Morgunblaðið - 25.08.2000, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 25.08.2000, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST 2000 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ I Pegasoft hlýtur þrenn alþjóðleg verðlaun og semur við Touchpoint í Kanada Morgunblaöiö/Jim Smart Kudos slær í gegn s I júní fór fram í Berlín sýningin KioskCom. íslenska fyrirtækið Degasoft tók þátt í jessari sýningu og var hugbúnaður fyrir- tækisins valinn sá besti af sýningarhöldur- um. Hugbúnaðurinn hlaut sömu viðurkenn- ingu í Chicago á kioskcom-retail mánuði síðar og nú hefur fagtímaritið Kiosk Magazine valið Kudos hugbúnað ársins fyr- ir kioska. Arnór Gísli Ólafsson hitti bá Halldór Sigurjónsson og Tómas Gunnars- son, þróunar- og tæknistjóra hjá Degasoft. HALLDÓR Sigurjónsson og Tómas Gunnarsson hjá Degasoft segja að það hafa verið mikil viðurkenning að hljóta verðlaunin í Berlín og Chicago og ljóst að Degasoft hafi skipað sér á bekk með fremstu fyrirtækjum í heiminum í þessum geira. Hugbún- aðurinn sem áður hét ASK (Auto- matic Service Kiosk), er nú markaðs- settur undir nafninu Kudos og er hugbúnaður fyrir gagnvirka kioska. Aðspurðir segja þeir Halldór og Tómas helst kjósa að nota orðið kiosk, þar sem ekkert íslenskt orð sé nægjanlega lýsandi, en þau orð sem nefnd hafí verið séu þjónustu,- upp- lýsinga-, viðskipta- eða verslunar- standur. Mikil fjölgun kíoska í Evrópu Peir segja að kioskar séu í aukn- um mæli að ryðja sér til rúms sem hluti af stefnu fyrirtækja við að færa sér í nyt rafræn viðskipti til þess að geta þjónustað viðskiptavini sína betur og á fleiri stöðum en áður með minni tilkostnaði. Samkvæmt tölum frá Frost & Sullivan sé gert ráð fyrir því að á næstu fímm áram verði sett- ir upp 300.000 kioskar í Evrópu. Heildarkostnaður við uppsetningu þessara standa er áætlaður um 220 milljarðar króna. Gera má ráð fyrir að um ein milljón kioska verði settir upp í heiminum öllum á næstu fimm árum. En hvað eru kioskar? Að sögn þeirra Halldórs og Tómasar er kiosk standur eða box, oft með snertitölvu- skjá og öflugum tölvubúnaði. Þeir séu gjaman staðsettir á fjölfömum stöðum, s.s. í þjónustumiðstöðvum, á lestarstöðvum, fjölmennum vinnu- stöðum og flugvöllum. Sem dæmi um kioska nefna þeir hraðbanka sem hafi verið við lýði um nokkum tíma og flestir kannast við. Réttara sé þó að líta á kiosk sem eins konar tæki til þess að koma á framfæri þjónustu, vörum eða upplýsingum til margra neytenda þar sem þeir geta afgreitt sig sjálfir og henti því margs konar fyrirtækjum. Kioskar bjóða upp á marga möguleika Halldór og Tómas segja að kiosk- ar sem séu notaðir við innritun í flug séu að verða mjög algengir erlendis: „Slíkt kerfi býður farþegum upp á að velja sæti í flugvélinni á einfaldan og myndrænan hátt. Þar sem auðveld- lega er hægt að koma fyrir mörgum kioskum sem veita slíka þjónustu er hægt að koma í veg fyrir biðraðir. Þetta er gott dæmi um þjónustu þar sem kioskar henta mjög vel. Þjón- ustan þarf vera á staðnum þegar við- skiptavinurinn kemur, hún þarf að vera aðgengileg á þægilegan og ein- faldan hátt sem gerir viðskiptavinin- um auðveldara fyrir og sparar kostn- að. Verslun á vefnum hefur margfaldast á síðustu árum en fyrir- tækjum hefur gengið misvel að tvinna saman útibú úr steinsteypu og útibú á vefnum," segja Halldór og Tómas. „Mörg þeirra verkefna sem koma á okkar borð eru til þess að koma vefjum verslana á framfæri við viðskiptavini í útibúum t.d. með vör- um sem fást afgreiddar annars stað- ar eða að koma sjálfstæðum vef- verslunum eða setrum á framfæri í fjölfómum útibúum annarra. Þá má líka nefna verkefni sem miða að þvi að gera Netið aðgengilegra fyrir al- menning og þá sérstaklega á stöðum þar sem íbúar hafa almennt ekki net- aðgang. Hafa ber í huga í þessu sam- bandi að aðgengi almennings að Net- inu á heimili eða vinnustað er víðast hvar mun minna en hér á Islandi." Eiginleikar Kudos Aðspurðir segja Halldór og Tómas að vandamálin sem fást þarf við þeg- ar verið er að setja upp og reka net af kioskum séu að hluta til af öðrum toga en við venjuleg tölvukerfi: „Það sem Kudos gerir er að einfalda mönnum að koma upp og reka svona kerfi. Fyrsti hlutinn felst í því að ein- falda gerð notendaviðmóts sem hentar vel fyrir notendur sem þurfa á fljótlegan og einfaldan hátt að fá afgreiðslu á vöru eða þjónustu. Til þess að gera þetta býður Kudos upp á hönnunartól sem gerir mönnum kleift að nota vefsíður sem gerðar hafa verið fyrir Netið með litlum eða engum breytingum á kiosknum. Hönnunai-tólin hafa að geyma til- búna hluti sem virka eins og LEGO- kubbar þegar verið er að setja upp viðmót, eða þegar verið er að hafa samskipti við jaðartæki. Dæmi um þetta er skjályklaborð sem gerir mönnum kleift að slá inn upplýsing- ar án þess að hafa lyklaborð.“ Þeir Halldór og Tómas benda sömuleiðis á að í kioskum sé hægt að taka við greiðslukortum, prenta út kvittanir, samninga, aðgöngumiða og ýmis skjöl sem tengjast rafræn- um viðskiptum og möguleikamir í notkun kioska séu því ákaflega margir. Setja þurfi upp og reka tölvur sem séu staðsettar á mörgum stöðum þar sem margir mismunandi aðilar hafi aðgang að þeim. Kudos bjóði upp á tól sem sjá um að fylgjast með því að allir kioskarnir keyri eðlilega og láti vita ef upp koma vandamál, t.d. ef pappír klárast í prentara. Einnig sé hægt að uppfæra kerfið á útstöðvun- um án þess að fara þurfí á staðinn. Mikilvægar upplýsingar „Notkunargreining er mikilvægur þáttur Kudos-hugbúnaðarins. í hveijum einasta kioski fer fram upp- lýsingasöfnun og greining á því hvemig hann er notaður. Auðvelt er að fá úr kerfinu afmarkaðar upplýs- ingar um notkun tiltekins kiosk eða kiosknetsins í heild og þetta em mjög mikilvægar upplýsingar fyrir fyrirtækin.“ Halldór og Tómas segja að Kudos-hugbúnaðurinn hafí að geyma þær tæknilausnir sem þarf til að nýta nútímamiðlun upplýsinga, s.s. veftengingu, myndbands- og fjarfundatækni og jafnvel sýndar- veruleika. Kioskanet sem byggi á Kudos-hugbúnaði geti tengst ýms- um jaðarbúnaði, s.s. prentumm og kortalesumm og margfaldað þannig möguleika til rafrænna viðskipta. Með Kudos opnist til dæmis mögu- leiki á því að afhenda vömna beint til viðskiptavinar, kioskar sem noti Kudos-hugbúnaðinn geti til að mynda prentað bíómiða, lesið strika- merki, afhent lykil að hótelherbergi eða bílaleigubíl og jafnvel tengst sjálfsölum sem selja ýmsar vömr. Með prentara og kortalesara er síð- an hægt að taka við greiðslu, gefa út kvittanir eða prenta ábyrgðarskír- teini og fleira þess háttar. Kudoshugsaður fyrir netkioska „Það má segja að við höfum farið að einbeita okkur að því að þróa hug- búnað fyrir kioska árið 1997,“ segja Halldór og Tómas, „enda þótt fyrir- tækið hafi verið stofnað undir nafn- inu Fjarhönnun árið 1991 og eigi sér því nokkra sögu. Við gerðum okkar grein fyrir að þessi miðill myndi vaxa mjög samfara netvæðingunni. Fram að þessum tíma vom flestir að hugsa hugbúnaðinn út frá einum kiosk en við tókum annan pól í hæðina og ein- beittum okkar að þróun hugbúnaðar sem gæti þjónustað net kioska, hundmði eða jafnvel þúsund í einu. Fyrsta útgáfan af hugbúnaðinum í núverandi mynd kom út árið 1998 og þá strax tók Ford Credit í Banda- ríkjunum hann í notkun og í fram- haldi af því unnum við verkefni fyrir Ford Motor Company vegna bíla- sýningar í Detroit. I upphafi árs 1999 byrjuðum við að þróa snertibanka í samvinnu við Tölvumiðstöð spari- sjóðanna og í framhaldi af því var samið við Búnaðarbanka Islands um þróun tæknilausna með hugbúnaði okkar. Þá má nefna að Hitachi í Jap- an keypti fjölmörg notendaleyfi haustið 1999 og hefur síðan unnið að markaðssetningu hugbúnaðarins í Japan og það er skemmtilegt að geta nefnt að Kudos hefur verið þýddur og aðlagaður að japönsku ritmáli." Markaðsmál tekin föstum tökum Halldór og Tómas segja að ekki hafi verið farið að vinna markvisst að Kiosk Magazine um Kudos KIOSK Magazine hefur þá ánægju að tilkynna að Degasoft hefur hlotið verðlaun tímaritsins fyrir besta hugbúnað fyrir skjástanda (kioska). Hugbúnaður Degasoft, Kudos 5.0, hefur að okkar mati gefið skjástandahugbúnaði al- gerlega nýja og óþekkta vídd. Kudos 5.0 er stjórnunarhugbúnað- ur íyrir skjástanda sem gerir fyr- irtælgum kleift hafa heildarstjórn á skjástöndum sínum. Eftir að hafa prófað Kudos 5.0 frá Dega- soft komumst við að þeirri niður- stöðu að Kudos er langbesti hug- búnaðurinn til þess að hanna, þróa og stjórna netum skjástanda og hugbúnaðurinn fór raunar fram úr væntingum okkar. markaðsmálum fyrr en um mitt árið 1999 með tilkomu nýs forstjóra. Bæði reksturinn og markaðsmálin voni tekin fastari tökum jafnframt því sem ríkari áhersla var lögð á þró- un hugbúnaðarins og dregið úr hug- búnaðargerð fyrir einstök fyrirtæki. Utgangspunkturinn í þeirri vinnu hefði verið að brúa bilið á milli tækn- innar og markaðarins. „Við þurftum í raun að sýna betur fram á hvers virði hugbúnaður okkar væri og í hverju gagnsemi hans væri fólgin. Auðvitað gagnaðist okkur mikið sú vinna sem við höfðum áður lagt í með fyrirtækjum sem við áttum samstarf við, s.s. eins og með Tölvumiðstöð Sparisjóðanna og Ford Motor Company. Þessi vinna hafði gert okkur kleift að sjá hvaða vandamál þurfti að leysa og koma öllu því inn í sjálfa vöruna en það átti eftir að kynna hana mun betur út á við. Við fengum auglýsingastofur og mark- aðsráðgjafa í lið með okkur til þess að vinna markaðsstarfið en auk þess lögðum við í verulega vinnu með starfsfólki Degasoft. Það má eigin- lega segja að í framhaldi af þessu hafí hlutirnir farið að gerast og reyna fór á sjálfa vöruna, þ.e. Kudos- hugbúnaðinn. Samstarfið við Touchpoint Útgáfa 4,5 af Kudos kom út í byrj- un þessa árs og við höfum verið að fara ansi víða með hana og því er ekki að leyna að viðtökurnar hafa verið góðar. í lok maí gerði Degasoft sam- starfssamning við kanadíska fyrir- tækið Touchpoint um sölu og mark- aðssetningu hugbúnaðar í Ameríku og Ástralíu. Að sögn Halldórs og Tómasar er Touchpoint leiðandi markaðsfyrirtæki í sölu á kioskum og hugbúnaði þeim tengdum í Bandaríkjunum og Kanada. Þeir segja að Touchpoint bindi miklar vonir við hugbúnað Degasoft og hafi þeir nú keypt 10% hlut í fyrirtækinu. Hugbúnaðurinn verði markaðssett- ur undir nafninu Kudos og hafa Degasoft og Touchpoint stofnað hugbúnaðarfyrirtæki í Toronto sem mun vinna að lausnum byggðum á Kudos. Fyrirtækin unnu saman á sýningunni í Berlín og Chicago. Halldór og Tómas segja að þeir hafi í fyrsta sinn sýnt opinþerlega 5,0 útgáfuna af Kudos á sýningunni í Berlín. Löng þróunarvinna hafí legið að baki hugbúnaðinum og það hefði skilað sér í því að hann hefði verið mjög heilsteyptur þegar þeir loks hafi sýnt hann. í raun hefði komið á daginn að hugbúnaður Degasoft hafi haft allmikið forskot á keppinautana. Fyrirlesarar hafi verið sammála um að hugbúnaðurinn frá Degasoft hafi ekki aðeins verið bestur heldur í raun langbestur. I framhaldi af sýn- ingunni í Berlín hafi síðan verið farið á aðra sýningu í Chicago og þar hefði i sama verið uppi á teningnum, hug- búnaður Degasoft hafi unnið til fyrstu verðlauna þar líka. Virðist hitta beint í mark „Það virðist sem nýjasta Kudos- útgáfa Degasoft sé aldeilis að hitta í mark og undanfarnir mánuðir hafi eiginlega verið ævintýri líkastir. k Staðreyndin er sú að hjá Degasoft hafa menn haft langan tíma til þess að skilja raunverulega öll vandamál- in sem við var að glíma og leysa þau. Þegar varan var kynnt á sýningunni í Berlín var mikil þróunarvinna að baki auk þess sem við höfðum mikla reynslu af uppsetningu eldri útgáfna af hugbúnaðinum. Nú er verið að vinna að uppsetningum á Kudos í Hollandi, Spáni, Kanada, Japan og Bandaríkjunum. Og í byrjun sept- L ember verður opnað net kioska á Bretlandi þar sem kudosinn verður í aðalhlutverki.“ Halldór og Tómas segjast telja að miðað við fyrstu mót- tökur sé það ljóst að virkileg vöntun hafi verið á hugbúnaði eins og Kud- os. Það megi því með sanni segja að framtíðin sé spennandi hjá Degasoft. Fjöldi viðurkenninga og vaxandi markaðir gefi fyrirtækinu mikla möguleika á að stækka og dafna enn frekar. Samningar sem þegar hafi L verið gerðir og það sem í farvatninu sé lofi góðu fyrir fyrirtækið Degasoft og starfsmenn þess. -
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.