Morgunblaðið - 05.08.2000, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 05.08.2000, Blaðsíða 54
54 LAUGARDAGUR 5. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Lýðræði 21. aldarinnar ÞAÐ ER margsögð staðreynd að við Is- lendingar höfum lifað mikla breytingatíma síðan við tókum við stjómarskrá frá Dön- um árið 1874. í kjölfar- ið fylgdi heimastjóm, fullveldi, myndun stjórnmálaflokka, _ stéttaátök og kreppa, herseta, lýðveldisstofn- un, innganga í NATO og varnarsamningur- inn við Bandaríkin og þorskastríð svo að nokkrir stóratburðir Jón tuttugustu aldarinnar í Kristjánsson íslenskri sögu séu nefndir. Jafnframt þessu varð gífur- leg framþróun á flestum sviðum og þjóðin hefur hafist úr fátækt til þess að vera ein af ríkustu þjóðum heims- ins. Nú er að hefjast ný öld og fomstu- menn þjóðarinnar keppast við að segja í ræðu og riti að möguleikarnir blasi við og breytingar verði meiri á næstunni, en okkur órar fyrir. Hið þrískipta vald Stjóm eigin mála á íslandi hvílir á þremur stoðum, dómsvaldi, lög- gjafarvaldi og framkvæmdavaldi. Stjómarskráin mælir svo fyrir. For- seti lýðveldisins var kjörinn af Al- þingi í upphafi, en nú er hann þjóð- kjörinn en lætur ráðherra framkvæma vald sitt eins og segir í 13. grein stjómarskrárinnar. Þingmenn sækja vald sitt til kjós- enda í einstökum kjördæmum, en em í nær öllum tilfellum kosnir á vegum stjómmálaflokka til þings. Markalínumar milli þessara þriggja stoða valdsins og styrkleiki þeirra er sígilt umræðuefni í þjóð- málum. Allir kannast við umræðuna um þverrandi áhrif Alþingis í nútíma samfélagi og vaxandi fyrirferð fram- kvæmdavaldsins. Sú umræða hefur líka verið uppi hvort dómstólar eigi í ríkari mæh að gefa forskrift um þjóðfélagsþróunina, samanber um- ræðu um dóma sem hafa fallið um lögin um stjórn fiskveiða. „Rammi frá liðinni tíð“ Forseti íslands gerði stöðu Al- þingis og stjórnmálaflokkanna að umræðuefni í innsetningarræðu sinni hinn 1. ágúst og sagði eftirfar- andi við þetta tækifæri: „Tæknin hefur ekki aðeins veitt okkur tækifæri til farsældar og framfara. Hún er líka að breyta eðli og inntaki lýðræðisins sjálfs. Nú get- ur hver einstaklingur veitt álit sitt og umsögn hvar sem er og hvenær sem er, krafist íhlutunar í krafti þekking- ar og hæfni. Sú stjómarskipan sem aðeins veitir almenningi aðgang að ákvörðunum með kosningum á nokk- urra ára fresti og bindur formlega ráðgjöf við stofnanir flokka og fag- legra samtaka er í reynd aðeins rammi frá liðinni tíð. Við eigum núna möguleika á endurreisn hins raun- virka lýðræðis, veruleika þar sem fólkið sjálft fer með valdið. Hinn gamli rammi villir þó mörgum sýn sem telja að forustan hljóti jafnan að vera £ fárra höndum. Vandi stjórnmálaflokkanna er einkum sá að þeir virðast í vaxandi mæli eiga erfitt með að ná hjart- slætti tímans og takast á við þau nýju viðfangsefni sem nú ber að höndum. Hin skapandi umræða er óðum að flytjast á annan völl og þing- ið sjálft er ekki sama spegilmynd og örlagavaldur og áður var.“ Þessi orð forseta Islands hljóta að vekja athygli og krefjast umræðu. Kjami ummælanna er sá að full- trúalýðræðið, kosningar, stjóm- málaflokkar og Alþingi séu rammi frá liðinni tíð og tækniframfarir hafi gert okkur kleift að taka upp nýja hætti. Hér er greinilega verið að hefja umræðu um aukið vægi þjóð- aratkvæðagreiðslu með hjálp nýrrar tækni, og þegar hún er hafin af for- seta íslands við upphaf annars kjör- tímabils hans hljóta þessi ummæli að krefj- ast skoðunar. Breytingar síðustu ára Breytingamar sem hafa verið mest áber- andi í fslensku samfé- lagi síðustu tvo áratugi em umbreyting í efna- hagslífi með vaxandi al- þjóðavæðingu, aukinni samkeppni, fjár- magnsmarkaði í mótun með sterkum kröfum um hagkvæmni og arð til hluthafa. Jafnframt hefur kastljósið beinst að borgaralegum réttindum, mann- réttindamálum og þar með stöðu minnihlutahópa í samfélaginu, jafn- rétti og jafnræði milli þjóðfélags- þegnanna. Nýjar atvinnugreinar byggðar á hugviti og þekkingu ryðja sér til rúms. Allt þetta er hluti af tæknivæddu nútímasamfélagi sem hefur nálgast umheiminn með byltingu sem orðið Stjórnmál Mér finnst þessi kafli í ----------------7-------- ræðu forseta Islands, segir Jdn Krisljánsson, útspil sem kallar á frek- ari skýringar á þeim hugmyndum. hefur í fjarskiptum og vaxandi ferða- lögum og hvers konar samskiptum við erlendar þjóðir. Alþingi og flokkakerfið var í brennidepli í hinu mikla umróti sem varð í íslensku samfélagi á öldinni sem leið. Alþingi hefur nú síðasta áratuginn unnið að endurskoðun á löggjöf á fjölmörgum sviðum til þess að svara þeim breytingum sem þeg- ar eru orðnar og fyrirsjáanlegar eru á næstu árum. Þar ber fyrst að nefna endurskoðun á mannréttindakafla sjálfrar stjórnarskrárinnar sem fór fram í upphafi áratugarins. Löggjöf varðandi alþjóðavæðingu, sam- keppnismál og fjármagnsmarkað hefur verið til meðferðar nú síðustu árin. Löggjöf varðandi ýmis rétt- indamál, svo sem persónuupplýsing- ar, réttindi sjúklinga og fleira hefur verið endurskoðuð. Löggjöf um sam- skipti ríkis og kirkju hefur verið gjörbreytt svo nokkur dæmi séu nefnd. Alþingi hefur eflst að starfs- kröftum og undir það heyra öflugar stofnanir svo sem Ríkisendurskoðun og embætti Umboðsmanns Alþingis, en þessar stofnanir hófu störf í lok níunda áratugarins með núverandi fyrirkomulagi. Útspil sem kallar á umræðu Ég er opinn fyrir málefnalegri umræðu um stöðu Alþingis og stjómmálaflokkanna og þess vegna vakti tilvitnaður ræðukafli í ræðu forseta íslands athygli mína. Mér finnst þessi kafli útspil sem kallar á frekari skýringar á þeim hugmynd- um um beint lýðræði, sem að baki liggja. Ég bið um frekari umræðu umþað. Ég er þeirrar skoðunar að full- trúalýðræðið hafi skilað þjóðfélaginu fram á veginn síðan þjóðin fékk full- veldi og fullt sjálfstæði. Ég hygg einnig að stjómmálamenn og þátt- takendur í stjómmálastarfi reyni að nema hjartslátt þjóðarinnar, en ég tek undir það að stjórnmálastarf þarf að vera aðlaðandi fyrir ungt fólk að taka þátt í. Stöðug neikvæð um- ræða um stjómmál og stjórnmála- menn hjálpar ekki til í þessu efni, né staðhæfingar um áhrifaleysi þeirra. Lifandi og málefnaleg umræða er stjórnmálalífinu í landinu nauðsyn. Höfundur er alþingismnður. MINNINGAR ANNA SVANDIS GÍSLADÓTTIR + Anna Svandís Gísladóttir fædd- ist á Breiðabóli í Skálavík, Hóls- hreppi, 31. júlí 1908. Hún lést að kvöldi 26. júlí síðastliðins. Hún var dóttir hjónanna Hallberu Jónasdótt- ur og Gísla Jóseps- sonar. Anna Svandís átti fjögur eldri systkini sem öll eru látin, elstur var hálf- bróðir hennar Jósef Sigurður Gíslason, f. 21. september 1886; Ágústína Guðjóna, f. 15. ágúst 1896; Tómas Sigurður, f. 28. nóv- ember 1900 og Ólafur Tryggvi, f. 29. maí 1905. Fóstursystkin henn- ar eru Svava Hansdóttir, f. 28. desember 1921, búsett á Suður- eyri við Súgandafjörð og Anton Líndal Friðriksson, f. 1. septem- ber 1924, býr í Reykjavík. Gísli Jósepsson faðir Onnu var fæddur 22. nóvember 1867 að Tyrðilmýri á Snæfjallaströnd, sonur hjónanna Jóseps Guðmun- dssonar bónda og konu hans Sig- ríðar Sigurðardóttur sem var af Arnardalsætt, Gísli lést í Bolung- arvík 11. janúar 1935. Hallbera Jónasdóttir móðir Onnu var fædd 21. janúar 1869 í Ytri-Bug f Fróð- árhreppi á Snæfellsnesi, dóttir jónanna Jónasar Grímssonar og gústínu Jónsdóttur, sem lengst af bjuggu þar. Bæði voru þau fædd og uppalin í Dalasýslu og þaðan ættuð. ái SKILA- FREST- UR MINN- INGAR- GREINA EIGI minningargrein að birt- ast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útför er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: í sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. í mið- vikudags-, fimmtudags-, föstu- dags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skilafrests. Anna Svandís gift- ist 5. mars 1933 Helga Einarssyni formanni í Bolung- arvík, f. 9. júlí 1889 að Miðhúsum, Garði, Gullbringusýslu, d. 21. nóvember 1947. Foreldrar Helga voru Kristín Finns- dóttir, f. 22. júlí 1868 að Efsta-Sýruparti á Akranesi, d. 5. apríl 1937, Kristín var af Klingenbergsætt á Akranesi, og Einar Guðmundsson, f. 15. nóvember 1861 í Akurhúsum í Grindavík, d. 22. október 1924 í Bolungarvík. Einar var af Járn- gerðarstaðaætt í Grindavík. Anna Svandís og Helgi bjuggu að Holtastíg 10 í Bolungarvík og eignuðust sex böm, þau eru Bragi, f. 12. júní 1933, kvæntur Þorbjörgu Maggý Jónasdóttur; Helga Svandís, f. 11. október 1935, gift Birgi Sigurbjartssyni; Einar Kristinn, f. 27. janúar 1937, kvæntur Magneu Huldu Gísladótt- ur; Gísli, f. 23. júlí 1938, kvæntur Sigríði Jónínu Hálfdánsdóttur; Ágúst Guðjón, f. 20. ágúst 1939, kvæntur Þóru Kristínu Runólfs- dóttur; Guðbjörg, f. 21. janúar 1941, var gift Guðmundi Jóhann- essyni. Afkomendur Onnu Svan- dísar og Helga eru 67 en af þeim em þrjú látin. Utför Önnu Svandísar fer fram frá Hólskirkju í Bolungarvík í dag og hefst athöfnin klukkan 11. Hún amma, Anna Svandís Gísla- dóttir, hefur fylgt mér svo lengi sem ég man eftir mér. Ég var ekki hár í loftinu þegar ég man eftir ferðum mínum úr Hafnargata 100 upp Preststíginn til ömmu að Holtastíg 5. Þar voru móttökurnar ávallt hlýjar og við frændsystkinin sóttumst eftir að hittast hjá ömmu og leika okkur þar og ekki spillti það fyrir þegar amma dró fram kandísinn sinn. Þó gat amma verið stjómsöm við okkur og skipað okkur í hlífðarföt og að snýta okkur. Og ófáir voru prjóna- vettlingamir sem hún gaf okkur. Ein besta sleðabrekkan í Bolungavík var frá húsinu hennar ömmu, niður Preststíginn yfir Aðalstrætið og oft- ar en ekki var stoppað á grjóthaugn- um utan við spennistöðina. Þama var mikill fjöldi krakka saman kominn á góðum dögum og gott að geta skotist inn hjá ömmu til að fá yl í finguma. Síðar þegar ég var fluttur fram í Meirihlíð þá fór ég á hverjum degi til ömmu í morgunkaffi og hádegismat, því venja var að skólakrakkamir fæm heim í mat og kaffi. Maturinn hjá ömmu var mjög góður, en þó man ég að ekki kunni ég að meta köldu skötustöppuna með rúgbrauði sem ömmu og Gísla þótti mikið lostæti. Lundarfar ömmu var alveg ein- stakt, hún var svo létt og kát. Það hefur eflaust hjálpað henni mikið í lífinu sem var oft erfitt. En hún stóð ein uppi með sex börn, það elsta að- eins 12 ára, þegar Helgi afi féll frá. Frásagnastíll hennar var sérstakur og byrjaði oft með dillandi hlátri sem gerði alla viðstadda spennta eftir framgangi sögunnar. Eftir að ég fluttist frá Bolungavík hittumst við sjaldnar. Meðan ömmu entist heilsa var hún dugleg að ferð- ast og fór meðal annars í ferðir með félagsskap eldri borgara innanlands og utan. Þetta veitti henni mikla gleði enda hafði hún gaman af því að ferðast. Þegar ég hafði stofnað heim- ili á Akureyri þá átti amma eitt sinn leið um og dvaldi að Laugalandi í Eyjafirði. Þá sótti ég hana ásamt Siggu vinkonu hennar og bauð þeim í mat. Það var mjög skemmtileg stund og amma stjórnaði i okkur eins og hún var vön og þær þurftu svo að drífa sig til baka til að missa ekki af kvöldvökunni fram á Laugalandi. Þegar fjarlægðin eykst finnur maður betur hvað ástvinir eru manni mikilvægir og ég stóð mig að því þeg- ar ég var kominn til Danmerkur í nám að fara að skrifa sendibréf til ættingjanna. Þar á meðal til ömmu og fékk ég þó nokkur skemmtileg bréf frá henni. Síðustu árin var amma á Skýlinu þar sem henni leið vel og fékk góða aðhlynningu. Mér fannst alveg ein- stakt hvað hún fylgdist vel með okk- ur og mundi smáatriði sem okkur fór á milli þó langt væri milli heimsókna. En það kom aftur á móti fyrir að hún ruglaðist á því hvort pabbi eða Gísli hefðu komið þann daginn, enda eru þeir hvor sem annar. Þegar ég sit nú hinn 31. júlí 2000 á 92 ára afmælisdeginum þínum amma mín þá minnist ég sérstaklega af- mælisdagsins fyrir sjö árum þegar þú varðst 85 ára. Þá komum við sam- an í Hafnarfrðinum þar sem við sungum sérstaklega saminn afmæl- issöng við lagið „Ég langömmu á sem létt er í lund“ enda hefur mér alltaf þótt þetta lag eiga svo vel við þig. Nú er langri og viðburðaríkri ævi lokið. Hvíl þú í friði. Brynjar Bragason. Elsku amma Svandís. Núna þegar við skrifum þessar línur ertu farin frá okkur, ert búin að fá hvíld og ert á leiðinni á góðan stað þar sem þér munlíðavel. Þegar við hugsum til baka eru margar minningar sem fara um hug- ann. Þú bjóst hjá okkur í herberginu þínu og við gátum alltaf komið inn til þín þegai' við vorum heima. Við gleymum aldrei þegar við vorum yngri og komum inn til þín á morgn- ana, þá gátum við skriðið upp í rúmið þitt sem okkur fannst alltaf vera svo hlýtt og gott. Þar lágum við meðan við hlustuðum á morgunsöguna í út- varpinu og svo var það ekki svo ósjaldan sem við gripum í spil. Við sátum þá við borðið þitt og spiluðum ólsen ólsen eða rakka. Þú varst alltaf tilbúin til að spila og þreyttist aldrei á þvi. Stundum þegar við vorum inni hjá þér náðir þú í nammidósina þína sm þú geymdir í kommóðuskúffunni og gafst okkur nammimola. Það var alltaf nóg í dósinni því þú vildir geta boðið mola þegar gesti bar að garði. Eftir að þú fórst á sjúkraskýlið var dollan enn á sínum stað og alltaf var okkur boðinn moli. Við munum eftir því að á hverjum morgni fórst þú fram á bað til að greiða á þér hárið sem var þykkt og fallegt og náði niður fyrir mitti. Þú greiddir í gegnum það, settir það í tvær fiéttur sem þú vafðir upp á koll- inn. Þegar mamma og pabbi voru í vinnunni varst þú heima hjá okkur systkinunum. Þegar við komum heim úr skólanum eða eftir að hafa verið úti að leika okkur þá hafðir þú oftast eitthvað til fyrir okkur að drekka og borða. Ef við fórum út að leika okkur þá passaðir þú að við værum vel klædd og á veturna minntir þú okkur alltaf á húfu og vettlinga ef við gleymdum þeim. Það var frekar skrítið þegar þú fluttir frá okkur og fói'st í sjúkra- skýlið. Þú hafðir alltaf búið hjá okkur og ef mamma og pabbi voru ekki heima þá gátum við alltaf treyst á þig. Við reyndum að koma oft að heimsækja þig og þú varst alltaf svo ánægð að sjá okkur og þakklát fyrir að fá heimsókn. Eftir að við fórum suður í skóla spurðir þú mömmu og pabba oft frétta af okkur og fylgdist með því hvernig gekk hjá okkur. Elsku amma, takk fyrir öll árin sem við höfum átta saman. Guð geymiþig. Anna Svandís og Hálfdán. Ég vil minnast hér í nokkrum orð- um góðrar vinkonu minnar Onnu Svandísar. Henni kynntist ég fyrst í gegnum móður mína þar sem þær þekktust vel. Hún var tignarleg kona og var ákveðin reisn yfir henni. Þeg- ar ég fluttist á holtin með börnin mín bjó Anna Svandís í nágrenninu. Hún varð tíður gestur á heimili okkar og með hjálpsemi sinni og hlýhug gaf hún mér oft góð ráð og styrk. Á barn- mörgu heimili er oft mikill ærsla- gangur og greip hún gjarnan inn í uppeldið. Henni þótti gaman að spila og spilaði hún oft við elstu börnin mín þeim til mikillar ánægju. Þegar sjónvarp kom á heimili okk- ar kom Anna Svandís yfirleitt á kvöldin og horfði á það hjá okkur. Það var oft gaman að verða vitni að rökræðum hennar og barnanna um það sem fram fór á skjánum. Þar sem fjölskyldumeðlimir eru orðlagð- ir fyrir það að vera kvöldsvæfir kom það ósjaldan fyrir að Anna mín sat ein og horfði en hinir steinsváfu. Það kom því oft í hennar hlut að leiða alla til rúms, slökkva ljósin og læsa hús- inu. Eftir að sjónvarp kom á heimili Önnu Svandísar fækkaði kvöldheim- sóknunum en hún leit alltaf reglu- lega inn til okkar meðan heilsa henn- ar leyfði. I vor heimsótti ég Önnu Svandísi á sjúkraskýlið og þegar hún áttaði sig á því hver ég var sagði hún við mig að börnin mín hefðu verið svo góð við hana. Þetta þótti mér vænt að heyra. Ég þakka Önnu Svandísi vináttu og tryggð gegnum árin. Blessuð sé minning hennar. Sendi aðstandend- um innilegar samúðarkveðjur. Ásdís Svava Hrúlfsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.