Morgunblaðið - 25.08.2000, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 25.08.2000, Blaðsíða 44
44 FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SÆVAR NORBERT LARSEN + Sævar Norbert Larsen var fædd- ur á Selfossi 17. jan- úar 1946. Hann lést í Portúgal þann 16. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru Frederik Larsen, f. 12. júní 1915, d. 29. júlí 1995 og Margrét Guðnadóttir, f. 25. júní 1916. Bræður Sævars eru Haf- steinn, f. 6. ágúst 1949, Fróði, f. 28. desember 1951, d. 21. júlí 1995, Krist- ján, f. 15. mars 1957 og Stefán, f. 12. mars 1958. Þann 25. febrúar 1967 kvæntist Sævar Sólveigu Jóhannesdóttur. Sólveig var fædd 11. mars 1945, hún lést 15. maí 1995. Foreldrar hennar voru Jóhannes Sigmars- son, f. 19. maí 1916, d. 13. júní 1973 og Arnheiður Gísladóttir, f. 18. febrúar 1919, d. 19. júlí 1995. Árið 1996 hóf Sævar sambúð með Guðrúnu Jóhannsdóttur, f. 8. febrúar 1946 og bjó með henni þar til hann lést. Foreldrar Guð- rúnar voru Jóhann Sveinbjöms- son, f. 13. aprfl 1912, d. 19. mars 1996 og Sigríður Karlsdóttir, f. 18. mars 1926, d. 2. janúar 1926. Börn Sævars og Sólveigar eru Stein- unn Margrét, f. 28. janúar 1967, maður hennar er Páll Jó- hannsson, börn þeirra eru Þráinn, f. 1992, Jóhann Hall- dór, f. 1997 og Brynja Sólveig, f. 1999. Jóhannes Arn- ar, f. 2. mars 1968, kona hans er Rann- veig Skúla Guðjóns- dóttir, sonur þeirra er Flóki, f. 1998. Friðrik Rafn, f. 2. maí 1969, sambýliskona hans er Margrét Ása Þorsteinsdóttir, synir þeirra eru Elfas Ýmir, f. 1997 og Leó Steinn, f. 2000. Linda Rut, f. 1. desember 1971, sambýlismaður hennar er Eiður Ingi Sigurðarson, börn þeirra eru Sævar Ingi, f. 1996 og Eva Rún, f. 1999. Fyrir hjónaband eignaðist Sævar Kolbrúnu, f. 7. ágúst 1964 með Jónínu Auðunsdóttur, f. 14. ágúst 1945, d. 9. mars 1997. Útför Sævars fer fram frá Sel- fosskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elsku pabbi minn. Þegar leiðir okkar skiljast vil ég, framar öðru, þakka þér fyrir hlutdeild þína og að- stoð í lífi bamanna minna. Sérstak- lega hans litla nafna þíns. Ég kveð þig með þessari bæn og mun ávallt minnast þín. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginniyfirminni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Elsku afi, ég þakka þér fyrir allar stundirnar sem við áttum saman. Ég mun alltaf minnast þín. Ó, faðir, gjör mig lítið Ijós um lífs míns stutta skeið, til hjálpar hverjum hal og drós, semvillsthefurafleið. Ó, faðir, gjör mig blómstur blítt, sem brosir öllum mót og kvíðalaust við kalt og hlýtt erkyrrtásinnirót Ó, faðir, gjör mig Ijúflings lag, semlífgarhugogsál og vekur sól og sumardag, ensvæfirstormogbál. Ó, faðir, gjör mig styrkan staf að styðja hvem sem þarf, uns allt það pund, sem Guð mér gaf, éjj gef sem bróðurarf. 0, faðir, gjör mig sigursálm, eitt signað trúarlag, sem afli blæs í brotinn hálm ogbreytirnóttídag. (Matt. Joch.) Þinn Þráinn. Að morgni miðvikudags þann 16. ágúst bárust okkur Jóhönnu þær fréttir að frændi minn og fyrrver- andi svili, Sævar Larsen, væri látinn. Sævar hafði heimsótt okkur í sumar. Hann hafði átt við veikindi að stríða og var nokkuð langt um liðið frá því að við sáumst síðast. Hann lét þá betur af sér og virtist á góðum bata- vegi. Það hljómaði því eins og þver- sögn að fá fréttir um að hann hefði orðið bráðkvaddur á ferðalagi í út- löndum. Kynni okkar Sævar stóðu á göml- um merg. Við ólumst báðir upp á Sel- fossi. A unglingsárunum hittumst við oft en bróðir minn og Sævar voru þá nánir vinir. Síðar varð sambandið enn meira eftir að ég kvæntist, en Jóhanna eiginkona mín og Sólveig voru systur. Eftir það áttum við margar ágætar samverustundir. Spil voru þá iðulega stokkuð og margir hringir teknir. Við Sævar reyndum þá stundum með okkur í hraðskák með misjöfnum árangri. Það kom þá jafnan öðrum til bjargar að annar hvor okkar lék verulega illa af sér. Sævar bar svipmót föður síns, var dökkur yfirlitum og hafði jafnvel suðrænt yfirbragð. Hann var glett- inn og jafnvel stríðinn. Hann var ýmsum góðum eðlislægum kostum búinn. Hann hafði til að mynda alla eiginleika góðs spretthlaupara á sín- um yngri árum og vann nokkrum sinnum til verðlauna. Hann sinnti þessum hæfileikum þó óverulega svo að afrekin urðu færri en ella. Hann mætti í mót og hljóp en varði litlum tíma í að bæta tækni eða endurmeta þau atriði er skipta máli til að ná árangri. Sævar lærði kjötiðn og þótti mjög góður kjötiðnaðarmaður. Hann sinnti starfi sínu af kostgæfni og ósérhlífni. Hann vann lengstum hjá Sláturfélagi Suðurlands á Selfossi og var síðast stöðvarstjóri áður en hann lét af störfum vegna heilsubrests. Sævar var kappsamur í vinnu og + Ástkær eiginkona mín, móðir okkar og amma, SIGRÍÐUR ÖGMUNDSDÓTTIR, Grundarstíg 1, Sauðárkróki, verður jarðsungin frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 26. ágúst kl. 14. Árni M. Jónsson, börn og barnabörn hinnar látnu. vildi láta hlutina ganga. Þessu kynntust þeir eflaust vel sem unnu með honum. Sævar var mjög áhugasamur hestamaður og byrjaði af kappi mjög ungur að stunda þá iðju. Hann eign- aðist snemma eigin hesta og oftast voru þeir nokkuð margir eins og sæmir stórbændum. Hann sinnti sjálfur heyskapnum og hafði aðgang að túnum á Selfossi sem hann sló og hirti með tækjakosti sem hann átti sjálfur, þá oftast í félagi við annan. Hann sinnti lengstum hestamennsk- unni af miklum áhuga og varði löng- um tíma í að hirða hestana. Sævar hafði gaman að ferðalögum og ferðuðust Solla og hann bæði inn- anlands og til útlanda, einkum til sól- arlanda. Hann hafði ekki ferðast mikið upp á síðkastið en í sumar var ákveðið að fara í ferð til Portúgals. Ég vissi að þessi ferð lagðist vel í Sævar og ferðafélaga hans. Þar á meðal var elsta barnabarnið sem hlakkaði mikið til að fá að fara með afa til útlanda. En ferðalagið reynd- ist endasleppt því Sævar lést á öðr- um degi ferðar. Við Jóhanna sendum aldraðri móður hans, sambýliskonu, börnum og öðrum ástvinum hugheil- ar samúðarkveðjur. Megi algóður Guð styrkja ykkur á sorgarstundu. Guðjón Skúlason. Ég kynntist Sævari Larsen fyrst fyrir alvöru á haustmánuðum 1995, þegar mamma og hann tóku að rugla saman reitum. Ég vissi auðvitað hver hann var áður og þekkti börnin hans, enda bjuggu þau í næsta ná- grenni í Vallholtinu. Samband þeirra mömmu þróaðist og á vormánuðum 1996 flutti hann til hennar. Við mamma höfðum þá nýlega lokið við að byggja saman parhús og vorum rétt að koma okkur íyrir í sitt hvor- um endanum. Samband okkar við Sævar var mjög gott frá fyrsta degi og bar aldrei skugga þar á. Þar sem aðeins nokkur skref eru á milli íbúð- anna okkar er samgangur óvenju mikill og líður vart sá dagur að ekki sé kíkt yfir. Það hefur því ef til vill ekki verið auðvelt fyrir utanað- komandi að flytja inn í þessa komm- únu okkar. En allar slíkar áhyggjur voru ástæðulausar og áður en langt um leið var Sævar orðinn einn af fjöl- skyldunni. Við sáum hversu blíður og góður hann var við mömmu og hversu ánægð hún var. Allt lék í lyndi. Þegar Sævar og mamma kynnast var hann nýlega orðinn ekkjumaður, auk þess sem djúp skörð höfðu verið rist í fjölskyldu hans. Það var engu líkara en heilla- dísirnar hefðu með öllu yfirgefið hann, því haustið 1997 verður hann fyrir áfalli sem skerti mjög þrek hans og starfsorku. Undanfarin tvö sumur buðu mamma og hann upp á orlofsdvöl fyrir fatlaða heima. SUkt starf hæfir ekki öllum og er mjög krefjandi. Það vakti aðdáun mína hversu þolinmóður og umburðar- lyndur hann var við þetta fólk, en það kom mér ekki á óvart; gagnvart svona fólki þarf ekki að sýnast, menn láta í ljós sitt rétta eðli. Sævar mátti ekkert aumt sjá og bar ætíð hag þeirra sem minna mega sín fyrir brjósti. Hestamennsku stundaði hann og átti jafnan góða hesta, enda hafði hann gott auga fyrir efnilegum folum. Fréttin af bráðu andláti Sævars kom sem reiðarslag. Mér virtist heilsa hans fara batnandi og bjartir tímar framundan. En enginn veit sinn næturstað. Ég kveð nú góð- an vin, en geymi minningu hans um ókomna tíð. Guð blessi þig, Sævar. Jóhann Bjarnason. Það var aðfaranótt miðvikudags að hringt var og við látin vita af and- láti Sævars Larsens. Við urðum sem lömuð og trúðum því hreinlega ekki að hann Sævar okkar væri dáinn. Hann og mamma voru rétt búin að vera í rúman sólahring í langþráðu fríi í Portúgal eftir vægast sagt annasamt sumar en þau höfðu verið með sumardvöl fyrir fatlaða á heimili sínu. Það var ekki mikið sofið þessa nótt og minningamar hrönnuðust upp. Við vomm mikið í „Baugs- tjöminni“ eins og við kölluðum heim- ili þeirra ávallt og eftir að við fluttum til Reykjavíkur leið varla sú helgi að við kæmum ekki við í mat eða bara spjall yfir kaffisopa, sérstaklega eft- ir að við áttum Eystein. Strákurinn var þá að dunda sér í dótinu eða að spjalla við „afa Lassa“ eins og Sævar kallaði sig svo oft og við töluðum ósjaldan um það hvað hann nennti að sinna Eysteini og spjalla við hann. Svo var það í lok síðasta árs að við fluttum tímabundið á Selfoss og var þá ómetanleg hjálp í Sævari þegar hann passaði strákinn fyrir okkur í rúma tvo mánuði. Eysteinn hændist mjög að honum og var það eftirtekt- arvert hversu natinn Sævar var við hann og ef við svo minntumst eitt- hvað á þetta við hann svaraði hann: „Það er sko engin fyiirhöfn að hafa hann Eystein." Þessi hlýja yljaði okkur um hjartarætur því þama sannaði hans ljúfmennska að ekki þurfi alltaf bein blóðtengsl til þess að geta umvafið barn afa örmum og hlýju. Elsku Sævar. Við viljum þakka þér fyrir allt sem þú hefur gefið okkur. Þín er sárt saknað en við vitum að hinum megin færðu hlýjar móttökur. Kveðja, Halldór, Arnrún og Eysteinn Aron. Þú komst í hlaðið á hvítum hesti, Þúkomst með vor í augum þér. Ég söng og fagnaði góðum gesti og gaf þér hjartað í brjósti mér. :,: Eg heyri álengdar hófadyninn, Ég horfi langt á eftir þér. :,: Og bjart er alltaf um besta vininn, og blítt er nafn hans á vörum mér. :,: Þó líði dagar og líði nætur, Má lengi relga gömul spor. :,: Þó kuldinn næði um daladætur, þá dreymir alla um sól og vor. (DavíðStef.) „Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það, sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því, sem ég get breytt og vit til að greina þar á rnilli." Elsku Sævar minn, hafðu þökk fyrir allt og allt. Þín Guðrún. Kveðja frá Oddfellowreglunni í dag er kvaddur hinstu kveðju frá Selfosskirkju Sævar Norbert Lar- sen, kjötiðnaðarmaður frá Selfossi. Hann varð bráðkvaddur í sólar- landaferð í Portúgal hinn 15. ágúst sl. Sævar var fæddur á Selfossi 17. janúar 1946 og var því aðeins 54 ára gamall þegar kallið kom. Sævar ólst upp á Selfossi og tók þátt í leik og starfí með félögum sínum. Hann tók virkan þátt í starfi Umf. Selfoss og einkum voru það frjálsar íþróttir sem áttu hug hans allan. Hann náði frábærum árangri í spretthlaupum, einkum 100 m hlaupi og var um tíma einn besti hlaupari landsins. Nú á seinni árum stundaði Sævar hesta- mennsku af kostgæfni og ferðalög innan lands og utan naut hann í rík- um mæli. Sævar kvæntist Sólveigu Jóhannesdóttur frá Klængsseli í Flóa og eignuðust þau fjögur mann- vænleg börn, Steinunni Margréti, Jóhannes Arnar, Friðrik Rafn og Lindu Rut. Sævar hafði yndi af böm- um og naut þess að umgangast þau. Fyrir hjónaband hafði Sævar eign- ast eina dóttur, Kolbrúnu með Jón- ínu Auðunsdóttur. Sævar missti eig- inkonu sína Sólveigu fyrir fimm árum eftir erfið veikindi. Hin síðustu ár var Sævar í sambúð með Guðrúnu Jóhannsdóttur, ættaðri úr Laugar- dal. Heimili þeirra var á Baugstjörn 18 á Selfossi. Sævar lærði kjötiðn hjá Kaupfélagi Árnesinga og starfaði síðan hjá Sláturfélagi Suðurlands sem verkstjóri og hin síðustu ár sem stöðvarstjóri SS á Selfossi. Hann lét af því starfi 1997 af heilsufarsástæð- um. Sævar starfaði í Oddfellowhreyf- ingunni frá 1993, en ný regludeild hefur starfað á Suðurlandi frá 1992. Hann lagði alúð í öll sín störf og hafði ákveðnar skoðanir og lét þær koma fram á fundum. Hann var léttur og hlýr í viðmóti og hafði gamanmál til- tæk þegar við átti. Við Hásteins- bræður söknum þessa bróður sem okkur hefur kvatt allt of fljótt en hér sannast hið fomkveðna að „enginn ræður sínum næturstað". Við send- um fjölskyldunni allri innilegar sam- úðarkveðjur og biðjum góðan Guð að gæta hins látna bróður. Hásteinsbræður. Látinn er góður vinur minn og skólabróðir, Sævar Larsen kjötiðn- aðaimeistari, aðeins 54 ára gamall. Hann hafði undirbúið vel sumarleyf- isferð til Portúgals með sambýlis- konu sinni, barnabarni, mágkonu og manni hennar og dvalið þar aðeins í einn sólarhring þegar kallið kom. Það er erfitt að sætta sig við dauð- ann er hann ber jafn skyndilega að og hér um ræðir. Sævar var glaður og hress þegar hann sagði mér frá áformum sínum í þessa ferð og fram- vegis ætlaði hann að bjóða einu bai-nabarna sinna með sér í sólar- landaferðir á komandi ámm. Hann hafði sett sér markmið sem gæfi honum bjarta framtíð og lýsti vel til- finningum hans til barnabarna sinna. Sævar hafði ekki verið fullkomlega hraustur framan af árinu en var allur að hressast og heilsa hans að komast í gott jafnvægi á ný. Hann var áhugamaður um hesta og átti góð hross sem vora aftur komin í huga hans þegar líða tók á árið. Þannig vh’tist manni heilsa Sævars og fram- tíð vera björt og lífið blasa við hon- um. En þrátt fyrir allt er hann fallinn frá á miðjum aldri, maðurinn sem átti sér framtíðardrauma og vonir um betra líf. En Sævar hefur mátt þola óvenju- lega lífsgöngu sl. fimm, sex árin sem hefur án efa haft mikil áhrif á heilsu hans að einhveiju leyti. I þann mund sem börnin hans fjögur voru að fara að heiman, barnabörnin að fæðast eitt af öðru og framundan var fagurt og hamingjusamt fjölskyldulíf missir hann eiginkonu sína. Síðan missir hann tengdamóður, því næst bróður, og að lokum föður sinn. Það var hon- um afar þungbært að standa frammi fyrir þessum áföllum, sem tóku mik- inn lífskraft frá honum um tíma. Ég vil þakka Sævari góða vináttu frá því að við settumst á skólabekk saman í Barnaskóla Selfoss 1953. Hann var einn af þrjátíu og sjö bekkjarsystkinum sem fædd voru 1946 og hófu skólagöngu saman. Sævar var tápmikill drengur úr mjólkurbúshverfinu, eins og sagt var, sem gekk alltaf í skólann sinn eins og þá tíðkaðist. Hann var snemma líkamlega sterkbyggður og efni í íþróttamann. Á þessum árum voru ekki skipulagðar æfingar, við lékum okkur sjálf í ýmsum leikjum á þeim túnum sem buðust, og í portinu hjá KÁ. Sem unglingar áttum við góðar stundir saman, fórum í ferða- lög saman, fórum á dansleiki með skólafélögunum og var Sævar leið- toginn í hópnum, sérstaklega eftir að hann kom heim frá Danmörku. Hann hafði heimsótt ömmu sína þar og kom þaðan heim í klæðskerasaum- uðum fötum sem vöktu óskipta at- hygli á sveitaböllunum. Sævar var stór, dökkhærður og glæsilegur maður sem tekið var eftir og ekki skemmdi það fyrir að vera í fallegum sérsaumuðum fötum. Þegar Landsmót UMFÍ var hald- ið á Laugarvatni árið 1965 var Sævar hetja þess móts, en eins og áður sagði var Sævar mikið efni í íþrótta- mann. Hann var beðinn að taka þátt í frjálsum íþróttum á þessu móti sem hann og gerði, keppti í sprett- og boðhlaupum. Frammistaða Sævars var góð þegar það er haft í huga að hann fékkst lítið til að æfa sig og undirbúa fyrir keppnina. Hann varð í öðru sæti í úrslitum 100 m hlaups á 11.2 sek., sem var góður tími í þá daga. Þessi efnispiltur hefði getað náð langt hefði hann lagt rækt við æfing- ar á þessum árum. Ég hef rifjað upp nokkur minning- arbrot um okkar ágæta skólafélaga sem lét sig ekki vanta þegar við héld- um okkar bekkjarmót nú hin síðari ár. Hann tók þátt í undirbúningi af lífi og sál og hafði mikla ánægju af því að hitta gamla skólafélaga. Eg vil fyrir mína hönd, fjölskyldu minnar og bekkjarsystkina votta öllum ást- vinum hans okkar dýpstu samúð með von um að minning um góðan dreng lifi. Björn Ingi Gi'slason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.