Morgunblaðið - 05.08.2000, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 05.08.2000, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 5. ÁGÚST 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Umhverfissinnar á ferð um Island heillaðir af landinu Morgunblaðið/Rúnar Þór HcSpurinn staddur á Akureyri; Ingibjörg Guðrnundsdóttir ieiðsögumaður er lengst til vinstri á myndinni. Vinna sjálfboðavinnu í þágu umhverfisins Bill Sheckett og Kathryn Hannay. Umhverfissamtökin Sierra Club beita sér fyrir umhverfísvernd innan sem utan Banda- ríkjanna. Meðlimir eru um 550 þúsund. Hópur á vegum samtakanna hef- ur ferðast um ísland síðustu daga. FIMMTÁN manna hópur frá Sierra Club, sjálfstæðum umhverfissam- tökum, er nú á ferð um ísland. Sam- tökin eru bandarísk en nokkrir meðlimir þeirra eru frá Kanada og Bretlandi. Þau hafa höfuðstöðvar í San Francisco en beita sér fyrir um- hverfísvernd jafnt utan Bandaríkj- anna sem innan þeirra. Hópar á vegum samtakanna hafa ferðast vítt og breitt um Bandaríkin og einnig til fjölmargra annarra landa. Hópurinn hefur ferðast hér á landi á vegum ferðaskrifstofunnar Landnámu, en sú ferðaskrifstofa hefur sérhæft sig í s.k. grænum ferðum, með áherslu á virðingu fyrir umhverfinu. Morgunblaðið hitti tvo af forsprökkum ferðar Sierra Club hér á landi og fræddist um samtök- in, áhuga þeirra á Islandi og skoðan- ir þeirra á umhverfísmálum. Áhugavert land Bill Sheckett er helsti forsprakki ferðarinnar hingað til lands. Hann hefur skipulagt fjölda ferða fyrir samtökin og þegar hann kom í fyrsta sinn hingað til lands á síðasta ári, ákvað hann að hingað vildi hann koma með hóp frá Sierra Club. „Ég kom hingað til lands á síðasta ári og fannst landið strax mjög áhugavert. Ég hitti þá Ingibjörgu Guðmundsdóttir, sem er einmitt leiðsögumaður okkar í þessari ferð, og hún fór með mig á Þingvelli og að Gullfossi og Geysi. Ingiveig Gunn- arsdóttir frá Landnámu hitti mig einnig í Seattle, þar sem ég bý, og við pkipulögðum þessa ferð. Þetta er fímmtán manna hópferð þar sem yngsti þátttakandinn er 26 ára og sá elsti er rúmlega sjötugur," sagði Bill. Kathryn Hannay hefur stýrt þjónustuhópum á vegum Sierra Club. Þeir fara þá á milli staða og vinna ýmis verk í þágu umhverfisins í sjálfboðavinnu. „Það er til skoðun- ar að ég komi aftur hingað til lands með þjónustuhóp. Það yrði hugsan- lega í nánustu framtíð en slíkt verk- efni krefst mikillar skipulagningar. Við höfum átt í viðræðum við Ragn- ar í Skaftafelli um að við myndum vinna einhver verkefni í þjóðgarðin- um þar og ég er bjartsýn á að það verði að veruleika,“ sagði Kathryn. ísland á krossgötum í umhverfismálum Eins og áður segir eru Sierra Club afar stór umhverfissamtök og að sögn Ingiveigar Gunnarsdóttur hjá Landnámu, afar virt og með sterk ítök í stjórnmálum í Banda- ríkjunum. Það lá því beint við að heyra hvaða skoðanir þau Bill og Kathryn hefðu á fyrirhuguðum virkjunum á Austurlandi, en hópur- inn fór þar um á dögunum. „Við erum enn að vinna úr þeim athugunum sem við gerðum á þessu svæði og erum þvi ekki tilbúin að mynda okkur heildstæða skoðun á þeim framkvæmdum. Ég tel hins vegar að fslendingar standi á kross- götum í dag. Hvaða leið er það sem þið viljið fara, eruð þið tilbúin í að fórna náttúrunni fyrir álver sem spýtir eiturefnum út í umhverfið og þurfa svo að flytja inn vinnuafl til að vinna þar að nokkrum árum liðnum? Eða eruð þið tilbúin að setja náttúr- una í fyrsta sæti og þannig jafnvel auka ferðaþjónustuna hér á landi?“ spyr Kathryn. Þau leggja hins vegar bæði mikla áherslu á að í skipulagn- ingu þjóðgarða og náttúrusvæða megi ekki láta ferðamannastraum- inn bitna á landinu. „f Bandaríkjun- um hefur lagning vega um alla þjóð- garða verið umdeild af okkar hálfu. Við lítum svo á að ekki megi leggja möl og malbik um alla þjóðgarðana. Fólk sem ætlar sér að njóta náttúru- fegurðar verður að hafa eitthvað fyrir því,“ segja þau bæði og taka fram að Þjóðgarðurinn í Skaftafelli sé til fyrirmyndar hvað þetta varð- ar. Bæði segjast þau mjög ánægð með ferðina um ísland. Þau segja að gaman sé að virða landið fyrir sér frá jarðfræðilegu og náttúrulegu sjónarmiði. „Hér er allt svo ungt og lifandi. Það hefur einnig verið áhugavert að virða fyrir sér áhrif eldgosa á uppblástur og hvernig melgi-esið hefur nýst við upp- græðslu,“ segja þau Kathryn og Bill. „Ferðin hefur verið hreinn draumur. Við förum á fætur klukk- an sjö á morgnana og erum að fram- yfir miðnætti,“ sagði Kathryn. Þeg- ar hún er spurð hvaðan orkan komi sem drífi þau áfram svarar hún til: „Úr þessari endalausu birtu.“ Þau eru einnig afar hrifin af matnum sem þau hafa fengið og þar á meðal hinum séríslenska mat. „Ég smakk- aði hákarl og ég held bara að það sé hægt að venjast þessu bragði," sagði Bill. „Skyrið bragðast vel, ég hef keypt mér það til að hafa sem nesti í rútunni,“ sagði Kathryn. „Fall er fararheill“ Þrátt fyrir að þau séu í skýjunum með ferðina hófst hún ekki mjög vel. Fyrsta daginn sinn keyrðu þau fram á bílslys á Krýsuvíkurleið. Þar kom sér afar vel að Kathryn hefur menntun í skyndihjálp. „Bílstjórinn á bílnum hafði særst á höfði sem mikið blæddi úr. Það kom síðar í ljós að hann hafði farið í hjartaaðgerð og var á lyfjum sem þynntu í honum blóðið. Mér tókst hins vegar að stöðva blæðinguna að mestu þar til sjúkrabifreiðin kom,“ sagði Kathr- yn. Þegar hér var komið sögu greip Ingibjörg fararstjóri inn í og sagðist hafa útskýrt fyrir þeim íslenska málsháttinn „fall er fararheill" og þau sögðu að hann ætti vel við því að eftir þetta gekk ferðin eins og í sögu. Enda segja þau að margir í hópnum hafi áhuga á að koma aftur hingað til lands. Myndlistarsýning á Akureyri Dagsverk í Kaupvangsstræti Aðalheiður S. Eysteinsdóttir IDAG verður haldin sýning í Gilinu í Kaupvangsstræti á verkum Aðalheiðar S. Eysteinsdóttur sem not- ið hefur starfslauna Ak- ureyrarbæjar undanfarið hálft ár. „Verk mín hef ég unn- ið í glugga húsanna í Gil- inu. Um er að ræða glugga í Café Karolína og Karolína restaurant, í Deiglunni þar sem er fjölnotasalur og í skrif- stofum Gilfélagsins. Gil- félagið er félag áhuga- manna um listir og menningu í Akureyrar- bæ. Einnig gerði ég verk í glugga Samlagsins, sem er listmunaverslun starf- rækt af myndlistar- mönnum á Akureyri, í glugga listasafnsins á Akureyri, í vinnustofu minni, í Galleríi Svartfugl og í Ketilshúsinu." - Hvers konar glugga hefur þú gert? „Ég mála á gluggana fígúra- tívar myndir af mönnum, dýrum og blómum með plastmálningu. Þetta er líkt grafíktækni. Mynd- in verður til með því sem ég skef upp úr málningunni." - Hvernig datt þér þetta í hug? „Ég hef sankað að mér og mál- að myndir á gamla glugga und- anfarin tvö og hálft ár. Síðan var komið að því að setja upp þessa sýningu í lok starfslauna og ég vildi hafa sýninguna úti þannig að gestir og gangandi gætu tekið þátt í henni með mér, jafnvel þótt þeir ættu bara leið hjá. Þessi sýning stendur bara í dag og síðan verður málningin fjar- lægð af gluggunum. Þetta er þó bara einn hluti af sýningu minni vegna starfslaunanna. Ég hef málað á lausa glugga sem ég er með í vinnustofu minni og kem til með að bera þá út til sýningar ef veður leyfir ásamt skúlptúr- um, unnum úr ýmisskonar hrá- efni sem verða bornir út til sýnis líka. Vinnustofan mín verður einnig opnuð almenningi, en hún er í Kaupvangsstræti 24, 1. hæð. Auk þeirra hluta sem ég hef sjálf búið til vonast ég til að bæjar- búar taki þátt í þessu dagsverki með mér með því að koma og gera sjálfir tilraunir til glugga- málunar. Það verður aðstaða til að skafa af gluggum og smíða skúlptúra og ef veður leyfir verð- ur hægt að kríta á gangstéttir." - Þú ert sem sé götulistamað- ur í dag - hefur þú kynnst slíku annars staðar? „Nei, ég hef ekki ferðast mikið erlendis þar sem götulistamenn eru gjarnan að störfum en vegna þess að bæjarbúar veittu mér þessi starfslaun í hálft ár vildi ég bjóða þeim að taka þátt í því sem ég er að gera.“ - Hvað varð til þess að þú lagðir fyrir þig myndlist? „Ég held að það hafi verið margir ólíkir þættir. Ég var raunar ekki mikil áhugamanneskja um myndlist áður en ég hóf nám, það er eitthvað annað i um- hverfinu sem hefur virkað hvetjandi á mig til Hst- sköpunar en það að fylgjast með myndlist. En auðvitað breytast viðhorfin þegar maður lifir orðið og hrærist í þessum heimi.“ -Hvernig er að starfa sem myndlistarmaður á Akureyri? „Það er fínt, það hefur verið mikil uppbygging í listalífinu á Akureyri á undanförnum sjö ár- ► Aðalheiður S. Eysteinsdóttir fæddist á Siglufirði árið 1963. Hún lauk prófi frá Mynd- listarskólanum á Akureyri árið 1993 og hefur m.a. starfað við kennslu, safnaleiðsögn, verka- vinnu og myndlistarstörf. Hún hefur verið á starfslaunum frá Akureyrarbæ sl. hálft ár sem bæjarlistarmaður. Aðalheiður er í sambúð með Jóni Laxdal Hall- dórssyni myndlistarmanni og eiga þau samtals fjögur börn. um eða frá því að Gilfélagið og listasafnið var stofnað. Þar er komin ágætis aðstaða til sýn- ingahalds sem og annarrar lista- starfsemi. Húsin sem Gilfélagið hefur til umráða eru með fjöl- nota sali og það gefur tilefni til margþættrar listastarfsemi, svo sem tónleika, leiklistar, bók- mennta- og ljóðaupplestra í bland við myndlistarsýningar." - Hefur þú í hyggju að fara tii náms eða starfa annars staðar? „Já, ég stefni að því að komast til Hamborgar í haust og dvelja þar með tveimur þýskum mynd- listarmönnum sem komu hingað í, gestavinnustofuna á Akureyri. Ég hef hins vegar ekki í hyggju að fara í myndlistarskóla erlend- is. Ég held að það sé nauðsyn- legra fyrir mig að fara og vera einhvers staðar annars staðar í heiminum en á íslandi til þess eins að upplifa öðruvísi samfélag - ekki endilega til að fara í skóla.“ - Hvað verður þér helst að myndefni? „Líklega litlu, hversdagslegu hlutirnir í daglegu lífi. Ég mála alltaf fígúratívt, ég er ekki abstraktmálari - nema þá að fíg- úratívt sé abstrakt? Hvað hrá- efni snertir er ég ekki við eina fjölina felld í þeim efnum. Ég vinn í mjög ólík hráefni. Fólk sem kemur í vinnustofu mína hefur spurt að því hvort margir vinni þar, því finnst efniviðurinn svo fjölbreyttur.“ - Hvað með hinn margfræga „reynsluheim kvenna"? „Það getur verið að einhverjum þyki það en hann er ekki sér- staklega mín deild. Hins vegar er ég kona og sýn mín á lífið og viðfangsefnin litast vafalaust af því.“ - Hafa margir listamenn á Ak- ureyri notið svona starfslauna? „Já, þessi starfslaun hafa verið veitt í nokkur ár, fyrst voru þau veitt til eins árs en síðan undan- farið til hálfs árs. Það er mjög mikilvægt að geta einbeitt sér að myndlistinni daglangt án þess að þurfa að sinna öðru jafnframt. Mikilvægt að geta ein- beitt sér að myndlistinni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.