Morgunblaðið - 05.08.2000, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 05.08.2000, Blaðsíða 46
46 LAUGARDAGUR 5. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. ÁGÚST 2000 47 STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Arvakur hf., Reykjavík. Framkvœmdastjóri: Hallgrímur B. Geirsson. Ritstjórar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. AÐGÁT SKAL HÖFÐ TUGÞÚSUNDIR íslendinga raunu, ef að líkum lætur, safnast saman á hinum ýmsu útihátíðum um land allt um þessa helgi, með það að markmiði að skemmta sér og eiga glaðan dag. Vonandi er að vel takist til og menn snúi heim á nýjan leik, í helgarlok, sáttir og sælir. Líklega verða flestir úthátíðagest- ir ungt fólk, eins og reynslan sýnir. Þótt mikill meirihluti þeirra sem sækja útihátíðir um verslunarmanna- helgi sýni óaðfinnanlega hegðun og ábyrga er ávallt einhver hópur, sem ekki er hægt að segja sömu sögu um. Einhverjir lenda í því að slást og efna til illinda, aðrir drekka frá sér ráð og rænu. Hvoru tveggja hefur verið einkenni á útihátíðum á Islandi svo lengi sem menn muna. En til við- bótar hefur komið neyzla og sala fíkniefna, sem veldur því að það er enn meira áhyggjuefni en ella fyrir foreldra að leyfa börnum á unglings- aldri að sækja slíkar samkomur. Hér skal hvatt til hófstillingar, þannig að hægt verði gengið um gleð- innar dyr og aðgát höfð í nærveru sál- ar. Vonir standa til þess að sem fæst- ir unglingar lendi í ógöngum um þessa helgi, þar sem foreldrar, áhugasamtök um vímuefnavarnir og hvers konar forvarnir hafa unnið mikið og gott forvarnastarf fyrir þessa helgi. Hafa margir tekið höndum saman og hvatt til þess að unglingar verði ekki á skipulögðum útihátíðum, án þess að vera í fylgd með foreldrum sínum eða öðrum fullorðnum, sem ábyrgjast þá. Undir þetta hafa skipu- leggjendur útihátíða tekið, þannig að líkast til verða unglingar undir átján ára aldri hvergi einir á ferð, á þessum hátíðum, utan þjóðhátíðarinnar í Vestmannaeyjum. Þessi jákæða þróun bendir til þess að æ fleiri ábyrgðarmenn ungling- anna séu að vakna til vitundar um þær hættur sem geta leynst á útihá- tíðunum og gera sér þar af leiðandi grein fyrir því hversu ábyrgðarlaus hegðun það er, að leyfa óhörðnuðum unglingum að fara einir á útihátíðir, þar sem þeir verða jafnvel sölumönn- um dauðans og öðrum ofbeldisseggj- umað bráð. Abyrgt foreldri segir nei við ung- linginn sem biður fararleyfis og ávinnur sér tímabundnar óvinsældir. Málið er ekki flóknara en svo og því er valið einnig einfalt. Það er ástæða til að gera mun stíf- ari kröfur til þeirra, sem standa fyrir útihátíðum en gerðar hafa verið fram til þessa. Það á ekki að vera hægt að fá leyfi til slíkra hátíðahalda nema hreinlætisaðstaða sé í fullkomnu lagi. Öryggisgæzla verður líka að vera með þeim hætti, að hún sé raunveru- leiki en ekki sýndarmennska. Þess verður líka að gæta, að ekki sé gengið of nærri náttúru landsins, þar sem hátíðir þessar fara fram. Það er ekk- ert óeðíilegt að kostnaður við þetta aðhald endurspeglist í því verði, sem sett er upp fyrir aðstöðu og þjónustu. Það getur m.a. átt þátt í því að þjóðin safnist ekki saman á of fáa staði um þessa helgi. ÞORGEIRSKIRKIA Á UÓSAVATNI NÝ KIRKJA á Ljósavatni í Suður- Þingeyjarsýslu verður vígð á morgun, sunnudag. Hún verður nefnd Þorgeirskirkja og dregur nafn sitt af Þorgeiri Ljósvetningagoða, þeim manni í sögu lands og þjóðar, sem einna mestur ljómi stafar af, enda var það hann, sem kvað upp þann úrskurð á Þingvöllum fyrir eitt þúsund árum, að einn siður skyldi ríkja í landinu, kristni. Kirkjan er reist í tilefni kristnitök- unnar og til minningar um Þorgeir, sem reisti fyrstu kirkjuna á Ljósa- vatni. Ljósavatnssókn reisir kirkjuna, sem verður safnaðarkirkja, en stærstur hluti kostnaðarins er greiddur úr ríkissjóði og öðrum opin- berum sjóðum, enda hefur svo lítil sókn ekki fjárhagslegan styrk til að bera kostnaðinn ein. Formaður sókn- arnefndarinnar, Þórhallur Bragason í Landamótsseli, hefur látið svo um- mælt um byggingu Þorgeirskirkju: „Það er nú hugmynd flestra, að kirkjan eigi eftir að þjóna stærra svæði að einhverju leyti þegar fram líða stundir. Einnig vegna tilefnisins lítum við á kirkjuna sem þjóðar- kirkju, enda hefur þjóðin lagt fram fjármagn til byggingarinnar. Mín skoðun er sú, að þetta verði talin ein af höfuðkirkjum landsins, sem þjóðin öll eigi og geti notað.“ Þetta er sannarlega rétt hjá for- manni sóknarnefndar. Það er við hæfi, að kirkja helguð minningu Þor- geirs Ljósvetningagoða og kristni- töku 1 landinu verði þjóðarkirkja. FOÐRIÐ ✓ IBÚI við Tjörnina var með rétt- mæta ábendingu um fuglalífið við Tjörnina, hér í Morgunblaðinu í fyrradag. í máli hans kom fram að mjög hafi þrengt að fuglalífinu við Tjörnina á síðustu árum og að fugl- arnir beinlínis svelti, eftir að borgar- yfirvöld hættu að fóðra þá árið 1997. Hvatti hann til þess að borgaryfir- völd fóðri fuglana og komið verði í veg fyrir að andarungarnir verði varg- fugli að bráð. Tjörnin, lífið við hana og á henni og umhverfi hennar allt, er ein af perlum FUGLANA miðborgar Reykjavíkur, sem hirða ber af kostgæfni og alúð. Þangað sækir mikill fjöldi dag hvern, allan ársins hring. Foreldrar, afar og ömm- ur koma með ungviðið, til þess að gefa öndunum. Það er einfaldlega hluti af því að vera barn í Reykjavík, að fara niður að Tjörn og gefa öndunum. Morgunblaðið tekur undir þau sjónarmið að hirða beri vel um Tjörn- ina og umhverfi hennar og standa vörð um fuglalífið á og við hana. End- urnar hafa orðið að láta undan síga fyrir ágangi máva og það er skaði. Sjónvarpsstöð sem sendir út efni á gelísku sækir í sig veðrið á Irlandi Ætlað að hjálpa til við að stöðva hnignun tungunnar Engin sátt ríkir um stöðu tungumálsins í sjálfsmynd fra. Morgunblaðið/Porkell Gelískan hefur átt und- ir högg að sækja á ír- landi þrátt fyrir að vera formleg þjóðtunga landsins. Davíð Logi Sigurðsson kynnti sér umræður um málvernd * á Irlandi. Málverndarsinn- AR á írlandi binda nú talsverðar vonir við að hnignun gelískunnar meðal írsku þjóðarinnar verði stöðvuð með tilkomu nýi'rar sjón- varpsstöðvar, TG4, en stór hluti af efninu sem þar er sjónvarpað er á gelísku. Stöðin var sett á laggirnar árið 1996 og er nú ein þriggja sjónvarpsstöðva sem reknar eru af írska ríkinu. Henni hefur smám saman vaxið ásmegin eftir skrykkjótta byrjun en margir gagnrýndu í upphafi að hefja ætti rekstur á sjónvarpsstöð sem flytja myndi efni á tungu sem fæstir íra skildu eða kærðu sig yfir höfuð um að nota. Það hljómar nokkuð þversagn- arkennt að Irar skuli hafa ákveðið að taka sjónvarpið í sínar þarfir til að vernda hina fornu írsku þjóðt- ungu enda nokkuð óumdeilt að miðillinn hafi í gegnum tíðina styrkt stöðu hins enskumælandi menningarheims á Irlandi sem víð- ar. TG4, sem þar til í fyrra hét „Teilifis na Gaeilge", hefur engu að síður náð talsverðum vinsældum, nú horfa um 2% landsmanna á hana og hún nær til um 650 þúsund manna á degi hverjum, að sögn aðstandenda stöðvarinnar. Áhorfið er kannski ekki ýkja mikið miðað við allt og allt en hafa verður í huga að TG4 á ekki aðeins í sam- keppni við hinar írsku sjón- varpsstöðvarnar tvær, RTÉl og Network 2, heldur alla flóru breska sjónvarpsmarkaðarins (BBC, ITV, Channel 4 og Sky, svo eitthvað sé nefnt). Málverndarsinnar eru að vísu tregir til að draga of miklar álykt- anir af hóflegri velgengni TG4 - sem hefur lagt áherslu á ferskleika í dagskrá sinni og blöndu menn- ingarefnis á gelísku og Hollywood- bíómynda á ensku - minnugir þess að tungan hefur verið í stöðugri hnignun undanfarin tvöhundruð ár þrátt fyrir margvíslega viðleitni stjórnvalda til að hefja hana til vegs og virð- ingar á þessari öld. Eru málverndarsinn- ar jafnframt tregir til að leggja of mikinn trúnað á tölur úr manntali sem gert var árið 1996 og sýndi að 43% íra töldu sig geta bjargað sér á gelísku, en það er aukning um 12% frá því í manntalinu 1991. Benda þeir á að fæstir þeirra sem telji sig skilja gelísku noti hana að nokkru marki og jafnframt hafa þeir áhyggjur af því að í þeim byggðum á vesturs- trönd írlands þar sem írskan hefur verið notuð manna í millum hnign- ar henni nú samkvæmt manntal- inu. írskan gjarnan álitin tungu- mál fortíðar og fátæktar Gelískan er opinber þjóðtunga írlands, hefur verið það frá því Ir- ar fengu fullveldi frá Bretum árið 1922 og er m.a. skyldufag í öllum skólum landsins. Engu að síður er hún ekki töluð nema á tilteknum og afmörkuðum svæðum sem flest eru vestarlega á eyjunni - svæðum sem kölluð eru „Gaeltacht". Er tal- ið að um þessar mundir noti u.þ.b. 20 þúsund manns á þessum svæð- um gelískuna daglega. Gaeltacht-svæðin hafa fram að þessu verið landbúnaðarsvæði og í hugum margra varðveitt hina „raunverulegu" írsku menningar- arfleifð, svo sem sveitasæluna, þjóðlagatónlistina, tunguna og sjálfsþurftarbúskap kotbændanna. Með uppgangi á írlandi undan- farin ár sem ekki síst sér stað í ferðaþjónustu hafa hins vegar átt sér stað breytingar á Gaeltacht- svæðunum (Connemara vestur af Galway er þeirra stærst og vinsæl- ast), ekki síður en í höfuðborginni Dublin. Nýríkir höfuðborgarbúar hafa keypt sumarhús á Gaeltacht-svæð- unum, þar verður ekki lengur þverfótað fyrir ferðamönnum og þeir heimamenn sem nú hafa snúið til baka eftir kreppu níunda áratugarins hafa oftar en ekki tekið með sér enskumælandi maka. Allt stuðlar þetta að því að helsta vígi gel- ískunnar - það svæði sem hefur tryggt að tungan hafi ekki hreinlega dáið út - á nú einnig undir högg að sækja. Vandamálið er að vísu gamal- kunnugt. AJlt frá því um 1800 hef- ur gelískunni verið að hnigna. Tal- ið er að a.m.k. helmingur allra barna á írlandi hafi við upphaf nítjándu aldar talað tunguna reip- rennandi. Þessi tala hefur senni- lega verið enn hærri 30 árum áður en á fyrstu 30 árum nítjándu aldar hnignaði henni hins vegar umtals- vert. Þegar leið á þriðja áratug ald- arinnar var hnignunin orðin varan- leg og hröð. Sjá menn hungur- sneyðina miklu 1845-1849 síðan sem vendipunkt en ekki aðeins lést þá milljón manna heldur þurfti annar eins fjöldi að flytja á brott til nýja heimsins eða yfir til Bret- lands og urðu brottflutningar framvegis varanlegir í samfélaginu á Irlandi. Talið er að níu milljónir manna hafi búið á írlandi snemma á nítjándu öld en um 1990 voru íbúar írlands og Norður-írlands hins vegar samanlagt aðeins rúm- lega 4,5 milljónir. Undanfarin ár hefur þeim loks tekið að fjölga að nýju. Afleiðingar þess að brottflutn- ingar urðu varanlegir meðal íra urðu m.a. þær að foreldrar tóku að búa börn sín undir það að a.m.k. hluti þeirra yrði að reyna fyrir sér vestur í Bandaríkjunum, í Ástralíu eða á Bretlandi. Enska var þjóð- tunga allra þessara landa og því sneri fólk einfaldlega baki við gel- ískunni, hún var tungumál fortíðar og fátæktar en enskan lykillinn að framtíðinni og farsæld í lífinu. Umdeilt tákn írsks þjóðernis Eins og aður segir hefur ferða- þjónusta á írlandi tekið mikinn kipp á undanförnum árum. Gífur- legur áhugi hefur reynst vera á írskri þjóðmenningu með áherslu á tónlist, dansa og bókmenntir. Eig- endur verslunarhúsa og veitinga- staða halda arfleiðinni á lofti og margir íbúanna hafa tekið upp hjá sjálfum sér að leggja rækt við fornar hefðir. Þetta þýðir hins vegar ekki að írskan sé eða verði nokkurn tím- ann raunveruleg þjóðtunga íra á ný. Raunar hefur verið stöðug um- ræða um stöðu tungunnar á opin- berum vettvangi á undanförnum árum, m.a. í lesendadálkum dag- blaðanna, og sýnist sitt hverjum. Dálkahöfundar eins og þeir Kevin Myers og Fintan O’Toole hjá dagblaðinu The Irísh Times hafa haldið uppi herferð gegn því sem þeir telja hræsni í þjóðarsál- inni, út í hött sé að halda á lofti þjóðtungu sem alls ekki sé þjóð- tunga í raun og veru. Nær sé að sætta sig við stað- reyndir málsins og snúa baki við þeirri stefnu að reyna að þvinga tunguna upp á fólk (eins og margir telja að stjórnvöld hafi gert frá árinu 1922 til að endurheimta þetta þjóðernistákn, þetta tákn sjálfstæðrar írskrar þjóðar). Tungan verði aldrei sameiningar- tákn írskrar þjóðar og réttast sé að sætta sig við þá staðreynd. Aðrir hafa haldið uppi vörnum fyrir tunguna, viðurkenna að vísu að hún taki ekki við af enskunni sem samskiptatæki mikils meirihluta íra, en að full ástæða sé til að styðja eins vel við bakið á henni og mögulegt sé. Segja þeir að þar skipti tungan sjálf ekki aðeins máli heldur einnig sú menn- ing sem henni fylgir og sá blær sem hún gefur írsku þjóðlífi. Þar vísa menn til bæði manna- og staðarnafna, sem oft bera gelískan keim, og þá hrynjandi sem þeir telja að fylgi tungunni og skili sér m.a. í verkum írskra ljóðskálda á enskri tungu. Móðgast sumir sárlega þegar því er haldið fram að málverndar- stefnan eigi einungis rætur að rekja til þess að Irar hafi samviskubit yfir að hafa glatað tungu sinni, og segja staðreyndina vera þá að gelískan geti vel lifað samhliða ensku sem fullgildur samskiptamáti á Irlandi (en þó samskiptamáti minnihlut- ans). Ákveðin sjálfsblekking um stöðu tungunnar nauðsynleg? Einn þeirra sem fjallað hafa um afdrif tungunnar, fræðimaðurinn Reg Hindley, sem árið 1990 sendi frá sér bókina The Death of the Ir- ish Language: A qualified ohitu- ary, viðurkenndi fúslega að írskan væri að deyja. Spurningin væri einungis hvort sú kynslóð sem nú væri að alast upp í Connemara og annars staðar á Gaeltacht-svæðinu væri sú síðasta sem notaði hana til daglegs brúks eða hvort ein kyn- slóð til viðbótar sigldi í kjölfarið. Hindley kvaðst hins vegar telja að ef menn vildu verja tunguna fyrir algeru falli væri tiltekin sjálfsblekking um stöðu hennar í raun nauðsynleg. Köld raunhyggja í þessum efnum myndi valda enn hraðari hnignun en ella. Hvað sem því líður vilja írsk stjórnvöld ekki lifa í algeru myrkri hvað þetta varðar og hafa nú nýverið skipað nefnd sem hefur það hlutverk að svipta hulunni af raunverulegri stöðu gelískunnar á Gaeltacht-svæðunum. í framhaldi er síðan ætlunin að leita leiða til að efla daglega notkun hennar á þess- um svæðum á nýjan leik. Niðurstaðan gæti vissulega orð- ið mönnum áfall en hitt er þó ekki útilokað að hún veki einhverjar vonir um að hægt sé að snúa vörn í sókn. Horfa menn m.a. til tilkomu TG4 í þessu sambandi eins og áður hefur komið fram. Vekur það þrátt fyrir allt ánægju málverndarsinna hversu vel TG4 hefur tekist að kveikja áhuga yngra fólks á því efni, sem stöðin hefur á boðstólum. Ennfremur horfa menn til þess að um leið og áhrif alþjóða- væðingar aukast með hverju árinu sem líður (ekki síst á írlandi, þar sem bylting hefur átt sér stað og þar sem finnast sumir helstu stuðnings- manna Evrópusamrunans) hefur áhersla á hið staðbundna náð að festa rætur. Evrópusambandið stendur t.d. fyrir fjölda verkefna sem eiga að styðja við bakið á tungumálum í Evrópu og á Netinu er nú rekin öflug upplýsingaþjón- usta (www.eurolang.net) um ýms- ar tungur sem eiga undir högg að sækja. Allt gefur þetta til kynna að þó að gelískan verði aldrei aftur þjóðtunga íra eigi að vera hægt að halda uppi lágmarksvörnum til að hún deyi ekki endanlega út. And- stæðingar tungunnar láta sig það reyndar litlu varða hvað verður um tunguna, en sennilegt má þó telj- ast að djúpt í hjarta sínu ali írar þá ósk að tungan nái alltént að lifa af. Hnignar nú einnig á Gaeltacht- svæðunum Nefnd skipuð til að kanna stöðu tungunnar Ogþá erkomið að Guernica, þekktasta málverki aldarinnar. Listasafn sem býður upp á slíkt verk er ekki á flœðiskeri statt. ELEAIS GUERNICA - Picasso latik við hana 1937 en hún átti sér langan aðdraganda og mörg upþköst. 8. maí, itiánudagur Fórum í Nýlistasaínið í Madr- id, sáum fastasýninguna sem er bæði yfirgripsmikil ogeftir- minnileg; þó misjöfn. Ég hygg Miro séu gerð bezt skil, bæði hvað snertir spanskgrænar járnmynd- ir hans ogmálverk. Höggmynd- imar eru einskonar hálfmyndir úr veruleikanum; túlka afskræm- ingu síðustu aldar með sama hætti og ógnlegar myndir Saura sem var fæddur á Spáni 1930 og vann afskræmingu sína með hlið- sjón af súrreahsma; svo að ekki sé talað um þá afskræmingu sem einatt birtist í myndum Rcassos en hann var margir málarar og gat allt sem hann vildi, en hann vildi bara sumt. Dali-safnið er nokkuð gott, ekki sízt fyrir þá sök að maður kemst að raun um það sem maður ætti að vita, að það var ekki til neinn einn Dali. Þeir eru margir á ferðinni í eldri myndum hans og þar bregður einnig fyrir eldri málm-um. Það var einnig eftirminnilegt að standa andspænis óhugnaði Francis Bacons og skoða það liggjandi mannhrak sem bar fyrir augu, en andspænis því litaupp- lyfting Asgers Jorns, frægasta málara Dana og þekktasta cóbra- málarans en þar áttu þeir Svavar Guðnason samfylgd, eins og kunnugt er - en Henry Moore á næstu grösum. Litagleði Joms með örvæntingarfullum andlitum stakk í stúf við flest eða nánast allt sem þarna var að sjá. En kannski vom tvær eða þijár myndir eftir Juan Gris (1887- 1927) hvað áhrifamestar - og þá helzt gítarmyndimar; sterkar í formi og mjúkar í lit. Það er eitt- hvað af Braque á næstu grösum í sumum myndanna - og kemur ekki á óvart. Lítið að gerast í popplistinni og nýlistina skortir leiðsögn, held ég; nýjan meistara sem getur vísað veginn inní meiri veizlu en uppá er boðið; sumt minnir á brotajárn, annað byggir allt á hugmynd sem ekki er útfærð. Fáar þessara mynda hrifu mig, því miður, og ég velti því fyrir mér þegar ég kom að hönnunarlistinni hvort nýlistin eigi ekki miklu skæðari keppinaut í henni en menn gera sér almennt grein fyrir. Henni em gerð mjög góð skil í Nýlistasafninu í Madrid, þar er sýnd alls kyns hönnun og felld skipulega inní hvem áratug. Maður getur þannig séð sögu okkar og áhugaefni með því að ganga um þessa 20. öld, engu lík- ara en þessi þáttur hafi tekið við af gömlum höllum og kii’kjum. Þama em einnig tölvumyndir, alls kyns sjónvarpslist og annað í þeim stál. Sérstök sýningardeild fjallar um kvikmyndir Bunúels og þar era sýndar kvikmyndir eftir RETRATO 1938 - eftir Joan Miró. hann og Dali. Það er afar hnýsi- legt og ég sá að áhugi fólks var meiri á þessari deild en nýlistinni. Þarna sá ég forsíðuna á E1 Pais sem þýzkur hönnuður, Gáde, gerði 1976 og breytti þannig af- stöðu Spánverja til útlitshönnun- ar dagblaða; öll stafagerð t.a.m. í samræmi við efni og umgjörð. Ég þarf að tala um þetta við Arna vin minn Jörgensen, þegar heim kemur. Það var áreiðanlega mikið spor í hönnunarlist þegar Tryggvi Magnússon teiknaði Morgun- blaðshausinnog útlit Morgun- blaðsins ber Áma og hstrænu handbragði hans fagurt vitni. Á sínum tíma talaði ég oft við Dieter Roth um uppsetningu og stafagerð en hann hafði einhver áhrif í þeim efnum, meðan hann dvaldist heima. Hugmyndir hans voru samt of róttækar fyrir borg- aralega fastheldni Morgunblaðs- ins. Og þá er komið að Guernica, þekktasta málverki aldarinnar. Listasafn sem býður upp á slíkt verk er ekki á flæðiskeri statt. Hvað á maður að segja þegar staðið er fyrir framan slíkt verk? Ekkert! Maður horfir bara þegj- andi og reynir að lesa í myndmál- ið. En hvað? Um hvað fjallar þessi mynd? Örvæntingu og grimmd, að sjálfsögðu. Grimmdaræði styijaldar, örvæntingu fórnar- lambanna. Af andlitum þeirra má sjá að örvæntingin beinist að himninum. Það er táknrænt; gegn þeim sem létu sprengjumar rigna yfir litla spánska bæinn Guemica og þá líklega einnig einhvers kon- ar von um líkn frá þessum sama himni. Myndin er að mestu máluð í gráu, hjálmgráum lit nazismans. Stríðshestur og baslandi blóm við hóftungu hans, naut - er furða þótt nautinu blöskri? hefði Kjar- val spurt. Picasso lauk við Guemica 1937 en hún átti sér langan aðdrag- anda og mörg uppköst. Hann hafði alla tíð verið hugfanginn af baráttu manns og dýrs, hafði teiknað hálftnenni í hestsmynd, eða mínótára sem hægt er að sjá í EL PAIS - forsíða. listasafninu í Genf og nautaatið var honum í blóð borið. Guernica fjallar a.m.k. öðram þræði um baráttu manns og skepnu. En hvað sagði hann sjálfur um myndina? Þegar hann 1947 var orðinn þreyttur á vangaveltum sérfræðinga um inntak myndar- innar, lýsti hann þessu yfir; En þetta naut er naut og þessi hestur er hestur, þama er einhvers kon- ar fugl einnig, kjúklingur eða dúfa, ég man ekld nákvæmlega hvort er þarna á borðinu. Og þessi kjúklingur er kjúklingur, að sjálfsögðu era þetta táknmyndir. Síðan segir Picasso að táknin séu ekki hlutverk listamannsins. Það væri þá alveg eins gott fyrii' hann að skrifa þau niður eins og að mála þau: áhorfendur sjá í hest- inum og nautinu táknmyndir sem þeir skíra eins og þeir skilja þær. Þarna era nokkur dýr, já, hann segir að þarna séu fórnardýr, hann hafi ekkert um þetta annað að segja. Fólldð sjálft verður að sjá það sem það vill sjá. Þetta er skýring höfundarins á frægasta málverki samtímans! Á leiðinni að hótelinu gengum við fram á fjöldafund við ráð- hústorgið, þar var margt manna og ég hef sjaldan eða aldrei séð jafn marga vopnaða lögreglu- menn samankomna á einum stað. Á mótmælaspjöldunum stóð ETA-NO, þ.e. nei við hryðju- verkamönnum Baska sem myrtu blaðamann við E1 Mundo í gær, því blaðið hefur skrifað af hörku gegn þessum terror. Og í dag era öll blöð full af þessu morði; myndir, frásagnir; grátandi kona; syrgjandi fólk. Sem sagt: maí 2000; Guernica í samtímalífi Spánveija. Þannig fylgir Guemica manninum á þess- ari löngu ferð hans úr einum helli í annan. Ástæðan er sú að honum hefur aldrei tekizt að hemja skepnuna í sjálfum sér. Baráttan milli manns og skepnu heldur því áfram og engu líkara en himnarn- ir hafi ekkert um það að segja. Barátta milli manns og skepnu - í manninum sjálfum. M. Dagbókarblöð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.