Morgunblaðið - 25.08.2000, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 25.08.2000, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Slysalaus dagur f umferðinni f höfuðborginni byrjaði vel Ohappa- laust í upp- hafí dags Slysalaus dagur í umferðinni í Reykjavík gat ekki hafíst betur í gærmorgun. A há- annatíma frá hálfátta til hálftíu var ekkert óhapp tilkynnt til lögreglunnar. BLAÐAMAÐUR og ljósmyndari Morgunblaðsins fengu að fylgjast með Geir Jóni Þórissyni yfírlögreglu- þjóni og Ingimundi Einarssyni vara- lögreglustjóra á morgunvaktinni. Það er ekki dagleg sjón að sjá yfir- lögregluþjón og varalögreglustjóra saman í umferðareftirliti en í gær var mikið í húfí og komu jafnvel menn úr rannsóknardeild lögreglunnar félög- um sínum í umferðardeild til hjálpar. Voru þeir félagar enda sammála um það að góð væri tilbreytingin að losna úr skrifstofustólnum svona einu sinni og fara á vettvang og finna púlsinn á mannlífinu. Fögnr fyrirheit að morgni Morguninn byrjaði klukkan sjö með uppstillingarfundi þar sem vakt- inni var stillt upp, lögreglumönnum sett markmið og þeim fengin verk- efni. 50 lögreglumenn með 26 öku- tæki til umráða voru samankomnir í uppstillingarsal. Geir Jón yfirlög- regluþjónn gaf sínu fólki fyrirmæli og hvatti það til að sýna gott fordæmi í umferðinni. Var þeim uppálagt að staðsetja sig við fyrir fram ákveðna pósta við mestu umferðaræðar víða um borg klukkan hálfátta og vera þar um kyrrt til 9:30. Á milli 9:30 og 15:30 skyldu þau aka um hverfin næst sín- um pósti en fara aftur á póstana hálf- fjögur og vera þar á meðan þyngsta umferð síðdegjsins gengi yfir. Að fundi loknum dfifu sig allir til starfa, hver á sinn stað, með von um slysa- lausan dag í umferðinni. Fyrstu tímar vaktarinnar gáfu fógur fyrirheit. Geir Jón og Ingi- mundur tóku sér eftirlitsstöðu við mót Kringlumýrarbrautar og Suður- landsbrautar þannig að umferð suður Morgunblaðið/Golli Eftirlit með umferð f Reykjavík var hert gríðarlega í gær vegna um- ferðarátaks lögreglunnar. Kringlumýrarbraut féll inn í geisla radarsins. Klukkuna vantaði 20 mín- útur í átta og enn var umferðin til- tölulega létt og allt með kyrrum kjör- um. Borgarar láti vita um níðinga Á meðan beðið er og vonað að ekk- ert gerist spyr blaðamaður Geir Jón hvort eitthvað sé um það að almennir borgarar láti lögregluna vita af öku- níðingum. Svaraði hann því til að ekki væri mikið um það en þó nokk- uð. Sagði hann að slíkar ábendingar leiddu ekki endilega til kæru þar sem lögreglu væri erfitt um vik að sanna brot á viðkomandi. Ábendingar borg- ara væru samt sem áður mikilvægar, ítrekaðir kvartanir vegna sömu manna gæfu lögreglu t.d. ástæðu til að kalla þá til yfirheyrslu og kalla inn vitni til skýrslutöku. Þá gæti verið komin forsenda til aðgerða. 95% bflbeltanotkun Um áttaleytið fór umferðin að þyngjast talsvert en enn var allt með kyrrum kjörum. Ökumenn virtu hraðatakmarkanir og mat Geir Jón það svo, að yfir 95 af hundraði bíl- stjóra notuðu bflbeltin. Tilkynning kom um þetta leyti um að fimm öku- menn hefðu verið stöðvaðir í borginni vegna brota á reglum um bflbelta- notkun, allt ungir karlmenn. Að mörgu að hyggja Þrjár mínútur yfir átta komu tveir bflar of hratt að gatnamótunum og urðu að nauðhemla svo þefr færu ekki yfir á rauðu ljósi. Báðir fóru yfir stöðvunarlínu áður en þeir námu staðar. Geir Jón grípur tækifærið og setur fram sína skýringu á þeim al- genga ósið og lögbroti meðal ís- lenskra ökumanna að fara of langt að gatnamótunum áður en stansað er. Sagði hann að vandamálið lægi í því að bflstjórar á íslandi hefðu Ijós hin- um megin við gatnamótin, sem þeir gætu fylgst með. Þeir þyrftu þess vegna ekki að vera það langt frá gatnamótunum að þeir sæju ljósin, sem væru þeirra megin, eins og til- fellið er víðast hvar erlendis. Finnst honum það vel koma til greina að endurskoða staðsetningu umferðar- ljósa að þessu leyti. Aksturslag ökumanna við gatna- mótin gefur Geir Jóni einnig tilefni til að benda á það að gatnamót verði að hafa hreinsast af umferð áður en um- ferð með grænt ljós má leggja af stað. Of algengt sé að þegar grænt Ijós komi æði menn af stað án tillits til þess hvort enn séu bflar að beygja inn á brautina af þverstæðri götu. Hélt það væri 80 Á milli hálfníu og níu róaðist um- ferðin á ný en um níuleytið jókst hún aftur þegar fólk streymdi til vinnu klukkan níu. Enginn ók of geyst og ökumenn voru almennt til fyrir- myndar. Einungis þurftu þeir Geir Jón og Ingimundur að hafa afskipti af einum ökumanni. Það var klukkan 9:45 þeg- ar þeir höfðu yfirgefið póst sinn við Kringlumýrar- og Suðurlandsbraut að þeir stöðvuðu konu á leið um Reykjanesbraut á 80 km. hraða. Var henni veitt tiltal og sagðist hún hafa haldið að á Reykjanesbraut væri hámarkshraðinn 80 km/klst. Á Reykjanesbrautinni er hámarks- hraðinn aftur á móti 60 km/klst. en hæsti hámarkshraði í borginni er 70 km/klst. frá Ártúnsbrekku í átt til Mosfellsbæjar. Lauk þannig eftirliti með morgun- umferðinni sem betur fer án teljandi tíðinda. • • Okumönn- um velt við Sólfar EINN þáttur í aðgerðum lögreglu á slysalausum degi var að bjóða öku- mönnum upp á veltu í veltibfl Sjóvá- Almennra. Veltibílnum, sem líkir eftir bílveltu á 80 km. hraða, var komið fyrir á bílastæðinu við lista- verkið Sólfar við Skúlagötu. Tveir lögreglumenn á bifhjólum sveimuðu um og gripu ökumenn, sem ekki höfðu spennt beltin, og beindu þeim inn að veltibflnum. Þar var þeim boðið að komast hjá sekt gegn því að fara salíbunu í veltibílnum. Voru rúmlega 20 bílar stöðvaðir og ök- umönnum þeirra eða farþegum boð- ið að fara veltu. Það verður að segjast að velflest- ir voru skömmustulegir er þeir stigu út úr bflum sínum og var ekki skemmt við byltuna. Fór lexían þannig fram að fyrst var fólki gef- inn kostur á að reyna veltu án bíl- beltis. Síðan spennti það beltið og fékk að finna muninn á því að velta bíl án þess að vera með belti og með því að nota belti. Voru flestir á því Rómarskífa Þakskífur með 25 ára ábyrgð fegra húsið þitt. Kynntu þér málið á www.bmvalla.is. Söludeild í Fomalundi Breiðhöfða 3 • Símí 585 5050 www.bmvalla.is Morgunblaðið/Golli Sólveig Pétursdóttir, dóms- og kirkjumálaráðherra, Böðvar Bragason, lögreglustjóri í Reykjavík, Ingimundur Einarsson varalögreglustjóri og Ingvi Hrafn Óskarsson, aðstoðarmaður ráðherra, fylgjast með óspenntum ökumanni fara bílveltu. að hér eftir myndu þeir undantekn- ingarlaust nota beltið. Löggan ætti oftar að bjóða veltu Ungir karlmenn voru áberandi meðal þeirra, er stöðvaðir voru. Grétar Karlsson var stöðvaður þar sem hann ók sendibíl án þess að nota bílbeltið. Sagðist hann hafa verið að vinna í málningarvinnu og þurft að skreppa aðeins og af al- gjöru hugsunarleysi gleymt að spenna beltið. Að öllu jöfnu notaði hann beltið. Fannst honum, eftir að hafa farið nokkra hringi í veltibíln- um, að lögreglan ætti að gera meira af því að bjóða ökumönnum veltu í veltibílnum, það væri svo sláandi hve mikill munur væri á því að vera laus eða njörvaður niður í beltið. Einn ungur ökumaður karlkyns sagðist hafa ekið í 11 ár og aldrei notað belti. Þegar hann var inntur eftir ástæðunni hafði hann ekkert afgerandi svar, þetta væri bara vani. „Ætli ég byrji ekki að nota það núna“ sagði hann. Nokkrir virtust þó ekki taka áminninguna mjög alvarlega og fór það augljóslega í taugarnar á ein- staka manni að vera settur í þessar aðstæður. Dómsmálaráðherra á vettvangi Böðvar Bragason, lögreglustjóri í Reykjavík, og Sólveig Pétursdóttir, dóms- og kirkjumálaráðherra, voru á vettvangi við veltibílinn. Ráðherr- ann kaus að sleppa þvi í þetta sinn að prófa veltibílinn en fól Ingva Hrafni Óskarssyni, aðstoðarmanni sínum, verkefnið í sinn stað. Stóð hann sig með prýði en var nokkuð ringlaður að byltu lokinni. Tók ráð- herra ökumenn tali og brýndi mikil- vægi þess að nota beltin. DómsmálaráðheiTa lýsti hrifn- ingu sinni og ánægju með þetta átak lögreglunnar í Reykjavík. Sagðist hún telja það vel koma til greina að herða viðurlög við um- ferðarbrotum sem og auka eftirlit. Að sögn ráðherra hefur hún fengið mikil og jákvæð viðbrögð frá al- menningi vegna umferðarátaksins, sem Dómsmálaráðuneytið ásamt fleiri aðilum hefur staðið fyrfr í sumar og margar tillögur hefðu komið frá almenningi. Samkvæmt þeim upplýsingum, sem hún hefði fengið, m.a. frá Vegagerðinni, þá hefði ökuhraði víða á vegum lands- ins lækkað í sumar. Sagði hún að nú væri starfshópur á vegum ráðu- neytis síns að vinna að gerð tillagna um leiðir til aukins umferðarörygg- is. Lagði hún áherslu á að til þess að bæta umferðarmenninguna þyrfti nauðsynlega vakningu almennings og að átak lögreglunnar í Reykjavík ætti ekki aðeins erindi við íbúa Reykjavíkur heldur alls landsins. Aukinnar löggæslu þörf Böðvar Bragason, lögreglustjóri í Reykjavík, sagðist sannfærður um að aukinnar löggæslu væri þörf ef draga ætti úr umferðaróhöppum. Sýnileiki lögreglunnar hefði afar mikil áhrif eins og sýndi sig í gær- morgun þegar engin tilkynning um umferðaróhapp barst á tímabilinu 7:30 til 9:30 þegar allir eru á leið til vinnu og umferðarþungi er sem mestur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.