Morgunblaðið - 05.08.2000, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 5. ÁGÚST 2000 33
LISTIR
Ætli það sé ekki
eðli ljóna að vera
í sviðsljósinu?
Lærdómsríkasta tímabil á söngferlinum er að mati
Huldu Guðrúnar Geirsdóttur reynslan sem ein-
söngvari í sönghóp Feliciu Weathers, en hópurinn
ferðaðist um Þýskaland og kom víða fram. Að þessu
o g ýmsu öðru komst Eyrún Baldursdóttir þegar hún
ræddi við söngkonuna sem á morgun, sunnudag,
kemur fram á sumartónleikum í Akureyrarkirkju
ásamt orgelleikaranum Douglas A. Brotchie.
Morgunblaðið/Jim Smart
Hulda Guðrún ásamt dætrunum Hugrúnu Brittu og Sólrúnu Mjöll.
TÓNLEIKARNIR hefjast klukkan
upplýsti Hulda Guðrún Geirs-
dóttir í upphafi viðtalsins, sem fór
fram á heimili hennar í Reykjavík. Hún bauð
upp á heimabakað bakkelsi og útskýrði að
hún hefði bakað í tilefni afmælis síns sem
verður á næstu dögum. „Hólmfríður Sigurð-
ardóttir píanisti segir að konur í ljónsmerk-
inu séu þær mestu prímadonnur sem fyrir-
fínnast. Mér finnst það svolítið skemmtileg
niðurstaða hjá henni og einnig eftir að ég
tók eftir að Sigrún Hjálmtýsdóttir og Marta
Halldórsdóttir eru í ljónsmerkinu eins og
ég,“ segir hún og bætir íbyggin við: „Ætli
það sé ekki eðli ljóna að vera í sviðsljósinu?"
Hulda Guðrún lærði söng bæði hér heima
og í Þýskalandi. Árið 1989 lauk hún námi frá
píanó- og söngdeild Tónlistarskólans í
Reykjavík og hélt eftir það ásamt eigin-
manni sínum Kjartani Guðnasyni til Þýska-
lands. Fyrsta árið ytra nam hún söng hjá
Hanno Blaschke en eftir það hóf hún fram-
haldsnám í söng við Richard-StrauB Kon-
servatorium í Múnchen. „Mitt aðalfag í skól-
anum úti var óperutónlist, en einnig lærði ég
slavneska tónlist og nútíma tónlist. Eg söng
því miklu meira af slavneskri- og nútíma-
tónlist en hefðbundnum Ijóðasöng," segir
hún og kveður tékkneska tónlist vera í sér-
stöku uppáhaldi hjá sér.
Hulda dvaldi í fimm ár í Þýskalandi og
á þeim tíma var hún meðal annars
fastráðin við Staatstheater am
Gártnerplatz í Múnchen. Mestu reynsluna
segist Hulda Guðrún þó hafa fengið með
sönghóp Feliciu Weather en með honum
ferðaðist hún um Þýskalandi og kom fram á
ýmsum stöðum. „Sönghópurinn setti upp at-
riði úr óperum, óperettum og söngleikjum.
Felicia, sem áður söng í Metropolitan,
stjórnaði okkur harðri hendi og af henni
lærði ég ákaflega mikið,“ segir Hulda og
rifjar enn frekar upp kynni sín af söngkon-
unni. „Hún var gift Úngverja og sagði að Is-
lendingar og Ungverjar væru svo líkir. Til
dæmis fannst henni ég hafa sama skap og
maðurinn hennar. Þá átti hún við þann hæfi-
leika, ef hæfileika skyldi kalla, að geta grát-
ið með öðru auganu en hlegið með hinu.“
Hulda Guðrún er á því að það sé öðruvísi
að koma fram hér heima en erlendis. „Þeg-
ar ég söng í Þýskalandi skipti ekki máli
hver ég var. Eg kom á sviðið og söng án
þess að áhorfendur hugsuðu út í hverra
manna ég væri. Hér heima spá hinsvegar
allir í það. Mér finnst samt yndislegt að
syngja á íslandi.“
Um samkeppni meðal söngvara segir
hún: „Ég myndi frekar segja að er-
lendis sé samkeppni. A íslandi
skiptir hinsvegar minna máli hvort þú sért
góður heldur er aðalatriðið hversu þekktur
þú ert. Þeir komast ekki endilega að sem
eru bestir og það er kannski þess vegna sem
margir íslenskir tónlistarmenn ílengjast í út-
löndum.“
Hulda segir að það hafi verið yndislegt að
koma heim eftir veruna úti í Þýskalandi.
„Ég vildi stofna fjölskyldu og ala börnin mín
upp á Islandi," segir hún, en þau Kjartan
eiga tvær dætur, Sólrúnu Mjöll, fimm ára og
Hugrúnu Brittu, tveggja ára. Hún segir að
það að verða móðir hafi haft áhrif á sönginn.
„Það breytist allt þegar maður eignast börn.
Fyrir utan þá ábyrgð sem maður fer að axla,
þá kynnist maður líkamanum betur og nær
að túlka tónlistina með dýpri hætti. Eftir að
ég eignaðist stelpurnar fór ég að hugsa
meira um hvað vakti fyrir tónskáldinu eða
textahöfundinum, og ég held að það hafi
gert mig að betri listamanni.“
Þegar Hulda Guðrún bjó í Þýskalandi kom
hún fram með ýmsum á tónleikum. Hún
söng meðal annars sópranhlutverkið í Carm-
ina Burana á tíu ára dánarafmæli Karls
Orff. Eftirminnilegustu tónleikana sína segir
hún vera nýárstónleika árið 1995 með Súd-
bayrisehe fílharmóníunni, en til að syngja á
þeim var hún valin af hljómsveitarstjóranum
úr hópi nemenda skólans.
etta var svona árlegur galakonsert á
nýársdag, þar sem ég þurfti að koma
fram í fimm kjólum. Það var mikill
heiður fyrir mig að fá að syngja þarna og ég
var full tilhlökkunar,“ segir hún og heldur
áfram: „Á generalprufunni, sem var sama
dag og tónleikarnir, vildi svo óheppilega til
að hljómsveitarstjórinn slasaðist. Hann var
að klifra upp í stiga, en missti takið og datt.
Hann margbrotnaði vesalings maðurinn,
handleggsbrotnaði, mj aðmagrindarbrotnaði
og rifbeinsbrotnaði. Það þurfti vitaskuld að
flytja manninn á spítala og í staðinn var
fenginn aðstoðarstjórnandi fyrir tónleikana
sem ég hafði aldrei æft með. Þetta fór
reyndar allt á besta veg og við fengum frá-
bæra dóma, en ég gleymi aldrei stressinu í
kringum þetta.“
í þau fimm ár sem Hulda hefur nú búið á
íslandi hefur hún komið víða við. Á síðast-
liðnum tveimur árum hefur hún meðal ann-
ars farið með aðalhlutverkið í óperunni Sím-
inn eftir Menotti undir merkjum Tónlistar
fyrir alla, í grunnskólum Kópavogs og
Reykjavíkur. „Við settum þessa óperu í nú-
tímaform og gerðum þannig að hún væri
áhugaverð fyrir börn,“ segir Hulda. I óper-
unni söng einnig Snorri Wium og Hólmfríð-
ur Sigurðardóttir spilaði á píanó.
desember 1998 söng Hulda aðalhlut-
verkið í óperu Menottis Amahl og næt-
urgestirnir ásamt Sinfóníuhljómsveit
áhugamanna í Neskirkju. Undanfarið hefur
hún einnig tekið þátt í útvarpsupptökum á
íslenskri nútímatónlist eftir Éinn Torfa og
Egil Gunnarsson, ásamt Hildigunni Rúnars-
dóttur.
Á tónleikunum í Akureyrarkirkju kemur
Hulda fram ásamt orgelleikaranum Douglas
Brotchie. „Hann er alveg rosalega góður
tónlistarmaður,“ segir Hulda um samstarfs-
mann sinn. „Við kynntumst fyrir ári og
smullum strax saman í tónlistinni. Það
fyndnasta er að hann hefur í gegnum tíðina
spilað barokk sem ég kalla „straigt musik“
en ég hef aftur á móti verið á þessari drama-
tísku línu, sem hann er lítið vanur. Ég held
að við lærum mikið hvort af öðru einmitt
vegna þessa ólíka bakgrunns í tónlistinni.“
A
tónleikunum í Akureyrarkirkju verð-
ur dagskráin á trúarlegum nótum.
„Við flytum verk eftir Bach-feðgana
og er sá hluti tónleikanna safnaðarsöngsleg-
ur. Eftir það færum við okkur yfir að stóra
orgelinu og þar munum við flytja Lied der
ruth eftir Peter Eber.“
Á tónleikunum munu þau einnig flytja
þrjú Ave Maríu-lög eftir Cesar Frank, Bizet
og Sigurð Þórðarson. „Ave María eftir Sig-
urð Þórðarson heyrist allt of sjaldan. Það er
svo fallegt en hefur ekki orðið jafn vinsælt
og til dæmis Ave María Kaldalóns," segir
Hulda. Hún segist hlakka til að syngja í Ak-
ureyrarkirkju og bendir á að skipulagið fyrir
sumartónleikana sé framúrskarandi gott.
„Þau Björn Steinar Sólbergsson og Hrefna
Harðardóttir hafa staðið sig einstaklega vel,
það skiptir svo miklu máli þegar maður er
kemur fram að þurfa ekki að hafa áhyggjur
af skipulagi."
Áframhald mun verða á samstarfi þeirra
Huldu og Douglas. Til að mynda ætla þau að
halda tónleika í Kristskirkju í september og
reyna að komast inn á Háskólatónleika.
Einnig íhuga þau ferð til Ungverjalands en
Hulda bendir á að þau séu opin fyrir ýmsum
möguleikum og hafi margt í deiglunni.
Fallvölt hetja
AP
Nornirnar frá Eastwick
KVIKMYNDIR
Stjörnubfó, Laugar-
ásbíó og Sambfóin
THEPATRIOT
Leikstjórn: Roland Emmerich.
Handrit: Robert Rodat. Aðal-
hlutverk: Mel Gibson, Heath Led-
ger, Jason Isaacs, Chris Cooper,
Tchéky Karyo og Tom Wilkinson.
Mutual Film Company 2000.
MÉR sýnist að það eina sem þessi
myndi gangi út á sé að búa til nýja
hetjumynd handa Mel Gibson en því
miður tekst ekki nógu vel til, og þessi
nýjasta fyrinnyndarfrelsishetjumynd
getur aldrei nálgast „Braveheart".
Fyrir okkur er kynntur fyi'irmynd-
ar sjö barna einstæði faðirinn Benja-
mín Martin, vænn maður sem reynd-
ar berst við einhverja fortíðardrauga
sem tilheyra þeim hluta lífs hans er
hann var mikill og góður stríðsmaður.
Ekkert fær hann til að berjast fyrir
sjálfstæði fylkis síns og Bandaríkj-
anna nema þegar gengið er á hlut
bama hans. Þá breytist hann si svona,
réttir bömunum sínum byssur og get-
ur ekki lengur hamið villidýrið í sér í
návist þeirra.
Einhvem veginn náði ég ekki alveg
þessum karakter, og er ekki viss um
að Mel hafi gert það heldur. Hann
hefur þó séð fyrir sér hetjudáðirnar
sem hann gæti drýgt á hvíta tjaldinu,
þótt ekki fengi hann að standa uppi á
hól í skotapilsi og sýna á sér hnén í
þetta skiptið.
Aðrar persónur myndarinnar em
lítið skárri. Sonur hans Gabríel og
heitmey hans Anne eru svo góð og
leiðinleg að það er erfitt að hafa sam-
úð með þeim, hvað þá að maður nenni
í stríð með þeim. Það er helst að
skemmtilegi, og næstum mannlegi,
karakterinn Dan hafi vakið einhverj-
ar tilfinningar hjá manni. Vondi karl-
inn er of vondur, og aðrar persónur fá
lítið að njóta sín sem er synd því
myndina prýða annars margir ágætir
leikarar.
Leikstjómin er afar slöpp og jafn-
vel sérlega ósmekkleg á köflum.
Væmnin er oft keyrð fram úr hófi í
fjölskylduatriðunum og þar ýtir tón-
listin vel undir. Stríðsatriðin eru sum
býsna ljót (fallbyssukúlan), en þar er
tónlistin hins vegar ekki svo slæm.
Búningamir era líka fínir og það
sama má segja um sviðsmyndina.
Árið er 1776 og staðurinn er Suður-
Karólína. Og Benjamín Martin hefur
frjálsa negra að vinna hjá sér. Er það
ekki fúll ólíklegt? Svo flýr fjölskylda
hans í eitthvert „ævintýraland" þar
sem frjálsir svartir menn búa, og þeir
dýrka allir Benjamín, því hann er svo
góður maður! Og svarti maðurinn er
glaður að berjast við hlið hvítu mann-
anna því hann trúir á málstaðinn! Ef
menn eru að gera mynd á annað borð
um þetta tímabil, af hverju ekki að
reyna að hafa hana svolítið trúanlega?
Handritið er afar ófrumlegt, hér er
ekkert nýtt á ferðinni, og því miður
hefur ekki tekist að vinna nógu vel úr
þessum gamla en oft ágætlega not-
hæfa efniviði. Myndin er of fyrirsján-
leg, allt of margt er gert af handahófi
og húmorinn er vemmilegur.
Það er ótrúlegt, að mynd eins og
þessi skuli ekki vera spennandi, nema
kannski tvisvar sinnum tvær mínút-
ur, sem er illþolanlegt í þrjár klukku-
stundir.
Mér tókst þó undir lokin að halda
með „okkar“ mönnum og vHja vonda
karlinn feigan, en mildð hefði nú verið
gaman ef það hefði gerst fyrr.
Hildur Loftsdóttir
ÞÆR Lucie Arnaz, Joanna Riding
og Maria Friedman sjást hér æfa í
London verkið Nornirnar frá East-
wick ásamt leikaranum Ian McSha-
ne.
Nornirnar frá Eastwick var vin-
sæl kvikmynd á níunda áratugnum
og fjallar um kynni þriggja kvenna
af djöflinum. Það er McShane sem
fer með hlutverk djöfulsins sem
kemur til bæjarins Eastwick í gervi
Darryl Van Horne.
Verkið er sett upp sem gamans-
öngleikur, en mun algengara er að
kvikmyndir byggi á bókmenntaverk-
um og leikritum heldur en að kvik-
myndahandrit endi á fjölunum eftir
gott gengi á hvíta tjaldinu. Kostnað-
ur við uppfærsluna nemur rúmum 50
milljónum króna.