Morgunblaðið - 05.08.2000, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
LAUGARDAGUR 5. ÁGÚST 2000 28
Serbar
flýja úr
haldi SÞ
P>RÍR Kosovo-Serbar sem sæta
ákæru fyrir stríðsglæpi og glæpi
gegn mannkyni og haldið hefur
verið í fangelsi í Pristina, höfuð-
stað Kosovo-héraðs, sluppu úr
haldi í gænnorgun að sögn yfir-
stjómar Sameinuðu þjóðanna í
héraðinu. I yfirlýsingu SÞ sagði
að mennirnir hefðu verið vistað-
h’ á sjúkrahúsi í bænum Kos-
ovska Mitrovica og flúið þaðan.
Oryggisvörður gætti að mönn-
unum um klukkan eitt aðfara-
nótt fóstudags og virtust þeir þá
vera sofandi. Stuttu síðar vora
þeh' horfnir úr rúmum sínum.
Mennimir þrír vora hnepptir
í varðhald síðasta sumar, eftir að
júgóslavneskar hersveith' héldu
frá Kosovo.
Tvífari Pút-
íns ekki til
STÖÐUGAR utanferðir Vladi-
mirs Pútíns, Rússlandsforseta,
hafa valdið Moskvubúum nokkr-
um heilabrotum og hafa sumir
viljað láta að því liggja að frést
hafi af ferðum Pútíns á tveimur
stöðum í einu, þ.e. að forsetinn
notist við tvífara. Lífvörður for-
setans vísaði þessum sögusögn-
um á bug í gær og sagði að það
væri aðeins einn leiðtogi Rúss-
lands, „allt tal um tvífara er
þvættingur,“ sagði Yevgeny
Murov í samtali við Komsom-
olskaya Pravda í gær. „Notkun
tvífara myndi benda til þess að
öryggi forsetans væri teflt í
tvísýnu, hjálparleysi vegna ógn-
ar skæruliða,“ sagði lífvörður-
inn. Pútín hefur ferðast víða
undanfama mánuði ólíkt fyrir-
rennara sínum Borís Jeltsín.
Prófkvíði
breskra
barna
BRESK skólabörn eru undir of
miklum þrýstingi vegna fjölda
prófa og eru dæmi um að þau
þurfi að þreyta allt að 75 próf á
skólagöngu sinni. Kemur þetta
fram í niðurstöðum rannsóknar
bresku kennarasamtakanna
sem birtar voru í gær.
„Við höfum fundið út að yfir
helmingur þeirra barna sem
vora spurð, á aldrinum 11-18
ára, þjáðust af prófkvíða," sagði
Geoffrey Carver, talsmaður
samtakanna, í viðtali á BBC í
gær.
Flugskeyti
grandar
bifreið
VARNARMÁLARÁÐU-
NEYTI Ástralíu hóf rannsókn á
því í gær hvernig gerviflug-
skeyti FA-18 Hornet oirustu-
þotu ástralska hersins hafnaði á
þaki bifreiðar sem stóð fyrir ut-
an íbúðarhús. Paul Lineham,
taismaður ráðuneytisins, sagði í
gær að flugskeytið, sem var 130
kg að þyngd, hafi verið hluti af
æfingabúnaði þotunnar og^að
það hafi losnað frá er fiugmað-
urinn bjó sig undir lendingu á
Darwin-flugvelli eftir kvöldæf-
ingu. Fullyrti hann að flugmað-
urinn hefði ekki getað losað
flugskeytið frá þotunni enda sé
aðeins um gervibúnað að ræða.
„Við eram afar hissa, þetta hef-
ur aldrei gerst áður,“ sagði
Lineham við fréttamenn.
Tsjúbajs gagnrýnir Solzhenítsyn
Tekur afstöðu
með afturhalds-
kommúnistum
Moskvu. The Daily Telegraph.
ANATOLÍ Tsjúbajs, einn helzti höf-
undur efnahagsumbóta þeirra sem
hrint var í fram-
kvæmd í Rúss-
landi í forsetatíð
Borís Jeltsíns,
hefur sett fram
harkalega gagn-
rýni á Alexander
Solzhenítsyn fyrir
meinta hug-
myndafræðilega
nálægð nóbels-
skáldsins við
Kommúnistaílokkinn og leyniþjón-
ustuna.
í viðtali við rússneskt dagblað
segir Tsjúbajs að hatur sovét-and-
ófsmannsins fyrrverandi á Rúss-
landi nútímans hafi að hluta til verið
kveikjan að þeim aðgerðum sem
stjórnvöld gripu til nýlega gegn
stórfyrirtækjum. „Það er áberandi
hve rök byggð á að því er virðist
skiljanlegum siðferðisgildum geta
drifið greindan mann út í mannhat-
ursfylltar skoðan-
ir,“ segir
Tsjúbajs, sem nú
er einna áhrifa-
mestur þess hóps
manna sem
sömdu uppskrift-
ina að uppstokk-
un efnahagslífs í
landinu eftir hrun
Sovétríkjanna.
„Það er mót-
sögn, en staðreynd: Afstaða Sol-
zhenítsyns nú á dögum fellur saman
við afstöðu mestu afturhaldsaflanna
í leyniþjónustunni og Kommúnista-
flokknum," fullyrðir Tsjúbajs.
Hið 81 árs gamla nóbelsskáld, sem
sneri aftur úr útlegð til heimalands
síns árið 1994, hefur gagnrýnt einka-
væðingaráætlun Rússlandsstjórnar
og höfund hennar, Tsjúbajs.
Alexander Anatolí
Solzhenítsyn Tsjúbajs
„Evrópa menn-
ingarstórveldi “
Aþenu. AFP.
EVRÓPUSAMBANDIÐ ætti að
stefna að því að vera í heimsforystu
á menningarsviðinu til að veita
áhrifum Banda-
rílcjanna í heimin-
um mótvægi.
Þessari skoðun
lýsti Jacques
Lang, mennta- og
menningarmála
Frakklands, í
heimsókn í Grikklandi í vikunni.
„Anspænis frjórri og uppfinn-
ingasamri Ameríku, risaveldi á
menningar- og vísindasviðinu, ætti
Evrópa að stefna að því að verða
menningarlegt stórveldi," sagði
Lang eftir fund með hinum gríska
starfsbróður sínum, Petros
Efþymiou. Auk þess að Lang er á
leiðinni í frí á grískri eyju var er-
indi hans í Grikklandi að upplýsa
þarlend stjómvöld um áherzlur
Frakka í menntamálum í hálfs árs
formennskutíð þeirra í Evr'ópu-
sambandinu (ESB).
Lang útskýrði fyrir fréttamönn-
um, að franska stjórnin vildi að
hrint yrði í framkvæmd áætlunum
sem miðuðu að því að skapa
„Evrópu upplýs-
ingar, æskuþrótt-
ar og menntun-
ar“. „Það er þörf á
að stofna til mót-
vægis við alþjóða-
væðinguna sem
dregur hug úr
mönnum," sagði hann. „Ef við vilj-
um að sköpunargáfa þjóða okkar
viðhaldist, er nauðsynlegt að ríkis-
stjórnir leggi sig fram um að sjálfs-
vitund þjóða álfunnar viðhaldist."
Áherzla á tungumálanám
Sagðist Lang m.a. vonast tO að í
framkvæmd kæmist áætlun, sem
ýtti undir námsmannaskipti milli
landa og eflingu tungumálanáms,
til að afstýra þróun í átt að „ein-
tyngdri Evrópu“. Sagðist hann
vona að í skólum aðildarlandanna
yi'ði skylda að læra tvö erlend
tungumál.