. Var og meira en auðséð að þeir kunnu vel að meta framtakið og kaffið sem öllum stóð til boða að lokinni skoð- un tók flestu fram sem ég hef lengi smakkað á veitingahúsum. Það voru þannig broshýrir halir sem renndu út dalinn á leið til Akureyi-- ar, en nú var tímahrak farið að gera vart við sig svo ekki gafst tóm til að koma við á byggðasafninu að Grenjaðarstað en þangað er mikinn og merkilegan fróðleik að sækja. Það er víst alveg rétt að það sé iðandi listasumar á Akureyri, en hvað myndlistina snertir er helst sem um útibú Nýlistasafnsins og fjöltæknideildar MHÍ sé að ræða, annað sé ekki til. Að vísu getur að líta lánaða gripi frá Þjóðminjasafn- inu á sýningunni Dyggðirnar sjö, og taka sig með yfirburðum vel út í húsnæðinu, segir okkur að tíminn sé afstæður, hið gamla ekki eins gamalt og margur hyggur, né hið nýja nýtt. I Ketilhúsinu sýna nokkur ung- menni frjálsleg vinnubrögð í núlist- um, samt afar hefðbundin er svo er komið. Augljóslega er þó drjúg al- vara að baki sumra verkanna sem má vera aðalatriðið, en annað ein- ungis margtuggið og léttvægt flipp. Alvöruna skynjaði ég í hvítum ten- ingi Joris Rademaker og verki Örnu G. Valsdóttur, sem tengir saman fleiri þætti í skapandi at- höfnum sínum svo sem hljóð, rými, mynd og hreyfingu, en flippið helst í Fanta gott Pepsi, verki Ásmund- ar Ásmundssonar sem er að auk yfirþyrmandi ófrumleg endurtekn- ing á hversdagslegum endurtekn- ingum sem maður rekst hvarvetna á. í Deiglunni sýnir Ragna Her- mannsdóttir, elsti þátttakandinn, á sér nýja hlið en eitthvað taka myndir hennar sig undarlega út á veggjunum, kveiktu ekki í mér sem má þó allt eins vera mín sök. Einn- ig mín afglöp að sýningin Mark- mið, í skrifstofuhúsnæði Gilfélags- ins fór framhjá mér, en kannski hefði upplýsingastreymið mátt vera meira. En einu vil ég slá föstu í lokin; burt með kynslóðabilið, miðstýringuna, þemadelluna og kröfur og úrslitakosti á hendur sýnenda frá forsvarsmönnum list- hátíða sem og sýningarstjórum. Leyfum listamönnum ungum sem gömlum að ráða för, gefum þeim orðið... Leiðrétting í upphafi greinar minnar, Skáld- ið og málarinn, er birtist 2. ágúst, víxluðust orð í vinnslu blaðsins á þann veg að ein setningin varð þvæld og illskiljanleg; Formanir þess og abstrakt landsins (!) taka á sig ótal myndir eftir árstíðum. Rétt er setningin svona; Formanir þess (hálendisins) og landsins abstrakt, taka á sig ótal myndir eftir árs- tíðum,... Bragi Ásgeirsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.