Morgunblaðið - 25.08.2000, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 25.08.2000, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST 2000 49C Keppni í landsliðs- flokki í skák hafín Landsliðsflokkur. 1. umferð — Ská k 1 Hvítt Svart Úrsl. Helgi Áss Grétarsson Stefán Kristjánsson 1-0 Þröstur Þórhallsson Áskell Örn Kárason 'Á-'A Jón Viktor Gunnarsson Bragi Þorfinnsson 1-0 Jón Garðar Viðarsson Björn Þorfinnsson 1-0 Sævar Bjarnason Tómas Björnsson 1-0 Ágúst Sindri Karlsson Kristján Eðvarðsson 0-1 Róbert Harðarson Þorsteinn Þorsteinsson 'Á-'Á Arnar E. Gunnarsson Einar Hjalti Jensson 'A-'A SKAK F é 1 a g s h e i m i 11 Kópavogs LANDSLIÐSFLOKKUR 23. ágúst-4. sept. 2000 KÓPAVOGUR hefur verið ein af þungamiðjum skákarinnar á þessu ári. Heimsmótið í skák var haldið þar með glæsibrag í byrjun apríl og nú er hafinn keppni á skákþingi íslands í landsliðsflokki, sem fram fer í félagsheimili Kópavogs í Fannborg 2. Gunnar I. Birgisson setti mótið og gerði m.a. að umtalsefni gildi skákarinnar og hversu gott farar- nesti skákiðkun er fyrir þá ein- staklinga sem hana stunda. Það er óhætt að taka undir þau orð Gunn- ars, ekki síst með tilliti til þess hve skemmtileg samsvörun getur verið á milli baráttunnar á skákborðinu og lífsbaráttunnar. Útsláttarfyrirkomulag er nú á keppni í landsliðsflokki í fyrsta sinn, sem vafalítið á eftir að leiða til spennandi baráttu. Úrslit fyrstu umferðar má sjá í meðfylgjandi töflu. Úrslitin urðu ekki mjög óvænt, þ.e. þeir stigahærri unnu eða gerðu jafntefli, nema í skák þeirra Ágústs Sindra Karlssonar og Kristjáns Eðvarðssonar. Þar tókst Kristjáni að sigra með svörtu. Síðari einvígisskák fyrstu umferðar og bráðabani voru tefld í gær en í dag, föstudag, hefjast 8 manna úrslit. Keppnissviðið er mjög skemmti- legt og aðstæður íyrir áhorfendur eru góðar. Þá skemmdi það ekki fyrir að áhorfendum var boðið upp á frítt kaffi og konfekt þannig að ekki var hægt að kvarta yfir mót- tökum Kópavogsbúa. Skákáhuga- menn eru hvattir til að leggja leið sína í félagsheimili Kópavogs að Fannborg 2. Teflt er daglega frá kl. 17, en á laugardaginn og sunnu- daginn hefst taflið klukkan 14. Sett hefur verið upp sérstök vef- síða vegna mótsins: www.skak.is/ siZsthi2000.htm. Stefnt er að því að senda skákirnar beint út á netinu. Hannes byrjar vel í Portúgal Hannes Hlífar Stefánsson teflir um þessar mundir á opnu skákmóti í Lissabon í Portúgal. Á annað hundrað keppenda tekur þátt í mótinu, en Hannes er fjórði stiga- hæsti keppandinn. Auk Hannesar eru stigahæstu keppendurnir þeir Lubomir Ftacnik (2608), Tony Mil- es (2584) og Nick DeFirmian (2567). Hannes hefur fullt hús eftir tvær umferðir og mætir António Fernandes (2438) í 3. umferð. Fjölmargir skákmenn eru með tvo vinninga, en þeir Ftacnik og De- Firmian urðu að sætta sig við jafn- tefli gegn mun stigalægri mönnum í annarri umferð. Mótinu lýkur 30. ágúst. Jöfn keppni á heimsmeistara- móti skákforrita Fimm umferðum er lokið á heimsmeistaramóti skákforrita. í fimmtu umferð áttust við forritin í toppbaráttunni og úrslitin urðu ekki ólík því sem stundum vill verða í baráttu sterkustu stór- meistara, þ.e. fimm skákum af sjö lauk með jafntefli. Þrjú forrit eru enn taplaus á mótinu: Fritz, Shredder og Junior, en þetta eru einmitt þau forrit sem spáð var bestu gengi fyrir mótið auk Rebel. Staðan efstu forrita er þessi að loknum fimm umferðum: l.^t. Fritz P3/1000 3*/2 V. 1.-4. Shredder K7/1000 3’Á V. 1.-4. Junior P3/700 314 V. 1.-4. Nimzo P3/1000 3'Á V. 5.-8. Rebel P3/800 3 V. 5.-8. Chesstiger P3/800 3 V. 5.-8. Sos P3/667 3 V. 5.-8. Zchess K7/800 3 V. 9. Crafty Alpha 21264/500 214 V. Fyrir aftan heitir hvers forrits er tegund örgjörva og klukkuhraði (Mhz) sem forritið keyrir á í keppninni. Fjórtán forrit taka þátt í keppninni. Á miðvikudaginn var háð hrað- skákkeppni milli skákforritanna þar sem tefldar voru 9 umferðir. Efst urðu: Fritz 814 v. 2. Nimzo 814 v. 3. Junior 6 v. o.s.frv. Fritz sigraði síðan Nimzo 2-0 í keppni um efsta sætið. Daði Örn Jónsson TILKVIMIMIINIGAR Hafnarfjarðarbær Auglýsing um breytingu á deiliskipulagi Athafna- svæðis Sörla I samræmi við gr. 25 í skipulags- og byggingar- lögum nr. 73/1997 m.s.br. er hér með auglýst til kynningar breyting á deiliskipulagi Athafna- svæðis Sörla. Breytingin felur í sér heimild til útbygginga út fyrir byggingareit. Breytingin þessi var samþykkt af bæjarráði í umboði bæjarstjórnar Hafnarfjarðar 17. ágúst 2000 og liggur hún frammi í afgreiðslu um- hverfis- og tæknisviðs, Strandgötu 8—10, þriðju hæð, frá 25. ágúst 2000 til 22. sept. 2000. Ábendingum og athugasemdum skal skila skriflega til bæjarskipulags í Hafnarfirði eigi síðar en 7. október 2000. Þeir sem ekki gera athugasemd við breytinguna teljast samþykkir henni. Bæjarskipulag Hafnarfjarðarbæjar. Lagersala á Bíldshöfða 14 Skór, töskur, belti, leðurhanskar o.fl. Mikið úrval. Opið alla föstudaga milli kl. 16 og 19 og laugardaga milli kl. 12 og 16. ‘Vaúntéí www.sokkar.is oroblu@sokkar.is Auglýsing um tillögu að svæðisskipulagi Héraðs- svæðis 1998—2010 Samkvæmt 13. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, er hér með lýst eftir athugasemd- um við tillögu að svæðisskipulagi Héraðs- svæðis 1998—2010. Skipulagstillaga þessi nær yfir núverandi og fyrirhugaða byggð og aðra landnotkun næstu tólf árin í þeim fimm sveitarfélögum sem aðild eiga að samvinnu- nefndinni. Mörk skipulagssvæðisins inn til landsins er markalína svæðisskipulags Miðhálendisins 2015 sem staðfest var af umhverfisráðherra 10. maí 1999. Tillaga að svæðisskipulagi Héraðssvæðis 1998—2010, uppdráttur ásamt greinargerð, forsenduhefti með þemauppdráttum og öðrum fylgigögnum, liggurframmi almenningi til sýn- is frá 25. ágúst til 22. september. Tillagan liggurframmi á eftirtöldum stöðum, á opnunartíma skrifstofa og/eða eftir nánara samkomulagi. 1. Norður-Hérað: Á skrifstofu hreppsins á Brúarási. 2. Fellahreppur: Áskrifstofu hreppsins, Ein- hleypingi, Fellabæ. 3. Fljótsdalshreppur: í Gunnarsstofu, Skriðu- klaustri, Fljótsdal. 4. Austur-Hérað: Á bæjarskrifstofunum, Lyng- ási 12, Egilsstöðum. 5. Borgarfjarðarhreppur: Á hreppsskrifstof- unni, Borgarfirði. 6. Skipulagsstofnun, Laugavegi 166, Reykjavík. Athugasemdum við skipulagstillöguna skal skila til samvinnunefndar um svæðisskipulag Héraðssvæðis hjá ritara nefndarinnar (Önnu Bragadóttur) á skrifstofu Norður-Héraðs, Brúarási,701 Egilsstaðir, eigi síðar en 6. októ- ber 2000 og skulu þær vera skriflegar. Þeir sem ekki gera athugasemdir innan tilskil- ins frests teljast samþykkir tillögunni. Samvinnunefnd um svæðisskipulag Héraðssvæðis. SMÁAUGLÝSINGAR FÉLAGSLÍF ■? Dagskrá helgina 26.-27. ágúst 2000 Laugardagur 26. ágúst: Gönguferð um eyðijörðina Arn- arfell við Þingvallavatn. Farið frá þjónustumiðstöð, ekið að af- leggjaranum að Arnarfelli, lagt þaðan upp á fellið kl. 13.30. Tek- ur ríflega 3 klst. og nauðsynlegt er að vera vel skóaður og gott er að hafa nestisbita meðferðis. Sunnudagur 27. ágúst kl. 13.00. Gönguferð meðfram gjárbarmi Snókagjár. Rætt um jarðfræði og náttúrufar Þing- vallasvæðisins. Hefst við þjón- ustumiðstöð og tekur 2—3 klst. Kl. 14.00 Guðsþjónusta í Þing- vallakirkju. Kl. 15.00 Þinghelgarganga. Gengið um þingstaðinn forna í fylgd staðarhaldara. Hefst við kirkju að lokinni guðsþjónustu og tekur ríflega eina klst. Þátttaka í dagskrá þjóðgarðsins er ókeypis og öllum opin. Nánari upplýsingar veita landverðir í þjónustumiðstöð þjóðgarðsins í síma 482 2660. Afmaalishelgi í Básum 25.-27. ágúst Helgarferð, brottför föstud. kl. 20. Dagsferð, laugard. kl. 9.00. Fjölbreytt dagskrá, hagstætt verð. Jeppadeildarferð 1.—3. sept. Öldufellsleið — Fjallabak. Gist í húsum. Pantið og takið farmiða á skrif- stofunni á Hallveigarstíg. Engin dagsferð á sunnudaginn. Sjá heimasíðu: utivist.is FERÐAFÉLAG # ÍSLANDS MÖRKINNI 6 - SlMI 568-2533 Gönguferð með Ferðafélagi íslands laugardaginn 26. ágúst Gengið á fjallið Skriðu (1005 m.y.s.). Brottför frá BSÍ og Mörkinni 6 kl. 9.00. Verð 1500. Fararstjóri: Gestur Kristjánsson. Munið göngudag FÍ og SPRON sunnudaginn 27. ágúst Eyðibýli á Þingvöllum með Þór Vigfússyni. Hressing að"-" göngu lokinni. Brottför kl. 13.00. augl@mbl.is Sparaðu þér umstang og tíma með því að senda atvinnu- og raðauglýsingartil birtingar I Morgunblaðinu með tölvupósti. Notfærðu þér tæknina næst.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.