Morgunblaðið - 05.08.2000, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 05.08.2000, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 5. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Morgunblaðið/Sigurður Jónsson. Frá verðlaunaafhendingunni í Tryggvagarði á Selfossi, V" I wrm, H ' Hrrfn ) * I sól og sumaryl á Hellnum Grundarfirði - Fjöruhúsið á Helln- um á Snæfellsnesi laðar til sín margan gestinn. Þar er náttúru- fegurð mikil og ferðamönnum finnst gott að setjast þar niður í kyrrðinni, fá sér öl, kaffi, kakó, kökur eða sjávarréttarsúpu. Þessi mynd var tekin einn sólskinsdag fyrir skömmu og létu gestir ekki á sér standa. Fegurstu garðarnir verðlaunaðir í Arborg Selfossi - Umhverfisnefnd Árborgar afhenti nýlega viðurkenningar fyrir failcgustu garðana og sveitabýlið í Árborg fyrir árið 2000. Nefndin skoðar á ári iiverju garða á Selfossi, Stokkseyri, Eyrarbakka og Sandvík með það fyrir augum að velja fall- egustu garðana í sveitarfélaginu. Viðurkenningarnar voru afhentar í Tryggvagarði á Selfossi. Þrír garð- ar fengu viðurkenningu á Selfossi, einn á Stokkseyri, einn á Eyrar- bakka, einn í Sandvík, og Geirakot. Garðamir sem fengu viðurkenn- ingu era á Selfossi Birkivellir 26 í eigu Önnu Árnadóttur og Guðmund- ar Sigurðssonar, Lágengi 2 í eigu Guðrúnar Guðnadóttur og Jóns Dagbjartssonar, Tryggvagata 4b í eigu Karenar Ámadóttur og Birgis Ásgeirssonar. Á Stokkseyri er það garðurinn að Hásteinsvegi 24 í eigu Elsu Gunnþórdóttur og Jóns Jóns- sonar, á Eyrarbakka er það garður- inn ÓS í eigu Siggerðar Þorsteins- dóttur og Erlings Viggóssonar. Fallegasti garðurinn í sveit var valinn garðurinn að Stóm-Sandvík 6 í eigu Rósu J. Guðmundsdóttur og Ara Páls Ögmundssonar. Fallegasta sveitabýlið var valið Geirakot í Sandvík í eigu Maríu Hauksdóttur og Ólafs Kristjánssonar. Fjöldi fólks lagði leið súia í verð- launagarðana eftir afhendingu við- urkenninga. Morgunblaðið/Albert Kemp Boðið var upp á þessa for- láta tertu í afmæli Leiknis. Afmæli Leiknis Fáskrúðsfirði - í tengslum við Franska daga á Fáskrúðsfirði nýlega var haldin sérstök hátíð vegna 60 ára afmælis Ung- menna- og íþróttafélagsins Leiknis, er stofnað var 1940, og kom fólk saman í íþróttahúsinu þar sem saga félagsins var rak- in. Verðlaunagripir og myndir í eigufélagsins voru til sýnis.Við það tækifæri var Baldri Björnssyni veitt sérstök viður- kenning en hann var í fyrstu stjóm félagsins. Félaginu var færður blóm- vöndur frá sveitarfélaginu. Magnús Scheving íþróttaálfur skemmti yngri kynslóðinni með ýmsum leikjum og kynningu á atriðum úr Latabæ. Morgunblaðið/KVM Búnaðarbankinn á Blönduósi Heppnir Húnvetning’ar Blönduósi - Nokkr- ir viðskiptavinir Búnaðarbankans á Blönduósi duttu heldur betur í lukkupottinn þegar dregið var úr hin- um ýmsu vinnings- pottum Búnaðar- banka íslands á dögunum. Að sögn Auðuns Steins Sig- urðssonar skrif- stofustjóra Búnað- arbankans á Blönduósi er lukkuhlutfall við- skiptavina bankans vel viðunandi. Veittir vora vinn- ingar fyrir notkun á Vaxtarlínukort- um, tveir bílprófs- styrkir og vaxta- auki júlímánaðar á „grænu greininni" að upphæð 150.000 kom í hlut við- skiptavina bankans. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Auðunn Steinn Sigurðsson skrifstofustjóri Búnaðarbankans á Blönduósi ásamt hinum heppnu Húnvetningum: Frá vinstri; Auðunn, Elín Valgerður Gautadóttir, Gréta Björg Ja- kobsdóttir, Alda Albertsdóttir og Aðalbjörg Valdimarsdóttir sem heldur á ungum syni sín- um Gísla Ragnarssyni. Nýtt iðnaðar- og athafnahverfí rís í Grundarfirði Grundarfirði - Búið er að skipu- leggja nýtt iðnaðar- og athafna- svæði í Grundarfirði. Margir eru fegnir því skortur á lóðum fyrir slíka starfsemi var farinn að gera vart við sig. Nú þegar er búið að reisa og klæða eitt hús og annað langt komið. Ásgeir Valdimarsson á það sem lengra er komið en hitt er í eigu Vélsmiðjunnar Bergs. Búið er að úthluta þremur lóðum til viðbótar. Það er Almenna um- hverfisþjónustan ehf. í Grundar- firði sem mun annast gatnagerð en heildarkostnaður við hana hljóðar upp á 15,6 milljónir króna og munu þær framkvæmdir falla á tvö fjárhagsár. Morgunblaðið/KVM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.