Morgunblaðið - 05.08.2000, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
LAUGARDAGUR 5. ÁGÚST 2000 13
Sementsverksmiðjan hf. fær viðurkenningu frá Lögfgildingarstofunni
Uppfyllir skilyrði um ör-
yggisstjórnun rafmagns
NYLEGA fékk Sementsverksmiðj-
an hf. á Akranesi viðurkenningu
frá Löggildingarstofu sem stað-
festir að verksmiðjan starfrækir
innri öryggisstjórnun sem uppfyllir
skilyrði laga nr. 146/1996, um
öryggi raforkuvirkja, neysluveitna
og raffanga. Sementsverksmiðjan
ásamt íslenska álfélaginu eru
fyrstu iðjuverin á Islandi er öðlast
slíka viðurkenningu.
Tilgangur með uppsetningu
öryggisstjórnunarkerfis rafmagns-
mála er að tryggja öryggi raforku-
virkja og rekstur þeirra sem frek-
ast er unnt. í ofangreindum lögum
er gerð krafa til þess að ábyrgðar-
menn raforkuvirkja rafveitna og
stóriðjuvera komi sér upp slíku
kerfi. Að sögn Gunnars H. Sigurðs-
sonar, deildarstjóra framleiðslu og
viðhalds Sementsverksmiðjunnar,
er öryggisstjórnunarkerfi hennar
byggt í anda gæðastaðalsins ISO
9000 og sem viðbót við gæðakerfi
fyrirtækisins.
Öryggisstjórnunarkerfið er upp-
byggt af starfsmönnum Sements-
verksmiðjunnar, en Gunnar H.
Guðmundsson, verkfræðingur njá
Ráðgarði hf. annaðist fræðilega
ráðjöf. Ábyrgðarmaður rafveitu er
Gylfi Karlsson rafvirkjameistari.
Hann hefur skilgreint hvernig
öryggi verði tryggt í starfsemi raf-
veitu fyrirtækisins með eftirfar-
andi hætti: Sementsverksmiðjan
hf. mun starfrækja virkt öryggis-
stjórnunarkerfi við stjórnun raf-
magnsmála sem uppfyllir kröfur
gildandi reglugerða og Löggilding-
arstofu um skoðun raforkuvirkja.
Kerfið er byggt í anda gæðastjórn-
unar og er hluti af gæðakerfi fyrir-
tækisins.
Sementsverksmiðjan hf. leitast
við að tryggja öryggi eigin raf-
orkuvirkja, halda góðri stöðu og
viðhalda henni með því að fylgja
ávallt gildandi reglugerðum við
viðhald, breytingu og uppsetningu
raforkuvirkja: Lögð verður áhersla
á öguð og vönduð vinnubrögð.
Langtímaáætlanir
um skoðanir
Gæðaáætlun segir til um hvernig
staðið er að skoðunum raforku-
virkja. Vinnuferlar og eftirlitsferl-
ar eru skilgreindir í verklagsregl-
um, en haldið er utan um
verkbeiðnir og verkseðla í við-
haldskerfi fyrirtækisins. Útbúnar
hafa verið langtímaáætlanir um
skoðanir á búnaði og yfir endur-
nýjun og viðhald hans. I þjálfunar-
hluta kerfisins hafa kröfur til
kunnáttu manna verið skilgreindar
og starfsmenn samþykktir til
Frá lokaúttekt á öryggisstjórnunarkerfi Sementsverksmiðjunnar hf.
Efri röð frá vinstri: Kristján Guðmundsson rafiðnfræðingur SV, Gunnar
H. Sigurðsson deildarstjóri SV, Trausti H. Ólafsson deildarverkfræð-
ingur Löggildingarstofu, Kjartan Jóhannsson rafiðnfræðingur Frum-
herja, neðri röð frá vinstri: Bragi Ingólfsson gæðastjóri SV, Gylfi Karls-
son ábyrgðarmaður rafveitu SV og Örvar Ármannsson tæknistjóri
rafmagnssviðs Frumherja.
starfa. Útbúnar hafa verið við-
bragðsáætlanir vegna hugsanlegra
óhappa. Starfsmenn hafa aðgang
að vinnulýsingum en í þeim er að
finna leiðbeiningar um hvernig
leysa á úr vandasömum verkum.
Þá hafa verið útbúnar áætlanir um
innri úttektir á öryggisstjórnunar-
kerfi, en viðhald og endurnýjun
þess er á ábyrgð deildarstjóra.
Vélarstærð
1800 cc
Hestöfl ABS Loftpúðar Hnakkapúðar CD Hátalarar Lengd I
112 j 2 5 j 4 4,60 m
Verð frá
1.659.000 kr.
Peugeot 406 er aðlaðandi bifreið hvernig sem á hana er litið. Sumir heillast af
frábærum aksturseiginleikum, aðriraf fágaðri útlitshönnuninni og öryggi bílsins
er í margra augum það sem skiptir mestu máli. Peugeot 406 er stór bíll á verði
smábíls, - kjörgripur á hjólum.
Gunnar Bernhard ehf.
vatnagörðum 24 • s. 520 1100
Sýningar og prufubílar eru einnig á eftirtöldum stöðum: Akranes: Bílver s. 431 1985, Akureyri: Bílasala Akureyrar s. 461 2533
Vestmannaeyjar: Bílaverkstæðið Bragginn s. 481 1535, Keflavík: Bílavík ehf. s. 421 7800.
PEUGEOT