Morgunblaðið - 05.08.2000, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 05.08.2000, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 5. ÁGÚST 2000 UMHVERFISMAL MORGUNBLAÐIÐ Hið sanna ástand heimsins Á vegum Fiskifélagsútgáfunnar er komin út bókin Hið sanna ástand heimsins. Hér fer á eftir kaflinn um vatnið úr bókinni. í henni er fjallað um umhverfísmál, farið yfír ýmsar fullyrðingar um þau og kannað hvort bær standist. UM 71% af yfirborði jarðar er saltur sjór. Stöðuvötn eru tæplega 0,5% af yfirborði jarðar, þar af er um helmingur ferskvatnsstöðuvötn og ár og fljót eru 2 prómill af umfangi ferskvatnsvatnanna. Það er ljóst að grunnsævi, fljót og vötn eru mun mikilvægari fyrir manninn, einkum vegna þess að þar er mun þéttbýlla en það sýnir enn og aftur hvað sjór- inn er gífurlega stór miðað við allar stærðir sem við erum vön að nota. Olía í sjónum Þegar talið berst að mengun í sjó vitna menn gjarnan í Thor Heyer- dal. Árið 1947 sigldi hann yfir Kyrrahafið í Kon Tiki-leiðangri sín- um án þess að sjá fólk, skip eða sorp vikum saman. í leiðangri sínum yfir Atlantshafið á Ra II árið 1970 sá hann hins vegar „mun fleiri olíu- brákir en fiska“. Af þessu dró Heyerdal þá ályktun að „maðurinn væri á góðri leið með að menga mik- ilvægustu auðlind sína, hina ómetan- legu síu; hafið.“ En hafið er svo óskaplega stórt að áhrif mannsins á það hafa verið merkilega lítil. I sjón- um er meira en einn milljarður millj- arða lítra vatns. Síðasta samantekt Sameinuðu þjóðanna á höfunum hljóðar svo: „Hið opna haf er enn til- tölulega hreint. Lágt blýinnihald, gervi- og líffræðileg efnasambönd og geislavirk efni af mannavöldum mælist víða en eru óveruleg fyrir vistkerfið. Olíubrákir og úrgangur er algengur á siglingaleiðum en það er í augnablikinu þýðingarminna fyrir þær lífverur sem lifa í úthöfun- um. í raun hefur olíubrákunum sem Heyerdal hafði áhyggjur af líklega fækkað mikið. Árið 1985 var talið að 60% af olíumengun sjávar kæmi frá vélum flutningaskipa en 20% væru af völdum skipsskaða þar sem olía rynni í sjóinn og sýnt er frá í sjón- varpi. Um 15% mengunarinnar koma frá náttúrulegri uppgufun á hafsbotni og setefnum úr andrúms- loftinu. Hin „venjulega" olíumengun verður yfirleitt til vegna þess að flutningaskip nota sjó sem kjölfestu þegar þau eru ekki að flytja olíu. þá blandast olíuleifar saman við vatnið sem er losað í sjóinn við komu í höfn. Margir alþjóðlegir samningar hafa verið gerðir í þeim tilgangi að draga úr þessari olíumengun með ágætum árangri. Lögleiddar hafa verið nýjar aðferðir við að hreinsa kjölfestuna, t.d. að nýta sér það að olía og vatn blandast ekki (vatninu er því ein- faldlega dælt út), fjarlægja sem mest af olíuleifum í lestunum (sprauta aila tanka með olíu), bæta hreinsunarbúnað hafna og loks að aðskilja kjölfestutanka. Hin nátt- úrulega olíu„losun“ kemur frá sprungum á hafsbotni sem liggja yf- ir olíulindum. það kemur e.t.v. á óvart en nýting olíulinda hefur dreg- ið úr þrýsingi á margar þessara sprungna og trúlega minnkað þessa náttúrulegu olíulosun. En hvorug þessara orsaka olíumengunar hafa verið rannsakaðar sérstaklega yfir lengra tímabil. Hins vegar liggja fyrir alþjóðleg- ar tölur sem gefa greinargóðar upp- lýsingar um mengun af völdum olíu- slysa um dagana. Mynd 85 sýnir bæði fjölda stórra olíuslysa og sam- anlagt magn olíu sem runnið hefur í sjóinn. Yfir 80% þessarar olíu kemur frá stórum slysum. Á myndinni kem- ur skýrt fram að slysum fer fækk- andi. Fyrir árið 1980 voru um 24 stór slys með mikilli olíumengun á ári en síðan hafa þau verið um 9 á ári. Magn olíu sem farið hefur í sjóinn hefur minnkað frá 318 tonnum í að- eins 116 tonn. Svo virðist sem fækk- un olíuslysa eigi bæði við um Banda- ríkin og Danmörku. En enn verða mestu olíuslysin nálægt landi og hið mikla olíumagn sem fer í sjóinn hef- ur áhrif á dýra- og plöntulíf. Þetta er allt þekkt úr fréttunum; fuglar deyja fyrir framan myndavélarnar, selir, útataðir í olíu og hin fálmkenndu viðbrögð til að hreinsa svæðið til þess að koma í veg fyrir vistfræði- legt stórslys og svo kemur stóri reikningurinn á eftir. Æ fleiri spyrja þeirrar spurningar hvort þessi við- brögð séu peninganna virði. Skýrsla sem lögð var fyrir banda- ríska þingið inniheldur rannsókn á tveimur slysum á borpöllum og fjór- um slysum á olíuflutningaskipum. Skýrslan sýndi að jafnvel þótt sjáv- ardýrin hafi verið hart leikin í byrj- un, hafi „endurreisn tegundanna í langflestum tilfella verið hröð“. Hin- ar vistfræðilegu og efnahagslegu af- leiðingar hafi verið „fremur litlar og varað stutt eftir því sem næst verður komist". Skjrslan bendir á að olía sé náttúrulegt efni og gufi upp á skömmum tíma. Hún brotni niður, bæði líffræðilega og efnafræðilega eða mynda góðkynja tjöruklumpa. í tengslum við útgáfu skýrslunnar spurði hið virta tímarit Science marga vísindamenn um álit þeirra. Sökum umdeilanlegrar umfjöllunar vildu þeir ekki koma fram undir nafni en þeir voru sammála um meg- inboðskap skýrslunnar: að það sé talsvert um ýkt viðbrögð varðandi olíuleka og fjármunirnir sem fara í hreinsun mætti oft nota á aðra og betri staði. Sömu mynd sjáum við þegar við horfum á tvo þeirra staða sem verst hafa farið út úr olíumeng- un: Persaflóa að loknu Persaflóa- stríðinu (Flóabardaga) og Prince William-sundið eftir strand olíu- flutningaskipsins Exxon Valdez þar. Persaflói Þegar Saddam Hussein hörfaði frá Kuwait í Flóabardaga árið 1991 lét hann loka olíuhreinsunarstöð í Kuwait með um 6-8 milljónum tonna af olíu sem þýddi að Persaflói varð stærsta olíumengunarsvæði í heimi. Á næstu tveimur árum gerði ESB ásamt umhverfisnefnd Saudi-Arabíu og yfir 70 vísindamönnum rannsókn- ir á svæðinu til þess að meta og kort- leggja stöðuna. Afangaskýrsla var lögð fram árið 1994 og voru niðurstöður hennar já- kvæðar í grundvallaratriðum. Dýra- líf í Persaflóa „er í mun betra horfi en jafnvel bjartsýnustu sérfræðing- ar höfðu spáð“. Hins vegar var ströndin verr farin en hefur nú „náð sér að mestu“. Efsti hluti sjávarfall- anna hefur orðið mjög hart úti og þar er enn mun minna dýralíf en á Morgunblaðið/Robert Schmidt Vatnið er okkur jarðarbúum lífsnauðsyn, en menn greinir mjög á um það hvort vatnsbúskapnum stafi mikil hætta af mengun af manna völdum. öðrum sambærilegum svæðum en „almennt eru þó augljós teikn um endurreisn og bæði fjöldi og einstak- ar tegundir eru á uppleið". Sjávar- líffræðirannsóknastofa IAEA komst að sömu niðurstöðu árið 1992. Rann- sóknastofan hafði rannsakað olíu í Flóanum og fundið að á aðeins fjór- um mánuðum hafði „olían sem fór til spillis, að mestu brotnað niður“. Við rannsóknir á sjónum komust menn ennfremur að því að þar var ekki að finna meiri olíuleifar en við strendur í Bandaríkjunum og Englandi og minni olíuleifar en í Eystrasalti. Þrátt fyrir að olíumengunin í Persa- flóa væri sú mesta í heimi og kostaði mörg dýr lífið, varð þessi mengun ekki það vistfræðilega stórslys sem menn höfðu óttast og reiknað með. Exxon Valdez Fjórum mínútum eftir miðnætti þann 24. mars árið 1989 strandaði olíuflutningaskipið Exxon Valdez á Prins William-sundi í Alaska. Skipið flutti yfir 1 milljón tonna af olíu. Álls láku 266.000 tonn af olíu í sjóinn sem gerði þetta slys að 20. stærsta olíu- slysi heims frá upphafi. þetta var 25 sinnum minna magn en rann í Persaflóa. Þetta slys hefur orðið tákn um skeytingarlaus fyrirtæki sem hugsa ekkert um umhverfið og valda stórkostlegum vistfræðilegum slysum. Samkvæmt bandarískri rannsókn á meðal ungs fólks er Exxon Valdez „stærsta áhyggjuefni þeirra og þau spyrja sig hvort hægt sé að lifa á jörðinni". Exxon hefur samtals greitt um 8,5 milljarða doll- ara vegna slyssins sem skiptist þannig: 2,1 milljarður til hreinsunar, 1,0 milljarður í skaðabætur til rikis- ins, fjórðungur úr milljarði til sjó- mannanna við sundið og 5,0 milljarð- ar í sekt. Vegna hinna miklu fjármuna sem farið hafa í verkefnið hafa bæði fyrirtækið Exxon og stjórnvöld gert sínar eigin vísinda- legu rannsóknir á afleiðingum slyss- ins. Svokallaður Trustee-sjóður stjórnvalda stýrir um 900 milljónum dollara frá Exxon til endurreisnar á svæðinu. Þar eð þessi hópur fær 100 milljónir dollara aukalega ef hann finnur fleiri skaða af völdum olíunn- ar fyrir árið 2006 er ljóst að mat þeirra er ekki það bjartsýnasta. Árs- skýrsla Trustee-sjóðsins fyrir árið 1997 metur tjónið og framtíðarhorf- ur. Þar kemur fram að olían sem rann í sjóinn hafi kostað 300 seli líf- ið, 2.800 sæotra, 250.000 fugla og e.t.v. 13 háhyrninga. Þetta hljómar náttúrulega mjög mikið en segir okkur ekki mikið nema við setjum það í samhengi við eitthvað. 250.000 fuglar er há tala en til samanburðar má nefna að í Danmörku drepst ár- lega um 1 milljón fugla í umferðinni. Þá er farið yfir stöðuna meðal ein- stakra tegunda og það er ljóst að þar er ekkert vistfræðilegt hrun í nánd. Sæotrarnir „bjarga sér fyllilega" þrátt fyrir að enn eigi þeir mjög erf- itt uppdráttar á ákveðnum svæðum í vestanverðu sundinu. Um 13% sela drapst við slysið og hnignun í stofn- inum sem hófst árið 1973 hefur hald- ið áfram. Hvíthöfða haförninn hefur náð flugi á ný. Háhyrningum fer hugsanlega fækkandi af völdum slyssins en 9 árum eftir slysið er það þó óljóst. Kyrrahafssíldin var sterk þar til árið 1992 að stofninn hrundi. I kjölfarið fylgdu ásakanir um að þar væri slysinu um að kenna. Nú er vit- að að þarna var um að ræða vírus og sveppasmit en hugsanleg ástæða er að stofninn hafi orðið viðkvæmari vegna álags í kjölfar slyssins og það gæti e.t.v. verið afleiðing af strandi Exxon Valdez. Þá eru nefndar fleiri tegundir sem hafa náð sér en aðrar ekki eins vel. Heildarmyndin er þó sú að tjónið er viðunandi lítið. I árs- skýrslunni er ekki getið neinnar nið- urstöðu en Scientific American hef- ur tekið viðtal við marga vísindamennina frá Trustee-sjóðn- um um endurreisnina. Ernie Piper frá umhverfisráðuneyti Alaska seg- ir: „Vistkerfið er mun harðgerðara en við héldum að það væri. Þó má enn sjá miklar afleiðingar slyssins og hreinsunarinnar sem ekki vilja hverfa." Robert Spies, leiðtogi vís- indamannanna, segir: „Ég tel að heildarmyndin hafi batnað - en það eru enn ýmis sjónarmið á lofti; það fer allt eftir því um hvað er talað.“ Aðrii- vísindamenn era skýrari í máli sínu. John Wiens frá Háskólanum í Colorado segir að „nú sé Ijóst að sjófuglastofninn hafi ekki hranið við slysið“ og að „það líti nú út fyrir að olíulekinn hafi haft fáar varanlegar afleiðingar fyrir fugla eða eyðilagt stofna.“ Edward Gilfillan sem fram- kvæmdi hinar stóru, vísindalegu rannsóknir á afleiðingum slyssins, segir að „þegar árið 1990 hafi 73- 91% af svæðinu verið endurreist". Það kemur meira á óvart að opinber- ar rannsóknir frá NOAA sýna að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.