Morgunblaðið - 05.08.2000, Blaðsíða 1
176. TBL. 88. ÁRG.
LAUGARDAGUR 5. ÁGÚST 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Drottn-
ingarmóð-
irin hyllt
UM 40.000 manns vottuðu bresku
drottningarmóðurinni Elísabetu
virðingu sína á 100 ára afmæli
hennar í gær og sést hún hér ásamt
Karli prins á leið sinni til Bucking-
hamhallar. „Drottningarmóðirin
gerði mikið fyrir okkur á tímum
síðari heimsstyrjaldarinnar," sagði
Valerie Hall sem mætt var auk
Ijölda annarra til að óska henni til
hamingju. En þess má geta að einn
af fylgdarhestum vajgns drottning-
armóður ber heitið Island.
Elisabet er móðir núverandi
drottningar og ekkja Georgs sjötta,
konungs Breta er lést 1953. Móðirin
nýtur mikilla vinsælda meðal al-
mennings, hún þykir gamansöm og
hefur viðurkennt að sér þyki gott
að fá sér öðru hveiju gin. Hún tjáir
sig sjaldan opinberlega þótt hún
sýni jafnan áhuga á að ræða við al-
menning. Vinsældir hennar eru þó
ekki hvað síst raktar til tengsla sem
hún og eiginmaður hennar mynd-
uðu við almenning í stríðinu.
Skiptar skoðanir eru þó um rétt-
mæti konungdæmisins og sagði Mo
Mowlam, fyrrverandi Norður-
Irlandsmálaráðherra og liðsmaður
Verkamannaflokksins, í viðtali við
timaritið New Statesman fulla þörf
á að fjölmiðlar og almenningur
íjölluðu um málið.
Atökin á Mólúkka-eyjum
SÞ sendi frið-
argæzlulið
MANNRÉTTINDANEFND Indó-
nesíu, sem nýtur mikillar virðingar
bæði þar í landi og utan þess, lagðist
í gær á sveif með öðrum aðilum, sem
hafa með síauknum þunga óskað eft-
ir því að friðargæzlusveitir á vegum
Sameinuðu þjóðanna verði sendar til
að skakka leikinn á Mólúkka-eyjum,
að sögn BBC. Þar hafa róttækir
múslimar á undanfömum mánuðum
rekið „heilagt stríð“ gegn kristnum
íbúum eyjanna.
Indónesíska lögreglan bjargaði í
gær að minnsta kosti þúsund kristn-
um flóttamönnum, sem höfðu farið í
felur í frumskóginum í fjallahlíðum
Mólúkka-eyja er múslimskir víga-
menn brenndu bæ þeirra til grunna.
Um 4.000 íbúar bæjarins Waai, um
35 km norður af Ambon, héraðshöf-
uðborg eyjanna, eru enn taldir vera í
felum, en vígamennirnir eyddu því
sem eftir var af bænum sl. sunnudag.
Um 4.000 manns samtals eru nú
talin hafa fallið í valinn í átökum
trúarhópanna á Mólúkka-eyjum,
öðru nafni Kryddeyjum, frá því rót-
tækir múslimar hófu herför gegn
kristnum fyrir um 19 mánuðum. Um
hálf miHjón manna hefur misst heim-
ili sín, að sögn AFP-fréttastofunnar.
Ákall mannréttindanefndar Indó-
nesíu eftir hjálp SÞ er fyrsta dæmið
um að indónesísk ríkisstofnun kalli
beinlínis á erlenda íhlutun á Mó-
lúkka-eyjum. Talsmaður nefndar-
innar, sem heyrir beint undir forseta
Indónesíu, Abdurrahman Wahid,
sagði að friðargæzlulið SÞ ætti að
vera skipað venjulegum lögreglu-
mönnum, helzt frá grannlöndunum í
Suðaustur-Asíu.
Dregur talsmaður mannréttinda-
nefndarinnar enga dul á það, að
nefndin telji slíka íhlutun nauðsyn-
lega vegna þess að Indónesíustjórn
hafi mistekizt að binda enda á voða-
verkin.
Spm’ningin um hvort kalla eigi eft-
ir erlendri aðstoð til að stilla til friðar
er pólitískt mjög viðkvæm í Indónes-
íu, þar sem skammt er liðið síðan In-
dónesar urðu að sætta sig við að tapa
yfirráðum yfir Austur-Tímor. Lék
erlent friðargæzlulið sem sent var til
A-Tímor stórt hlutverk í því ferli.
----------------------
Hvalveiðar Japana
Hótað hörð-
Fjöldi ólöglegra innflytjenda á Spáni vex hratt
Stjórn Aznars herð-
ir innflytjendalög1
Madrid, Búdapest, Aþenu. AP, AFP, Reuters.
AP
Spænskur þjóðvarðliði með hóp af ólöglegum innfiytjendum á strönd-
inni í grennd við bæinn Tarifa á Suður-Spáni.
Concorde-slysið
Aðskota-
hlutur á
brautinni
SÉ RFRÆÐIN GAR sem
rannsaka hrap Concorde-þot-
unnar í Frakklandi fyrir
skömmu segja að fundist hafi
um 40 sm langur hlutur úr
málmi á flugbrautinni sem ekki
sé úr flugvélinni, að sögn
fréttavefjar BBC.
Rannsóknarstofnun slysa í
Frakklandi, BEA, segir enn-
fremur að fundist hafi skurður
á leifum af hjólbarða úr þot-
unni. Hefur þetta ýtt undir
vangaveltur um að málmhlut-
urinn, sem fannst á flugbraut-
inni, hafi valdið því að barðinn
sprakk.
BEA hefur nú slegið því
föstu að eldurinn sem kviknaði í
þotunni hafi ekki orðið laus í
hreyfli.
■ Breytingar ekkí/28
SPÆNSKA stjórnin hefur ákveðið
að hunsa mótmæli mannréttinda-
hópa og herða ákvæði innflytjenda-
laga sem sett voru í janúar. Jose
Maria Aznar forsætisráðherra segir
að gildandi lög veiti útlendingum svo
víðtæk borgaraleg réttindi að Spánn
sé að verða fyrirheitna landið í aug-
um innflytjenda, einkum blásnauðra
Afríkumanna. Það sem af er árinu
hafa tæplega 7.000 manns reynt að
komast ólöglega til Suður-Spánar en
allt árið í íýrra voru þeir aðeins um
5.500.
Samkvæmt núgildandi lögum um
réttindi útlendinga með aðsetur á
Spáni njóta þeir sömu réttinda og
spænskir borgarar. Þeir eiga kröfu á
menntun, heilsugæslu og annarri
þjónustu í sama mæli og Spánverjar.
Ennfremur hafa útlendingar sem
hafa laumast inn í landið en ekki
fengið landvistai'leyfi ýmis mann-
réttindi sem verða nú afnumin. Má
nefna fundafrelsi, rétt til að efna til
opinberra mótmæla og ganga í stétt-
arfélög.
Smyglarar athafnasamir
Stjórnvöld segja að tækifærið sem
gömlu lögin veiti hafi orðið til að
hvetja fátæka Afríkumenn til að
komast yfir Gíbraltarsundið, hvað
sem það kosti. Afbrotamenn græði
auk þess mikið fé á að smygla inn-
flytjendum til landsins.
Lögreglumenn í Ungverjalandi
handtóku á fimmtudag og fostudag
alls um 100 ólöglega innflytjendur á
þrem stöðum í landinu. Var fólkið frá
Afganistan, Kína, Indlandi, Nepal og
Sómalíu og ferðaðist í stórum vöru-
flutningabílum og sendibílum.
Gríska lögreglan handtók í vikunni
64 innflytjendur frá Pakistan, Irak
og fleiri Asíulöndum er reyndu að
komast á land á eynni Andros.
Að sögn þýska tímaritsins Der
Spiegel sjá albanskir smyglarar um
ólöglegan flutning á um 100.000
manns árlega frá Albaníu og Svart-
fjallalandi til Suður-Ítalíu. Margir
reyna síðan að komast norður eftir
landinu og yfir Alpafjöllin til Þýska-
lands.
Miklir skógareldar
Los Angeles, Barcelóna, Aþenu. AP, AFP.
SLÖKKVILIÐ í tíu ríkjum Banda-
ríkjanna hafa undanfarna daga bar-
ist við mikla skógarelda á vestur-
ströndinni og er talið að þetta séu
verstu eldar á svæðinu í meira en
áratug.
Meira en 1,5 milljónir hektara
skóglendis hafa eyðilagst í hamför-
unum í þeim ríkjum sem verst hafa
orðið úti: Kalífomíu, Texas, Mont-
ana, Utah, Wyoming og Idaho. Víða
hafa íbúar þurft að flýja heimili sín
og hafa sjónarvottar sagt frá því að
logarnir nái tugi metra í loft upp.
Greint var frá því í gær að skógar-
eldar geisuðu nærri Barcelona á
Spáni. Hafa þeir orðið einum manni
að bana og eyðilagt 450 hektara
lands. Þá logar víða í skógi á Grikk-
landi.
um við-
brögðum
Washington. Reuters.
STJÓRNVÖLD í Bandaríkjunum
hafa tjáð Japönum að þau muni
bregðast hart við ef hinir síðarnefndu
haldi til streitu að veiddar verði á
Norður-Kyrrahafi tvær hvalateg-
undir sem eru friðaðar samkvæmt
bandarískum lögum.
Japanir hættu hvalveiðum í at-
vinnuskyni 1986 en stunda enn
hrefnuveiðar í vísindaskyni. Afurð-
imar eru seldar á innanlandsmarkaði
en umhverfissamtökin World Wild-
life Fund og stjórnir ríkja sem era
andvíg hvalveiðum hafa gagnrýnt
hrefnuveiðarnar og talið þær vera
aðferð til að fara á svig við alþjóðlegt
bann við veiðum í atvinnuskyni.
„Við höfum sent Japönum skila-
boð. Við munum grípa til mjög
harkalegra aðgerða ef við komumst
að því að þeir séu í raun og vera að
veiða búrhval og skorareyði,“ sagði
Norman Mineta, ráðherra viðskipta-
mála, í Washington á fimmtudag.
Ráðherrann sagði að nú þegar væri
vandlega fylgst með japanska hval-
veiðiflotanum. Að sögn Bandaríkja-
manna hafa engar þjóðir veitt tvær
áðurnefndar hvalategundir síðan
1987.
Bandarískir embættismenn hafa
sagt að stjórnvöld í Washington
myndu ef til vill beita viðskiptalegum
refsingum gegn japönskum sjávar-
afurðum og fleiri vöram ef friðaðir
hvalir yrðu veiddir.
MORGUNBLAÐIÐ 5. ÁGÚST 2000