Morgunblaðið - 25.08.2000, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST 2000
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Mikill áhugi fyrir leiðangri bresku b.iörgunarsveitarmannanna
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Mikill áhugi cr íyrir leiðangri björgunarsveitarmanna úr breska flughernum í Skotlandi og íslendinga til að ná líkamsleifum fjögurra flugliða sem fór-
ust með breskri sprengjuflugvél. Um tuttugu breskir blaða- og fréttamenn komu til Akureyrar í gær til að leita upplýsinga um leiðangurinn.
Snortnir þegar persónulegir
munir flugmannanna fundust
MIKILL áhugi er í Bretlandi fyrir
leiðangri björgunarsveitarmanna
úr breska flughernum í Skotlandi
og íslenskra björgunarsveitar-
manna á jökul á hálendinu milli
Öxnadals og Eyjafjarðar sem far-
inn var í vikunni, en tilgangur far-
arinnar var að flytja til byggða
líkamsleifar fjögurra flugliða sem
fórust með breskri sprengjuflugvél
af gerðinni Fairy Battle í maí árið
1941. Vélin fór frá Melgerðismel-
um í Eyjafirði og var ferðinni heit-
ið suður á land þegar hún fórst.
Neil Barr, foringi björgunar-
ALÞJÓÐLEG ráðstefna um viðbún-
að sveitarfélaga gegn náttúruham-
förum verður haldin dagana 27. til
30. ágúst nk. í Háskólabíói. „Viðbún-
aður sveitarfélaga vegna hvers kyns
hamfara er meginþema þessarar
vönduðu faglegu ráðstefnu og er
megináhersla lögð á samstarf sveit-
arfélaga við vísindamenn og yfirvöld.
Aðrir málaflokkar eru hættumat,
áhættustjómun, tryggingarmál og
samstarf við fjölmiðla,“ segir í frétta-
tilkynningu frá aðstandendum ráð-
stefnunnar.
Þar segir jafnframt: „Á dagskrá
sveitarinnar, gerði grein fyrir leið-
angrinum, hvernig hann gekk fyr-
ir sig og árangri hans á
blaðamannafundi í húsakynnum
Björgunarsveitarinnar Súlna á Ak-
ureyri í gær, en tæplega tuttugu
blaðamenn frá Bretlandi sóttu
fundinn.
Erfítt verk
Neil sagði að verkið hefði verið
erfitt en grafa þurfti niður í jökul-
inn til að ná þaðan líkamslcifum
mannanna sem þar hafa legið í
hartnær 60 ár. „Við komumst ekki
ráðstefnunnar eru fyrirlestrar fær-
ustu sérfræðinga heims í þessum
málum, en einnig er góður tími gef-
inn fyrir starf vinnuhópa. Þar gefst
þátttakendum tækifæri til að spyrja
fyrirlesara um þau atriði sem á þeim
brenna, auk þess sem hvatt verður
til skoðanaskipta og að þátttakendur
miðli af reynslu sinni.
Undirbúningur ráðstefnunnar
hefur nú staðið í eitt og hálft ár, en
hún er skipulögð af umhverfisráðu-
neytinu, Sambandi íslenskra sveitar-
félaga og Slysavarnafélaginu Lands-
björg í samvinnu við LACDE, sem
hjá því að verða snortnir þegar við
fundum ýmsa persónulega muni
mannanna, sagði Neil Barr, en
meðal þess sem grafið var úr jökl-
inum var armbandsúr flugstjórans,
Arthurs Round, sem hann senni-
lega hefur fengið í afmælisgjöf frá
fóður sínum á 19 ára afmælisdegi
sínum í febrúar árið 1934. Einnig
fundust m.a. leðurseðlaveski með
íslenskri smámynt, tannburstar,
rakvélar og flugmannajakki.
„Þegar við unnum við þetta verk
höfðum við ávallt í huga að þarna
hefðu farist fjórir ungir menn í
eru alþjóðleg samtök sveitarfélaga
um varnir gegn hamförum Meðal er-
lendra fyrirlesara eru Walter Amm-
ann og Charly Wuilloud, tveir af
þekktustu snjóflóðasérfræðingum í
Sviss; Alcira Kreimer, framkvæmda-
stjóri neyðarsviðs Alþjóðabankans í
Wasington, sem fjallar um trygging-
armál; Maria J. Vorel fulltníi FEMA
- Alríkisneyðarstofnunar Bandaríkj-
anna um þróun og endurmat á al-
mannavarnakerfum; dr. Ernst
Goldschmitt frá Iðnaðar- og um-
hverfisskrifstofu Sameinuðu þjóð-
anna í París, Menno van Duin frá
blóma lífsins og við einbeittum
okkur að því að missa ekki sjónar á
þeirri staðreynd. Við efndum til
stuttrar bænastundar á jöklinum
til að votta þeim virðingu okkar og
í þeirri stund tóku allir þátt,“ sagði
Neil Barr.
Hann sagði að allir sem tekið
hefðu þátt í leiðangrinum hefðu
unnið vel saman og verkið því
gengið vel, þótt veðrið hefði ekki
verið sem skyldi siðari hluta leið-
angursins. Enn geymir jökullinn
parta úr vélinni og eflaust eitthvað
fleira og verður hugað að því síðar.
Rannsóknarstofnun í áfallastjórnun í
Hollandi. Steven Kuhr, sérfræðing-
ur um viðbröð við hryðjuverkum.
Nick Cater, fyrrverandi ritstjóri ár-
srits Alþjóða Rauða krossins, leiðir
vinnuhóp um samstarf við fjölmiðla.“
A sýningu, sem haldin verður sam-
hliða ráðstefnunni gefst takmörkuð-
um fjölda innlendra sem erlendra
fyrirtækja, rannsóknarstofnana og
öðrum kostur á að kynna vörur sínar
og þjónustu fyrir þátttakendum.
Sýningin fer fram í anddyri Háskóla-
bíós og verður opin allan þann tíma
sem ráðstefnan stendur yfir.
Varði dokt-
orsritgerð
í miðaldasögu
• HAKI Þór Antonsson varði 3.
mars sl. doktorsritgerð sína í
miðaldasögu við St. Andrews-
háskóla í Skotlandi. Leiðbeinandi
var Dr. Barbara E. Crawford en
andmælendur voru prófessor
Robert Bartlett frá St. Andrews-
háskóla og prófessor emeritus Peter
G. Foote frá University College
London.
Doktorsritgerðin sem nefnist
„The cult of and
hagiography on
St. Magnus of
Orkney. The
Scandinavian and
European cont-
ext“ fjallar um
dýrkun Magnús-
ar Orkneyjajarls
og helgi-
sagnaritun um
hann. I ritgerðinni er leitast við að
skýra hvers vegna dýrkun á verald-
legum leiðtogum vai- sérstaklega út-
breidd í Orkneyjum, Danmörku,
Noregi og Svíþjóð á elleftu og tólftu
öld. Einnig er fjallað um lífssögur
þær sem ritaðar voru þeim til heið-
urs og þær kannaðar í ljósi helgi-
sagnaritunar í Englandi og Austur-
Evrópu á sama tímabili.
Haki er fæddur 1970. Hann stund-
aði B.A.-nám i sagnfræði við Há-
skóla íslands 1990-1992 og lauk
meistaraprófi frá St. Andrews há-
skóla 1994. Hann stundaði doktors-
nám við sama háskóla frá 1995 og
kenndi meðfram námi við miðalda-
deild skólans. Þann 1. september
tekur hann við tímabundinni lekt-
orsstöðu í miðaldasögu við St. And-
rews-háskóla.
Foreldrar Haka eru eru Þuríður
Björnsdóttir og Anton Erlendsson.
-----------------
Nýjar reglur
settar um
símanúmera-
flutning
FRÁ og með 15. september verður
mögulegt fyrir símnotendur í fasta-
netum að flytja með sér símanúmer
sín þegar þeir færa viðskipti sín frá
einu símafyrirtæki til annars.
Þetta kemur fram í fréttatilkynn-
ingu frá Póst- og fjarskiptastofnun,
en samgöngumálaráðherra fól stofn-
uninni að setja reglur um númera-
flutning í september í fyrra. Einnig
kemur fram að símnotendur eiga
kost á að flytja númer sín á milli
númerasvæða frá og með 15. febrúar
á næsta ári og geta notendur haldið
sama númerinu þegar þeir skipta um
þjónustu hjá símafyrirtæki. Frá 1.
júní 2001 geta farsímanotendur svo
flutt með sér númer sín þegar þeir
skipta um símaþjónustufyrirtæki.
I tilkynningunni segir að númera-
flutningi fylgi ákveðinn kostnaður
vegna umskráningar og er notend-
um bent á að kynna sér hvort þeir
séu ábyrgir fyrir þeim kostnaði eða
nýja þjónustufyrirtækið, vilji þeir
skipta um símafyrirtæki. Ekki er
leyfilegt að innheimta kostnað sem
hvort sem er hefði hlotist við það að
áskrifandinnn segir upp þjónustu
hjá gamla fyrirtækinu.
-----------------
Samúðarskeyti
til Murmansk
BÆJARRÁÐ Akureyrar samþykkti
á fundi sínum í gær að fela forseta
bæjarstjórar að senda bæjaryfir-
völdum í Murmansk, vinabæ Akur-
eyrar, samúðarskeyti vegna kafbáta-
slyssins í Barentshafi á dögunum
þar sem 118 manns fórust.
Vinabæjarsamband hefur verið á
milli Akureyrar og Murmansk í
nokkur ár.
Stúdentaráð setur einkunnaskil 1 Háskdlanum aftur á Netið
Stúdentar krefjast úrbóta
í VORPRÓFUNUM greip Stúd-
entaráð til þess ráðs að setja ein-
kunnaskil kennara við Háskóla Is-
lands á Netið. Ástæðan var sú að
mjög mikið er um að kennarar skili
einkunnum eftir þann þriggja vikna
frest sem mælt er fyrir um í reglu-
gerð fyrir HI, að því er fram kemur
í fréttatilkynningu frá Stúdenta-
ráði.
í vorprófunum var einkunnum
skilað of seint í 32% tilfella og í
sumum deildum fór hlutfallið yfir
50%, samkvæmt upplýsingum
Stúdentaráðs.
„Nú hefur heimasíðan verið upp-
færð og endurbætt í samræmi við
próftöflu ágústprófanna. Verður
hún uppfærð reglulega eftir því
sem einkunnir berast og þar verður
topp 10 listi yfir þá kennara sem
komnir eru í mest vanskil.
Stúdentaráð hefur skorað form-
lega á rektor að grípa til aðgerða
sem stuðla að því að kennarar skili
á réttum tíma og átt fundi með há-
skólayfirvöldum vegna þessa. Stúd-
entaráð mun ganga hart fram í að
kennarar virði hinn lögmælta frest,
enda eiga nemendur mjög mikið
undir því að einkunnum sé skilað á
réttum tíma. Sem dæmi má nefna
að engin námslán eru greidd fyrr
en námsárangur hefur borist.
Það er með öllu óviðunandi að
einkunnum sé skilað of seint í 32%
tilfella og fulltrúar Stúdentaráðs
bíða spenntir eftir því að sjá hvort
aðgerðirnar beri árangur,“ segir í
fréttatilkynningu.
Alþjóðleg ráðstefna um við-
búnað gegn náttúruhamförum