Morgunblaðið - 25.08.2000, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 25.08.2000, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST 2000 MORGUNBLABIÐ i RADDIR EVROPU j HALLGRÍMSKIRKJU Kór ungmenna frá menningarborgum Evrópu árið 2000 syngur fjöibreytta efnisskrá; gamla og nýja tónlist, veraldlega og kirkjulega á átta tungumálum. Frumflutningur á verki eftir hið virta tónskáld Arvo Part að honum viðstöddum. Aðalstjórnandi Radda Evrópu er Þorgerður Ingólfsdóttir. Uppselt á fyrri tónleikana, 26. ágúst en seinni tónleikarnir eru 27. agúst. Miðaverð; 3.000 kr. Miðasala; Upplýsingamiðstöð ferðamála • Bankastræti 2 Sími: 552 8588 • midasala@tourinfo.is SAMSKIP BÚNADARSASTG NN C Ijutdsviik|uo LISTIR J ökullinn í öllu sínu veldi Ljósmynd/Halldór Björn Runólfsson Yfirlit yfir Jöklasýninguna í Sindrabæ, Höfn. úi#:ai|gllípp ■ ■■■■ Málverk Eggerts Péturssonar af jurtum Esjufjalla. Skjásamstæða Önnu Líndal á Jöklasýningunni. MYNDLIST & JÖKLAFRÆÐI Sindrabær, Höfn, H o r n a f i r ð i BLÖNDUÐ TÆKNI Anna Líndal, Eggert Pétursson, Finnbogi Pétursson, Helgi Björns- son, Ragnar Th. Sigurðsson, Sverrir Scheving Thorsteinsson. Til 20. september. Opið alla daga frákl. 8-20. EKKI er það oft sem sýningar hér á landi eru blandaðar - list höfð með vísindum eða rannsókn- um - en Jöklasýningin á Höfn, Hornafírði er óvenju velheppnuð undantekning. Þar er að fínna fá- dæma skemmtilega tilraun til að fanga á einu bretti Vatnajökul sem fjölbreytt viðfangsefni vísinda- manna og áhrifamátt hans á sköp- unargáfu listamanna. Þessar tvær hliðar sýningarinnar eru að vísu aðgreindar, hvor í sínu herberg- inu, en það breytir því ekki að hér er um eina upplifun að ræða og hún er vel úti látin. Þegar inn er komið blasa hvar- vetna við skýringaspjöld Helga Björnssonar jarðeðlis- og jökla- fræðings, þar sem hann upplýsir sýningargesti um ótal atriði varð- andi jökla; hvernig þeir myndast; hegða sér; skríða fram; umbreyta landinu og senda frá sér fallvötn sem móta fjarlæg héruð. Töflur veita greinargóðar upp- lýsingar um helstu jökla og jökul- ár landsins; vatnsrennsli í jöklum; yfirborð og undirstöðu Vatnajök- uls; framhlaup skriðjökla hans; breytingar á Breiðamerkurjökli frá landnámsöld; þróun Jökulsár- lóns og áhrif framburðar jökla á strandlengju Suðurlands. Skýringaspjöldin eru einstak- lega vel gerð; skilmerkileg og fag- urlega upp sett innan um gripi, út- búnað, tæki og tól sem menn hafa nýtt sér gegnum tíðina við upp- göngu á hina ýmsu skriðjökla. Þá eru auk skýringaspjalda Helga sex spjöld sem starfsmenn Sýslu- safns Austur-Skaftafellssýslu - þau Björn G. Arnarson, Hulda S. Þráinsdóttir, Guðný Svavarsdóttir og Gísli Sverrir Árnason, for- stöðumaður - hafa gert um Svein Pálsson, þann upplýsta könnuð sem fyrstur manna skildi og skil- greindi eðli jöklanna; rannsóknir Austur-Skaftfellinga á Vatnajökli og skriðjöklum hans; mannsnafnið og viðnefnið Jökull, og leiðangur yfir Vatnajökul; samgöngur í Austur-Skaftafellssýslu; áhrif flóða og mannlífið á Mýrum og ljóðmæli og þjóðsögur tengdar jöklinum. I viðbót eru þrettán skýringa- spjöld sem vatnsmælingadeild Orkustofnunar hefur gert af hlaupum á Skeiðarársandi og Vegagerðin gaf Jöklasýningunni, og kort sem Sverrir Scheving Thorsteinsson hefur gert af helstu leiðöngi-um á Vatnajökli. Þennan hluta sýningarinnar kórónar Ragnar Th. með næmum ljós- myndum sínum af jöklinum. I bakgrunni - á sviði Sindrabæjar - má sjá tjald og klæðnað leiðang- ursmanna sem eitt sinn héldu á Vatnajökul; dýr og fugla sem setja svip sinn á svæðið og ýmislegt annað dót sem tengist ríki þessar- ar stærstu jökulhettu álfunnar. Aðstandendum hefur tekist að gæða sýninguna dramatískum krafti með sérstæðri lýsingu, áleitinni uppsetningu og grípandi fyrirkomulagi. Fallega umbrotin krá og skil- merkilegur skýringablöðungur á íslensku og ensku bæta við fróð- leik þann sem lesa má af spjöldun- um í sýningarsalnum. Þannig er þétt fræðslu- og upp- lýsinganet látið styðja við sjón- ræna upplifun þeirra sem ganga um salinn til að njóta þess sem fyrir augu ber. í hliðarherbergi hefur svo verið komið fyrir verk- um listamannanna þriggja sem þátt taka í sýningunni. Heldur þú að fæðubótarefnið sem fólk talar um ! B-vítamín sé nóg ? NATEN* www.naten.is Fæst í apótekum og sérverslunum um land allt ! - órofin heild! |
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.