Morgunblaðið - 25.08.2000, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST 2000
MORGUNBLABIÐ
i
RADDIR EVROPU
j HALLGRÍMSKIRKJU
Kór ungmenna frá menningarborgum Evrópu árið 2000
syngur fjöibreytta efnisskrá; gamla og nýja tónlist, veraldlega
og kirkjulega á átta tungumálum. Frumflutningur á verki
eftir hið virta tónskáld Arvo Part að honum viðstöddum.
Aðalstjórnandi Radda Evrópu er Þorgerður Ingólfsdóttir.
Uppselt á fyrri tónleikana, 26. ágúst en seinni tónleikarnir
eru 27. agúst.
Miðaverð; 3.000 kr.
Miðasala; Upplýsingamiðstöð ferðamála • Bankastræti 2
Sími: 552 8588 • midasala@tourinfo.is
SAMSKIP
BÚNADARSASTG NN
C
Ijutdsviik|uo
LISTIR
J ökullinn í öllu
sínu veldi
Ljósmynd/Halldór Björn Runólfsson
Yfirlit yfir Jöklasýninguna í Sindrabæ, Höfn.
úi#:ai|gllípp
■ ■■■■
Málverk Eggerts Péturssonar af jurtum Esjufjalla.
Skjásamstæða Önnu Líndal á Jöklasýningunni.
MYNDLIST &
JÖKLAFRÆÐI
Sindrabær, Höfn,
H o r n a f i r ð i
BLÖNDUÐ TÆKNI
Anna Líndal, Eggert Pétursson,
Finnbogi Pétursson, Helgi Björns-
son, Ragnar Th. Sigurðsson,
Sverrir Scheving Thorsteinsson.
Til 20. september. Opið alla daga
frákl. 8-20.
EKKI er það oft sem sýningar
hér á landi eru blandaðar - list
höfð með vísindum eða rannsókn-
um - en Jöklasýningin á Höfn,
Hornafírði er óvenju velheppnuð
undantekning. Þar er að fínna fá-
dæma skemmtilega tilraun til að
fanga á einu bretti Vatnajökul sem
fjölbreytt viðfangsefni vísinda-
manna og áhrifamátt hans á sköp-
unargáfu listamanna. Þessar tvær
hliðar sýningarinnar eru að vísu
aðgreindar, hvor í sínu herberg-
inu, en það breytir því ekki að hér
er um eina upplifun að ræða og
hún er vel úti látin.
Þegar inn er komið blasa hvar-
vetna við skýringaspjöld Helga
Björnssonar jarðeðlis- og jökla-
fræðings, þar sem hann upplýsir
sýningargesti um ótal atriði varð-
andi jökla; hvernig þeir myndast;
hegða sér; skríða fram; umbreyta
landinu og senda frá sér fallvötn
sem móta fjarlæg héruð.
Töflur veita greinargóðar upp-
lýsingar um helstu jökla og jökul-
ár landsins; vatnsrennsli í jöklum;
yfirborð og undirstöðu Vatnajök-
uls; framhlaup skriðjökla hans;
breytingar á Breiðamerkurjökli
frá landnámsöld; þróun Jökulsár-
lóns og áhrif framburðar jökla á
strandlengju Suðurlands.
Skýringaspjöldin eru einstak-
lega vel gerð; skilmerkileg og fag-
urlega upp sett innan um gripi, út-
búnað, tæki og tól sem menn hafa
nýtt sér gegnum tíðina við upp-
göngu á hina ýmsu skriðjökla. Þá
eru auk skýringaspjalda Helga
sex spjöld sem starfsmenn Sýslu-
safns Austur-Skaftafellssýslu -
þau Björn G. Arnarson, Hulda S.
Þráinsdóttir, Guðný Svavarsdóttir
og Gísli Sverrir Árnason, for-
stöðumaður - hafa gert um Svein
Pálsson, þann upplýsta könnuð
sem fyrstur manna skildi og skil-
greindi eðli jöklanna; rannsóknir
Austur-Skaftfellinga á Vatnajökli
og skriðjöklum hans; mannsnafnið
og viðnefnið Jökull, og leiðangur
yfir Vatnajökul; samgöngur í
Austur-Skaftafellssýslu; áhrif
flóða og mannlífið á Mýrum og
ljóðmæli og þjóðsögur tengdar
jöklinum.
I viðbót eru þrettán skýringa-
spjöld sem vatnsmælingadeild
Orkustofnunar hefur gert af
hlaupum á Skeiðarársandi og
Vegagerðin gaf Jöklasýningunni,
og kort sem Sverrir Scheving
Thorsteinsson hefur gert af helstu
leiðöngi-um á Vatnajökli. Þennan
hluta sýningarinnar kórónar
Ragnar Th. með næmum ljós-
myndum sínum af jöklinum. I
bakgrunni - á sviði Sindrabæjar -
má sjá tjald og klæðnað leiðang-
ursmanna sem eitt sinn héldu á
Vatnajökul; dýr og fugla sem setja
svip sinn á svæðið og ýmislegt
annað dót sem tengist ríki þessar-
ar stærstu jökulhettu álfunnar.
Aðstandendum hefur tekist að
gæða sýninguna dramatískum
krafti með sérstæðri lýsingu,
áleitinni uppsetningu og grípandi
fyrirkomulagi.
Fallega umbrotin krá og skil-
merkilegur skýringablöðungur á
íslensku og ensku bæta við fróð-
leik þann sem lesa má af spjöldun-
um í sýningarsalnum.
Þannig er þétt fræðslu- og upp-
lýsinganet látið styðja við sjón-
ræna upplifun þeirra sem ganga
um salinn til að njóta þess sem
fyrir augu ber. í hliðarherbergi
hefur svo verið komið fyrir verk-
um listamannanna þriggja sem
þátt taka í sýningunni.
Heldur þú að fæðubótarefnið sem fólk talar um !
B-vítamín sé nóg ? NATEN*
www.naten.is Fæst í apótekum og sérverslunum um land allt ! - órofin heild! |