Morgunblaðið - 05.08.2000, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 05.08.2000, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 5. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ Landgangurinn af Pourquoi-pas? sigldur í sain í Frakklandi Landgangurinn af Pourquoi pas?, sem eini eftirlifandi skipverjinn Gonidec komst lífs af á, og fannst í franska sendiráðsbústaðnum fyrir fjórum árum, er nú farinn til Frakk- lands, 64 árum eftir að skip dr. Charcots fórst við Mýrar. Gólettur franska flotans, Etoile og Belle Poule, fluttu hann heim til að varð- veita á safni um heimskautafarann er skipin voru hér í heim- sókn í Reykjavíkurhöfn nýlega. Þessi sögulegi landgangur var virðu- lega kvaddur er einkennisklæddir skipverjar báru hann gegnum bæinn og um borð. Fyrir fjórum árum stuðlaði Elfn Pálmadóttir að því að landgangurinn fannst og þekktist og segir hér þessa löngu sögu hans heim. Harmleikurinn er heim- skautafarinn frægi dr. Charcot og menn hans allir utan einn, Eugene Gonidec, fórust við Mýrar er enn lif- andi í minni Islendinga og ekki síður Frakka og raunar víðar um heim. Gonidec barst með lífsmarki á land á landganginum sem varði hann fyrir öldunum og grjótinu í fjörunni. Hann lá undir stiganum og ríghélt sér í hann með hægri hendi en með þeirri vinstri hélt hann þétt um hnakkann en síðari tíma vísindi hafa sýnt að það skiptir sköpum til að lifa af að kaldur sjórinn leiki ekki um hnakkann og nái að kæla hann. Þannig barst Gonidec að landi í Straumfirði á Mýrum. Hann lést á Bretagne haustið 1998. Fyrir fjórum árum fannst þessi merkilegi landgangur í sendiráðs- bústað Frakka við Skálholtsstíg og birtist um það grein í Morgunblaðinu með myndum af stiganum og til sam- anburðar mynd af landganginum sem Finnbogi Rútur tók á Mýrum 1936. Sýndu þær að þetta var sami stiginn. Robert Cantoni sendiherra skrifaði þá út og lét vita af þessum fundi. En þegar nýr sepdiherra, Lou- is Bardollet, kom til íslands nýlega sagði hann að landgangurinn lægi enn í sendiráðsbústaðnum og leitaði upplýsinga um hann. Þess vegna barst landgangurinn í tal er skipherr- ann á gólettu franska flotans, Etoile, Yann Cariou, sýndi okkur nýlega um borð eftirlátna minjagripi og mynda- albúm Eugenes Gonidecs og þau ein- kennilegu tildrög sem urðu til þess að Skipverjar á gdlettum franska flotans Etoile og Belle Poule báru landganginn af Pourqoui- pas? gegnum bæinn og um borð í Reykjavíkurhöfn fyrir siglingu til Frakklands til varðveislu í safni. Frá hægri fremst: Yann Cariou skipherra á Etoile, Tierry Babey skipherra á Belle Poule, frönsku sendiherrahjónin Louis og Michelle Bardollet og aðrir skipveijar af gdlettum franska flotans. Landgangurinn, sem Gonidec bjargaðist á, í fjörunni í Straumfírði 1936. Morgunblaðið/Elín Pálmadóttir Etoile og Belle Poule, gólettur franska flotans, fylgdu víkingaskipinu ís- lendingi úr höfn 17. júnf s!.. Myndin er tekin frá borði Belle Poule af fs- lendingi og Etoile á siglingu út á Faxaflda. Eugene Gaunidec, sem einn komst af á landgangi skipsins. hann kom í leitimar. Skipherramir Yann Cariou á Etoile og Thierry Ba- bey á Belle Poule báðu sendiherrann um að fá að sjá þennan sögufræga landgang og staðfestu að þetta væri rétti stiginn af Pourquoi pas? Kom þeim öllum þremur saman um að hann ætti hvergi heima annars staðar en á safni um þennan fræga heimska- utafara í Saint Malo eða Muée de la Marine í París þar sem er bás helgað- ur honum. í sendiráðinu í Reykjavík í 64 ár Niðurstaðan varð sú að landgang- urinn skyldi fluttur með viðeigandi viðhöfn um borð og marseruðu skip- verjar í fullum skrúða af skipunum tveimur og báru landgöngustigann frá franska sendiráðsbústaðnum í Þingholtunum gegnum miðbæ Reykjavíkur og um borð í gólettum- ar. Grein Elínar Pálmadóttur í Morg- unblaðinu, sem skýrir fund land- gangsins og hvemig hann hefur legið í sendiráðinu allan þennan tíma, hafði verið þýdd og lá tiltæk ásamt fleiri gögnum í sendiráði Frakka og gat því fylgt til upplýsingar. Þar segir m.a. frá því að höfundur hafi til að halda uppi samræðum í kvöldverðarboði í sendiráðinu slegið því fram við þáver- andi sendiherrafrú hvort hún hefði orðið vör við draugagang í húsinu og látið fylgja sögu Voillerys sendiherra sem hér var frá því fyrir stríð og til 1958, lengst alfra erlendra sendi- herra: Henry Voillery var Bourgogne-búi og skemmtilegur karl sem alltaf var að segja sögur, svo ekki var alltaf ljóst hvort hann var að gera að gamni sínu. Hann sagði frá því að drauga- gangur væri í húsinu og gaf gjaman þá skýringu að landgangurinn af Pourquoi pas? sem Gonidec bjargað- ist á lægi uppi á háalofti. En kona hans fussaði og sagði að sendiherr- ann glennti upp gangahurðirnai- beggja megin uppi til að anda að sér fersku lofti svo rokið blési í gegn og brakaði í öllum viðum í þessu gamla timburhúsi. Þótti sendiherrafrúnni skemmtileg þessi draugasaga. Ekki löngu seinna kom að því að færa drasl úr kjallaranum. Þá kom í ljós gamall landgangur og hún minntist drauga- sögunnar. Þegar húsið var gert upp nokkmm ámm fyrr hefur stiginn far- ið niður í kjallara þaðan sem hann var nú fluttur út í bílskúr þar sem undir- rituð myndaði hann og aflaði frekari heimilda. Kom þá fram að Henry Voillery sendiherra hafði verið hér ungur maður þegar þessi hörmulegi atburður gerðist við Mýrar og þá sjálfsagt stússað í kringum það sem gera þurfti vegna minningarathafn- arinnar og annars sem tilheyrði skip- inu með Zarzeki ræðismanni og hefur því vel vitað hvaða stigi þetta var. Þess má líka geta að ein af myndun- um í albúmi Gonidecs, sem skipherr- ann hafði meðferðis hingað, sýndi þennan eina eftirlifandi skipbrots- mann fyrir utan sendiráðið þar sem hann bjó þar til hann fylgdi kistum skipsfélaga sinna utan með franska herskipinu l’Audacieux sem sent var eftir þeim. En nú er þessi merki landgangur sem sagt loks kominn þangað sem hann á heima, á safn í Frakklandi. Ekki vonum fyrr. Fimm daga gömul skýrsla Gonidecs Ekki er sagan öll því í gögnum þeim er Yann Cariou skipherra á Etoile, sem er Bretoni eins og Goni- dec, kom með til íslands, var skýrsla sem Eugene Gonidec 3. stýrimaður gerði að tilhlutan Marzins skipherra á freygátunni Audacieux, dagsett í Reykjavfk 21. september 1936. Sjó- slysið varð 16. september svo frá- sögnina af því sem gerðist skrifar hann fimm dögum síðar og nær strax og hann kemur í bæinn. Var snarlega tekið afrit af skýrslunni sem hljóðar svo í íslenskri þýðingu: Skipherra! Eg hefi þann heiður að gefa yður umbeðna skýrslu um at- burðinn er POURQUOI-PAS? fórst. Þann 15. september: tvennar veð- urspár: England og Island. Kl. 13 lát- ið úr höfn í Reykjavík, sléttur sjór, vindur 0. Frá kl. 14 til 16 sýnir veg- mælirinn 15,5 mílur. A vaktinni kl. 16 til 18 á stefnu út fyrir Garðskaga byrjar að rigna og veður fer vaxandi, vindur SA 3. Sáust nokkrir togarar og mótorbátar. Um kl. 17.15 förum við fyrir baujuna fyrir vestan Garð- skaga og breytum stefnu. Nýja stefn- an S-SA. Vind herðir stigvaxandi, við nálgumst land. Um kl. 17.45 fellur barometrið lóðrétt og þar sem stjórn- endur vilja ekki fara þannig fyrir Reykjanesskaga ráða þeii- ráðum sín- um og ákveða að halda í var SA af (þ.e. innan við) Garðskaga. Kl. 18 á vaktaskiptunum erum við að snúa við. Floury fyrsti stýrimaður tekur þá við af mér. Hrekur af fyrir- hugaðri stefnu Þann 16. september: Vaktin frá miðnætti til kl. 4. Fæ þær upplýsing- ar að kl. 23-24 hafi vegmælirinn sýnt 0-5 mílur. Staðsetning á miðnætti 13- 14 mílur vestur af Gróttu, skipun um að stefna á stjómborða við fyrri stefnu. Sjór 8, vindur SA 12. Held mig í heyrnarfæri. Á stjómpalli eru þá leiðangurstjórinn CHARCO, skip- stjórinn LE CONNIAT, fyrsti stýri- maður FLOURY og einn háseti. Ótrúlegur ofsi í veðrinu. Skipið lætur illa að stjórn. Kompásstefnan sveifl- ast frá 130 til 160. Snúningshraði vél- arinnar er um 100. Um kl. 1.30 sjáum við ljósin á tveimur gufuskipum fyrir framan okkur á bakborða (þvert á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.