Morgunblaðið - 25.08.2000, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST 2000 25
ERLENT
Bandaríkj astj órn gagnrýnd fyrir að veita Kólumbíu fé til að uppræta eiturlyfjastarfsemi
Umbætur í mannréttinda-
málum sagðar hunsaðar
AP
Liðsmcnn úr skæruliðasveitum hreyfingarinnar AUC við æfingar.
ÞRÁTT fyrir ákafa gagnrýni sam-
þykkti Bill Clinton Bandaríkjafor-
seti í vikunni að kólumbíska hernum
yrði veittur 1.3 milljarður banda-
ríkjadala til stuðnings baráttunni
gegn eiturlyfjasmygli og skæruliða-
starfsemi. Stærstur hluti fjárhagsað-
stoðarinnar verður í formi Black
Hawk og Huey herþyrlna sem nota á
til eftirlits á þeim svæðum landsins
þar sem kókaínrækt fer fram, auk
þjálfunar hermanna. Frumforsend-
ur aðstoðarinnar eru þó að styðja við
bakið á lýðræðis- og efnahagsþróun í
Kólumbíu auk þess sem stjórnvöld-
um er ætlað að bæta ástand í mann-
réttindamálum. Gagmýnin hefur
sprottið upp vegna þess að fjárhags-
aðstoðin var samþykkt jafnvel þótt
stjórnvöld í Kólumbíu hafí enn ekki
hrint í framkvæmd ákveðnum mann-
réttindaumbótum, sem kveðið er á
um í löggjöf Bandaríkjaþings. Hafa
alþjóðleg og kólumbísk mannrétt-
indasamtök sakað Bandaríkjastjórn
um að gera mikil mistök og telja fjár-
hagsaðstoðina munu setja mannrétt-
indaþróun í landinu miklar skorður.
Er fulltrúadeild Bandaríkjaþings
samþykkti fjárhagsaðstoðina, í júlí
sl., voru þau skilyrði m.a. sett að Kól-
umbíustjórn yrði að hrinda í fram-
kvæmd viðamiklum réttarumbótum
auk annarra mannréttindaákvæða
sem sum hver hafa þegar komið til
framkvæmda. í síðustu viku beitti
utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna
sér hins vegar fyrir því að litið yrði
fram hjá þeim umbótum sem kveðið
var á um í lagafrumvarpinu og Kól-
umbíustjórn ætti enn eftir að hrinda
í framkvæmd og taldi að frekari
seinkun myndi aðeins gera hernum
erfiðara um vik í baráttu sinni við
skipulagða eiturlyfjastarfsemi. Jafn-
framt fjárhagsaðstoðinni mun Clint-
on halda til Kólumbíu í næstu viku og
sýna Andres Pastrana, forseta Kól-
umbíu, og áætlunum hans stuðning
sinn. Um 80% alls kókaíns sem
smyglað er til Bandaríkjanna er
ræktað í Kólumbíu.
Skuldbindingar eru orðin tóm
Mannréttindasamtökin Human
Rights Watch hafa gagnrýnt ákvörð-
un forsetans harðlega og hafa fullyrt
að Kólumbíustjórn hafí ekki náð að
uppfylla neinar af þeim forsendum
sem fulltrúadeildin gerðu að skilyrði.
Jose Miguel Vivanco, talsmaður
samtakanna, sagði að engum af þeim
fímm forsendum mannréttindaum-
bóta sem getið er um í frumvarpinu
hafi verið hrint í framkvæmd. „Und-
anþága sem lítur fram hjá bágu
ástandi mannréttinda í Kólumbíu
sendir skýr skilaboð til stjórnvalda
og öryggissveita þeirra um að skuld-
bindingar Bandaríkjamanna í mann-
réttindamálum séu h'tið annað en
orðin tóm,“ sagði Vivanco. Banda-
ríska dagblaðið Washington Post
greindi frá því í vikunni að um 100
frjáls félagasamtök í Kólumbíu hafi
sameinast í að mótmæla „Kólumbíu-
áætlun" Pastranas, þar sem herör
verður skorin upp gegn eiturlyfja-
smygli, og fjárhagsaðstoð Banda-
ríkjamanna. Hafa samtökin t.a.m.
miklar áhyggjur af því að fjárhags-
aðstoð Bandaríkjamanna muni falla í
skaut dauðasveitum sem eru langt til
hægri í kólumbískum stjórnmálum
og berjast gegn skæruliðum marx-
ista.
Dauðasveitir lifa í vellystingum
Daily Telegraph greindi frá því í
gær að hinar ólöglegu Sjálfsvarnar-
sveitir Kólumbíu (AUC) hafi um
þessar mundir náð til sín miklum
mannskap, um 7000 málaliðum, sem
fari mikinn. Höfuðstöðvar sveitanna
er að finna í útjaðri borgarinnar
Puerto Asis, þar sem skipuleg eitur-
lyfjastarfsemi hefur reynst gjöful at-
vinnugrein, og er staðsetningin ekki
tilviljun. Greinir blaðið frá því að höf-
uðstöðvar AUC séu í líkingu við óðul
eiturlyfjabaróna Medéllin-hringsins
og að áætlað hafi verið að AUC, auk
annarra svipaðra sveita, hagnist um
650 milljónir dala á eiturlyfjastarf-
semi á hverju ári. Einn foringja AUC
hafnaði því í samtali við blaðið að
sveitfrnar stunduðu eiturlyfjasmygl
en sagði að þær væru þess í stað að-
eins milliliður í eiturlyfjaviðskiptum.
Sagði hann enn fremur hróðugur að
hann skilaði allri þeirri sérþjálfun
sem hann hefði hlotið í Fort Worth
og Fort Benning í Bandaríkjunum til
liðsmanna sinna. Kókaínbændur í
héraðinu fullyrtu hins vegar að liðs-
menn AUC væru í mikilli samkeppni
við skæruliðasveitir marxista um
kókaínbirgðir til sölu.
Liðsmönnum AUC, sem flestir eru
fyrrum hermenn, lögreglumenn,
skæruliðar og fangar, hefur orðið
mun meira ágengt í baráttunni við
skæruliða en Kólumbíuher að und-
anförnu og telur einn talsmanna
hersins að það sé tvennt sem sameini
liðsmenn ÁUC: hatur á skæruliðum
mapdsta og græðgi.
Á síðasta ári voru tæplega 2000
manns myi’tir í 403 árásum í landinu
og hefur um helmingur þessara
árása verið rakinn til AUC.
Stefnumið ESB
Washington Post greinir frá því að
í næsta mánuði muni Evrópusam-
bandið (ESB) auk Kanada, Japans
og Sviss hefja viðræður við kólumb-
íska ráðamenn um hvemig stuðningi
við umbótaáætlanir Pastranas for-
seta verði best varið. Talið er að ríkin
muni veita Kólumbíustjórn um 900
milljónir dala í fjárhagsaðstoð en að-
eins Spánverjar hafa lýst því yfir að
þeir hyggist styðja „Kólumbíu-áætl-
unina“. Hin ríkin hafa lýst yfir efa-
semdum um að hin mikla áhersla
stjórnvalda á herinn sé best til þess
fallin að stemma stigu við skipu-
lagðri glæpastarfsemi og þróun
mannréttindamála og vilja auka
samskipti kólumbískra stjómvalda
og frjálsra félagasmataka. Hafa þau
jafnvel sagt að hugsanlega verði rætt
við fulltrúa skæraliðasveita mai-xista
svo tryggt verði að stefnumið komist
til framkvæmda.
Kafarar kvikmynda
flak Estoniu
Stokkhólmi, AFP.
KÖFUNARLIÐ undir forystu
bandarískra sérfræðinga byrjuðu í
gær að kafa niður að flaki ferjunnar
Estonia þar sem hún liggur á alþjóð-
legu hafsvæði á botni Eystrasalts.
Þvert á eindregna andstöðu yfir-
valda í heimalöndum þeirra sem fór-
ust með ferjunni héldu þátttakendur
í köfunarleiðangrinum sínu striki, en
kveikjan að honum var efasemdir
um að allt hefði verið með felldu við
opinbera rannsókn á slysinu, sem
varð þegar ferjan var á leið frá Tall-
inn í Eistlandi til Stokkhólms fyrir
sex árum. 852 drakknuðu.
„Það fer kafari frá okkur niður að
flakinu í dag,“ staðfesti Jutta Raabe,
einn leiðangursmanna, í samtali við
AFP um gervihnattasíma frá vett-
vangi. „Þetta gengur vel. Seinna í
dag fara tvö tveggja manna kafara-
teymi niður til að kvikmynda skipið.
Við munum síðan væntanlega nota
kvöldið og nóttina til greiningar og
rannsókna,“ sagði Raabe.
Leiðangursstjórinn, Bandaríkja-
maðurinn Gregg Bemis, segist vilja
„komast að hinu sanna“ um orsök
þess að Estonia sökk. „Hann heldur
að við séum að leyna einhverju, og
það er móðgandi," sagði Mona Sahl-
in, varaiðnaðarmálaráðherra Sví-
þjóðar á miðvikudag.
Samkvæmt niðurstöðu hinnar op-
inbera rannsóknar á slysinu vora
gallar í opnunarbúnaði hins opnan-
lega stefnis bílferjunnar aðalástæða
þess að ferjan fylltist skyndilega af
sjó og sökk. Erfitt hefur hins vegar
reynzt að kveða niður ýmsar aðrar
tilgátur um orsökina, þar á meðal að
sprenging hefði orðið um borð.
GUNTHER LAMBERT
Utsalan hefst
i dag.
enMew
Ármúla 10 • Sími 553 1531
afsláttur af nýjum
handverksmunum frá
GUNTHER LAMBERT.
Hvort sem þú ert að leita að breyttum
eða óbreyttum Isuzu getum við boðið
þér tilboð svo um munar á Isuzu dögum
Stórsýning hjá Bílheimum
Opið til kl. 20:00 í kvöld
Tilboðsverð á Isuzu dögum