Morgunblaðið - 25.08.2000, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.08.2000, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ljdsmynd frá 1905 gefur til kynna að miklar framfarir hafí orðið í skógrækt Skógræktar- menn minnast tímamóta SKÓGRÆKTARFÉLAG fslands hefur verið starfrækt í 70 ár og verður haldið upp á tímamótin í Menn taskólanum á Akureyri í dag. Klukkan níu hefst aðalfundur fé- lagsins, en að honum loknum byrjar afmælisdagskrá þar sem Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra flytur ávarp. „Einnig munum við skrifa undir merkan samning um stofnun sjóðs sem stuðlar að eflingu menntunar í skógfræðum og skóg- ræktarrannsóknum á íslandi," segir Brynjólfur Jónsson, framkvæmda- stjóri félagsins, en stofnaðilar sjóðs- ins eru Skógræktarfélag fslands, Samband íslenskra sveitarfélaga, Landsvirkjun og Orkuveitan. Að sögn Brynjólfs hafa miklar breytingar átt sér stað í skógrækt á Islandi síðan félagið var stofnað. Hann segir að fyrir sjötíu árum hafi fáir trúað því hægt væri að rækta skóg á Islandi, en nú hafi viðhorfið breyst og finnst mörgum þetta ganga frekar hægt. Að sögn Brynj- ólfs sækir fólk í skóglendi og hafa helstu skógar mikið útivistargildi og nefnir hann sem dæmi Þjórsár- dal, Húsafell og Atlavík. Brynjólfur segir félagið verða með ljósmyndasýningu af tilefni af- mælisins þar sem samanburðar- ljósmyndir frá Hallormsstaðarskógi eru m.a. til sýnis. Er sú eldri tekin af dönskum skógfræðingi, Christian Emil Flensborg, árið 1905 en hann starfaði hér á landi við skógræktar- ráðgjöf um og eftir aldamótin. Seinni myndin er tekin af Gísla Gestssyni kvikmyndagerðarmanni fyrir nokkrum dögum á sama stað. Gefa myndirnar til kynna framfarir í skógrækt á landinu. „Raunveru- legur skógur þekur hins vegar að- eins um 0,2% af landinu," segir Brynjólfur og bætir við að mikið verk sé enn fyrir höndum. Mörkin í Hallormsstaðaskógi fyrr í sumar. Morgunblaðið/Gísli Gestsson ■ -<r Skógræktarfélag Íslands/Christian Emil Flensborg Mörkin í Hallormsstaðaskógi árið 1905. Brimborg inn- kallar 26 Volvo S 80 bifreiðar BIFREIÐAUMBOÐINU Brim- borg hefur borist tilkynning frá framleiðendum Volvo um innköllun á Volvo S 80-bílum vegna óeðlilegs slits á spindilkúlum. Brimborg þarf að innkalla 26 bíla af árgerðunum 1999 og 2000 en alls hafa verið seldir 34 bílar af þessari gerð hér á landi. Eigendur bílanna verða beðnir um að koma með þá í umboðið, þar sem þeir verða lagfærðir, og verða eigendunum útvegaðir aðrir bílar á meðan, að sögn Egils Jóhannesson- ar, framkvæmdastjóra hjá Brim- borg. Volvo í Þýskalandi tilkynnti í gær að 116 þúsund bílar af gerðinni S 80 yrðu innkallaðir. Einnig eru innkallaðir um 700 V 70 bílar sem framleiddir voru á þessu ári. Á ís- landi þarf ekki að kalla inn V 70 bíla því sala á þeim er nýhafin og hefur 2001-árgerðin einungis verið seld. Bandaríski bílaframleiðandinn Ford Motors keypti fólksbílafram- leiðslu Volvo í janúar 1999 og er hún rekin undir merkjum Ford í Evrópu, sem hefur aðalstöðvar í Köln í Þýskalandi. Harður árekstur í Kopavogi Hafnaði á húsvegg TVÆR fólksbifreiðar rákust saman á Smiðjuvegi í Kópavogi skömmu eftir hádegi í gær. Bifreiðarnar skullu framan á hvora aðra. Við áreksturinn missti annar ökumaðurinn stjórn á bíl sínum með þeim afleiðingum að hann ók bílnum yfir grasflöt og hafnaði á húsvegg. Sá var fluttur á slysadeild til læknisskoðunar. Báðar bifreið- arnar voru fjarlægðar af slysstað með kranabíl. r DOROTHY EINON liváð iingiir nemur. ••• Fróóleikurfyw foreldn.tiUóöm skólaaldurs rtBJL leikir og athafnir sem henta hveiju aldursskeiði. leiðir til að styrkja tengslin við börnin. raunhæfar lausnir við algengum vandamálum. Möi og menning maíottm&nning.ts Í Laugavegl 18 • Slml 515 2500 • Slðumúla 7 • Sfml 510 2500 Botnrannsdknir vegna lagningar nýs sæstrengs Hafsbyrgið miunir óneitanlega á Ábyrgi. Tolvumynd/Öm Jonsson Nýtt „Asbyrgi“ fannst á hafsbotni undan Dalatanga SKIPVERJAR á rannsóknarskip- inu Kommander Jack, sem annast botnrannsóknir á vegum Lands- símans og Foroya Tele vegna lagningar sæstrengs á milli ís- lands og Færeyja, fundu undarlegt fyrirbæri á hafsbotni um 95 kíló- metra austur af Dalatanga nýver- ið, að sögn Arnar Jónssonar, deild- arverkfræðings hjá Landssímanum. Fyrirbærið er þriggja kílómetra löng og fimm kílómetra breið skeifulaga hamra- kví sem minnir óneitanlega á Ás- byrgi. Hafsbjmgi þetta er allt að 70 metra hátt þar sem hæst ber eða- litlu lægra en Ásbyrgi, þar sem klettaveggirnir eru 90-100 metra Dalatangi 95 km J^Seyðisfjörður í\y~‘-^Eskifjörður 5 Okm háir. Byrgið liggur á 500-600 metra dýpi. Gerð hefur verið þrí- víddartölvumynd af fyrirbærinu og að sögn Arnar þykir líklegt að það hafi myndast við gífurlegan jarð- skjálfta. Ásbyrgi er talið hafa myndast við hamfarahlaup í Jök- ulsá á Fjöllum. Hins vegar segir þjóðsagan að Ásbyrgi sé hóffar Sleipnis, hins áttfætta hests Óðins. Gerir lagningu sæstrengsins erfiðari Örn sagði hafsbyrgið gera lagn- ingu strengsins erfiðari en jarð- fræðingur sem var um borð í skip- inu var hæstánægður með fundinn að hans sögn. Orn sagði þó að hægt væri að koma strengnum fyrir í aflíðandi brekkum sem eru beggja vegna byrgisins og að botnrannsóknum yrði haldið áfram. Kommander Jack yfirgaf Seyðisfjörð á mánudagskvöld síð- astliðið og siglir nú til Færeyja til frekari rannsóknarstarfa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.