Morgunblaðið - 25.08.2000, Blaðsíða 38
MORGUNBLAÐIÐ
* 38 FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST 2000
Ít
Valhallar-
vandinn
Tímabært er að Þingvöllum verði skilað
til þjóðarinnar.
Samstaða virðist hafa
myndast um að koma
beri í veg fyrir að er-
lendur auðkýfingur
kaupi veitingahúsið Valhöll á
Þingvöllum í því augnamiði að
nýta það sem sumarbústað.
Munu einhverjir vafalaust tala
um „þjóðarsátt" um að byggingin
verði þjóðnýtt á einn eða annan
veg. íslendingar telja að ríkis-
valdinu beri að gæta hagsmuna
þeirra í þessu tilfelli en sýnast
upp til hópa ekki gera sér ljóst að
þetta sama vald er ábyrgt fyrir
þeirri grófu mismunun, sem
þjóðin hefur mátt þola á Þing-
völlum.
Af einhverjum sökum hafa
menn kosið að rifja ekki upp þá
ömurlegu sögu.
Tilboð erlenda auðkýfingsins í
Valhöll vísar beint til þeirrar
mismununar, sem Þingvalla-
nefnd þess tíma gerðist sek um
er hún ákvað
VIÐHORF
Eftír Asgeir
Sverrisson
að heimila
einkaeign inn-
an þjóðgarðs-
ins. Þingvellir
voru friðlýstir sem „helgistaður
ailra Islendinga“ samkvæmt lög-
um árið 1928 og tiltekið: „hið
friðlýsta svæði skal vera undir
vernd Alþingis og ævinlega eign
íslensku þjóðarinnar. Það má
aldrei selja eða veðsetja."
„Vernd Alþingis" reyndist lít-
ils virði. Gegn þessum lögum
braut Þingvallanefnd ítrekað á
árunum 1930-1945 er hún út-
hlutaði sumarbústaðalóðum inn-
an þjóðgarðsins til valinna Is-
lendinga.
Þjóðlegri spilling er vandfund-
in.
Alls munu rúmlega 80 hús hafa
risið innan þjóðgarðsins en sum-
arbústaður ku síðast hafa risið
þar á áttunda áratugnum. Á því
landi, sem upphaflega var af-
markað sem „helgistaður allra
íslendinga", eru 25 sumarbú-
staðir sunnan Valhallar og 4 að
auki í Rauðukusunesi.
Á sama tíma og íslenskir
broddborgarar voru að koma sér
upp sumarhúsum innan þjóð-
garðsins voru bændur í Hraun-
túni og Skógarkoti hraktir af
jörðum sínum. Síðasti ábúandinn
í Skógarkoti hafði fengið leyfi til
byggingar smáhýsis nærri Vell-
ankötlu en hann hugðist lifa á
veiði í vatninu er fjárbúskapur
var bannaður í þjóðgarðinum.
Þetta leyfi var afturkallað þegar
bygging smáhýsisins var hafin og
var bóndinn hrakinn af jörðinni í
nóvember 1935.
Þessa saga er stuttlega rakin í
hinni vönduðu bók Björns Th.
Björnssonar „Þingvellir".
I flestum siðmenntuðum ríkj-
um væri þessi arfur talinn hneisa
og unnið væri skipulega að því að
uppræta hann. Á íslandi vekur
þessi saga enga sérstaka athygli
enda í samræmi við lögmál út-
hlutunarþjóðfélagsins, sem
stjórnmálamenn hafa hér þróað
fram.
Frá því að þessi myrkraverk
voru unnin hafa sumarhús gengið
kaupum og sölum í þjóðgarðin-
um. Þarna hafa því augljóslega
orðið til mikil verðmæti, sem
minna um sumt á þau er úthlut-
unarkerfi fiskveiðiheimilda hefur
getið af sér. Og af sumarbústöð-
um þessum má sýnilega hafa
tekjur. f viðtali við DV 2. ágúst
sl. upplýsti Halldór Blöndal, for-
seti Alþingis, að í athugun væri
að ríkisvaldið leigði sumarhús í
eigu Vigdísar Finnbogadóttur,
fyrrverandi forseta, í þjóðgarðin-
um til að taka þar á móti mikil-
vægum erlendum gestum.
I ljósi sögunnar er í besta falli
undarlegt að til greina þyki koma
að yfirvöld leigi hús í einkaeign á
„helgistað allra íslendinga" og
greiði leigu fyrir verðmæti, sem
augljóslega urðu til við lögbrot
og grófa mismunun þegnanna.
Framhald á rekstri Valhallar
varðar með engu móti þjóðar-
hagsmuni. Hagsmunir þjóðarinn-
ar eru þeir að lögin um þjóðgarð-
inn verði loksins virt. Geti
einkaframtakið ekki rekið Val-
höll er heppilegast að húsið
hverfi. Um leið er það sjálfsögð
krafa að allir sumarbústaðir inn-
an þjóðgarðsins verði hið fyrsta
keyptir eða teknir eignarnámi og
rifnir. Raunar munu samningar
vegna lóðaleigu síðast hafa verið
endurnýjaðir árið 1990 og þá til
tíu ára. Þingvallanefnd hlýtur því
að kynna og rökstyðja þær
ákvarðanir, sem teknar hafa ver-
ið í ár um framtíð sumarhúsa-
byggðarinnar.
Samkvæmt gildandi lögum
hefur Þingvallanefnd leyfi til að
kaupa sumarbústaði í landi þjóð-
garðsins og ganga inn í hæsta til-
boð í þeim tilfellum, sem sumar-
hús eru boðin föl. Er þess því að
vænta að Þingvallanefnd leggi
fram áætlun um kaup eða eignar-
nám á öllum sumarhúsum í þjóð-
garðinum.
Á Þingvöllum bíður mikið starf
við að bæta þau spjöll, sem unnin
hafaverið með ofskipulagningu
og mannvirkjagerð.
Vandann vegna Valhallar má
vitanlega leysa á einfaldari og
þjóðlegri hátt. í fyrsta lagi kem-
ur til greina að byggingin verði
keypt og nokkur hundruð
milljónum af peningum skatt-
borgaranna verði síðan varið í að
breyta henni í „menningarmið-
stöð“ eða „móttöku- og gestahús“
fyrir ráðamenn og forseta lýð-
veldisins. Er ekki að efa að leyfi
fyrir breytingum á húsinu yrði
jafn auðsótt og fjármagn til
kaupanna.
Til er enn þjóðlegri lausn; sú
að Valhöll verði einfaldlega út-
hlutað eins og öllu því, sem ein-
hvers er virði á Islandi. Á sínum
tíma höfðu stjórnvöld í hyggju að
úthluta Björk Guðmundsdóttur
eyju á Breiðafirði í þakklætis-
skyni fyrir að hafa vakið athygli
fólks í útlöndum á tilveru Islend-
inga. Sómatilfinning söngkon-
unnar kom í veg fyrir þann
gjörning.
Ekki er víst að allir þeir, sem
kynnst hafa dásemdum íslenska
úthlutunarþjóðfélagsins hafi til
að bera sömu reisn.
Þingvellir eru að sönnu mikið
undur og réttnefnt þjóðardjásn.
Þeirri stöðu hafa yfirboðarar al-
þýðu ekki megnað að spilla þrátt
fyrir óhæfuverk fyrri tíma og þá
grófu mismunun, sem friðlýsingu
Þingvalla fylgdi. „I trássi við allt
hefur þjóðin samt eignað sér
staðinn," segir Björn Th. Björns-
son í fyrrnefndu ritverki sínu.
„Eignað sér“ en ekki átt. Nú er
komið að því að Þingvöllum verði
skilað aftur til þjóðarinnar. En
líkt og jafnan þegar valdastéttin
ákveður að „gefa“ þjóðinni það
sem hún á fyrir verður það al-
menningur sem borgar.
UMRÆÐAN
Lyfjakostnaður - að
komast hjá því að spara
aurinn og henda
krónunni!
ÞAÐ er full ástæða til að íslend-
ingar fari að skoða lyfjakostnað í
ljósi heilsuhagfræði eins og þegar
er gert erlendis. Fyrir skattgreið-
anda hlýtur það að vera heildar-
kostnaðurinn í samfélaginu, þ. m. t.
raunverulegur sparn-
aður, sem er áhuga-
verður - fremur en
lyfjakostnaður sem
slíkur.
Heilsuhagfræði er
nýleg fræðigrein sem
ryður sér mjög til rúms
um þessar mundir.
Hætta er hins vegar á
að umræðan um kostn-
að í heilbrigðiskerfinu
breytist í fjárhagslegt
fjaðrafok ef ný meðferð
gegn sjúkdómi eða nýtt
lyf er ekki sett í þjóð-
hagslegt samhengi. Þar
sem mjög skortir á
upplýsingar á þessu
sviði hérlendis, verður í þessari
stuttu grein stuðst við tölur frá
Svíþjóð. Meginreglan mun vera hin
sama hérlendis þótt allar tölur séu
að sjálfsögðu lægri hér.
Mesti sparnaðurinn utan
heilbrigðiskerfisins
Sem dæmi má taka að kostnaður
Svía vegna MS sjúkdóms er talinn
vera um 1,7 milljarðar sænskra
króna. Þar af er kostnaður vegna
veikindaforfalla og eftirlauna fyrir
eftirlaunaaldur talinn nema 1,4
milljörðum. Komi fram nýtt lyf
sem fyrirbyggir, læknar eða dreg-
ur úr einkennum sjúkdómsins,
mun mesti sparnaðurinn verða ut-
an heilbrigðiskerfisins.
Meðferð með nýju lyfi eða nýrri
lækningaraðferð getur virst óhóf-
lega dýr ef hún er slitin úr þjóð-
hagslegu samhengi - ef menn lyfta
ekki sjónum sínum yfir hið hefð-
bundna fjárhagsáætlanakíf heil-
brigðiskerfisins og taka mið af
þeim sparnaði sem samfélagið nýt-
ur í heild. Kjarni málsins er að mig
sem skattgreiðanda varðar ekkert
um það hvort sparnaðurinn kemur
ríkinu eða sveitarfélögunum til
góða. Mig varðar um heildarsparn-
aðinn!
Hvað er heilsuhagfræði?
Samkvæmt skilgreiningu er
heilsuhagfræði notkun kenninga og
aðferða hagfræðinnar varðandi
heilsugæslu, hjúkrun og heilsu.
Hún fjallar um spurningar eins og:
Hver á að borga? Hversu mikið?
Notum við of mikið af lyfjum? Not-
um við of lítið? Hvað kostar að
meðhöndla? Hvað kostar að með-
höndla ekki? Hverjir eiga að sjá
um þessa þjónustu? Hvernig ber
að greiða þeim? Höfum við efni á
nýjum meðferðarúrræðum?
Sláandi dæmi
Tilvist sjúkdóma er óumflýjanleg
staðreynd og sjúkdómar valda ekki
einungis kostnaði
innan heilbrigðis-
kerfisins heldur einn-
ig á mörgum öðrum
sviðum. Gott dæmi
eru elliglöp. Þau
kostuðu Svía 31
milljarð SEK árið
1991. Um 90% þess-
arar upphæðar voru
kostnaður sem sveit-
arfélög og fjölskyld-
ur viðkomandi þurftu
að standa undir.
Stærstu fjárútlátin
eru því alls ekki heil-
brigðiskerfisins sem
slíks. Ef ný með-
ferðarúrræði koma
fram á sjónarsviðið, sem fyrír-
byggja, lækna eða minnka elliglöp,
mun sparnaðurinn ekki koma rík-
inu til góða. Ef ekki er tekið tillit
til annars kostnaðar en ríkisins,
þegar nýir meðferðarkostir eru
Sparnaður
Stjórnmálamenn þurfa
að líta á heildarmynd-
ina, segir Davíð
Ingason, í stað þess að
einblína á einstaka
kostnaðarliði og
fjargviðrast yfír hækk-
un þeirra.
metnir, mun fé verða varið á óhag-
kvæman hátt.
Ágæt rannsókn, gerð af Olsson
G. o.fl. 1987, sýndi fram á að þegar
á heildina var litið reyndist notkun
hinna ódýru þvagræsilyfja kosta
mun meira en notkun dýrari lyfja.
Beinn lyfjakostnaður var tólf sinn-
um hærri með notkun hinna nýrri
lyfja en heildarsparnaðurinn var
samt 15% meiri við notkun þeirra!
Hvernig má þetta vera? Skýringin
er einfaldlega sú að sjúkrahús-
kostnaður vegna sjúklinga á þvag-
ræsilyfjum var meiri en helmingi
meiri og óbeinn kostnaður, svo
sem vinnutap, var 12% meiri þegar
öllu var á botninn hvolft. Enn og
aftur skal bent á að um það bil
90% af kostnaðinum við þennan
sjúkdóm er utan hins hefðbundna
Davíð Ingason
Bylting
¥
Fjölnota byggingaplatan
sem allir hafa beðið eftir!
VIR0C byggingaplatan er fyrir veggi, loft og gólf.
VIR0C byggingaplatan er eldþolin, vatnsþolin,
höggþolin, frostþolin og hljóöeinangrandi.
VIR0C byggingaplatan er umhverfisvæn.
VIR0C byggingaplatan er platan sem
verkfræðingurinn getur fyrirskrifað nánast blint.
Staðalstærð: 1200x3000x12 mm.
Aðrar þykktir: 8,10,16,19,22,25, 32 & 37 mm.
Mesta lengd: 305 cm. Mesta breidd: 125 cm
Vlroc utanhússklæðnlng
PP
&co
Leltlð upplýsinga
Þ.ÞORGRÍMSSON & CO
ÁRMÚiA 29 S: 553 8640 8 568 6100
heilbrigðiskerfis. Það er áhugavert
fyrir skattgreiðendur.
Sú spurning sem skiptir máli frá
heilsuhagfræðilegu sjónarmiði er
hvort notkun nýrra lyfja fylgi kost-
ir sem eru það mikilvægir að þeir
réttlæti aukinn lyfjakostnað.
Aðferðir heilsuhagfræðinnar
Að sjálfsögðu leiða ekki allir nýir
meðferðarkostir til sparnaðar.
Mikilvægur hluti þessa máls snýst
um hvað við fáum fyrir peningana.
Hverjir eru kostirnir við nýja með-
ferð varðandi fjölda lífdaga og lífs-
gæði? Mismunandi aðferðir eru
notaðar innan heilsuhagfræðinnar
til að skoða þetta. Helstu aðferðir
eru: kostnaðargreining (cost anal-
ysis) sem er strangt til tekið ekki
heilsuhagfræðileg aðferð þar sem
ekki er um samanburð við eitt eða
neitt að ræða, greining á lágmörk-
un kostnaðar (cost minimisation
analysis), greining á hagkvæmni
kostnaðar (cost effect analysis) og
kostnaðarnytjagreining (cost bene-
fit analysis).
Sem dæmi um greiningu á lág-
mörkun kostnaðar má nefna rann-
sókn Connet o.fl. árið 1993 sem
sýndi fram á að meðhöndlun
astmaveikra barna á aldrinum 1-3
ára með tiltekinni tegund innönd-
unarstera er vissulega mun dýrari
en ef meðhöndlun er sleppt. Hins
vegar borgar meðhöndlunin sig
margfalt vegna minni kostnaðar
við læknaheimsóknir og sjúkra-
húsvist. Sé að auki talinn með sá
kostnaður sem hlýst af fjarveru
foreldra frá vinnu, eykst þessi
munur enn. Þar sem meðhöndlunin
leiðir bæði til lægri kostnaðar og
betri heilsu, mælt í einkennalaus-
um dögum, er þetta greinilega
ódýrari kostur.
Sem dæmi um greiningu á hag-
kvæmni kostnaðar má nefna rann-
sókn Erhardt o.fl. 1997 sem bygg-
ist á AIRE-rannsókninni svo-
nefndu. Þar fá hjartasjúklingar,
sem þegar eru meðhöndlaðir, sér-
staka viðbótarmeðferð. Beinn
lyfjakostnaður vegna viðbótarmeð-
ferðarinnar jókst um 6.258 sænsk-
ar krónur á meðferðartímanum og
þegar allt er tekið með í reikning-
inn, þ.m.t. gróði vegna minni
sjúkrakostnaðar, var kostnaður
samtals 2.826 sænskar kr. á tíma-
bilinu en fjöldi unnina lífára var á
sama tíma 0,22 á sjúkling. Þegar
þetta er sett upp í hagkvæmnilíkön
þau sem að jafnaði eru notuð í
þessu samhengi, kostar hvert unn-
ið lífár með þessari viðbótarmeð-
ferð 14.200 sænskar kr.
Jönsson o.fl. 1999 gefa upp töl-
una 200.000 sænskar kr. sem þau
mörk þar sem enn er hagkvæmt að
vinna að fyrirbyggjandi aðgerðum
hjá sjúklingum miðað við hvert
unnið ár. Hins vegar miðar sænska
vegagerðin við 700.000 sænskar kr.
varðandi vegabætur til að koma í
veg fyrir umferðarslys og þar með
lengja líf hugsanlegra fórnarlamba.
I stuttu máli má segja að það sé
löngu tímabært að stjórnmálamenn
líti á heildarmyndina í stað þess að
einblína á einstaka kostnaðarliði og
fjargviðrast yfir hækkun þeirra.
Spurningin er einföld: „Hvað kost-
ar að meðhöndla ekki?“
Höfundur er lyfjafræðingur.
Fornsala Fornleifs — aðeins g vefnum
Netfang: antique@simnet.is Sími 551 9130, 692 3499
Veffang:www.simnet.is / antique