Morgunblaðið - 13.08.2000, Page 30
30 SUNNUDAGUR13. ÁGÚST 2000
MORGUNBLAÐIÐ
Ólafur Magnússon, framkvæmdastjóri Hagfisks ehf.
Morgunblaðið/Sverrir
I
___________
SALA Á FISKIGEGN-
UMSÍMA OGNETIÐ
eftir Hildi Einarsdóttur
ÞAÐ KANNAST eflaust
margir við fyrirtækið
Hagfisk ehf. þó svo að
ekki hafi farið mikið fyrir
því hingað til í auglýsingamiðlum
landsins. Fyrirtækið er með heima-
sölu á frystum sjávarafurðum til
heimila um allt land auk þess að
vera með þjónustu við veitingahús
og mötuneyti.
Ólafur er einn fárra íslendinga
sem hafa rekið eigið fyrirtæki í
Rússlandi og við byrjuðum á að
spyrja hann nánar út í þá starfsemi.
„Meginástæðan fyrir því að ég ákv-
að að stofna mitt eigið fyrirtæki í
Rússlandi þegar íslenskar sjávara-
furðir hættu starfsemi þar var sú að
ég var kominn með geysilega þekk-
ingu á staðháttum og vildi nýta mér
hana. Ég kunni líka vel við mig í
landinu. Á Kamchatka býr mikið af
góðu fólki en það er þó erfitt fyrir
útlendinga að búa í Rússlandi vegna
þess hvað staðhættir eru framandi.
Eftir fall rúblunnar í árslok 1998
ákvað ég að leggja Bering Res-
ources Company niður og flytja aft-
ur heim til Islands. Það er mjög erf-
itt fyrir útlendinga að reka
fyrirtæki í Rússlandi. Regluveldi er
mikið og allt aðrar viðskiptavenjur
en tíðkast á vesturlöndum.
Við heimkomuna ákvað ég að
setjast að í Reykjavík. Ég tók mér í
fyrstu gott frí en fór svo að leita
mér að einhverju skemmtilegu að
gera og rakst þá á þetta fyrirtæki,
Hagfisk ehf., sem var til sölu. Mér
leist vel á þá möguleika sem felast í
þessari starfsemi svo ég sló til, en
ég tók við fyrirtækinu í desember
síðastliðnum."
Sérhæfir sig í heimasölu
á frystum fiski
„Fyrirtækið Hagfiskur var stofn-
að 3. febrúar árið 1993 og sérhæfir
sig í heimasölu á frystum fiski. Fyr-
irtækið þjónar nú sex þúsund heim-
ilum hér á landi, bæði fjölskyldum
og einstaklingum. Auk þess erum
við með öfluga þjónustu við veit-
ingahús og mötuneyti. Stærsti
markhópur okkar er á höfuðborgar-
svæðinu en einnig eigum við stóran
hóp viðskiptavina á landsbyggðinni
og erlendis. Starfsemi fyrirtækisins
felst í því að hringt er í viðskipta-
VIÐSKUTIAIVINNULÍF
Á SUNNUDEGI
► Ólafur Magnússon, eigandi og framkvæmdastjóri Hag-
fisks ehf., er fæddur 3. júlí árið 1952 í Reykjavík þar sem
hann ólst upp. Hann nam skipatæknifræði við Tækniháskól-
ann á Helsingjaeyri í Danmörku og útskrifaðist þaðan árið
1977. Að námi loknu dvaldi hann áfram í Danmörku og
starfaði hjá ráðgjafarfyrirtækinu Dwinger Marineconsult
AS. Jafnframt stundaði hann nám í rekstrarhagfræði við
Verslunarháskólann í Kaupmannahöfn og lauk því árið
1981. Hann dvaldist í Danmörku til ársins 1983, þá flutti
hann til Islands og hefur síðan verið viðloðandi sjávarútveg
á ýmsan hátt. Meðal annars starfaði hann sem verkefna-
stjóri íslenskra sjávarafurða hf. á Kamchatka í Rússlandi í
tvö ár. Eftir að fslenskar sjávarafurðir hf. hættu þar starf-
semi stofnaði hann ásamt eiginkonu sinni eigið fyrirtæki í
sjávarútvegi, Bering Resources Company, sem þau ráku í
önnur tvö ár og fluttu út rússneskan físk til Evrópu, Kóreu,
Kína og Japan. Þá flutti Ólafur til íslands og festi kaup á
fyrirtækinu íslenskum hagfíski ehf. sem eftir eigendaskipt-
in heitir Hagfiskur ehf. Ólafur er kvæntur Tamöru Soutour-
inu og á þijú börn, Ástu, Magnús og Bjarna.
Morgunblaðið/Sverrir
Sala á fiski frá Hagfiski ehf. fer fram eftir klukkan sex á kvöldin.
vinina á fjögurra til sex vikna fresti
eða viðskiptavinirnir hringja í fyrir-
tækið þegar þeim hentar og panta
fisk sem þeim er sendur um hæl
beint heim að dyrum.
Fyrirtækið Hagfiskur var í upp-
hafi sett á laggirnar af tveim ung-
um mönnum, þeim Gísla Böðvar-
ssyni og Einari Guðjónssyni sem
voru að Ijúka námi og höfðu enga
atvinnu,“ segir Ólafur. „Annar
þeirra hringdi í frænda sinn sem
verkaði rækju og seldi þeim rækju
og gengu þeir með hana í hús og
seldu. Þetta gekk svo vel að þeir
keyptu meiri rækju og tóku upp þá
starfshætti að hringja í viðskipta-
vinina og bjóða hana til sölu. Þá átt-
uðu þeir sig á því að töluvert var
spurt eftir öðnim fisktegundum
eins og ýsu og humri. Þeir keyptu
þessa vöru og afhentu hana við
dyrnar. Fyrirtækið óx hratt og
fljótlega fjölgaði starfsmönnum í
fjóra. Síðan þá hefur margt gerst í
sögu fyrirtækisins, vöraúrvalið hef-
ur aukist og þjónustan er sífellt að
verða betri,“ segir Ólafur. „Við er-
um til dæmis búin að opna verslun á
Netinu sem lofar góðu en slóð okk-
ar er www.hagfiskur.is."
Allur fískur frá okkur er
beinhreinsaður og flakaður
„Við leggjum áherslu á að vera
með gott vöruúrval, en við erum
með um tuttugu birgja sem sjá okk-
ur fyrir vörum. Þetta er aðallega
vara sem fer venjulega til útflutn-
ings og gæðastigið er því hátt. Sem
dæmi má taka að við erum með
frystan fisk frá Útgerðarfélagi Ak-
ureyrar, íslensk-frönsku eldhúsi á
Akranesi og ekki má gleyma marin-
eruðu silungsflökunum frá Grásíðu í
Kelduhverfi ásamt mörgu öðru. AIls
erum við með um fjörutíu vörun-
úmer en það er takmarkað hvað
hægt er að selja marga vöruflokka
gegnum síma. AJlur fiskur frá okk-
ur er beinhreinsaður og flakaður
þannig að hann er tilbúinn til mat-
reiðslu."
Ólafur ræðir um þróun á pakkn-
ingu á fiskinum og segir að sífellt sé
verið að bjóða upp á minni og hent-
ugri pakkningar þar sem magn í
pakkningu hæfir máltíð þess sem
kaupir auk þess sem bitastærðir
þurfi að passa á diskinn. „Við bjóð-
Okkar adalsam-
keppni hefur
reynst koma f rá
áhöfnum
fiskiskipa sem
koma með f isk í
land. Þetta er góð-
ur fiskur sem er
gefinn eða seldur
mjög ódýrt
um upp á pakkningar í ýmsum
stærðum en algengast er að selja
eins og tveggja kílóa pakkningar
sem fer lítið fyrir og kúnninn getur
stungið í frystinn hjá sér.“
Af hverju kaupir fólk fisk af Hag-
fiski í stað þess að fara í næstu fisk-
búð og kaupa ferskan fisk?
„Megnið af viðskiptavinum okkar
skiptir við okkur vegna áreiðanleika
í gæðum og þjónustu ásamt því að
verðið er ívið lægra en í verslunum
fyrir betri vöru,“ segir Ólafur. „Sem
dæmi um betri vöru má nefna að við
bjóðum upp á stærri rækju og
hörpudisk en hægt er að fá í versl-
unum alla jafna. Við erum líka með
vöru sem er ekki til í búðum eins og
sjávarréttapaté frá Islensku-
frönsku eldhúsi sem hefur hingað til
eingöngu verið flutt út. Auk þess
færum við fólkinu fiskinn heim að
dyrum sem því finnst bæði orku- og
tímasparandi."
Tilbúinn á pönnuna,
í pottinn eða á grillið
„Við bjóðum viðskiptavinum okk-
ar upp á leiðbeiningar um mat-
reiðslu á fiskinum ef á þarf að halda
en hjá okkur starfar matreiðslu-
maður. Það er mikið hringt í okkur
ef halda á veislur og beðið um góð
ráð. Þannig reynum við að koma til
móts við þarfir kúnnans.
Það má taka það hér fram að
okkar kúnnar hafa verið mjög
tryggir okkur. En innanlandsmark-
aður fyrir frystan fisk hefur farið
vaxandi hér á landi vegna þægind-
anna við að hafa fiskinn alltaf við
hendina. Nútímamaðurinn hefur
ekki tíma til að versla daglega og
því er þetta annar markaður en fyr-
ir ferskan fisk. Nú er frysti fiskur-
inn eins og áður segir boðinn í
pakkningum þar sem hann er til-
búinn beint á pönnuna, í pottinn eða
á grillið. Við höfum komið til móts
við þessar kröfur hér hjá Hagfiski
ehf. með breyttu vöruúrvali þar
sem fiskurinn er seldur í bitum,
roðlaus, beinlaus og jafnvel hálf-
matreiddur. Því krafan er sú að
þegar fólk kemur heim úr vinnunni
og hefur náð í börnin á leikskólann
verður að vera hægt að matreiða
fiskinn á sama tíma og það tekur að
sjóða kartöflurnar."
Hringja í viðskiptavinina
á 4-6 vikna fresti
Hvernig getið þið boðið upp á
lægra verð með þeirri þjónustu sem
þið bjóðið upp á ?
„Við kaupum vöruna tilbúna
beint af framleiðendum svo það eina
sem við þurfum að hafa hér er
frystigeymsla til að geyma fiskinn í
auk skrifstofu en við berum engan
verslunarkostnað, þjónustan kemur
í staðinn."
Ólafur er spurður nánar út í það
hvernig salan á fiskinum fer fram.
„Eins og áður segir erum við með
sex þúsund viðskiptavini sem hafa
óskað eftir þjónustu okkar. Við
hringjum í fólkið á fjögurra til sex
vikna fresti og athugum hvort það
vanti fisk. Hér er um að ræða fjöl-
skyldufólk, einstaklinga, meðal
þeirra er fólk sem býr í bústöðum
fyrir aldraða og á kannski ekki auð-
veldlega heimangengt.
Hjá okkur er opið frá klukkan
átta á morgnana til tíu á kvöldin,
mánudaga til fimmtudaga. Auk þess
erum við með þjónustu allan sólar-
hringinn alla daga vikunnar fyrir
veitingahúsin. Þegar við hringjum í
fólkið erum við með ákveðinn vörul-
ista sem við bjóðum upp á.“
„Hér starfa þrír starfsmenn á
daginn við að þjónusta veitingahús
og mötuneyti ásamt því að undirbúa