Morgunblaðið - 25.08.2000, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 25.08.2000, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Sprungur eru í berggrunninum í Grafarholti og Vatnsenda Hafa þarf aðgát þegar er nærri sprungum byggt Höfuðborgarsvæðið HELGI Torfason, jarðfræð- ingur hjá Orkustofnun, segir nokkuð vera um sprungur í berggrunninum í landi Grafar- holts en hann segir stærstu sprunguna vera sýnilega á um tveggja kílómetra svæði. Að sögn Helga er sprungan nokkrir tugir sentímetra á breidd á yfirborðinu en þreng- ist fljótlega eftir því sem neðar dregur. „Þetta er stór sprunga sem liggur þvert yfir holtið norðan við vatnsgeymana,“ segir Helgi. Uppbygging íbúðahverfis er þegar hafin í Grafarholti en þar er gert ráð fyrir 4.500 íbúa byggð sem mun rísa á næstu 3 til 4 árum. Áætlað er að byggja um 1.500 íbúðir á svæðinu ásamt þjónustukjömum og tveimur heildstæðum grunn- skólum. Aðspurður segir Helgi ekki hægt að fullyrða um meiri jarðskjálftahættu þai' sem land er sprungið. Hann segir hins vegar að meiri líkur séu á hreyfingum á sprungusvæðum en annars staðar ef jarðhrær- ingar verða á annað borð. „Þar sem sprungur eru hafa orðið jarðskjálftar. Þar gætu því orðið meiri hræringar en á svæðum sem ekki eru sprung- in. Byggingar á sprungusvæð- um þurfa því að vera vel gerð- ar,“ segir Helgi. Hann segir að íyrir allmörg- um árum hafi verið uppi hug- myndir um að reisa íbúða- byggð við Rauðavatn en hætt við það vegna þess hversu sprungið landið er. Sprungurnar tengjast virku gosbelti Að sögn Helga tengjast sprungumar í Grafarholti gos- belti sem liggur suður eftir Reykjanesskaga en Búrfell við Hafnarfjörð er nyrsta eldvarp gosbeltisins. „Síðan liggja brotin áfram upp í gegnum Elliðavatn, Hreðavatn og Heiðmörkina, yfir Grafai-holtið og upp í Mos- fellssveit," segir Helgi. Hann segir gosbeltið teljast virkt þótt þar hafi ekki orðið hræringar í seinni tíð. „Gos- belti sem hafa verið að hreyf- ast eftir að ísöld lauk íyrir um 10 þúsund árum kallast virk og þetta belti flokkast undir það. Á jarðfræðilegu tungumáli er það ekki hár aldur,“ segir Helgi. Reynt að forðast að byggja yfir sprungumar Helgi segir að oft geti verið erfitt að komast hjá því að skipuleggja byggð á sprangu- svæðum og nefnir sem dæmi að víða á Suðurlandi sé byggð þar sem jarðskjálftar era tíðir. „Eftir því sem ég best veit verður byggð í Grafarholti skipulögð eftir sprangunum en þegar byggt er á svona svæðum er reynt að byggja sæmilega traust og forðast að byggja yfir sprangumar," seg- ir Helgi. Aðspurður segir hann betra að skipuleggja íbúða- byggð á sprangulausum svæð- um sé sá möguleiki fyrir hendi. Sprungnr í Vatnsendalandi Ragnar Stefánsson, jarð- skjálftafræðingur hjá Veður- stofunni, segir að landsvæði í Vatnsenda við Elliðavatn sé talsvert sprangið og rétt að hafa það í huga þegar byggt sé á svæðinu. Gert er ráð fyrir því að um 5.000 manna byggð rísi í Vatnsendalandi á næstu árum samkvæmt núgildandi aðal- skipulagi Kópavogsbæjar en margir íbúar í Vatnsenda era mótfallnir þeim áformum. Sprangumar í Vatnsenda tengjast sama gosbelti og sprangumar í Grafarholtinu en aðspurður segir Ragnar hreyfingu geta orðið við sprangumar ef jarðhræringar verða. „Sá endi sprungu- kerfisins sem næstur er Reykjavík er tiltölulega óvirk- ur. Hins vegar er sjálfsagt að hafa sérstaka aðgát þegar byggt er nálægt þessum sprangum þar sem þær tengj- ast sprangukerfi sem getur verið virkt,“ segir Ragnar. Kannað verður hvort þjónustubrautin við Klukkuberg sé of þröng Leiðin um brautina er ógreið stærri bflum ÞJÓNUSTUBRAUT við fjöl- býlishús í Klukkubergi í Hafnarfirði, sem meðal ann- ars er ætluð slökkviliðsbílum og sjúkraflutningabílum, virðist vera heldur þröng á kafla en það gæti orsakað að stærri björgunarbílar ættu erfitt með að komast úr göt- unni nema með því að bakka út úr henni. Brautin liggur í skeifu frá götunni og upp að fjölbýlishúsinu en við neðri enda hennar er talsvert kröpp beygja. Jóhann Reynir Bjömsson, stöðvarstjóri hjá slökkviliðinu, ók slökkviliðsbíl upp brautina síðastliðinn sunnudag þegar eldsvoði varð í íbúð í Klukkubergi. „Það var vel hægt að komast þarna að en þetta er þröngt. Það er sérstaklega þröngt fýrir bfla að komast niður brautina að neðanverðu," segir Jóhann. Brautin verður athuguð Hrólfur Jónsson slökkvi- liðsstjóri segir að verði skoð- að með tilliti til þess hvort stærri bílar geti keyrt eftir henni. „Okkar sviðsstjóri fer Morgunblaðið/Golli Kröpp beygja er við enda þjónustubrautarinnar. á staðinn og kannar aðstæð- ur. Við vitum um dæmi þess að íbúar eða eigendur húsa átti sig ekki á tilætluðum björgunarsvæðum og breyti þeim jafnvel en það þarf alls ekki að eiga við þarna,“ segir Hrólfur. Hann segir fulltrúa slökkviliðsstjóranna sitja í byggingarnefndum þegar hús séu byggð og aðkoma slökkviliðs sé alltaf yfirfarin. Hann segir mögulegt að eitt- hvað hafi breyst við Klukku- bergið og sé því ekki sam- kvæmt samþykktum byggingamefndarteikning- um. Rekstur nýs leikskóla boðinn út? Svigrúm einka- aðila talið meira Garðabær BÆJARYFIRVÖLD í Garða- bæ hafa ákveðið að láta kanna möguleikana á því að bjóða út rekstur nýs fjögurra deilda leikskóla sem verið er að byggja í Ásahverfi. Ingimundi Sigurpálssyni bæjarstjóra hefur verið falið að vinna drög að útboðsskilmálum en gert er ráð fyrir að bjóða út alla þætti í rekstri skólans, þ.e. launa- kostnað, rekstur húsnæðis og annan rekstrarkostnað. „Málið er náttúralega að sveitarfélögum hefur gengið mjög erfiðlega að manna og reka leikskóla," sagði Ingi- mundur. „Menn verða nátt- úralega að reyna að finna ein- hveijar nýjar lausnir og þetta er einn kosturinn. Hvers vegna ætti ekki að vera hægt að bjóða út rekstur á leikskóla eins og hveiju öðra.“ Mun færast í vöxt að einkaaðilar reki leikskóla Ingimundur sagðist vel geta ímyndað sér að það myndi færast í vöxt að einkaaðilar rækju leikskóla. Hann tók það hins vegar fram að það væri skylda bæjarfélaga að hafa eftirlit með slíkum rekstri. „Verktakinn sem sér um rekstur leikskóla hefur meira svigrúm til að taka ákvarðanir um ýmsa rekstrarþætti eins og t.d. í sambandi við kjara- mál. Við eram náttúrlega bundnir af þeim samningum sem bæjarfélagið er að gera.“ Ingimundur sagði að í Garðabæ væra starfandi sex leikskólar og að einn af þeim, leikskólinn Kjarrið, væri einkarekinn. Leikskólinn í Ásahverfi yrði því sjöundi leik- skólinn í bæjarfélaginu. Hann sagðist ekki vita annað en að rekstur Kjarrsins hefði gengið vel og að foreldrar væra án- ægðir með þjónustuna. Leikskólinn hefur starfsemi næsta vor Að sögn Ingimundar hefur fræðslu- og menningarsviði bæjarins verið fólgið það starf að afla gagna og kanna mögu- leikana á því að bjóða út rekst- ur leikskólans í Ásahverfi og eftir það mun málið verða tek- ið fyrir í bæjarráði. Hann sagðist vonast til þess að ákvörðun myndi liggja íyrir í lok september. Framkvæmdir við nýja leik- skólann hófust snemma á þessu ári en búist er við því að hann hefji starfsemi næsta vor. Skólinn mun standa við Bergás 1 og rúma 80 til 84 börn samtímis. Hafnarfjörður í Til stendur að fjölga um tvær bekkjardeildir í Þinghólsskóla og hefjast framkvæmdir í vetur Skólinn stækkaður um 1.300 fm Kópavogur VONAST er til að fram- kvæmdir við nýja rúmlega 1.300 fm viðbyggingu við Þinghólsskóla í vesturbæ Kópavogs hefjist í vetur og ljúki fyrir skólaárið 2001 til 2002. Þetta kom fram í samtali Morgunblaðsins við Steing- rím Hauksson, deildarstjóra hönnunardeildar bæjarins, en hann sagði að áætlaður heild- arkostnaður vegna viðbygg- ingarinnar, sem teiknuð er af Benjamín Magnússyni arki- tekt, væri um 180 m.kr. Steingrímur sagði að við- byggingin yrði á tveimur hæð- um og að kjallari yrði undir húsinu. Auk viðbyggingarinn- ar er fyrirhugað að gera breytingar á skólalóðinni, sem er um 9.800 fm. M.a. er ráð- gert að breyta leikvöllum og fjölga bílastæðum við skólann. Breytingarnar krefjast breyt- inga á deiliskipulagi lóðarinn- ar og er nýtt deiliskipulag nú til auglýsingar hjá bæjar- skipulagiog verða athuga- semdir íbúa að berast fyrir 1. september. Steingrímur sagði að eftir 1. september myndi skipulag- snefnd taka málið iyrir að nýju og ef það yrði samþykkt þar myndi það verða lagt fyrir bæjarráð. Hann sagðist von- ast til þess að hægt yrði að bjóða verkið út í lok septem- ber eða byrjun október. Að sögn Steingríms ættu framkvæmdir því að geta haf- ist í október ef allt gengur að óskum. Hann sagði að ef það gengi eftir ætti þeim að vera lokið fyrir næsta skólaár. Hingað til hefur 7. til 10. bekkur verið í Þinghólsskóla en samkvæmt tillögum starfs- hóps um skólamál í vesturbæ Kópavogs er ráðgert að 5. til 10. bekkur verði í skólanum eftir breytingarnar, en 1. til 4. bekkur í Kársnesskóla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.