Morgunblaðið - 25.08.2000, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 25.08.2000, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ SKOÐUN FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST 2000 3^ FAGMENNSKAI AU GLÝ SIN GABIRTIN GUM HINN 11. ágúst sl. birtist í Mbl. grein eft- ir undirritaðan og Þor- stein Þorsteinsson, forstöðumann markaðssviðs RUV, undir yfirskriftinni, „Staða sjónvarps- auglýsinga á íslensk- um markaði." Kjarn- inn í greininni var að sjónvarp væri van- nýttur auglýsingamið- ill á Islandi. I þremur svargreinum sem birt- ust í Mbl. 12., 16. og 17. ágúst sl. er ekki einu sinni gerð tilraun til að mótmæla þessari fullyrðingu hvað þá að hrekja hana! Það hlýtur þó að vera lágmarkskrafa að svar- gi-einar snúist um „kjarna málsins" eins og Mbl. myndi segja. Grein Margrétar í grein Margrétar Kr. Sigurðar- dóttur, markaðsstjóra Morgun- blaðsins, í Mbl. 12. ágúst sl. undir yfirskriftinni „Sérstaða á íslenskum auglýsingamarkaði" er tvennt sem kallar á svör af minni hálfu (Viktor Ólason tók af mér ómakið og svar- aði flestu öðru í mjög góðri grein í Mbl. 18. ágúst sl. undir yfirskrift- inni „Innlegg í umræður um auglýs- ingamál“). Fyrra atriðið í grein Margrétar sem kallar á svar, er að finna megi lönd þar sem meira fé sé sett í auglýsingabirtingar í dagblöðum en sjónvarpi. Það er alveg rétt. Það stóð bara ekkert í grein okkar Þor- steins um að svo væri ekki. Að tína til 12 lönd þar sem auglýst er í dag- blöðum fyrir meira fé en í sjónvarpi afsannar því ekkert. Margréti láðist reyndar að geta þess að í mörgum þeirra landa þar sem meira er auglýst í dagblöðum eru sjónvarps- auglýsingum þröng takmörk sett eða þær hreinlega bannaðar í ríkis- fjölmiðlum (hér má nefna BBC í Bretandi, SVT í Svíþjóð og DR í Danmörku)! Þar að auki eru svæð- isblöð svo skiptir þúsundum í þess- um löndum sem styrkir stöðu dag- blaðanna þar sem þeirra nýtur við. Sjónvarpsauglýsingar eru, eins og við Þorsteinn sögðum, í fararbroddi í flestum löndum. Seinna atriðið sem kallar á svar er sú fullyrðing Margrétar að við Þorsteinn höfum viðhaft gífuryrði um þekkingarskort og reynsluleysi í markaðsfræðum innan íslenskra fyrirtækja. Við sögðum orðrétt, „Þekkingarskortur þeirra sem starfa að markaðsmálum í fyrir- tækjum er önnur skýring (á veikri stöðu sjónvarpsauglýsinga hér á landi - innskot mitt). Ekki er óal- gengt að ráðnir séu einstaklingar í markaðsstjórastörf sem ekki hafa grunnmenntun í markaðsfræðum, hvað þá framhaldsmenntun... Kunnátta og reynsla af markaðs- fræðum er á grunnstigi (enda er fræðigreinin ung á Islandi - innskot mitt)... Margir sem starfa við markaðsmál hér á landi byggja kunnáttu sína eingöngu á reynslu sem þó dugir skammt þegar leysa þarf viðfangsefni af flóknara tagi. I þeim tilfellum þarf bæði menntun og reynslu (feitletrun mín) ef vel á að vera.“ Að við Þorsteinn höfum haft uppi gífuryrði um þekkingar- skort og reynsluleysi í markaðs- fræðum innan íslenskra fyrirtækja er vísað til föðurhúsanna. Niður- stöður könnunar sem greint verður frá síðar í þessari grein renna frek- ari stoðum undir fullyrðingar okkar Þorsteins um skort á þekkingu og reynslu hvað varðar auglýsinga- birtingar. Grein Þórmundar I grein Þórmundar Bergssonar, fjölmiðlastjóra Islensku auglýsing- astofunnar, í Mbl. 16. ágúst sl. und- Friðrik Eysteinsson ir yfirskriftinni „Um birtingamál og ís- lensku auglýsingastof- una“ er að hluta til sett fram sama gagnrýni og í grein Margrétar. Viktor Ólason tók reyndar einnig, að hluta, af mér ómakið af að svara Þórmundi í grein sem áður var minnst á. Tvennt verð- ur þó að gera athuga- semdir við í grein Þór- mundar. I fyi'sta lagi sakar Þórmundur okkur Þorstein um að heim- færa „ameríska fjölmiðlamódelið" upp á það íslenska og að vitna í nokkra ameríska sérfræðinga í am- erískum fjölmiðlaveruleika máli okkar til stuðnings. Hér reynir Þór- mundur að gera rannsóknir er- lendra fræðimanna í auglýsinga- fræðum tortryggilegar með því að benda á að á Islandi séu öðruvísi fjölmiðlar en í útlöndum (aðallega í Bandaríkjunum að mati Þór- mundar). Enginn, mér vitanlega, Auglýsingar Þær umræður sem átt hafa sér stað um birt- ingamál auglýsinga á síðum Morgunblaðsins undanfarna daga, segir Friðrik Eysteinsson, voru löngu orðnar tímabærar. hefur sýnt fram á að auglýsinga- svörun (þ.e. sambandið milli auglýs- inga og sölu) sé öðruvísi á íslandi en annars staðar í heiminum. Það sem auglýsendur um allan heim eru að kaupa er möguleikinn á að koma skilaboðum til markhóps síns. Hvaða miðlar eru notaðir er að sjálfsögðu mismunandi eftir lönd- um og ætti fyrst og fremst að mið- ast við að hámarka nýtingu auglýs- ingafjár. Ef rökum Þórmundar væri beitt virkuðu lyf sem fundin væru upp í útlöndum ekki á íslend- inga vegna þess að íslenskar lyfja- búðir (þar sem lyfin eru seld) eru öðruvísi en erlendar! Þær rannsóknir Johns Philips Jones sem við Þorsteinn vitnuðum í hafa ekkert með fjölmiðlana í Bandaríkjunum að gera (svona í framhjáhlaupi má benda Þórmundi á að Jones er Breti og vann á auglýsingastofu í Evrópu í 25 ár!). Jones bar saman kaup heimila á ákveðnum vörumerkjum og áhorf þeirra á sjónvarpsauglýsingar (þ.e. hvort það væri munur á kaupum þeirra sem séð höfðu auglýsingar viðkomandi vörumerkja viku fyrir kaup og þeirra sem ekki höfðu séð auglýsingarnar). Gagnrýni Þór- mundar hvað þennan þátt varðar fellur því um sjálfa sig. Niðurstöður Jones um hvernig dreifa eigi auglýsingabirtingum í sjónvarpi yf- ir árið og hversu mikil auglýsinga- tíðni þurfi að vera innan kaup- hringsins eru m.a. notaðar af helstu stórfyrirtækjum heims á sviði neyt- endavöru (e. FMCG). f öðru lagi dregur Þórmundur í efa að þekkingarskortur og ófagleg vinnubrögð geti verið til staðar meðal auglýsenda og auglýsinga- stofa þegar birtingamál auglýsinga eru annars vegar. Eigum við ekki að láta staðreyndirnar tala fyrir sig sjálfar og láta lesendur um að dæma. Af þeim 9 auglýsingastofum sem tilheyra Sambandi íslenskra auglýsingastofa (SÍA) höfðu til skamms tíma einungis 4-5 aðgang að birtingahugbúnaði til að keyra fjölmiðlagögn á. Engin stofa utan SÍA hefur haft aðgang að birtinga- forriti eða fjölmiðlagögnum. Samt seldu þessar auglýsingastofur auglýsendum birtingaþjónustu - og það sem verra er auglýsendur keyptu hana af þeim! Sá sem ekki hefur birtingaforrit (og fjölmiðlag- ögn til að keyra þau á) getur ekki reiknað út hversu margir séu líkleg- ir til að sjá viðkomandi auglýsingu (dekkun) né hversu oft þeir hafa tækifæri til að sjá hana (tíðni). Þeir geta ekki, þó þeir vildu, sett saman birtingaáætlun sem lágmarkaði birtingakostnað miðað við sett markmið um dekkun (og tíðni). Með öðrum orðum þá veit sá sem setur saman birtingaáætlunina ekki hvað hann er að selja og sá sem fær hana í hendur ekki hvað hann er að kaupa! Aðgangur að birtingaforriti og fjölmiðlagögnum til að keyra þau á er þó engin trygging fyrir því að birtingakostnaður sé lágmarkaður (miðað við sett markmið um dekkun og tíðni) þó svo mjög hæft fólk væri fengið til að vinna á forritin og með gögnin. Miðað við núverandi kerfi virðist það nefnilega vera auglýsingastofunum í hag að auglýsandinn auglýsi sem mest en ekki endilega best (þær fá þjón- ustulaun frá fjölmiðlunum í sam- ræmi við umfang viðskipta) og í þeim miðlum (t.d. prentmiðlum) sem skapar þeim mestar tekjur en auglýsandanum ekki endilega besta árangurinn! En auglýsingastofurn- ar þurfa þó ekki að hafa áhyggjur af því að missa auglýsendurnar úr við- skiptum nema þeir hafi forsendur til þess að leggja faglegt mat á birt- ingastarfið og árangur þess. Og hvernig skyldi þá mati á árangri birtingastarfs vera háttað á Islandi? I könnun sem gerð var í samstarfi við SÍA og var lokaverk- efni til BS-gráðu við Háskólann á Akureyri sl. vor sögðu birtinga- stjórar auglýsingastofanna innan SIA að frekar lítið væri um að ár- angur birtingastarfs væri kannað- ur. „Reynsla" þeirra sem vinna við gerð birtingaáætlana takmarkast því að mestu við að læra á birtinga- forritin og fjölmiðlagögnin! Og ekki tekur betra við þegar auglýsendur eru sjálfir spurðir hvort þeir meti árangurinn. Einungis rúmur helm- ingur þeirra kannar árangur birt- ingastarfs síns að einhverju leyti! (Urtakið var 230 af stærstu fyrir- tækjum landsins). Og hversu ánægðir skyldu svo auglýsendur vera með birtinga- þjónustu auglýsingastofanna? I könnuninni meðal auglýsenda, sem áður var vitnað í, kom í ljós að ein- ungis 42% eru sammála þeirri full- yrðingu að íslenskar auglýsinga- stofur standi sig almennt vel þegar kemur að faglegu birtingastarfi. Það vekur athygli að 76% auglýs- enda töldu að aðilar innan fyrirtæk- isins byggju yfir nægilegri þekk- ingu til að meta hvort birtinga- áætlanir væni faglega unnar þótt einungis 39% fengu nægilegar upp- lýsingar, að eigin mati, um dekkun og tíðni auglýsingaherferða (þ.e. til að geta metið gæði birtingaáætlan- anna)! „Svar“grein Halls I grein Halls Baldurssonar, fram- kvæmdastjóra auglýsingastofunnar Yddu, í Mbl. 18. ágúst sl. undir yfir- skriftinni „Fagleg nýting á auglýs- ingafjármagni skiptir miklu máli“ kemur ekkert nýtt fram annað en að „vandi sjónvarpsstöðvanna (þ.e. litlar auglýsingatekjur - innskot mitt) eigi sér aðrar orsakir" (en við Þorsteinn töldum upp í grein okkar - innskot mitt). Það skyldi þó ekki vera hluti af vandanum að sjónvarpsstöðvarnar hafi treyst of mikið á fagmennskuna innan SÍA- stofanna og þ.a.l. ekki talið sig þurfa að markaðssetja sjónvarpið gagnvart viðskiptavinum þeirra? Lokaorð Þær umræður sem átt hafa sér stað um birtingamál auglýsinga á síðum Morgunblaðsins undanfarna daga voru löngu orðnar tímabærar. En nú þarf að taka næsta skref. Bæði við auglýsendur og auglýs-. ingastofurnar þurfum að líta í eigin barm til að tryggja betri nýtingu auglýsingafjármagns. Stofurnar þurfa að verða faglegri í gerð birt- ingaáætlana (eðlilegast væri þó að öll gerð þeirra færi út af stofunum og stofnuð væru sérstök birtinga- hús) og við auglýsendur þurfum að verða mun kröfuharðari viðskipta- vinir. Aukin fagmennska í auglýs- ingabirtingum er nefnilega á beggja ábyrgð! Höfundur er rekstrarhagfræðingur, formaður Samtaka auglýsenda og forstöðumaður markaðs- og sölu- deildar Vífilfells ehf. 2 g Q Develop 10 NAGLAVÖRUR KYNNING í Lyfju Hamraborg Kópavogi í dag kl. 14-18 NYTT A MARKAÐINUM naglaherðir án formalíns KYNNINGARTILBOÐ Þú kaupir tvennt og færð naglalakk í kaupbæti. Handáburður fylgir naglabandanæringu. DEVELOP 10 er einnig fáanlegt í verslunum Lyfju í Lágmúla, Hafnarfirði og Grindavík. I 5 ö s § g ! o <; I t£b LYFJA MMm - Lyf a lágmarksverðl o T—4 § % D DEVELOPlO developIO develop 10 o g ! FIMMTUDAG + FOSTUDAG + LflUGWDAG Skeifunni 6 Sími: 568 7733
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.