Morgunblaðið - 25.08.2000, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Afstaða Framsóknar til Evrdpumála endurskoðuð
„Ohjákvæmilegt er
að taka á málinu“
SKIPAÐUR hefur verið 50 manna
starfshópur innan Framsóknar-
flokksins og er honum ætlað að
endurskoða afstöðu flokksins í
Evrópumálum. Halldór Ásgríms-
son, formaður Framsóknarflokks-
ins, segir óhjákvæmilegt að flokk-
urinn fjalli ítarlega um málið.
Ráðgert er að starfshópurinn
skili skýrslu fyrir næsta flokksþing
sem haldið verður í miðjum mars-
mánuði. Þetta kom fram á fundi
landsstjórnar og þingflokks flokks-
ins í Hrafnagili í Eyjafirði í gær.
Utanríkisráðuneytið skilaði sem
kunnugt er skýrslu um Evrópumál
á síðasta ári. „Sú skýrsla er að
mínu viti tilefni fyrir ýmis samtök
í landinu til að fjalla um þessi mál;
samtök atvinnurekenda, verkalýðs-
hreyfingu, neytendasamtök og
fleiri," segir Halldór.
Hann segist einnig telja að
skýrslan sé góður grundvöllur fyr-
ir stjórnmálaflokkana til að taka á
málunum. „I henni voru engar
pólitískar niðurstöður og nú er það
verkefni stjórnmálamanna með
hvaða hætti við mætum þróuninni.
Eg tel óhjákvæmilegt að Fram-
sóknarflokkurinn taki á þessu
máli,“ segir Halldór Ásgrímsson.
Halldór segist telja að nefndin
endurspegli þjóðfélagið vel, en inn-
an hennar er fólk úr öllum at-
vinnugreinum, verkalýðshreyfing-
unni og sveitarstjórnum.
Opnuð verður
spjallrás á Netinu
Starfshópurinn mun funda, bæði
í heild sinni og undirhópum, auk
þess sem komið verður á sérstakri
lokaðri spjallrás á Netinu til að
auðvelda starfið. „Með þessu erum
við að reyna að endurskipuleggja
flokksstarfið. Ég reikna með því
að farið verði út í stefnumótunar-
vinnu með þessu móti í fleiri mála-
flokkum og nýjasta tækni þannig
nýtt,“ segir Halldór.
Niðurstaða fornleifarannsóknar á Hálsi í Reykholtsdal
Umfangsmikil málm-
vinnsla á landnámsöld
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
Eðlan virtist láta sér dvölina á lögreglustöðinni vel líka og þáði vatns-
sopa frá Ágústi Snæbjörnssyni lögreglumanni.
Ovæntur gestur á
lögreglustöðinni
GRÆN eðla á lengd við manns-
handlegg var að spóka sig í fjöru-
grjótinu við Eiðsgranda þegar kona
gekk þar fram á hana í gærkvöld.
Lögreglan var kvödd til og fór
hún með dýrið á stöðina. Að sögn
Arnars Marteinssonar varðstjóra
var strax hringt í Náttúru-
fræðistofnun og er von á sérfræð-
ingum þaðan með morgninum til að
taka dýrið í sína vörslu.
Ekki væsti um þetta framandlega
skriðdýr í vörslu Reykjavíkur-
lögreglunnar. Lögreglumenn
reyndu að gefa því epli og ost að
eta en eðlan leit ekki við þeim krás-
um.
Hún var geymd í kassa á setu-
stofu lögreglustöðvarinnar við
Hverfísgötu og þar hafði vaktin
vakandi auga með þessum óvænta
næturgesti sínum.
UMFANGSMIKIL málmvinnsla var
á Hálsi í Reykholtsdal frá land-
námsöld og a.m.k. fram til ársins 1000
en undanfarin ár hafa minjar um
þessa vinnslu verið grafnar upp.
Málmvinnslan var sömu gerðar og
málmvinnsla sem leifar hafa fundist
af í L’anse aux Meadows á Nýfundna-
landi. Aðferðir málmvinnslu bárust
hingað til lands með Norðmönnum en
virðast hafa breyst og þróast öðruvísi
hérlendis en þar. Þetta kemur fram á
heimasíðu Norðuráls sem styrkt hef-
uruppgröftinn.
Líklega hafa um tíu manns unnið
að vinnslunni á þessum stað. Þar að
auki hafa komið fram merki um
málmvinnslu víðar á Vesturlandi, seg-
ir á heimasíðunni. Allt bendir því til
að um 2-4% íbúa á þessu tímabOi hafi
komið að málmiðnaði sem er sama
hlutfall og í dag. Þá bjuggu 5000-8000
manns á svæðinu en í dag um 15.000.
Kevin Smith, fomleifafræðingur og
aðstoðarforstöðumaður mannfræði-
deildar við Vísindasafnið ír Buffalo,
hefur stýrt uppgreftrinum. í tilkynn-
ingunni kemur fram að hann telur að
málmvinnslan hafi hafist um hundrað
árum áður en búskapur hófst á Hálsi,
eða strax við landnám. Kevin telur að
jámvinnsla hafi verið mjög umfangs-
mikil á Hálsi. Hráefnið var mýrarauði
auk þess sem nægur skógur mun hafa
Fomleifafræðingar við uppgröftinn að Hálsi í Reykholtsdal.
Stórmeistari sleginn
út á Skákþinginu
SEINNI hluti fyrstu umferðar
Skákþings Islands fór fram í Félags-
heimili Kópavogs í gærkvöld en nú
er í fyrsta skipti leikið eftir útsláttar-
fyrirkomulagi.
Þau tíðindi urðu helst að Helgi Áss
Grétarsson stórmeistari, sem var
stigahæstur keppenda, laut í lægra
haldi fyrir Stefáni Kristjánssyni, 3-1.
Stefán er aðeins 17 ára og þykir vera
meðal efnilegustu skákmanna lands-
ins. Helgi hafði unnið fyrstu skákina
í fyrradag, en Stefán vann næstu.
Fleiri en tvær skákir þurfti til að
knýja fram úrslit í fimm viðureign-
um af átta, en fyrirkomulagið er
þannig að fyrst em tefldar tvær
skákir, þá tvær atskákir og tvær
hraðskákir. Ef enn er jafnt er gripið
til bráðabana, þar sem nóg er að
vinna eina hraðskák.
Önnur úrslit sem lágu fyrir þegar
Morgunblaðið fór í prentun vom þau
að Jón Viktor Gunnarsson lagði
Braga Þorfinnsson, U/2-V2, Jón Garð-
ar Viðarsson vann Björn Þorfinns-
son, 2-0 og Sævai- Bjarnason vann
Tómas Bjömsson, V/2-V2. Arnar E.
Gunnarsson lagði Einar Hjalta Jens-
son 3-1. Ágúst Sindri Karlsson vann
Kristján Eðvarðsson SV2-2V2. Öðmm
viðureignum var ekki lokið.
verið á þessum tíma.
Að því er fram kemur í tilkynning-
unni er markmið rannsóknar Kevins
að upplýsa nákvæmlega vinnsluferil
málmvinnslu hér á landi og í fram-
haldi af því að gera ofn þar sem járn
verður unnið á sama hátt og fyrir
1000 ámm.
Eldur í hjólageymslu
TALSVERÐAR sótskemmdir urðu í
fjölbýlishúsi við Lindasmára í Kópa-
vogi í gærkvöld þegar eldur kom upp í
hjólageymslu í sameigninni um kl. 20.
Að sögn slökkviliðs virðist sem
kveikt hafi verið í hjólbörðum, sem
geymdir voru í geymslunni.
Fjórar íbúðir eru í húsinu og var
talið að eitthvað af reyk og sóti kynni
að hafa borist inn í þær en mest varð
tjón í sameigninni. Slökkvistarf gekk
greiðlega en uns því lauk voru íbúar
fastir inni í íbúðum sínum því ekki var
vogandi að fara fram á ganginn.
Ný íþrdttagrein ryður sér til rúms hérlendis
ISI viðurkennir krikket
ÍÞRÓTTA- og Ólympíusamband
íslands, ÍSÍ, samþykkti á fundi
sínum á dögunum að krikket væri
viðurkennd íþróttagrein hér á
landi. Slík viðurkenning er nauð-
synleg til þess að þau tvö krikket-
félög sem eru starfandi hér á landi
geti fengið aðild að héraðssam-
böndum eða íþróttabandalögum.
Um leið og svo er opnast möguleiki
á að stofna krikketsamband innan
ÍSI. Tvö félög leggja stund á
krikket, Kylfan í Reykjavík og
Glaumur í Stykkishólmi. Alls
stunda um 40 manns þessa grein
og að sögn Stefáns Pálssonar, eins
forvígismanna Kylfunnar, er
áhuginn vaxandi.
Stefán segir ennfremur að ís-
lenskir krikketmenn hafi fengið af-
ar jákvæðar mótttökur hjá
Evrópska krikketsambandinu sem
sé mjög í mun að auka útbreiðslu
íþróttarinnar. Hafi sambandið m.a.
sent útbúnað til þess að stunda
íþróttina hér, s.s. kylfur ogbolta og
einnig boðist til þess að senda leið-
beinendur. Þá sé framundan fyrsti
„landsleikurinn" í krikket þegar lið
frá Oxford kemur hingað til lands
snemma í september til kappleiks.
■ Krikketíþróttin/Bl
Sérblöð f dag
r r
BIOBLAÐIÐ
Hearts hefur Guðmund
Steinarsson í sigtinu / B1
A FOSTUDOGUM
ÍA og ÍBV úr leik í
Evrópukeppninni / B2
Fylgstu
með
nýjustu
fréttum
www.mbl.is