Morgunblaðið - 05.08.2000, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 05.08.2000, Blaðsíða 40
40 LAUGARDAGUR 5. ÁGÚST 2000 VIKU MORGUNBLAÐIÐ ar Vísindavefur Háskóla íslands Hvaða tala er helmingi stærri en 20? VISiNDI Að undanförnu hafa gestir Vísindavefjarins meðal ann- ars fræðst um urðarmána, Neandertalsmanninn, áhrif tann- krems og sykurs á tennur, kaþólska og lúterska trú, tölvu- póstmerkið @, náladofa, mígreni, höfuðverk, jarðskjálftabylgjur, heilann og minnið, tónlist og tilfinning- ar, hvað eru vísindi, afkomendur Jóns Arasonar, tengsl fólks við foreldra sína, banamein óvarins manns í geimnum, hvað er greind, greindarpróf, aðalhlutverkið í Draumi á Jóns- messunótt, upphaf púsluspila, efnasamsetningu hrauns, af- komendur Karlamagnúsar, uppruna siðareglna, sam- kynhneigð þroskaheftra, hræðslu við kóngulær, framburð á tímum íslendingasagna, tilkomu kommustafa í íslensku, litasjón dýra, ferli og stærðfræðijöfnur, hljóð frá innyflum, www.opinnhaskoli2000.hi.is áhrif jarðhræringa á Geysi, aldur íslands, tilgátu Riemanns, lit stjarna, fiskát hvala, uppruna orðsins sími, fjölda tungu- mála, sekkjapípur, stríðni, ’nörd’, stafafjölda í íslensku, kyn nafnorða, ósonlagið, sig glers og svo framvegis. Hvenær og hvers vegna lagðist byggð norrænna manna á Grænlandi niður? SVAR: Um þetta hefur fræðimenn greint á bæði fyrr og sfðar. Loftslag fór kólnandi á næstu öldum eftir að norrænir menn settust að á Grænlandi. Landkostir og náttúrufar eru þar öðruvísi en menn höfðu átt að venjast og landið harðbýlla mönnum sem höfðu vanist evrópsk- um lífsháttum. Einangrun frá Evrópu hefur einnig gert mönnum erfltt fyrir. Inúítar voru heimamenn á þessum slóðum og höfðu vanist náttúrufari en deilt er um hvort þeir hafi átt beinan hlut að því að norræn byggð lagðist af. Búskapur norrænna manna á Grænlandi var sauðfjárbúskapur, svipaður þeim sem þeir stunduðu í Noregi og á íslandi. Veiðar voru aldrei ríkur þáttur í þeim búskap og hann var í flestu ólíkur þeim háttum sem reynst hafa frumbyggjum Grænlands, Inúítum, vel í alda- raðir. Byggð norrænna manna hefur væntan- lega einkum fest sig í sessi vegna þess að þar ríkti mikið hlýindaskeið þegar landið var numið, ef marka má mælingar á lögum í Grænlandsís. Sömu mælingar sýna hins vegar að síðan hefur loftslag farið kólnandi og upp úr miðri 13. öld ríkir þar samfellt kuldaskeið. Meðalhitastig mun hafa náð lágmarki á síðari hluta 14. aldar. í íslendingabók kemur fram að Inúítar (sem norrænir menn kölluðu Skrælingja) hafl ekki búið á sömu slóðum og norrænir menn fyrst í stað, en hins vegar fúndu norrænir menn um- merki um þá. í Hauksbók kemur fram að menn frá Norðursetri, veiðistöð norðan við megin- byggð norrænna manna, hafi nýlega (um 1262) rekist á ummerid um þá. A fjórtándu öld fluttu þeir suður á bóginn og kom þá til árekstra við norræna menn. Ivar Bárðarson hét maður og var ráðsmaður biskupstólsins á Görðum í Ein- arsfirði 1349-1368. Hann skrifaði Grænlan- dslýsingu og kemur þar fram að Vestribyggð hefur þá verið farin í eyði. Telur Ivar að Skræl- ingjar hafi eytt byggðina. í Gottskálksannál (frá 16. öld) er getið um skærur norrænna manna og Skrælingja árið 1379. Margar frásagnir eru til um Islendinga sem hrakti til Grænlands á miðöldum og munu sum- ir hafa dvalist þar um lengri eða skemmri tíma. Bjöm Einarsson í Vatnsfirði (d. 1415), sem einnig fór til Landsins helga og sótti heim Jór- sali (Jerúsalem), dvaldist þar tvo vetur, 1385- 1387. Til eru frásagnir um ferð Bjarnar í Grænlandsannál, sem líkast til er ritaður af Jóni lærða Guðmundssyni um 1623 en er varð- veittur í endurskoðaðri gerð Bjöms Jónssonar á Skarðsá frá því um 1636. Ekki er mikið að treysta á svo unga heimild, en ferðin er einnig nefnd í eldri annálum. Síðasta sigling norrænna manna frá Grænlandi sem ömggum sögum fer af var árið 1410, þegar hópur Islendinga fór þaðan eftir fjögurra vetra vist. í páfabréfi frá 1448 segir að enginn biskup hafi verið á Grænlandi síðustu 30 ár og í bréfi frá 1492 kemur fram að þangað hafi ekki komið sigling í 80 ár. I Grænlandsannál segir frá ferðum Islend- inga til Grænlands á 16. öld. Ögmund Pálsson, biskup í Skálholti, rak þangað 1522 og segir í Grænlandsannál að skipverjar hafi séð þar fólk við stekkiog lambfé en samtímaskjöl staðfesta það ekki. í Grænlandsannál segir.einnig frá manni sem kallaður var Jón Grænlendingur. Hann hafði farið „til Grænlands með siglinga- mönnum og sagði frá mörgu þaðan“. Eitt sinn þegar hann og félaga hans rak til Grænlands fann hann þar mann sem lá dauður á grúfu. Hann hafði vel saumaða hettu á höfði en var í klæðum úr selskinni og vaðmáli. Við hlið hans lá tálguhnífur, „mjög forbrýndur og eyddur," sem þeir tóku með til sýnis. Þessi atburður hefur Morgunblaðið/RAX Frá komu víkingaskipsins Islendings til Grænlands fyrir skömmu. orðið um 1540 og er þetta seinasti Grænlend- ingurinn sem sögur fara af. Ekki virðist ós- ennilegt að maðurinn hafi getað átt vel saum- aða hettu, enda hefur fundist húfa í kirkjugarðinum í Herjólfsnesi á Grænlandi, sem saumuð er eftir nýjustu tísku í Búrgúnd eftir 1450. Sýnir hún að svo seint sem á þess- um tima hafa Grænlendingar haft tengsl við Evrópu. Ef treysta má svo ungri heimild hefur þar verið á ferð síðasti Grænlendingurinn. Skoðanir fræðimanna um meginorsök þess að byggðin lagðist af eru skiptar. Er einkum deilt um það hvort Inúítar hafi skipt þar máli eða hvort erfiður búskapur, kalt loftslag og einangrun frá öðrum Evrópuþjóðum hafi nægt til þess að gera norrænum mönnum óbyggi- legt á Grænlandi. Sverrir Jakobsson, stundakennari í sagn- fræði við HÍ. Hvaða tala er helmingi stærri en 20? SVAR: Rökréttasta svarið samkvæmt hlut- fallareikningi yfirleitt væri 30. Samkvæmt gamalli íslenskri málvenju er svarið hins vegar 40. Þetta er óheppilegur ruglingur sem verður meðal annars til þess að menn veigra sér við að nota þetta orðalag. Jafnframt virðist sem gamla málvenjan sé á undanhaldi í þróun tungumálsins. Þegar breytingum á tölu er lýst í stærðfræði og prósentureikningi er alltaf miðað við upp- haflegu töluna. Ef vara kostar venjulega 1000 krónur og er auglýst með 20% afslætti eigum við von á að afslátturinn nemi 20% af upp- haflega verðinu og sé 200 krónur, þannig að varan kosti 800 krónur með afslættinum. Ef vara sem kostar 100 krónur í júní hækkar 1. júlí um 30% kostar hún 130 krónur í júlí. Við segjum þá fullum fetum og ágreiningslaust að hún kosti 30 hundraðshlutum meira en hún kostaði áður. Eins virðist ekki verulegur ági'einingur um það að talan 40 sé þriðjungi stærri en 30. Nú hefði mátt hugsa sér að orðasambandið „helmingi meira“, sem á sér ekki hliðstæður í erlendum málum eftir því sem okkur er kunn- ugt, væri notað á sama hátt og hér var lýst. Hugsum okkur þá tvær vörur, gróft brauð og fínt brauð. Ef grófa brauðið kostar 20 krónur og það fína er helmingi dýrara en það grófa mundu sömu reikningar og áðan vera svona: Viðbótin er helmingur af því upphaflega, það er 10 krónur svo að fint brauð kostar 30 krónur. í íslensku hefur þó tíðkast að nota orðin „helmingi meira en“ í ann- arri merkingu. Ef fint brauð er sagt vera helmingi dýrara en gróft brauð er samkvæmt þessari hefð átt við að verð grófa brauðsins sé helmingur af verði fína brauðsins. Ef grófa brauðið kostar 20 krónur kostar það fína því 40 krónur eftir þessari reglu. Þessi hefðbundna merking orðasambandsins „helmingi meira en“ virðist hins vegar vera á undanhaldi um þessar mundir og gamla og nýja merkingin ruglast saman. Þar sem tilgangur tungumálsins er öðru fremur sá að tjá hugsun okkar er slíkur ruglingur óheppilegur, ekki síð- ur fyrir það að mörgum reynist nógu erfitt að ná tökum á annarri hvorri merkingunni. Tví- ræðnin verður þá meðal annars til þess að menn veigra sér við að taka svona til orða og leita annarra leiða til að orða hugsun sína. Jafn- framt bendir þó flest til þess að nýja merkingin, sem er í samræmi við hliðstætt orðalag í al- mennum hlutfallareikningi að öðru leyti, muni verða ofan á innan tíðar. Þeir sem vilja ekki taka svo til orða að 40 sé helmingi meira en 20 grípa oft til þess í staðinn að segja að 40 sé tvöfalt meira en 20. Þar sem orðið ’tvöfalt’ felur í sér vísun til margfóldunar virðist sem þetta geti staðist og þurfi ekki að valda ruglingi. Hið sama gildir um orðalag eins og tvisvar sinnum meira. Ef einhverjum dytti hins vegar í hug að segja að eitthvað væri „tvö- földu meira en 20“ þá væri eðlilegast að skilja það svo að átt væri við töluna 60. Engin vandræði af þessu tagi virðast hafa komið upp kringum orðasambandið „helmingi minna en“. Þannig eru vonandi allir sammála um að 10 sé helmingi minna en 20 og 20 sé þriðjungi minna en 30. Ekki eru sýnileg erlend áhrif á þær mál- breytingar sem hér um ræðir, heldur virðist ís- lenskan vera að breytast í þessu efni sam- kvæmt lögmálum eðlilegrar málþróunar. Stefán Ingi Valdimarsson ogÞorsteinn Vil- hjálmsson, starfsmenn Vísindavcfjarins. Hvernig geta eldflaugar farið um geim- inn þar sem ekkert loft er? SVAR: Hreyfing eldflauga er í eðli sínu allt önnur en flugvéla eða annarra farartækja. Eld- flaugin breytir ferð sinni og stefnu með því að senda frá sér efni ("eldsneyti") með miklum hraða. Þetta efni verkar til baka á eldflaugina með krafti sem er gagnstæður hreyfingar- stefnu þess. Hraðabreyting eða hröðun eldflaugarinnar ræðst af massa hennar, útblástm'shraðanum og af því hversu ört hreyfillinn sendir eldsneytið frá sér. Af þessu leiðir að eldflaugar geta hreyfst og breytt hraða sínum hvort sem loft er í kringum þær eins og á gamlárskvöldum á Isl- andi eða þar sem er lofttæmi eins og úti í geimnum. Greinilegt er að margir gestir Vís- indavefjarins velta því fyrir sér hvernig eld- flaugar hreyfast og stýra sér úti í geimnum. Það er rétt hjá þessum spyijendum að grund- völlurinn fyiir hreyfingu og stýringu eldflauga í lofttæmi er ekki dagljós; hann er annar en hjá öðrum farartækjum eins og bílum, skipum eða flugvélum. Til að sldlja muninn er ekki úr vegi að rifja upp í stuttu máli hvemig þessi farar- tæki hreyfast hvert um sig. Þegar bílhjól leitast við að snúast áfram verka þau á jörðina í stefnu afturábak miðað við bílinn. En svokallað þriðja lögmál Newtons seg- ir að átaki fylgi alltaf gagntak: Ef einn hlutur verkar á annan með tilteknum krafti verkar seinni hluturinn á þann fyrri með jafnstórum en gagnstæðum krafti. Jörðin verkar því á hjól bflsins með gagntakskrafti áfram og þess vegna fer hann af stað eða eykur hraða sinn. Ef við skoðum nú skip á lygnu vatni þá verk- ar skrúfa skipsins á vatnið með láréttum krafti aftur á bak, vatnið verkar í staðinn á skrúfuna áfram og skipið fer að hreyfast. Vert er að taka eftir því að vatnið fer að hreyfast við þetta, en það gerir vegurinn ekki þegar bfllinn fer af stað. Kannski mætti ætla að vatnið „léti undan“ svo mjög að enginn kraftur kæmi á skipið en svo er ekki. Vatnið er í aðalatriðum kyrrstætt þegar skrúfa skipsins kemur að því, hún setur það á hreyfingu afturábak og sú hreyfing spegl- ast í hreyfingu skipsins áfram. Einnig er vert að gefa gaum að því að hreyf- ing skipsins miðast öll við vatnið. Ef vatnið er á hreyfingu bætist hraði þess við hraða skipsins miðað við vatnið. Að lokum er vert að taka eftir því hvemig við stýram skipi með venjulegu stýri eða stýrisskrúfum, það er að segja með því að beita kröftum á vatnið þvert á stefnu skips- ins, og vatnið skilar svo gagntakskröftum til baka á skipið til að breyta stefnu þess. Lárétt hreyfing flugvélar miðað við loft er í eðli sínu hliðstæð hreyfingu skipsins. Hreyflar flugvélarinnai' spyma loftinu afturábak og það verkar því á hana með krafti áfram. Lárétt hreyfing flugvélarinnar á síðan sinn þátt í að skapa uppdrifskraft sem heldur henni uppi. Það er þó ekki meginatriði hér, heldur hitt að við getum stýrt flugvélinni með ýmsum hætti, svipað og áður var lýst um skipið, en allt slíkt gerist með víxlverkun milli flugvélarinnar og loftsins í kring. Hreyfing flugvélar- innar er einnig alfarið miðuð við loftið á sama hátt og hreyfing skipsins mið- ast við vatnið. Af þessu má læra ýmislegt um hreyfingu eld- flauga í lofttæmi. Kringum eldflaugina er ekk- ert efni sem hún getur „spyrnt í“ til að skapa sér hreyfingu áfram eða stýra hreyfingu sinni að öðra leyti. En menn hafa þá önnur ráð sem felast í því að eldflaugin spyrnir eða blæs frá sér efni sem okkur er tamt að kalla „eldsneyti" þó að ekki sé víst að neinn eldur komi þar við sögu. Hröðun eldflaugarinnar, það er að segja hraðabreyting hennar á tímaeiningu, er þá í réttu hlutfalli við útblásturshraða eldsneytisins og þann massa sem hún sendir frá sér á tíma- einingu, en í öfugu hlutfalli við massa eldflaug- arinnar eins og hann er á hveijum tíma. Sumh' munu vafalaust skilja þetta betur af jöfnu sem sýnd er í lok svarsins á vefsetrinu, en svarið sem þar er hefur verið stytt nokkuð hér. Þegar eldflaugin spyrnir efni beint aftur úr sér eykm' hún hraða sinn beint áfram. En menn geta líka látið hana spyrna efninu til hliðar þannig að hún beygi hæfilega. Einnig er hægt að festa við aðalflaugina sérstakar litlar stýrif- laugar sem hafa það hlutverk eitt að stýra flauginni sem heild. Þær gegna þá svipuðu hlut- verki og svokallaðar bógskrúfur á skipum. Slík- ar flaugar era raunar notaðai- við ýmiss konar geimför sem við mundum þó ekki kalla eld- flaugar. Þar á meðal geta geimfarar notað þær til að stýra sér þegar þeir fara til dæmis út fyrir geimfar til viðgerða eða athugana, en þá eru þær stundum kallaðar „byssur“ vegna þess að þær líkjast þeim. Þegar geimfari „hleypir af1 slíkri byssu í tiltekna átt hreyfist hann sjálfur í gagnstæða átt. Þetta bakslag er sama eðlis og það sem skotveiðimaður finnur þegar hann hleypir af venjulegri byssu. Að lokum má geta þess að hreyfing eldflaug- anna er ekki flóknari en sú staða sem kemur upp ef við eram til dæmis í léttum vagni á lá- réttum fleti með litlum núningi. Við getum þá komið vagninum á hreyfingu með því að henda lóðum aftur úr honum. Því þyngri sem lóðin era miðað við okkur og því hraðar sem við getum kastað þeim, því meiri verður hraði vagnsins. Þorsteinn Vilhjálmsson og Stefán Ingi Valdimarsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.