Morgunblaðið - 05.08.2000, Blaðsíða 75

Morgunblaðið - 05.08.2000, Blaðsíða 75
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. ÁGÚST 2000 75 BREF TIL BLAÐSINS KIRKJUSTARF Frá Karli V. Matthíassyni: UNGAN þekkti ég mann sem fór á fyrsta fylliríið sitt um verslunar- mannahelgina. Hann drakk brennivín sem vinur hans, tveimur árum eldri hafði reddað. Þessi ungi maður, þessi persóna, var 15 ár drengur. Hann var á útihátíð á Húsafelli og hafði lokið landsprófi, var á leiðinni í menntaskóla fullur tilhlökkunar og eftirvæntingar. Þessi ungi maður man ekki margt annað frá úthátíðinn, en það augnablik þegar hann datt niður í tjaldinu þar sem hann var að drekka vínið forboðna og sofnaði löngum svefni. Hann missti af Gunnari Þórðar, Rúnari Júl og fleiri tónlistarmönnum sem spiluðu fyrir dansi um kvöldið. Já, það voru margir sem hófu drykkjuferil sinn á þessari hátíð og enn er það svo að margir hefja drykkjuferil sinn á útihátíðum. Þegar menn eru að reikna eitt- hvað út sem hefur tapast tala þeir stundum um glataðar vinnustund- ir. Hvað glatast margar vinnu- stundir hjá ungu fólki undir tví- tugu vegna drykkju þess? Og við getum líka velt því fyrir okkur hvað margar vinnustundir glatast almennt í landinu vegna áfengis- neyslu. Eru til tölur um það hversu margt fólk flosnar upp úr námi vegna þess að Bakkus kon- ungur er að taka völdin í lífi þess? Ég hef hitt marga framhaldsskóla- nema sem hafa aðspurðir í öllum tilvikum getað sagt mér frá vinum sem hafa hætt í skólanum eða átt í mesta basli með nám sitt vegna áfengis- eða fíkniefnaneyslu. Þetta á einnig við um fólk sem hefur ver- ið komið lengra í námi sínu. Það hefur ekki getað lokið því og jafn- vel þvælst á milli deilda og skora. Nokkur orð til þín Margir hefja drykkjuferil sinn á útihátíðum, segir Karl V. Matthi'asson. Spyrjum nú annarrar spurning- ar: Hvað glatast margar gleði- og ánægjustundir við áfengisþambið? Höfum við ekki oft séð hvernig fólk umbreytist frá því að vera gott og yndislegt í það að verða kolbrjálað og vitlaust, sýnandi of- beldi og óheiðarleika við áfengis eða vímuefnaneysluna? Það eru mörg dæmi þess að börn líða fyrir drykkju foreldra sinna en nú beina menn einnig sjónum að því að for- eldrarnir líði fyrir drykkju og vímuefnaneyslu barnanna. Er þetta allt ekki orðið nokkuð öfug- snúið? Menn verða að gera sér grein fyrir því að lífsleikninám grunnskólans og framhaldsskólans verður að beinast á mjög sterkan og kröftugan hátt gegn áfengis- og vímuefnaneyslu. Það er svo oft þannig að menn tengja það ekki hvernig dýrðarljómi bullulífs og bjórþambs getur umbreyst í hið ömurlegasta líf fíkniefnaheimsins. Það er margsannað að hvert ár sem líður í lífí unglings án áfengis- og fíkniefnaneyslu er gífurlega þýðingarmikið og jákvætt. í stað þess að vera í fjötrum og óró áfengis- eða fíkniefnaeftirvænting- ar lifir unglingurinn heibrigðu og góðu lífi, ef allt er eins og það á að vera. Nú er mesta útihátíðarhelgin að ganga í garð og fjöldi manna hefur birgt sig upp fyrir þessa hátíð. Margir hafa lagt mikið á sig til að koma sinni tegund á framfæri og gera það enn. Þeir bjóða fram vímuefni í ýmsum umbúðum öl, vín, pillur og hvaðeina. Ég á þá heitu von að sem flest 15 ára börn, sem enn eru ekki farin að drekka og dópa, komist hjá því um þessa verslunarmannahelgi. Ég hvet alla þá sem eiga yngri vini að ota ekki að þeim víni. Eg hvet þá til að segja: „Við skulum vera heil um þessa helgi. Við skulum vera við sjálf því öl er annar maður.“ Guð gefi okkur öllum góða og heila verslunarmannahelgi. KARL V. MATTHÍASSON, prestur. Ekki vera svona vond við krakkana Frá Sverri Páli Erlendssyni: FRAMUNDAN er verslunar- mannahelgin, eina ferðina enn. Og eina ferðina enn keppast hags- munaaðilar hér og þar um að fá sem flesta gesti til að eyða pening- unum sínum og færa björg í bú, en það er alltaf sama happdrættið, enginn veit fyrir hvert fólkið streymir. En enn eina ferðina er líka haf- inn söngur sem er afskaplega hvimleiður og hjáróma og falskur. Satt að segja vonaðist maður til að þetta lag yrði ekki leikið í þetta sinnið, en því miður, það er orðin staðreynd. Blöðin eru blásin út af viðvörunum og hörmungarsögum sem gefa fátt í skyn annað en að ef unglingar skemmti sér um verslun- armannahelgina verði þeir hver og einn að eitulyfjaneytendum, þeim verði nauðgað og þeir verði sjálfum sér og þjóðinni til skammar. Fimmtudaginn 3. ágúst hrópa blöð- in og útvörpin: Nei! Enga unglinga hingað! Við viljum ekki sjá neina unglinga á þessari hátíð! Hingað verður engum unglingum leyft að koma! Ef hingað koma einhverjir unglingar þá mun lögreglan senda þá heim til sín! Og jörð skelfur og uppi er fótur og fit hér og þar vegna þess að einhverja grunar að ef til vill komi einhverjir unglingar þangað af því að þeir mega ekki vera annars staðar. Hvað er að gerast? Hvers vegna eru vandamál undanfarinna útihátíðahelga allt í einu unglingunum sjálfum einum að kenna? Eiga unglingar á íslandi ekki foreldra (sem yfirleitt eru full- orðnir, a.m.k. í árum talið)? Eru það börn og unglingar sem kaupa áfengi handa jafnöldrum sínum? Er það ekki fullorðið fólk sem smyglar eiturlyfjum og selur þau hálfþroskuðum krökkum til að geta hugsanlega hagnast á því að þeir verði ógæfufólk? Eru það ungling- ar sem ganga um nauðgandi og meiðandi á hátíðunum? Éru allir búnir að gleyma því að meirihluti fyllibyttna og slagsmálahunda á útihátíðum er kominn talsvert upp fyrir unglingsárin? Nei. Hvernig stendur á því að hagsmunaaðilar hér eða þar hafa gefist upp á því verki sem hafið var, til dæmis á Akureyri, að bjóða unglingum upp á vandaða skemmtidagskrá og veita þeim vörn og umhyggju í stað þess að hrekja þá í burtu og segja þeim að éta það sem úti frýs? Datt ein- hverjum í hug að með einu penna- striki væri hægt að láta íslenska unglinga hætta að prófa að smakka bjór? Datt einhverjum í hug að með einu pennastriki væri hægt að breyta hefð eins og að skemmta sér öls við pel um verslunarmanna- helgi? Og ef það, hvers vegna dattt mönnum þá í hug að hægt væri að skrúfa fyrir neyslu unglinga en ekki þeirra sem komnir eru á þann aldur að geta farið á fyllirí löglega? Og enn: Dettur einhverjum í hug að þeir séu að leysa eitthvert Hagsmunaaðilar ættu að bjóða unglingum upp á vandaða skemmtidag- skrá og veita þeim vörn og umhyggju í stað þess að hrekja þá í burtu og segja þeim að éta það sem úti frýs, segir Sverrir Páll sem er búinn að fá nóg af neikvæðri umræðu um unglinga og verslunarmannahelgi. vandamál með því að banna að unglingar séu til um verslunar- mannahelgina? Halda menn kannski að það sé hægt að útrýma unglingum - eða á að loka þá inni á meðan „almennilegt fólk“ skemmt- ir sér? Halda menn virkilega að ef unglingar fá ekki að vera í Vest- mannaeyjum, á Akureyri, Siglufirði eða Neskaupstað, þá bara drekki þeir sódavatn og mauli hafrakex? Og hvar? Kannski bara heima í garði í kaupstaðnum þar sem allir eru famir í burtu? Einir, af því þeir mega hvergi vera. Ég vona að enginn sé svo vitlaus að halda það. Þess vegna segi ég: Látum ekki svona! Við eigum ekki að útiloka rauðhært fólk. Eða blinda. Eða þá sem nota gleraugu. Og ekki ungl- inga. Með því að hrekja unglingana í burtu erum við að stefna þeim í bráðan voða og óvissu. Ekki vera svona vond við krakk- ana. Við eigum að vinna með þeim, hjálpa þeim, fá þá til að vinna með okkur. Við höfum ekki efni á að rækta í þeim andstæðinga okkar. Unglingar eru hvorki asnar, glæpa- lýður né illmenni. Þeir eru fólk. Og kannski er nauðsynlegt að skrifa það með stómm stöfum: FÓLK. SVERRIR PÁLL ERLENDSSON, menntaskólakennari á Akureyri. Langholtskirkja. Safnaðarstarf Sumarferð eldri borg- ara Lang- holtssóknar HIN ái-lega sumarferð eldri borgara í boði Kvenfélags Langholtssóknar og leigubif- reiðastöðvarinnar Bæjarleiða verður farin miðvikudaginn 9. ágúst. Eldri borgarar em beðn- ir að mæta við safnaðarheimili Langholtskirkju í síðasta lagi kl. 12.45. Farið verður frá kirkjunni kl. 13. Komist eldri borgarar ekki til kirkjunnar af einhverjum orsökum verða þeir sem vilja sóttir heim. Þeir em beðnir að hafa samband við Svölu Sigríði Thomsen djákna í síma 520 1314 eða 862 9162. Samstarf kvenfélagsins og Bæjarleiða hófst þegar séra Árelíus Níelsson vígði leigu- bifreiðastöðina árið 1955. Sam- starfið er orðið langt og hefur verið farsælt. Að þessu sinni er ferðinni heitið að Hvanneyri í Borgarfirði. Veitingar em í boði Kvenfélags Langholts- sóknar. Boðið er upp á leiðsögn um staðinn og kostar hún 110 krónur á mann. Eldri borgarar í Langholtssöfnuði em hvattir til að koma og taka endilega með sér gesti. Frfkirkjan Vegurinn: Sam- koman fellur niður vegna móts- ins í Kirkjulækjarkoti. Hjálpræðisherinn. Hjálp- ræðissamkoma sunnudag kl. 20. Kafteinn Miriam Óskar- sdóttir stjómar og talar. Verið velkomin. Ffladelfía. Vegna Lands- móts hvítasunnumanna í Kirkjulækjarkoti, Fljótshlíð 3.-7. ágúst fellur niður sam- koma á sunnudag. Það er öllum velkomið að koma austur og taka þátt í mótinu með okkur. Mán.: Marita-samkoman fellur niður. Fornsala Fornleifs — aðeins ó vefnum Netfang: antique@simnet.is Sími 551 9130, 692 3499 Vef f ang:www.simnet.is/ antique Grjóthálsi 1 Sími 575 1225/26
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.