Morgunblaðið - 25.08.2000, Blaðsíða 42
42 FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST 2000
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
+ Iris Björnsdóttir
fæddist í Reykja-
vík 10. mars 1937.
Hún lést á heimili
sínu föstudaginn 18.
ágúst síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Einar Björn
Vigfússon, f. 19.2.
1902, d. 29.04.1985,
og Áslaug Sigurðar-
dóttir, f. 27.12, 1908,
- d. 25.1.1991. Systkini
Irisar eru: 1) Elsa
Björnsdóttir, f. 23.7.
1933, d. 7.7. 1974.
Maki 1: Sveinn Jóns-
son, f. 13.2.1929. Þau skildu. Maki
2: Charles Kiesel, f. 22.11. 1930.
Þau skildu. Maki 3: Guðmundur
Pétursson, f. 16.4. 1910, d. 5.11.
1978. 2) Amia Björnsdóttir, f. 6.2.
1936. Maki Leif Johannssen, f. 8.6.
1934. 3) Uppeldissystir, Áslaug
Pétursdóttir, f. 30.3.1953. 4) Sam-
feðra Ægir Einarsson, f. 13.8.
1928.
Iris giftist eftirlifandi eigin-
manni sínum Tómasi Sæmunds-
syni 27.12.1958 á 50 ára afmælis-
' degi Áslaugar móður hennar.
Elsku mamma mín, ég kveð þig
með söknuði á meðan ég rifja upp lið-
inn tíma. Ég sé þig fyrir mér í stól
með prjóna eða saumadót í kjöltunni
og handverk þín allt í kringum þig,
hendumar þínar, fíngurnir svo lang-
ir og krækklóttir „sem ég erfði frá
þér“. Já, hendurnar sem fæddu mig
og klæddu, báru út með mér Morg-
unblaðið þegar ég var barn og gáfu
dúfunum mínum að borða þegar ég
mátti ekki vera að. Dóttir mín kynnt-
' ist svo þessum höndum þar sem hún
var í pössun hjá þér fyrstu árin sín
og síðan heimagangur. Já, elsku
mamma mín, ég erfði meira en hend-
urnar þínar, þessar miklu tilfínning-
ar fékk ég einnig frá þér og skapið
frá pabba svo samskipti okkar voru
oft erfíð. En í mínu mikla rótleysi
átti ég vísan stað á heimili þínu, þar
sem ég þurfti oft að millilenda og
brotlenda. Sjálfsagðir hlutir fortíð-
arinnar verða allt í einu að fjársjóði
sem maður telur sig ekki hafa not-
fært sér nóg. Góð og hjartahlý,
þannig á ég eftir að minnast þín, eins
og einn mjög góður vinur minn sagði,
Maggi! seint finnur þú þér eigin-
konu, því þú leitar að mömmu þinni í
-Jöllum konum og hana fínnur þú
aldrei.
Ég kveð þig með sameiginlegri
bæn okkar mamma mín.
Guð gefðu mér æðruleysi
til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt
kjark til að breyta því sem ég get breytt
og vit til að greina þar á milli.
Þinn sonur,
Magnús Om Tómasson.
Elsku íris mín, það er erfítt að
setjast niður og eiga að fara að skrifa
minningar um þig því að ég trúi ekki
að þú sért farin frá okkur. Þetta
Foreldrar Tómasar
voru Sæmundur Þor-
láksson, f. 15.9.1903,
d. 14.12. 1985, og
Magnea Svava Jóns-
dóttir, f. 22.11. 1910,
d. 20.7.1965.
Börn og barna-
börn Irisar og Tóm-
asar: 1) Svavar Sæ-
mundur Tómasson, f.
5.6. 1959, kvæntur
Rannveigu Ray-
mondsdóttur, f. 1.2.
1958. Böm þeirra
eru Anna Hlíf
Hreggviðsdóttir, f.
10.8.1981, Tómas Orn Svavarsson,
f. 18.2.1987 og Áslaug Svava Svav-
arsdóttir, f. 4.4. 1989. 2) Magnús
Öm Tómasson, f. 16.7. 1966. Fyrr-
verandi sambýliskona hans er
Anna Rakel Signrðardóttir, f. 17.2.
1967. Bam þeirra er Iris Mist
Magnúsdóttir, f. 2.1.1987.3) Einar
Bjöm Tómasson, f. 1.5.1970.
Síðustu árin var Iris heimavinn-
andi húsmóðir.
Utför Irisar fer fram frá Bú-
staðakirkju í Reykjavík í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.30.
gerðist svo snöggt og enginn átti von
á þessu. En svona er víst lífíð það
veit enginn hver annan grefur og
þetta er víst það eina sem er öruggt í
lífinu að við deyjum öll einhvern tím-
ann. En það er nú ekki þar með sagt
að við sættum okkur við það, og okk-
ur bregður alltaf jafn mikið þegar við
fréttum að við séum búin að missa
einhvem nákominn.
Elsku Iris mín, okkar kynni hófust
árið 1984 þegar leiðir okkar Svavars
lágu saman, og yndislegri mann-
eskju hafði ég vart hitt. Það var svo
gott að umgangast þig og vera í ná-
vist þinni að ég held að öllum hafí lið-
ið vel eins og sýndi sig að vinir strák-
anna þinna, þeir komu og heimsóttu
þig oft þó að strákarnir væru ekki
heima og myndi ég segja að það
sýndi sitt, hvaða manneskju þú hafð-
ir að geyma. Elsku íris, það verður
erfitt að eiga ekki eftir að heyra í þér
í síma, eða að heyra þig segja „Hæ,
hæ, er einhver heima“ þegar þú
droppaðir í heimsókn. Og geta ekki
hringt og spurt hvernig á að bytja á
þessu spori eða hvernig var þessi
uppskrift, eða eins og þú sagðir svo
oft þegar að þú hringdir í seinni tíð
„ég er að fara vestur" (og þá varst þú
að fara á Keisbakka) því að þar þótti
þér yndislegt að vera og þér leið
virkilega vel þar. Og það var þangað
sem þú ætlaðir daginn sem þú lést.
Þú hringdir í mig á miðvikudaginn
og sagðir að þú og Dúra vinkona þín
ætluð að fara á föstudaginn vestur
og fara á danska daga í Stykkishólmi
og síðan að vera vikuna og tína ber.
En svona er lífið, við vitum aldrei
hvar við verðum á morgunn. Það var
eitt af því skemmtilegasta sem
ömmubörnin gerðu og það var að
fara á Keis, og það kom oftar en ekki
fyrir að þau fengu að verða eftir þar
hjá ykkur, þegar við Svavar fórum
heim. Oft komu líka strákarnir henn-
ar systur minnar Kalli og Ingvar
vestur með okkur og það var oft mik-
ið fjör og mikið hlegið, oft hefur þú
sagt söguna af Ingvari, þegar eitt-
hvað kom fyrir sagði hann „þetta er
bara ég“.
Elsku íris mín, að lokum vil ég
þakka þér fyrir öll árin sem við feng-
um að njóta saman, hafðu þökk fyrir
allt.
Dýpsta sæla ug sorgin þunga
svífa hljóðlaust yfir storð.
Þeirra mál ei talar tunga
tárin eru beggja orð.
(ÓlöfSig.)
Megi góður guð styrkja alla ást-
vini þína og elsku Tommi minn, megi
guð styrkja þig og styðja í þessari
miklu sorg.
Þín tengdadóttir,
Rannveig.
Hún amma var svolítið óvenjuleg
amma. Hún var besta vinkona mín
og hún hafði alltaf tíma til að hlusta
og tala við mig enda gátu símtölin
okkar varað klukkutímum saman
eða þangað til einhver stoppaði okk-
ur af.
Amma passaði mig þegar ég var
lítil og mamma fór út að vinna. Þegar
ég fór svo á barnaheimili seinna var
ég alltaf velkomin í Skerjó til ömmu
og afa og helst vildi ég fá að gista og
kúra í holunni hjá þeim. Þegar ég var
á fjórða ári og loksins var búið að
venja mig af snuði var það amma
sem geymdi nokkur, sem bara við
vissum um, og ég fékk stundum að
hugga mig með.
Ég fékk líka að bralla ýmislegt hjá
ömmu sem ekki var vinsælt annars-
staðar því amma var aldrei að
stressa sig yfir hlutunum heldur
bara hló og skemmti sér yfir uppá-
tækjunum. Stundum hringdi amma
og vildi að við færum í bæinn og þá
átti ég að „plata“ hana til að kaupa
eitthvað og einu sinni man ég eftir
því að við fórum í bæinn og ég plataði
ömmu til að kaupa nammi handa mér
og síðan öllum vinum mínum og
amma skellihló og keypti nammi
handa öllum krökkunum í götunni.
Amma var alltaf síprjónandi eða
saumandi enda listamaður í höndun-
um og aldrei vantaði neinn sokka eða
vettlinga því það var alltaf til nóg á
lagemum hjá henni. Stundum sátum
við amma líka saman með handa-
vinnuna okkar þó að ég ekki jafn
mikil handavinnukona og hún, en
hún leiðbeindi mér og hjálpaði og var
alltaf jafn þolinmóð. Á sumardaginn
fyrsta á hverju ári brunuðum við
amma suður í Sandgerði og náðum í
„hlutinn" okkar hjá pabba og afa í
skiptum fyrir rjómatertu, við kross-
uðum puttana og vonuðum að fiskast
hefði vel, því þetta var okkar dagur
og við vorum alltaf voðalega spennt-
ar yfir því hversu ríkar við yrðum.
Én nú er hún elsku amma mín dá-
in, hún sem alltaf var svo glöð og góð
við alla. Við eigum svo margs að
minnast og þakka fyrir. Allar góðu
glöðu stundimar með henni sem
aldrei gleymast.
Elsku afí, pabbi, Einar Björn,
Svavar og fjölskylda. Við eigum öll
eftir að sakna hennar ömmu mikið,
en ég veit að Guð geymir hana og nú
líður henni vel.
Þau ljós sem skærast lýsa
þau Ijós sem skína glaðast.
Þau bera mestu birtu
enbrennalíkahraðast
ogfyrrenokkuruggir
fer um þau harður bylur
er dauðans dómur fellur
og dóm þann enginn skilur.
(Friðrik G. Þórieifsson.)
íris Mist.
Góð vinkona okkar hjónanna og
barnanna okkar hún íris „amma“ er
dáin. Mér flaug ýmislegt í hug, þegar
Ransý kallaði í mig út um gluggann á
bílnum og sagðist flytja sorgartíð-
indi, en ekki að tengdamóðir hennar
hefði orðið bráðkvödd. Kona á besta
aldri, og einn besti tími lífsins ætti að
vera framundn hjá þeim hjónum nú
þegar vinnuálag minnkar og tími
ferðalaga og huggulegra samveru-
stunda á Keisbakka við Breiðafjörð,
en þar hafa þau hjónin reist sér
glæsilega vin fyrir sig og fjölskyld-
una.
Ég kynntist Irisi þegar ég var 15
ára og við Svavar elsti sonur írisar
og Tomma urðum bestu vinir. Leik-
svæðið var Skerjafjörðurinn og þar
sem ég bjó töluvert í burtu, varði ég
oft löngum stundum í Skildinganesi
45 þar sem þau hjónin tóku mér eins
og einum af þeirra eigin sonum.
Fljótlega varð heimili þeirra hjóna
að aðalsamkomustað okkar krakk-
anna í hverfínu og það var sama hve
mörg við vorum, alltaf vorum við vel-
komin. Minningar tengdar þessum
stað eru miklar og svo margar enda
sá tími er unglingar eru að mótast.
Iris hellti upp á kaffi í könnuvís
þegar við strákamir sátum niðri í
„herbergi" og spiluðum kana fram á
morgun, eða bakaði pönnsur þegar
við vorum þar um kaffileytið, og ef
ég var þar á matmálstímum þá var
ekki hlaupist undan að borða með
fjölskyldunni.
Ósjaldan kom það fyrir að ég kíkti
inn að kvöldlagi með Viggó litla með
mér þegar Kata var að vinna, og við
íris sátum og spjölluðum fram eftir
kvöldi eða við Kata ætluðum að
skreppa eitthvert smástund í kaffi
þá var alltaf gott að ski’eppa yfir á
45.,
Iris var alltaf kát, upplífgandi og
skilningsrík, maður gat alltaf rætt
um hlutina við írisi. Seinna þegar
fjölgaði meir hjá okkur Kötu og við
vorum flutt í Skerjó heyrðist oft í
krökkunum okkar „við ætlum að
skreppa yfir til írisar ömmu“, og
ekki komu þau að tómum kofunum
þar, hvort heldur sem sóst var eftir
hlýju viðmóti, huggun eða bara smá-
gotti í vasann.
Þegar ég lít til baka og rifja upp
þessa tíma, þessa yndislegu tíma, við
vorum unglingar með öllum þeim
fyrirgangi, hávaða og látum sem tán-
ingum fylgja^ sér maður hve einstök
og þolinmóð Iris var. Hún sat í róleg-
heitunum og prjónaði, saumaði eða
vann að mat eða bakkelsi í eldhúsinu,
og aldrei minnist ég þess að henni
hafi fallið verk úr hendi.
Foreldrar mínir og Iris kynntust
meir og betur en af afspurn er þau
fóru að vinna saman er Iris hóf störf í
Jógastöðinni, þar sem hún skapaði
sér fljótt virðingu og velvilja.
Það er ekki auðvelt að reyna með
fátæklegum orðum að lýsa þeim
áhrifavaldi sem Iris var í lifi okkar
hjónanna en minningin um hana
mun vara alla tíð og ylja okkur um
alla framtíð.
Elsku Tommi, Svavar, Ransý,
Magnús og Einar Björn um leið og
við kveðjum góðan ferðafélaga lífs-
ins með þökk fyrir hlýjuna, gleðina
og vinskapinn, vottum við ykkur
okkar dýpstu samúð og vonum við að
þið og öll fjölskyldan finnið styrk í
minningunni á þessum erfíðu tímum
sorgar og saknaðar.
Sigurður V. Viggósson,
Katrín Sigui’ðardóttir
og börn.
Hver minning dýrmæt peria
að liðnum lifsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf sem gleym-
ist eigi,
og gæfa var það öllum er fengu að kynnast
þér.
(Ingibjörg Sig.)
Að bindast vináttuböndum er fjár-
sjóður sem manni hlotnast bestur og
verður dýrmætari með hveiju ári
sem líður við lengri kynni. Ökkur
fannst því erfitt að heyra andláts-
fregn þína, Iris.
Við kynntumst allar í september
1983 í Heimilisiðnaðarskólanum þar
sem við vorum á námskeiði í dúka-
prjóni. Þegar námskeiðinu lauk
hafðir þú orð á því að þig langaði til
að vita hvort einhverjar konur vildu
halda áfram að hittast og prjóna
saman því við gætum hjálpað hver
annarri. Við urðum fímm með þér og
þú bauðst okkur fyrst heim til þín á
þitt fallega heimili í Skildinganesi 45.
Þangað var gaman að koma, svo mik-
il og falleg handavinna eftir þig alls
staðar, því þú varst svo afkastamikil
við útsaum og prjónaskap. Við stofn-
uðum hjá þér prjónaklúbbinn okkar.
Þú hafðir mikinn áhuga á handa-
vinnu og sagðir okkur að þig hefði
t
Útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
HALLDÓRU ÚLFARSDÓTTUR,
Sólhlíð 19,
Vestmannaeyjum,
verður gerð frá Landakirkju í Vestmannaeyjum
laugardaginn 26. ágúst kl. 14.00.
Marý Njálsdóttir, Kolbeinn Ólafsson,
Úlfar Njálsson, Halla Hafsteinsdóttir,
Harpa Njálsdóttir, Atli Sigurðsson,
Jóhanna Njálsdóttir, Ragnar Óskarsson,
Pétur Njálsson, Andrea Gunnarsdóttir,
Friðrik Njálsson, Siw Schalin,
barnabörn og barnabarnabörn.
IRIS
BJÖRNSDÓTTIR
langað mikið til að verða handa-
vinnukennari.
Einn veturinn fórum við í prjóna-
klúbbnum saman að læra að mála á
postulín, það var mjög gaman.
Fyrir nokkrum árum keyptuð þið
hjónin og synir ykkar jörð á Snæ-
fellsnesi. Þar höfðuð þið fjölskyldan
mikla ánægju af að dvelja á sumrin
og voruð búin að endurbæta mikið
íbúðarhúsið. Við vorum búnar að
heimsækja þig þangað og leist vel á
okkur þar.
Við vissum að þú varst farin að
finna til vanheilsu, en héldum ekki að
þú yrðir kölluð svona snemma burt
frá fjölskyldu þinni og vinum.
Við vottum þér, Tómas, sonum og
tengdadóttur og bai’nabörnum inni-
lega samúð okkar.
Guð blessi minningu Irisar.
Eg sendi þér kæra kveðju,
Því komin er lífsins nótt.
Þig umveQi blessun og bænir,
Ég bið, að þú sofir rótt.
(Þórunn Sig.)
Pijónaklúbburinn.
Mig langar til þess að minnast
góðrar vinkonu minnar með fáeinum
orðum. Leiðir okkar Irisar lágu sam-
an fyrir 33 árum en þá fluttum við
fjölskyldurnar í sama stigagang í
vesturbænum. Fljótt myndaðist góð-
ur vinskapur sem haldist hefur alla
tíð síðan. Það sem tengdi okkur írisi
einna helst voru sameiginleg áhuga-
mál og einnig urðu börnin okkar góð-
ir leikfélagar. Þegar við íris fluttum
hvor í sitt hverfið ákváðum við að
halda sambandi og mynduðum tvær
saman einstakan saumaklúbb. Þessi
saumaklúbbur var einstakur að því
leyti að hann samanstóð af okkur
tveimur og hittumst við hálfsmánað-
arlega á mánudagsmorgnum upp frá
því í nokkur ár. Þá voru ógleyman-
legar ferðii' okkar vinkvennanna
suður í Sandgerði. Það er margs að
minnast af samskiptum okkar f risar.
Þegar mér var tilkynnt að hún hefði
kvatt þennan heim svo snögglega
varð það mér og fjölskyldu minni
mikið áfall. Ég kveð góða vinkonu og
ég mun sakna góðrar vináttu okkar.
Kæri Tommi og fjölskylda, megi al-
góður Guð styrkja ykkur í sorg ykk-
ar.
Þórunn Kristjánsdóttir
og fjölskylda.
Við kynntumst í Gaggó aust., við
íris. Þá vorum við 13 ára. Það var
stórt skref að fara úr barnaskólanum
í Gagnfræðaskólann og við fundum
svolítið til okkar og fannst við vera
örlítið fullorðnar. Við héldum saman,
eins og vinkonur gera, og vináttu-
böndin styrktust með árunum. Það
er margs að minnast og minningarn-
ar hrannast upp. Við héldum að við
ættum svo mörg ár enn til að njóta
samvistaj en þá barst mér sú sorgar-
frétt, að íris væri dáin.
Þegar skóla lauk, og við vorum
farnar að vinna, hittumst við iðulega
í hádeginu og aftur eftir vinnu. Við
fórum þá gjarnan heim til írisar, í
Stangarholtið. íris spilaði ágætlega
á gítar og okkur þótti gaman að taka
lagið. Okkur þótti líka gaman að
dansa, og við vorum fastagestir á
gömlu dönsunum.
Við fórum saman í sumarfrí og
ferðuðumst um landið með tjald,
svefnpoka og prímus. Þegar við lögð-
um af stað kunnum við hvorki að
tjalda né kveikja á prímusnum, en
það lærðist eins og svo margt annað,
sem við lærðum saman á lífsleiðinni
og við studdum hvor aðra.
Við stofnuðum heimili um svipað
leyti og svo fæddust bömin. Við
pössuðum hvor fyrir aðra. Við skipt-
umst á uppskriftum og húsráðum.
Við tókum saman slátur og sultuðum
og söftuðum saman og ef við gátum
ekki gert hlutina saman þá hringd-
um við í hvor aðra til að fá ráðlegg-
ingar og hvatningu. Ég minnist
þessa tíma með þakklæti og auð-
mýkt. Þetta voru gullin ár.
Iris var mikil hannyi’ðakona. Hún
saumaði, pijónaði og heklaði bæði
fatnað, púða, teppi og myndir með
mynstram og saumasporum, sem ég
kann engin skil á. Hún bjó mannin-
um sínum, honum Tomma, og sonun-
um þremur, fallegt heimili og hún