Morgunblaðið - 05.08.2000, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
LAUGARDAGUR 5. ÁGÚST 2000 55
JÓHANN ÁSGEIR
JÓNSSON
+ Jóhann Ásgeir
Jónsson fæddist
á Isafirði 4. aprfl
1984. Hann lést á
Landspítalanum í
Reykjavík 30. júlí
siðastliðinn. Foreldr-
ar Jóhanns Ásgeirs
eru Jón Hermann
Sveinsson, f. 10.
ágúst 1957 og Erna
Stefánsdóttir, f. 25.
maí 1957. Þau skildu.
Seinni kona Jóns
Hermanns er Alina
Grazyna Cwalinska
og hennar börn eru Adriana
Carolina Cwalinska og Michal
Cwalinski. Bróðir Jóhanns er Orn
Hermann Jónsson, f.
21. júní 1980.
Foreldrar Jóns
eru Sveinn Frið-
björnsson, f. 23. apr-
fl 1929 og Jóhanna
Ingvarsdóttir, f. 1.
janúar 1933 búsett í
Hnífsdal. Foreldrar
Ernu eru Stefán
Trjámann Tryggva-
son, f. 2. júní 1933
og Sigríður Einars-
dóttir, f. 28. maí
1932 búsett í Kópa-
vogi.
títför Jóhanns verður gerð frá
Isafjarðarkirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
Á öllu öðru áttum við von þegar
Ema hringdi og sagði okkur að Jó-
hann Ásgeir væri dáinn. Það var vor-
ið ’91 að Jóhann Ásgeir kom inn í fjöl-
skylduna okkar þegar við gerðumst
stuðningsfjölskylda fyrir hann. Hann
V£ir hjá okkur eina til tvær helgar í
mánuði þar til í desember ’98, þegar
Siggi eiginmaður og faðir okkar lést
skyndilega. Við þær breytingar í lífi
okkar gátum við ekki haft Jóhann
eins mikið og áður, en héldum alltaf
mjög góðu sambandi við hann og fjöl-
skyldu hans og hann gisti oft hjá okk-
ur eftir það. Einhverjir hugsa með
sér að hafa lítinn fatlaðan einstakling
inni á heimili sínu í rúmlega sjö ár
gæti reynst erfitt, en þegar yndisleg-
ur drengur sem Jóhann Ásgeir var,
var það aldrei neitt mál, því hann gaf
meira en hann þáði. Hann var alla tíð
eins og einn af fjölskyldunni. Hann
hafði einstakt dálæti á kóki og ef til
var kók í ísskápnum, þá var hann
sáttur.
Þegar Jóhann byrjaði að koma til
okkar var Hafmn Huld á fyrsta ári.
Þau tengdust sterkum böndum og
vom eins og systkini. Þó svo að sex ár
skildu þau að gátu þau alltaf leikið
sér saman og bar aldrei skugga á vin-
skap þeirra. Jóhann var einstaklega
jákvæður og glaðvær drengur, kvart-
aði aldrei yfir veikindum sínum og
skipti sjaldan skapi. Hann sá alltaf já-
kvæðu hliðarnar á lífinu og hjálpaði
það honum mikið í að komast þangað
sem hann ætlaði sér. Alltaf var stutt í
grínið hjá honum og þegar við heim-
sóttum hann á Borgarspitalann fyrir
um þremur áram var hann fárveikui'.
Við spurðum hann hvernig honum
liði, þá var svarið hjá honum: „Ég hef
það nú bara fínt, þetta er eins og fm-
asta hótel.“ Svör sem þessi fékk
mann oft til að klökkna.
Hann hafði einstakan húmor og
kunni að koma réttum orðum að hlut-
unum. Eitt sinn var smiður að smíða
hjá okkur sem heitir Hermann Gunn-
arsson. Jóhann heilsaði honum og
spurði hann þvað hann héti. Smiður-
inn sagði: „Ég heiti Hemmi Gunn“,
þá sagði Jóhann sposkur á svip: „Já,
en fyndið, þá er ég Dengsi." Svona
hnyttin tilsvör lýsa einstökum pers-
ónuleika hans. Hann hafði ávallt svör
við öllu.
Jóhann átti sína framtíðardrauma,
hann ætlaði að verða kokkur eins óg
Sissó og Siggi Hall. í vetur fór hann í
starfskynningu á Hótel Isafirði hjá
Sissó og stóð sig með stakri prýði. Áð
lokum fékk hann kokkahúfu gefins og
það fannst honum dýrmætt. Svo bar
hann fram morgunmatinn fyrir Emu
móður sína, með kokkahúfuna finu á
höfðinu. Fyrir skömmu rættist svo
ósk hans þegar hann fór í mat ásamt
móður sinni tfl Sigga Hall og vom
það góðir vinir sem komu því í kring.
Þegar nýjasti fjölskyldumeðlimur-
inn okkar, Signý Rós, var skírð var
Jóhann í mikilvægu hlutverki. Hann
stóð við hlið fjölskyldu okkar og hélt
á kertinu sem presturinn fæiir fjöl-
skyldunni við skím bamsins. Jóhann
stóð sig eins og hetja og var svo stolt-
ur og ábyrgðarfullur.
Jóhann missti mikið þegar Siggi
dó. Frá upphafi kynna þeirra mynd-
aðist einstakt samband á milli þeirra,
þeir vom eins og sálufélagar, með
sama létta skapið og sama húmorinn.
Það var með ólíkindum hvað þeir
gátu brallað saman. Þeir fóra oft
tveir saman á mntinn, þá sagði Jó-
hann ævinlega: „Jæja Siggi minn,
eigum við ekki að koma á rúntinn
....ertu ekki ömgglega með veskið
með þér?“ Þvi Jóhann vissi að Siggi
var mikill sælkeri og kæmi líklega við
í sjoppunni. Einnig var alltaf farsím-
inn með svo Jóhann gæti hringt úr
bflnum. Stundum sat annar þeirra
inni í stofu með farsíma og hinn í
heimilissímanum og þeir spjölluðu
saman og hlógu hvor af öðmm. Elsku
Jóhann Ásgeir, við þökkum þér fyrir
að hafa fengið að kynnast þér og eiga
svo mikinn tíma með þér. Þú kenndir
okkur mikið með glaðværð þinni og
jákvæðni og að horfa á björtu hliðar
lífsins, sama hvað á gekk. Við efumst
ekki um að Siggi mun taka hlýlega á
móti þér með kippu af tveggja lítra
kók, veiðistöng og farsíma. Þið munið
örugglega taka upp þráðinn þar sem
frá var horfið, gera að gamni ykkar
og hlæja hvor af öðmm.
Elsku litli karl, megi Guð og allir
englamir á himnum geyma þig og
veita fjölskyldu þinni og vinum styrk
í þessari þungu sorg. Við söknum þín.
Þín stuðningsfjöskylda,
Signý, Sigrún og Sigþór.
Ljós hefui- slokknað í Hnífsdal. Jó-
hann Ásgeir Jónsson er allur sextán
vetra. Hann öðlaðist ekki þann sama
þroska og almennar viðmiðanir gera
ráð fyrir og átti löngum við veikindi
að stríða. Þrátt íyrir krankleika var
skaphöfn hans heilsteypt og af hon-
um smitaði einatt gleði og kátínu.
Jóhann hafði einstætt skopskyn og
athugasemdir hans margar komu
okkur samferðafólki hans til að hlæja
innflega og líka til að skammast okk-
ar aðeins. Okkur hjónum sem færam
þetta á blað er minnisstætt, þegar Jó-
hann sat inni í stofu á Bakkavegi 11 í
Hnífsdal í viðræðum við húsbóndann
og Hansína húsfreyja gekk til eld-
húss ögn eiskrandi. Þá leit Jóhann á
húsbónda og spurði; er hún reið? Og
þá hló þingheimur.
Órækt vitni þess að Jóhann Ásgeir
var kominn á ról á morgnana, vom
flöggin hans í öllum regnbogans lit-
um, sem hann dró að húni á dyrahell-
unni, og hann þekkti fána fjölda
þjóðlanda. Eins og aðrir unglingar
átti hann sitt uppáhaldsfólk og meðal
þeirra var sjónvarpskokkurinn Siggi
Hall, enda hafði hann mikinn áhuga á
matreiðslu. Þegai- Siggi Hall frétti af
dálæti hans á sjónvarpsþáttunum,
bauð hann Jóhanni í mat suður á Óð-
insvé nú í vor og naut minn maður
þess aldeilis. Hann var verseraður í
veislusölum og fágaður við borðhald.
Nú að leiðarlokum kveðjum við Jó-
hann Ásgeir með söknuði. Mynd hans
er afar skýr í hugum okkar. Dugnað-
ur þessa hamlaða drengs, þegar hann
bar sig um og reif sig upp í skólann
snemma á morgnana, hvemig sem
viðraði og þótti alheilum erfitt. Við á
Bakkaveginum sendum Ernu móður
hans, föður hans Jóni og Erni Her-
manni bróður hans okkar dýpstu
samúðarkveðjur svo og öðram að-
standendum.
Hansína, Finnbogi, Auður
og Rannveig Hera.
Elsku Jóhann frændi.
Nú er komið að síðustu kveðju-
stundinni, sem kom alltof fljótt. Á
stundum sem þessum hrannast upp
minningar um svo margt. Þegar ég sá
þig fyrst í vöggunni pínulítinn snáða,
um samtalið sem við áttum síðast
þegar við hittumst og þegar við vor-
um að ræða um allar konurnar sem
þú ætlaðir að eignast, sem var nú
auðvitað allt í gríni. Um daginn var
ég að horfa á myndband sem var tek-
ið í brúðkaupinu okkar Alla, þar sast
þú herramaðurinn í sparifötunum að
hrósa hvítvíninu sem var reyndar
sprite og varst svo sæll og glaður eins
og alltaf. Þú sagðir reyndar eftir
brúðkaupið að þú ætlaðir að giftast
mér því að ég hefði verið svo falleg í
kjólnum. Ekki gleymi ég heldur þeg-
ar þú komst í klippingu og strípui’, þú
varst flottastur. Þú hafðir húmorinn í
lagi og það komu margar skemmti-
legar sögur frá þér, þessar minningar
og margar aðrar lifa nú með okkur
þegar þú ert farinn.
Takk elsku Jóhann íyrir allt sem
þú gafst okkur þennan tíma sem við
fengum að njóta með þér.
Elsku Erna og Öddi, Guð veiti
ykkur styrk á þessum erfiðu tímum.
Okkar innflegustu samúðarkveðjur.
Hanna, Alfreð, Anton
Bjami, Sindri Snær og
Eyrún Ósk.
Jóhann Ásgeir Jónsson var nem-
andi minn í Gmnnskólanum á ísafirði
í sjö ár. Hann var afar auðveldur í
umgengni, léttur í lund og sanmu’ sól-
argeisli hvar sem hann fór. Hann var
vinmargur og þótti öllum vænt um
hann. En Jóhann var einnig mjög til-
finninganæmur og tók hann verulega
nærri sér þegar heimflisfaðir, sem
hann hafði verið í helgarvistun hjá í
nokkur ár, féll frá.
Við Jóhann áttum saman ófáar
skemmtilegar matreiðslustundh’ í
G.í. Á síðastliðnu vori fór Jóhann
eins og aðrir 10. bekkingar í starf-
skynningu og starfsþjálfun úti í bæ.
Átti hann þá m.a. skernmtflegt samtal
við matsvein á Hótel ísafirði, því að
hugur hans stóð til „kokkastarfa", og
góðu heilli er þetta samtal varðveitt á
myndbandi. Jóhann hafði innritast til
náms við Menntaskólann á ísafirði
nú í haust, og hlakkaði hann mjög til
að fara þangað.
Undanfarin tvö til þrjú ár hafði
heilsu Jóhanns heldur hrakað. Öðm
hvora var þó eins og hann ætlaði að
komast yfir alla sína líkamlegu erfið-
leika, en nú bar lát hans skyndilega
að höndum.
Þökk sé þessum einstaka vini mín-
um fyrir allar samverastundirnar á
liðnum ái-um. Megi guðs blessun
fylgja honum.
Innilegar samúðarkveðjur sendi
ég föður hans og bróður, en þá sér-
staklega móður hans, sem misst hef-
ur augasteininn sinn.
Anna G. Thorarensen.
Nú legg ég aftur augun mín,
en ðndin hvarflar, Guð, til þín,
þinn almáttugan ástarvæng
lát yfirskyggja mína sæng.
(Þýð. M.Joch.)
Elsku Jóhann, ég sakna þín mikið,
en ég veit að núna líður þér vel.
Þinn frændi,
Tryggvú Hjörtur.
Elsku Jóhann minn.
Þá er komið að kveðjustundinni
sem kom alltof snemma en við fáum
víst ekki ráðið við æðri völd. Fyrsta
minningin sem kemur upp í hugann
er þegar þú varst fjögurra ára og
nýbyrjaður að labba og haldin var
veisla því til heiðurs, þó svo að þú
neitaðir að labba nokkuð í henni. Svo
em minningarnar ófáar heiman frá
þér og mér.
Oftar en ekki fékk ég það hlutverk
að vera konan þín, ég ég varð þá líka
að sætta mig við að vera ekki sú eina!
Allar þessar minningar streyma um
hugann og á ég eftir að geyma þær í
hjarta mínu um ókomna tíð og ylja
mér við þær. Ég vil þakka þér fyrir
allt sem þú hefur gefið mér og kennt
mér um lífið. Ég hugga mig við það að
þú ert á góðum stað þar sem hugsað
er vel um þig.
Elsku Erna og Öddi, Guð veiti
ykkur styrk í þessari miklu sorg,
hugur okkar allra er hjá ykkur.
Minningin um yndislegan dreng lifir í
hjörtum okkar allra.
Þín frænka,
Eyrún Björk.
Einsogblómánblaða
sönguránraddar
skyggir dökkur fiigl heiðríkjuna.
Vorið, sem kom í gær,
erafturorðiðaðvetri.
(Magnús Jóhannsson frá Hafnanesi.)
Elsku Jóhann
Ég þakka þér fyrir allt sem þú hef-
ur veitt mér í þessi 12 ár sem ég hef
lifað. Ég veit að þér líður vel núna og
þú ert hjá Guði.
Þín frænka,
Unnur.
Elsku Jóhann minn.
Nú er komið að hinstu kveðju-
stund. Það em svo margar góðar
stundir með þér sem koma upp í hug-
ann.
Eins og þegar við fómm í búðir
bara til að rölta í gegn. Þú hafðir allt-
af frá svo mörgu að segja þegar við
hittumst og sagðir svo skemmtilega
fi’á. Þessar stundir mun ég ætíð varð-
veita.
Elsku Erna, Öddi og aðrir aðstan-
dendur, ég votta ykkur mína dýpstu
samúð.
Þín frænka,
Sirrý.
Elsku Jóhann minn.
Það er erfitt að kveðja þig svona
fljótt. Vona að þú hafir það gott þar
sem þú ert núna. Það vora forréttindi
að fá að þekkja þig.
Kveðja,
Hildur.
Hvert örstutt spor var auðnuspor með þér,
hvert andartak er tafðir þú hjá mér,
var sólskinsstund og sæludraumur hár,
minn sáttmáli við Guð um þúsund ár.
(Halldór Laxness.)’
Elsku Jóhann minn. Þakka þér
fyrir þessu lærdómsriku og skemmti-
legu ár. Ég mun aldrei gleyma þér og
+ Anna Baldvina
Gottliebsddttir
fæddist á Hom-
brekku í Ólafsfírði 12.
maí 1924. Hún lést á
Sjúkrahúsinu á Akur-
eyri 31. júlí síðastlið-
inn. Foreldrar hennar
vom Gottlieb Hall-
dórsson, f. 4.8. 1890
og Guðrún Frímann-
sddttir, f. 6.5. 1894.
Þau bjuggu á Hom-
brekku í Ólafsfírði.
Systkini Önnu voru
Halldóra Ingibjörg, f.
30.8. 1916, d. 4.3. 2000; Siguijóna
Sveinfríður, f. 1.5. 1918; Mundína
Kristrún, f. 22.11. 1919; Olgeir, f.
24.8. 1921; Laufey, f. 11.10. 1922;
Ddmhildur, f. 17.4.1927; Þórann, f.
3.1.1929 og Konráð, f. 30.4.1930.
Eftirlifandi eiginmaður Önnu
Baldvinu er Guðmundur Ólafsson,
f. 18.12.1923. Böm Önnu Baldvinu
eru: 1) Guðrún Hlíf Lúdviksdóttir,
f. 25.2.1946, maki Skúli Pálsson, f.
18.6. 1944. Faðir hennar var Lúd-
vik Meinseth frá Noregi. Böm
Guðrúnar eru a) Anna Júlía, f. 11.7.
1966, maki Ólafur Ingi Jónsson, f.
Elsku amma Anna. Okkur langar
til að kveðja þig í örfáum orðum. Það
era ekki nema nokkrar vikur síðan við
hittumst síðast. Höfðum við lagt leið
okkar til Ólafsfjai’ðar til að eiga með
fjölskyldu þinni góðar stundir og
dytta að sumarbústaðnum sem var
sælureiturinn ykkar afa. Var hann
orðinn svo fínn þegar búið var að mála
og stækka veröndina. Það er leitt að
þú skulir ekki fá að njóta hans nú.
Garðurinn ykkar á Ólafsveginum
var í blómlegri rækt og varst þú mjög
stolt af honum, enda höfðuð þið sinnt
honum af alúð. Þú lagðir allt kapp á
framkomu þinni. Þú varst alltaf svo
hreinskilinn og góður. Vertu sæll.
Þinn frændi,
Hjalti Rúnar.
Elsku Jóhann.
Nú er ég að kveðja þig í síðasta
sinn. Ég man eftir þegar við lékum
okkur með bflana og grillbflinn þinn,
eftir fánanum sem ég fékk í sjö ára
bekk og gaf þér. Ég reyndi alltaf að
leika við þig þegar þú komst í Gulls-
márann, ég vissi alltaf að þú værir
kominn þegar ég sá fánana úti í garði
eða í glugganum.
Þinn
Anton Bjarni.
Elsku Jóhann frændi.
Nú er ég að kveðja þig í síðasta
sinn.
Ég man þegar við voram að leika í
hjúkranarleik.
Guð blessi þig.
Þinn
Sindri Snær.
Elsku Jói. Okkur vini þína í
Reykjadal langar að minnast þín hér
í fáum orðum. Þú varst alltaf kallaður
Jói Vest hér í Reykjadal af því þú
varst frá Vestfjörðum og varst mjög
stoltur af og hafðir mjög gaman af því
að spjalla um heimahagana.
Okkur finnst það undarlegt að þú
skulir vera dáinn, þú sem varst svo
hress og kátur þessa 10 daga sem þú ‘
áttir með okkur. En eins og prestur-
inn sagði við okkur um kvöldið ertu
núna orðinn engill. Það var búið að
vera nóg að gera hjá okkur, fara á
hestbak í Mosó, fara á báta á Hafra-
vatni svo ekki sé minnst á allar sund-
ferðimar í sól og sumaryl. Þú tókst
þig vel út sem kaupmaðurinn í Sam-
kaupum í bæjaraleiknum á laugar-
daginn og við áttum frábæran dag í
yndislegu veðri hér í dalnum.
Elsku Jói, við þökkum þér fyrir
yndislegai- samverastundir hér í^-
Reykjadal og munum yndislegan
dreng í hjarta okkar og biðjum góðan
guð um að styrkja fjölskyldu þína og
vini.
Kveðja frá vinum í Reykjadal.
5.3.1960 og eiga þau
þijú böm. b) Páll
Skúlason, f. 16.6.
1966, maki Hanna S.
Stefánsdóttir, f.
15.10. 1973. Páll á
eitt bam. c) Birgir
Skúlason, f. 29.11.
1968, maki Anna
Guðrún Jónsdóttir, f.
8.4. 1966 og eiga þau
þrjú böm. 2) Magnús
Guðmundsson, f.
17.9.1951, maki Guð-
rún Ólöf Mikkaels-
dóttir, f. 26.10. 1951.
Börn þeirra era; a) Andrea, f. 4.9.
1975 og á hún eitt barn. b) Atli
Már, f. 30.5. 1979. c) Amar Geir, f.
28.5. 1988. 3) Óli Már Guðmunds-
son, f. 5.7. 1953, maki Inga Sæland
Ástvaldsdóttir, f. 3.8. 1959. Böm
þeirra era; a) Guðmundur, f. 13.11.
1978. b) Einar Már, f. 24.10. 1980.
c) Sigríður, f. 11.2.1984. d) Baldvin
Öm, f. 4.9. 1987. 4) Halldór Guð-
mundsson, f. 16.9.1961, maki Guð-
rún Þórisdóttir, f. 26.7.1971.
títför Önnu fer fram frá Ólafs-
fjarðarkirkju í dag og hefst athöfn-
in klukkan 14.
eftir að þú veiktist að klára sængur-
gjöfina fyrir ófætt langömmubam
þitt og voru margir sem lögðu þar
hönd á plóg. Þú varst í góðum hönd-
um hjá Munda afa, Halldóri syni þín-
um og Guðránu unnustu hans serru
sinntu þér af einstakri alúð sem var
aðdáunarverð. Það var eins og þú
værir sátt við þitt hlutskipti undir lok-
in og erum við glöð að hafa fengið að
njóta návistar þinnar og húmors
þessa síðustu sumardaga þína.
Minning þín lifir með okkur.
Hafðu þökk fyrir allt og allt.
Páll og Hanna.
ANNA BALDVINA
GOTTLIEBSDÓTTIR