Morgunblaðið - 05.08.2000, Page 20

Morgunblaðið - 05.08.2000, Page 20
20 LAUGARDAGUR 5. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Morgunblaðið/Sigurður Jónsson. Frá verðlaunaafhendingunni í Tryggvagarði á Selfossi, V" I wrm, H ' Hrrfn ) * I sól og sumaryl á Hellnum Grundarfirði - Fjöruhúsið á Helln- um á Snæfellsnesi laðar til sín margan gestinn. Þar er náttúru- fegurð mikil og ferðamönnum finnst gott að setjast þar niður í kyrrðinni, fá sér öl, kaffi, kakó, kökur eða sjávarréttarsúpu. Þessi mynd var tekin einn sólskinsdag fyrir skömmu og létu gestir ekki á sér standa. Fegurstu garðarnir verðlaunaðir í Arborg Selfossi - Umhverfisnefnd Árborgar afhenti nýlega viðurkenningar fyrir failcgustu garðana og sveitabýlið í Árborg fyrir árið 2000. Nefndin skoðar á ári iiverju garða á Selfossi, Stokkseyri, Eyrarbakka og Sandvík með það fyrir augum að velja fall- egustu garðana í sveitarfélaginu. Viðurkenningarnar voru afhentar í Tryggvagarði á Selfossi. Þrír garð- ar fengu viðurkenningu á Selfossi, einn á Stokkseyri, einn á Eyrar- bakka, einn í Sandvík, og Geirakot. Garðamir sem fengu viðurkenn- ingu era á Selfossi Birkivellir 26 í eigu Önnu Árnadóttur og Guðmund- ar Sigurðssonar, Lágengi 2 í eigu Guðrúnar Guðnadóttur og Jóns Dagbjartssonar, Tryggvagata 4b í eigu Karenar Ámadóttur og Birgis Ásgeirssonar. Á Stokkseyri er það garðurinn að Hásteinsvegi 24 í eigu Elsu Gunnþórdóttur og Jóns Jóns- sonar, á Eyrarbakka er það garður- inn ÓS í eigu Siggerðar Þorsteins- dóttur og Erlings Viggóssonar. Fallegasti garðurinn í sveit var valinn garðurinn að Stóm-Sandvík 6 í eigu Rósu J. Guðmundsdóttur og Ara Páls Ögmundssonar. Fallegasta sveitabýlið var valið Geirakot í Sandvík í eigu Maríu Hauksdóttur og Ólafs Kristjánssonar. Fjöldi fólks lagði leið súia í verð- launagarðana eftir afhendingu við- urkenninga. Morgunblaðið/Albert Kemp Boðið var upp á þessa for- láta tertu í afmæli Leiknis. Afmæli Leiknis Fáskrúðsfirði - í tengslum við Franska daga á Fáskrúðsfirði nýlega var haldin sérstök hátíð vegna 60 ára afmælis Ung- menna- og íþróttafélagsins Leiknis, er stofnað var 1940, og kom fólk saman í íþróttahúsinu þar sem saga félagsins var rak- in. Verðlaunagripir og myndir í eigufélagsins voru til sýnis.Við það tækifæri var Baldri Björnssyni veitt sérstök viður- kenning en hann var í fyrstu stjóm félagsins. Félaginu var færður blóm- vöndur frá sveitarfélaginu. Magnús Scheving íþróttaálfur skemmti yngri kynslóðinni með ýmsum leikjum og kynningu á atriðum úr Latabæ. Morgunblaðið/KVM Búnaðarbankinn á Blönduósi Heppnir Húnvetning’ar Blönduósi - Nokkr- ir viðskiptavinir Búnaðarbankans á Blönduósi duttu heldur betur í lukkupottinn þegar dregið var úr hin- um ýmsu vinnings- pottum Búnaðar- banka íslands á dögunum. Að sögn Auðuns Steins Sig- urðssonar skrif- stofustjóra Búnað- arbankans á Blönduósi er lukkuhlutfall við- skiptavina bankans vel viðunandi. Veittir vora vinn- ingar fyrir notkun á Vaxtarlínukort- um, tveir bílprófs- styrkir og vaxta- auki júlímánaðar á „grænu greininni" að upphæð 150.000 kom í hlut við- skiptavina bankans. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Auðunn Steinn Sigurðsson skrifstofustjóri Búnaðarbankans á Blönduósi ásamt hinum heppnu Húnvetningum: Frá vinstri; Auðunn, Elín Valgerður Gautadóttir, Gréta Björg Ja- kobsdóttir, Alda Albertsdóttir og Aðalbjörg Valdimarsdóttir sem heldur á ungum syni sín- um Gísla Ragnarssyni. Nýtt iðnaðar- og athafnahverfí rís í Grundarfirði Grundarfirði - Búið er að skipu- leggja nýtt iðnaðar- og athafna- svæði í Grundarfirði. Margir eru fegnir því skortur á lóðum fyrir slíka starfsemi var farinn að gera vart við sig. Nú þegar er búið að reisa og klæða eitt hús og annað langt komið. Ásgeir Valdimarsson á það sem lengra er komið en hitt er í eigu Vélsmiðjunnar Bergs. Búið er að úthluta þremur lóðum til viðbótar. Það er Almenna um- hverfisþjónustan ehf. í Grundar- firði sem mun annast gatnagerð en heildarkostnaður við hana hljóðar upp á 15,6 milljónir króna og munu þær framkvæmdir falla á tvö fjárhagsár. Morgunblaðið/KVM

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.