Morgunblaðið - 25.08.2000, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST 2000
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
f ——------------------------------------
Ford með um-
fangsmikla kynn-
ingu á Islandi
FORD Motor Company heldur nú
ráðstefnu hér á landi þar sem
stjómendur Ford halda meðal
annars fyrirlestra sem bera heitið
Global Trends 2000. Ráðstefnan
hófst í gær og lýkur henni í dag,
en í tilefni af ráðstefnunni var
fjölda blaðamanna frá Evrópu og
Bandaríkjunum boðið til íslands.
Þá var Ford með sérstaka sýningu
á vörulínu Ford, Volvo og Think
rafbílum á Þingvöllum í gær, en
þessir bflar verða einnig sýndir
hjá Brimborg í dag auk Think raf-
hjóla og Ford Escape jeppans.
í alþjóðlegri fréttatilkynningu
frá Ford Motor Company segir
meðal annars að Island sé einstak-
ur staður í Evrópu sakir náttúru
þess og orkulinda. „Mörg
markaðsfyrirtæki og auglýsing-
astofur hafa skoðað nýja strauma
sem koma frá íslandi og í nýrri
grein um ísland í blaðinu Bazaar
er sagt að ísland sé litla landið
með stóra hugmyndirnar. Ford
valdi þennan „heita“ stað til þess
að kynna framtíðarstefnu Ford í
flutningum, hönnun, á Netinu og í
umhverfismálum.
Á ráðstefnu Ford í Listasafni Is-
lands í gær voru flutt mörg erindi
um þessi atriði. Art Redmond,
framkvæmdastjóri markaðssviðs
Ford, flutti erindi um helstu
áherslur í bflaframleiðslu í heim-
inum. I erindi Redmonds kom
meðal annars fram að breytt
aldurssamsetning í Banda-
ríkjunum og Evrópu myndi hafa
veruleg áhrif á bflaiðnaðinn, stór
hluti bandarísku þjóðarinnar væri
fólk sem væri eldra en sextugt og
það ætti eftir að íjölga verulega í
þeim hópi. Þetta væri hópur sem
hefði mun meiri fjárráð en eldri
borgarar höfðu áður, og raunar
væri kaupgeta þess meiri en hjá
ungu fólki á aldrinum 25 til 34
ára. Eldra fólkið væri auk þess
mun heilbrigðara en áður og mun
virkara. Það væri því ljóst að taka
þyrfti mið af kröfum þess hóps við
framleiðslu á bflum.
Annað atriði sem Redmond
benti á er hversu mikilvægu hlut-
Morgunblaðið/Amaldur
Ford, Volvo og Think-rafbflar voru kynntir á Þingvöllum í gær.
verki konur gegna þegar kemur
að því að kaupa bfl. Þær stjórna
fjármálum heimilanna miklu
fremur en karlar og taka þarf til-
lit til þess og því má búast við að
framleiðendur mæti þörfum
kvenna í enn ríkara mæli en verið
hefur. Þá taldi Redmond að Netið
og vaxandi notkun þess myndi
gera auknar kröfur til framleið-
enda. Neytendur væru nú í miklu
betri aðstöðu til þess að bera sam-
an mismunandi bfla og verð á bfl-
um. Á Netinu væri auk þess fjöldi
heimasíðna þar sem fjallað væri
um bfla og eiginleika þeirra þann-
ig að neytendur væru mun betur
upplýstir en áður þegar kæmi að
sjálfum kaupunum. Þá mætti og
vænta þess að þeir gerðu kröfu til
þess að geta fengið varahluti og
aðra þjónustu allan sólarhringinn
og alla daga vikunnar á Netinu;
samband viðskiptavinarins við
framleiðenda eða söluaðila stæði
því mun lengur en áður hefði ver-
ið.
Rekstrarhagnaður Samherja hf. 379 milljónir króna
Talsvert betri af-
koma en í fyrra
Samherji hf. llpjfeú Úr milliuppgjöri samstæðu 2000
Rekstrarreikningur jan.-júni 2000 1999 Breyting
Rekstrartekjur Milljónir króna Rekstrargjöld Afskriftir Fjármagnsliðir Hagn. af reglulegri starfsemi. 4.698 3.954 -444 126 413 4.552 3.813 -454 40 336 +3,2% +3,7% -2,2% +215,0% +22.9%
Tekju- og eignarskattar Áhrif dóttur- og hlutdeildarfél. Aðrar tekjur og gjöld -209 -13 175 -136 11 0 +53,7%
Hagnaður ársins 379 200 +89,5%
Efnahagsreikningur 30.06. OO 31.12.99 Breyting
Eignir samtals Milljónir króna Eigið fé 14.534 13.915 +4.4%
5.081 4.658 +9,1%
Skuldir 9.453 9.257 +2.1%
Skuldir og eigið fé samtals 14.534 13.915 +4,4%
Kennitölur og sjóðstreymi 2000 1999 Breyting
Eiginfjárhlutfall 35% 33%
Veltufjárhlutfall Veltufé frá rekstri Milljónir króna 1,20 563 1,09 580 -2,9%
REKSTRARHAGNAÐUR Sam-
herja hf. fyrstu sex mánuði ársins
2000 nam 379 milijónum króna, sam-
anborið við 200 milljóna króna hagn-
að á sama tímabili í fyrra, sem er
90% hækkun á milli ára. Hagnaður
móðurfélagsins fyrir skatta nam 607
milljónum á þessu ári en 336 milljón-
um á síðasta ári. Rekstrartekjur
samstæðunnar voru 4.698 milljónir
samanborið við 4.552 milljónir í fyrra
og rekstrargjöld námu 3.954 milljón-
um í ár en 3.813 milljónum á síðasta
ári. Fjármagnsliðir voru jákvæðir
um 113 milljónir en meðal þeirra er
færður söluhagnaður af hlutabréfum
í Skagstrendingi hf., samtals að fjár-
hæð 201 milljón. Hagnaður af reglu-
legri starfsemi samstæðunnar fyrir
skatta nam 413 milljónum króna.
Eignir samstæðunnar þann 30.
júní síðastliðinn námu 14.534 millj-
ónum króna. Eigið fé nam 5.081
milljón og hafði aukist um 423 millj-
ónir frá áramótum og heildarskuldir
voru 9.453 milljónir. Eiginfjárhlut-
fall var 35% og veltufjárhlutfall 1,20.
í tilkynningu frá félaginu segir að
töluverður bati haíi orðið á rekstri
dótturfélagsins DFFU í Þýskalandi
fyrir afskriftir og fjármagnsliði.
Vegna neikvæðrar þróunar á fjár-
magnsliðum hafi afkoma félagsins af
reglulegri starfsemi hins vegar
versnað frá sama tímabili í íyrra. Fé-
lagið hafi verið gert upp með hagnaði
á tímabilinu sem rekja megi til sölu
Wiesbaden, eins af frystiskipum fé-
lagsins. Þá segir að unnið hafi verið
markvisst að því að hagræða í rekstri
DFFU og að sala Wiesbaden hafi
verið liður í því. Þá hafi verið ákveðið
að nýta uppsjávarheimildir DFFU á
næsta ári en þær hafi ekki verið nýtt-
ar af félaginu undanfarin tvö ár. í því
skyni hafi stjórn Samherja ákveðið
að seþ'a Þorstein EA til DFFU.
í tilkynningunni segir að dóttur-
fyrirtæki Samherja 1 Skotlandi,
Onward Fishing, hafi verið rekið
með lítils háttar tapi
Haft er eftir Þorsteini Má Bald-
vinssyni, forstjóra Samherja, í til-
kynningu félagsins, að hann sé sátt-
ur við rekstur Samheija, miðað við
ytri aðstæður. Afkoma móðurfélags-
ins hafi verið góð og veltufé frá
rekstri hafi aukist lítillega. Frysti-
skipaútgerð hafi gengið vel og verð á
frystum sjávarafurðum hafi verið
hátt á fyrri hluta ársins. Hins vegar
hafi verð á mjöli og lýsi verið lágt og
afkoma í uppsjávarveiðum og vinnslu
því ekki verið sem skyldi. Hvað varði
rækjuvinnslu þá hafi á tímabilinu
verið ráðist í umfangsmiklar breyt-
ingar á verksmiðju félagsins á Akur-
eyri og að þær séu farnar að skila
bættri nýtingu og afköstum. Þor-
steinn Már segir að varðandi starf-
semina í Þýskalandi hafi mikið verið
gert á fyrri hluta ársins til að bæta
reksturinn og að hann búist við að
rekstur þar verði verulega betri en á
síðasta ári.
Upplýsingar um milli-
uppgjör á vefnum
Á VIÐSKIPTAVEF Morgun-
blaðsins er nú í boði sú þjónustu
að lesendur geta skoðað þau
kort sem birtast í Morgunblað-
inu um milliuppgjör félaga sem
skráð eru á Verðbréfaþingi ís-
lands. Með því að slá inn nafn
viðkomandi félags í reitinn
„leita að fyrirtæki" koma fram
ýmsar upplýsingar um viðkom-
andi fyrirtæki. Ef þar er smellt
á hnapp sem nefnist milliupp-
gjör birtist kort með helstu lyk-
iltölum úr rekstri viðkomandi
félags fyrir fyrstu sex mánuði
ársins.
Samskip færa
út kvíarnar í
Rússlandi
SAMSKIP-RUSSIA GmbH hafa
tekið við umboði fyrir DAL-Trans-
port í Rússlandi en DAL-Transport
er alþjóðlegt skipa- og flutningafé-
lag og er hluti af Deutsch-Africa-
Linien Gmb. Að sögn Guðmundar
P. Davíðssonar, framkvæmdastjóra
sölu- og markaðssviðs Samskipa, er
DAL-Transport mjög stórt alþjóð-
legt flutningafyrirtæki sem er bæði
í skiparekstri en kaupir einnig
skipapláss hjá öðrum skipafélögum
líkt og Samskip og geti því boðið
upp á alheimsflutninga þótt megin-
markaður þess sé Afríka. H. DAL
leggur áherslu á stærstu hafnir Af-
ríku og siglir félagið vikulega frá
Evrópu til hafna á borð við Cape
Town í Suður-Afríku, Lagos í Níg-
eríu, Dakar í Senegal og Mombasa
í Kenýa.
Vaxandi markaður
í Rússlandi
Að sögn Guðmundar hafa flutn-
ingar Samskipa til Rússlands
snúist um eigin flutninga en það
muni breytast með samningnum
við DAL-Transport þar sem teknir
verði upp flutningar til Rússlands
fyrir aðra aðila. Því verði væntan-
lega um aukin umsvif Samskipa í
Rússlandsflutningum að ræða.
Guðmundur segir að samningurinn
hafi mikið gildi fyrir félagið og
styrki stöðu þess og veiti því aukin
markaðstækifæri í flutningum til
og frá Rússlandi enda sé um vax-
andi markað að ræða.
Guðmundur segir að Samskip
bjóði upp á vikulegar gámasigling-
ar frá meginhöfnum Evrópu til
Pétursborgar á Eystrasaltsströnd
Rússlands en mjög mikið af gáma-
innflutningi til og frá Rússlandi og
Evrópu fari um höfnina í Péturs-
borg og hún sé því einkar mikil-
væg. Þá séu Samskip einnig með
eigin siglingar frá Rotterdam til
Múrmansk auk þess sem frystiskip
flytjí fiskafurðir og þá einkum sfld
frá framleiðendum í Norður-Nor-
egi til Rússlands.
Reka þrjár skrifstofur
í Rússlandi
Guðmundur segir að Samskip
reki nú þrjár skrifstofur í Rúss-
landi sem sinni þjónustu við sigl-
ingaleiðirnar frá meginhöfnum
Evrópu en skrifstofurnar séu í
Sankti Pétursborg, Moskvu og
Múrmansk og á þeim starfi um
þrjátíu manns. Það sé því ljóst að
Samskip leggi mikla áherslu á
flutninga til og frá Rússlandi og
samningurinn við DAL-Transport
sé í raun viðurkenning á því að fé-
lagið hafi mikla og góða þekkingu í
flutningum á þessu svæði.
Pharmaco selur
í Opnum kerfum
PHARMACO hf. hefur selt hlutafé
að nafnverði 4,3 milljónir króna í
Opnum kerfum hf. á verðinu 51.
Söluandvirðið var því 219,3 milljón-
ir króna og að sögn Sindra Sindra-
sonar, framkvæmdastjóra Pharm-
aco og stjórnarmanns í Opnum
kerfum, er meirihluti þessarar upp-
hæðar söluhagnaður, enda hefur
Pharmaco átt lengi í Opnum kerf-
um og kom inn í fyrirtækið þegar
gengið var mun lægra en nú.
Ástæðu sölunnar segir Sindri alls
ekki vera vantraust á Opin kerfi,
heldur sé fyrirtækið að verða sér
úti um fé vegna fyrirhugaðra kaupa
á hlutum í Balkanpharma, en ætl-
unin sé að gera Balkanpharma að
dótturfyrirtæki Pharmaco.
Eftir kaupin er eignarhlutur |
Pharmaco hf. í Opnum kerfum
35.848 krónur að nafnverði.