Morgunblaðið - 05.08.2000, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 05.08.2000, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT LAUGARDAGUR 5. ÁGÚST 2000 28 Serbar flýja úr haldi SÞ P>RÍR Kosovo-Serbar sem sæta ákæru fyrir stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni og haldið hefur verið í fangelsi í Pristina, höfuð- stað Kosovo-héraðs, sluppu úr haldi í gænnorgun að sögn yfir- stjómar Sameinuðu þjóðanna í héraðinu. I yfirlýsingu SÞ sagði að mennirnir hefðu verið vistað- h’ á sjúkrahúsi í bænum Kos- ovska Mitrovica og flúið þaðan. Oryggisvörður gætti að mönn- unum um klukkan eitt aðfara- nótt fóstudags og virtust þeir þá vera sofandi. Stuttu síðar vora þeh' horfnir úr rúmum sínum. Mennimir þrír vora hnepptir í varðhald síðasta sumar, eftir að júgóslavneskar hersveith' héldu frá Kosovo. Tvífari Pút- íns ekki til STÖÐUGAR utanferðir Vladi- mirs Pútíns, Rússlandsforseta, hafa valdið Moskvubúum nokkr- um heilabrotum og hafa sumir viljað láta að því liggja að frést hafi af ferðum Pútíns á tveimur stöðum í einu, þ.e. að forsetinn notist við tvífara. Lífvörður for- setans vísaði þessum sögusögn- um á bug í gær og sagði að það væri aðeins einn leiðtogi Rúss- lands, „allt tal um tvífara er þvættingur,“ sagði Yevgeny Murov í samtali við Komsom- olskaya Pravda í gær. „Notkun tvífara myndi benda til þess að öryggi forsetans væri teflt í tvísýnu, hjálparleysi vegna ógn- ar skæruliða,“ sagði lífvörður- inn. Pútín hefur ferðast víða undanfama mánuði ólíkt fyrir- rennara sínum Borís Jeltsín. Prófkvíði breskra barna BRESK skólabörn eru undir of miklum þrýstingi vegna fjölda prófa og eru dæmi um að þau þurfi að þreyta allt að 75 próf á skólagöngu sinni. Kemur þetta fram í niðurstöðum rannsóknar bresku kennarasamtakanna sem birtar voru í gær. „Við höfum fundið út að yfir helmingur þeirra barna sem vora spurð, á aldrinum 11-18 ára, þjáðust af prófkvíða," sagði Geoffrey Carver, talsmaður samtakanna, í viðtali á BBC í gær. Flugskeyti grandar bifreið VARNARMÁLARÁÐU- NEYTI Ástralíu hóf rannsókn á því í gær hvernig gerviflug- skeyti FA-18 Hornet oirustu- þotu ástralska hersins hafnaði á þaki bifreiðar sem stóð fyrir ut- an íbúðarhús. Paul Lineham, taismaður ráðuneytisins, sagði í gær að flugskeytið, sem var 130 kg að þyngd, hafi verið hluti af æfingabúnaði þotunnar og^að það hafi losnað frá er fiugmað- urinn bjó sig undir lendingu á Darwin-flugvelli eftir kvöldæf- ingu. Fullyrti hann að flugmað- urinn hefði ekki getað losað flugskeytið frá þotunni enda sé aðeins um gervibúnað að ræða. „Við eram afar hissa, þetta hef- ur aldrei gerst áður,“ sagði Lineham við fréttamenn. Tsjúbajs gagnrýnir Solzhenítsyn Tekur afstöðu með afturhalds- kommúnistum Moskvu. The Daily Telegraph. ANATOLÍ Tsjúbajs, einn helzti höf- undur efnahagsumbóta þeirra sem hrint var í fram- kvæmd í Rúss- landi í forsetatíð Borís Jeltsíns, hefur sett fram harkalega gagn- rýni á Alexander Solzhenítsyn fyrir meinta hug- myndafræðilega nálægð nóbels- skáldsins við Kommúnistaílokkinn og leyniþjón- ustuna. í viðtali við rússneskt dagblað segir Tsjúbajs að hatur sovét-and- ófsmannsins fyrrverandi á Rúss- landi nútímans hafi að hluta til verið kveikjan að þeim aðgerðum sem stjórnvöld gripu til nýlega gegn stórfyrirtækjum. „Það er áberandi hve rök byggð á að því er virðist skiljanlegum siðferðisgildum geta drifið greindan mann út í mannhat- ursfylltar skoðan- ir,“ segir Tsjúbajs, sem nú er einna áhrifa- mestur þess hóps manna sem sömdu uppskrift- ina að uppstokk- un efnahagslífs í landinu eftir hrun Sovétríkjanna. „Það er mót- sögn, en staðreynd: Afstaða Sol- zhenítsyns nú á dögum fellur saman við afstöðu mestu afturhaldsaflanna í leyniþjónustunni og Kommúnista- flokknum," fullyrðir Tsjúbajs. Hið 81 árs gamla nóbelsskáld, sem sneri aftur úr útlegð til heimalands síns árið 1994, hefur gagnrýnt einka- væðingaráætlun Rússlandsstjórnar og höfund hennar, Tsjúbajs. Alexander Anatolí Solzhenítsyn Tsjúbajs „Evrópa menn- ingarstórveldi “ Aþenu. AFP. EVRÓPUSAMBANDIÐ ætti að stefna að því að vera í heimsforystu á menningarsviðinu til að veita áhrifum Banda- rílcjanna í heimin- um mótvægi. Þessari skoðun lýsti Jacques Lang, mennta- og menningarmála Frakklands, í heimsókn í Grikklandi í vikunni. „Anspænis frjórri og uppfinn- ingasamri Ameríku, risaveldi á menningar- og vísindasviðinu, ætti Evrópa að stefna að því að verða menningarlegt stórveldi," sagði Lang eftir fund með hinum gríska starfsbróður sínum, Petros Efþymiou. Auk þess að Lang er á leiðinni í frí á grískri eyju var er- indi hans í Grikklandi að upplýsa þarlend stjómvöld um áherzlur Frakka í menntamálum í hálfs árs formennskutíð þeirra í Evr'ópu- sambandinu (ESB). Lang útskýrði fyrir fréttamönn- um, að franska stjórnin vildi að hrint yrði í framkvæmd áætlunum sem miðuðu að því að skapa „Evrópu upplýs- ingar, æskuþrótt- ar og menntun- ar“. „Það er þörf á að stofna til mót- vægis við alþjóða- væðinguna sem dregur hug úr mönnum," sagði hann. „Ef við vilj- um að sköpunargáfa þjóða okkar viðhaldist, er nauðsynlegt að ríkis- stjórnir leggi sig fram um að sjálfs- vitund þjóða álfunnar viðhaldist." Áherzla á tungumálanám Sagðist Lang m.a. vonast tO að í framkvæmd kæmist áætlun, sem ýtti undir námsmannaskipti milli landa og eflingu tungumálanáms, til að afstýra þróun í átt að „ein- tyngdri Evrópu“. Sagðist hann vona að í skólum aðildarlandanna yi'ði skylda að læra tvö erlend tungumál.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.