Morgunblaðið - 05.08.2000, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 05.08.2000, Blaðsíða 56
56 LAUGARDAGUR 5. ÁGÚST 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, INGIBJÖRG MARGRÉT SIGMARSDÓTTIR frá Krossavík, Vopnafirði, lést á hjúkrunarheimilinu Eir föstudaginn 4. ágúst. Sigríður Kjerúlf Frímannsdóttir, Björn Traustason, Halifríður Frímannsdóttir, Hörður Pálmarsson, Margrét Sigrún Björnsdóttir, Karen Björnsdóttir, Frímann Freyr Björnsson, Pálmar Kristinsson, Sóldís Björk Traustadóttir, Jónas Theodór Liltiendahl, Óskar Jóhann Björnsson, Guðrún Finnborg Þórðardóttir og barnabörn. + Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, ÞÓRUNN JÓNSDÓTTIR frá Ásmúla, Furugerði 17, Reykjavík, lést á Landspítalanum föstudaginn 4. ágúst. Rut Guðmundsdóttir, Bjarni H. Ansnes, Þórunn Ansnes, Sigurður I. Björnsson, íris Ansnes, Einar Hilmarsson og barnabarnabörn. THEODÓR HAFSTEINN KRIS TJÁNSS ON + Theodór Haf- steinn Kristjáns- son fæddist á Bol- ungavík 5. desember 1936 og ólst þar upp. Hann lóst á Land- spítalanum 29. júlí síðastliðinn. For- eldrar hans voru Kristján Sumarliða- son, vélstjóri og verslunarmaður í Bolungavík, f. 2. nóvember 1900, d. 15. maí 1987, og Soffía Jóhannesdótt- ir, húsfreyja, f. 13. mars 1904, d. 3. júní 1949. Bróðir Theodórs er Guðmundur Haf- steinn Kristjánsson, bifreiðastjóri í Bolungavík, f. 19. ágúst 1925. Eiginkona hans er Jónína Þuríður Sveinbjörnsdóttir, f. 19. mars 1930. Hinn 22. september 1962 kvæntist Theodór Ragnheiði Ósk Guðmundsdóttur hjúkrunarfræð- ingi frá ísafirði, f. 24. október 1937. Foreldrar hennar voru þau Guðmundur Helgi Guðmundsson, sjómaður og síðar næturvörður hjá Simanum á ísafirði, f. 27. apríl 1897, d. 21. ágúst 1984, og Helga Þóroddsdóttir, húsmóðir, f. 24. október 1905. Systkini Ragnheið- ar voru þau Sólveig, f. 23. septem- ber 1928, d. 4. janúar 1930, og Þorvaldur Veigar læknir í Reykja- vík, f. 15. júlí 1930. Eiginkona hans er Birna Guðrún Friðriksdóttir, f. 5. maí 1938. Börn Theodórs og Ragnheiðar eru þau 1) Kristján, verkfræð- ingur og framleiðslu- stjóri, f. 19. ágúst 1963. Kona hans er Pála María Arnadótt- ir lyfjatæknir, f. 25. júlí 1964. Börn þeirra eru þau Bríet ðsk, f. 28. janúar 1992 og Theodór, f. 16. maí 1994. Sonur Pálu með Jóhanni Frey Aðal- steinssyni, tollverði, er Orri Freyr, f. 27. desember 1983. 2) Soffía, markaðs-og þjónustufull- trúi, f. 1. febrúar 1965. Maður hennar er Þröstur Stefánsson, húsasmiður, f. 14. apríl 1956. Börn þeirra eru Drífa, f. 12. aprfl 1983, Freydís, f. 20. júlí 1987, Óðinn, f. 13. september 1989 og Sólveig, f. 28. nóvember 1996. 3) Hálfdán, kvikmyndagerðarmaður, f. 4. júlí 1968. Með Kristínu Hilmarsdóttur á Hálfdán dótturina Maríönnu, f. 15. júní 1989 og með Höllu Guð- mundsdóttur, lyfjatækni á hann dótturina Hafrúnu, f. 16. mars 1990. Tvíburasynir Ragnheiðar með Þórarni Ólafssyni lækni eru þeir Þóroddur, yfirþroskaþjálfi og Guðmundur Helgi vélstjóri, f. 7. ágúst 1959. Eiginkona Guðmun- dar Helga er Laufey Sveinbjörns- dóttir húsmóðir, f. 2. júlí 1959. Dætur þeirra eru Ragnheiður Ósk, f. 15. janúar 1980 og Hall- dóra Jóna, f. 23. október 1984. Sonur Theodórs með Ástu Péturs- dóttur Brekkan er Þór stjórn- málafræðingur, f. 11. nóvember 1959. Sambýliskona hans er Anna Marý Ingvadóttir skrifstofumað- ur. Sonur Þórs og Ólafíu Hrannar Jónsdóttur leikkonu er Skarphéð- inn, f. 9. nóvember 1990. Theodór stundaði nám við Menntaskólann á Akureyri og varð stúdent árið 1958. Stundaði nám við háskóla í Vín í einn vetur. Lauk kennaraprófi frá Kennara- skóla fslands 1962. Var kennari á Selfossi 1962 til 1966. Skólastjóri Villingaholtsskóla 1966 til 1977. Stundakennari í Öskjuhlíðarskóla 1980 til 1981. Kennari við Grunn- skólann í Hveragerði 1977 til 1997. Theodór lék bæði á píanó og harmóniku og var að mestu sjálf- menntaður. Hann hóf tónlistarfer- il sinn mjög ungur og var f mörg- um danshljómsveitum. Einna þekktastur var hann fyrir „dinn- er“ músík, m.a. á Hótel Örk og Skíðaskálanum í Hveradölum. Theodór tók þátt í félagsstörfum. Hann var í Lionsklúbbi Hvera- gerðis, Harmónikuklúbbi Hvera- gerðis og lék oft undir fyrir leik- félögin í Hveragerði og á Selfossi. Útför Theodórs fer fram frá Hveragerðiskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. t Sambýlismaður minn, faðir okkar og fóstur- faðir, ÁRNIEÐVALDSSON, Þverholti 12, Keflavík, andaðist fimmtudaginn 3. ágúst. Þórunn Friðriksdóttir, Jóhanna Árnadóttir, Anna Rán Árnadóttir, Hrafnkell Tumi Kolbeinsson + Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir og amma okkar, SESSELJA J. GUÐNADÓTTIR, sem andaðist á líknardeild Landspítalans að kvöldi miðvikudagsins 2. ágúst, fer fram frá Háteigskirkju fimmtudaginn 10. ágúst nk. kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Krabbameinsfélagið, Skógar- hlíð 8. Guðmundur Ibsen, Kristín Guðmundsdóttir, Kristján Sigurgeirsson, Dröfn Guðmundsdóttir, Sigurður M. Magnússon, Þórir Ibsen Guðmundsson, Dominique Ambroise, Sigurgeir Kristjánsson, Guðmundur Kristjánsson, Sesseija Sigurðardóttir, Magnús Sigurðsson, Árni Ambroise Ibsen. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, FJÓLA JÓNASDÓTTIR, Norðurbrún 1, Reykjavík, lést á Landspítalanum Fossvogi laugar- daginn 29. júlí 2000. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Hilmar Antonsson, Fanney Dziekiewicz, George Dziekiewicz, María Antonsdóttir, Ragnar Guðjónsson, Borghildur Antonsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elsku afi minn. Mér líður betur núna vitandi að þér líður vel. Ég vil að þú vitir að mér þykir mjög vænt um þig. Þú ert einn af mikilvægustu fyrirmyndunum í mínu lífi. Ást þín hefur snortið mörg hjörtu og mun áreiðanlega halda áfram að gera það. Þú munt ætíð eiga stað í hjarta mínu. Ó mannsonur! Legg hönd þína á hjartastað minn, svo að ég megi rísa yflr þig, geislandi og dýrlegur. (Bahá’uTlah.) Ég elska þig. Þín Drífa. Elsku afi. Okkur systurnar langaði til að minnast þín í nokkrum orðum, en þau verða aldrei nokkur því að minning- amar eru svo margar. Alltaf þegar við komum í Kambahraunið voru móttökumar hlýjar. Þú og amma gáf- uð ykkur alltaf tíma til að spjalla við okkur um heima og geima og oft var spjallað eða spilað langt fram á nótt. Okkur fannst alltaf jafn gaman að hlusta á þig spila á píanóið og fyllt- umst við stolti yfir því hvað afi okkar var duglegur. Og aldrei munum við gleyma því þegar þú baðst okkur um að hjálpa þér að selja kirkjumar sem þú smíðaðir. Það var orðinn hluti af jólahefðinni að hitta afa niðri í Mjódd, selja kirkjur og hlusta á þig spila á harmonikuna þína. Alltaf varst þú maðurinn sem við gátum leitað til um hjálp og alltaf varst þú tilbúinn að veita hana með bros á vör. Það ríkti alltaf mikil tónlist á heim- ilinu ykkar ömmu frá því að við mun- um eftir okkur. Þú settist alltaf fyrir framan píanóið þegar fólk var í heim- sókn og spilaðir. En þegar þú veiktist minnkaði það. Sem betur fer náðir þú að taka píanóleikinn þinn upp á geis- ladisk og gefa fjölskyldunni. Nú er þessi diskur okkar dýrmætasta minn- ing. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að diskl- ingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netf- ang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal- línubil og hséfilega línulengd - eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Elsku afi, minningamar eru ótelj- andi og allar góðar. Þær eru okkur styrkur í þessari sorg. Við söknum þín svo mikið en erum jafnframt þakklátar fyrir allt sem þú hefur gefið okkur. Guð geymi þig elsku afi og gefi ömmu okkar styrk. Takk fyrir allt. Þínar Ragnheiður Ósk og Halldóra Jóna. Hann Theodór er horfinn yfir móð- una miklu eftir erfið veikindi. Hann grípur ekki framar í píanóið eða þen- ur nikkuna. Theodór var tónlistar- maður af Guðs náð. Hann gerði ekki mikið af því að lesa nótur, en hlustaði eftir hljómunum og lét finguma leika um nótnaborðið af ótrúlegri fimi. Þegar Theodór var sestur við píanóið var eins og heil hljómsveit væri mætt á staðinn. Þegar Leikfélagið setti á svið rev- íur eða önnur verk með söng og tón- list, þá vaknaði ævinlega spumingin: „Hvem fáum við til að spila?“ Oft var leitað til Theodórs og þegar svarið kom: „Teddi spilar", þá vissu allir að ekki þurfti að hafa áhyggjur af því. Theodór var drengur góður og hvers manns hugljúfi. Hans verður víða sárt saknað. Fyrir hönd okkar í Leikfélagi Hveragerðis vil ég þakka honum alla aðstoð við félagið gegnum árin. Ekki veit ég hvemig umhorfs er fyrir handan, en ef þar er leikið á hljóðfæri, þá hefur þeim þar á bæ bæst góður liðsauki. Ég þakka Tedda fyrir margar ógleymanlegar samverustundir og sendi fjölskyldu hans dýpstu samúð- arkveðjur. Anna Jórunn. Svanurber undirbringudúni banasár.. (Þ.Vald.) Kynni okkar Theodórs Kristjáns- sonar urðu ekki löng og raunar aldrei sérlega mildl. Þau hófust þegar við tengdumst Ijölskylduböndum og fundum okkar bar saman á heimili bama okkar, þeirra Pálu Maríu og Kristjáns þar sem fjölskyldurnar mættust til að gleðjast af margvíslegu tilefni. Mér fannst Theodór alltaf bera með sér hinn vestfirska uppmna sinn þar sem kynslóðir mótuðust af því stórbrotna umhverfi sem fóstraði þær, hljómkviðunni sem myndast þegar úthafsaldan mætir hamrastál- inu eða björgin senda kveðandi frá þúsundum varpfugla út í eldbjarma vomætursólarinnar. Þetta „Islands lag“ sem er einstætt og eilíft krafta- verk okkar lands bar Theodór Krist- jánsson með sér hvar sem hann fór og honum reyndist auðvelt að miðla öðr- um af því. Hann valdi sér bama- kennslu að ævistarfi en það er ekki vandalaust og hentar aðeins þeim sem eitthvað eiga til að gefa og miðla öðrum. Þar hafði hann af nógu að taka. Við áttum sameiginlegt hugðareíhi sem var söngur og hljómlist en þar var ég bamið; hann meistarinn. Þeg- ar hann settist við slaghörpuna var það ekki til að knýja hana og gera hana sér undirgefna. Hann sameinað- ist hljóðfærinu á svo undraverðan máta að það og hann urðu ein heild sem vann saman án þess að annað notaði hitt. Slíkt er fáum gefið og að- eins meistarinn nær slíkum árangri. Þegar við, móðurforeldrar þeirra Brí- etar Óskar og litla Theodórs Krist- jánssonar horfum á löngu og grönnu finguma þeirra leyfum við okkur á stundum að hvísla því hvort að öðm að þetta séu fingumir sem eigi að skila tO okkar arfinum frá foðurafan- um. Hverveit? Við Theodór áttum sameiginlegt áhugamál, en ég komst einnig að því að við áttum sameiginlegt áhyggju- efni. Það verður ekki rætt hér en það segir mér stærri sögu og betri um hann en flest annað. Það segir mér frá hlýju hjarta og mannslund sem gott er að minnast. Það er aldrei vandalaust að vera maður og allra síst þegar um er að ræða listfenga fagurkera. Theodór var lífsnautnamaður að upplagi og því fylgir ævinlega einhver breyskleOd. Svo hlaut auðvitað að verða með hann en honum tókst að taka á því án þess að hann léti það smækka sig eða brjóta niður. Og hann varð hamingju- maður. Hann eignaðist stóra og sam- henta fjölskyldu, gott fólk og hæfi- leikaríkt sem hann unni mikið og unni honum jafnframt. Þetta er gæfa sem margir fara á mis við en hann kunni greindega að meta. Þegar hillti undir starfslok og hann sá fram á þá tíma að hann gæti farið að sinna margþættum hugðarefnum greindist hann með þann erfiða sjúk- dóm sem flesta leggur að velli. í bar- áttunni við þann vágest sem varð hon- um erfið naut hann góðrar umhyggju
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.