Morgunblaðið - 25.08.2000, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST 2000 41.
baráttuaðferðir eða hvar ætti að
bera niður að afla upplýsinga eða að
fá aðstoð við framkvæmd aðgerða.
Einstakt var þegar maður fékk hon-
um í hendur uppkast að blaðagrein
eða ræðum hvemig hann gat meitlað
þá hugsun í kjarnyrt og skýrt mál
þannig að þeir sem á hlýddu eða lásu
komust ekki hjá að taka eftir. Ólafur
var maður sem kunni skil á og þekkti
íslenskt mál til grunna og gat slegið
á strengi þess betur en flestir aðrir.
Þó var eitt orð sem ekki var til í orða-
bók hans. Hann þekkti ekki orðið nei
ef leitað var til hans um aðstoð eða
fyrirgreiðslu. Ólafur var fjölhæfur
og margbrotinn presónuleiki en
lífsviðhorf hans má segja að hafi
verið einfalt, það er að segja að allir
ættu rétt á að lifa eðlilega og besta
lífi hver og einn miðað við aðstæður
og ef hallaði á vegna veikinda eða
fötlunar væri það skylda þjóðfélags-
ins að styðja og rétta hlut þess sem
halloka fór. Ólafur átti við erfið veik-
indiað stríða um árabil en aldrei
hlífði hann sér eða skoraðist undan
að taka að sér verkefni eða leggja
baráttumálum fatlaðra lið.
Þegar hann vildi hvfla sig og
slappa af frá amstri dagsin var leitað
til óðalsins í Borgarfirðinum, þar
naut hann lífsins og hlóð upp anda og
þrek. Þangað var gaman að heim-
sækja hann og fá fróðleik um sögu
Borgarfjarðar um leið og málefni
dagsins voru rædd.
Nú er hann horfinn af vettvangien
við erum þess vissir að hann er kom-
inn á nýtt óðal þar sem hann nýtur
friðar og ávaxta verka sinna. Engin
orð geta tjáð þakklæti okkar fyrir
samstarfið og vináttuna.
Eiginkonu, börnum og öðrum ætt-
ingjum og vinum vottum við okkar
dýpstu samúð.
Hvfl þú í friði kæri vinur.
Amór Pétursson, formaður
Sjálfsbjargar - landssam-
bands fatlaðra,
Jóhannes Guðbjartsson,
framkvæmdastjóri
Sjálfsbjargar - félags
fatlaðra á höfuðborgar-
svæðinu.
Ólafur Jón Ólafsson var mjög hár,
en ekki grannur, með liðað og afar
ljóst hár og hlýleg augu. Það sem
fyrst vakti athygli mína á honum var,
hversu glæsilegur hann var á velli.
Hann var beinn í baki, virðulegur í
fasi og bauð af sér góðan þokka í hví-
vetna. Þá var hann alltaf mikið
snyrtimenni og vel klæddur og ætíð
eftir aðstæðum.
Hann vai- einn besti vinur minn á
lífsleiðinni og bar þar aldrei skugga
á. Við kynntumst fyrst á Keflavíkur-
flugvelli og áttum fljótt sameiginlegt
hugðarefni, sem entist okkur alla
ævi að hugleiða, ræða um og reyna af
fremsta megni að brjóta til mergjar
og síðan nota hina göfugu hugsjón til
að bæta okkar innri mann, eftir því
sem okkur var frekast unnt, enda
þótt sú barátta verði öllum mönnum
miklu meira en að segja það. Við
vonuðum þó, að dropinn holaði stein-
inn svona mátt og smátt. Við vorum
svo sem hvorki betri né verri en
gengur og gerist, en lengi má mann-
inn reyna og þá um leið bæta, þótt
seint gangi.
Ólafur var alinn upp á mjög fögru
og glæsilegu heimili, þar sem jafn-
vægi og friður ríkti. Húsbúnaður all-
ur var ákaflega vandaður og bar vott
um mikla menningu, glæsileg hús-
gögn og listaverk, smekklega fyrir
komið, en sérstaka athygli mína
vakti hið afburða fagra og glæsta
bókasafn á heimilinu. Þar var hver
bókin annarri merkari, bundin í
vandað og forkunnar fagurt band.
Mér var unun að fletta þar bók og
bók, sem allar höfðu uppbyggjandi
fróðleik að geyma.
Það var því mikið vandaverk fyrir
Stefönu, konu Ólafs, að taka við hús-
stjórn á þessu glæsilega heimili og
halda þar þeim glæsibrag og reisn,
sem þar ríkti, en það tókst henni með
afbrigðum vel, og ekki síður þótt nú
fengi heimilið að sjálfsögðu hennar
svipmót.
ðlafur átti mikinn hluta ævinnar
við margskonar líkamlega erfiðleika
að stríða, bæði af völdum sjúkdóma
og slysa og gerði hann varla rólfær-
an undir það síðasta, en andinn var
alltaf lifandi og ferskur. Hann var af-
ar mikill lestrarhestur og fróður með
afbrigðum. Ég held að hann hafi les-
ið hverja bók í safni foreldra sinna og
viðað að sér öðru eins af bókum, sem
hann að sjálfsögðu las allar. Fáa
menn man ég fróðari um ólfldegustu
efni, enda minnið óbrigðult. Það var
því ekki að undra, að honum var falið
að þýða fleiri en eina bók, sem gefn-
ar hafa verið út þeim til andlegrar
uppbyggingar, sem á því þurftu helst
að halda, enda ágætur málamaður.
Enn eru listamannshæfileikar Ól-
afs ótaldir. Hann fór til Skotlands
um eins árs skeið til þess að þroska
þar hæfileika sína sem listmálari og
málaði allmörgmálverk eftir að heim
kom, en líkamsþol hans kom smátt
og smátt í veg fyrir, að hann gæti
ástundað list sína eins og hann hefði
viljað. Við hjónin eigum mynd eftir
Ólaf, sem hann sagði hálfunna, þótt
þess verði trauðla vart.
Ólafur náði sjötugsaldri, þrátt fyr-
ir langvarandi sjúkdóma, og fyrir
það ber að þakka, en tómleikinn
kemur óumflýjanlega eftir hvarf svo
góðs drengs úr þessum heimi. Guð
leiði hann á þeim vegum, sem hann
leggur nú út á.
Við hjónin vottum þér, Stefana,
börnum ykkar og fjölskyldum, inni-
lega samúð okkar. Guð veri með ykk-
ur öllum.
Karl Guðmundsson.
Ólafi Jóni Ólafssyni kynntist ég
þegar ég vann að gagnasöfnun vegna
rannsókna minna á AA-samtökun-
um. í janúar 1989 heimsótti ég hann í
fyrsta sinn og vissi þá lítið hvað
kynni okkar áttu eftir að verða mér
mikilvæg.
Þegar við tókum tal saman varð
mér fljótlega ljóst að hann kunni
svör við mörgum af mínum spum-
ingum. Mestu máli skipti þá hversu
gott innsæi hann hafði í mannleg
samskipti og mikinn skilning á fé-
lagslegum fyrirbærum. Hann skildi
viðfangsefni mitt betur en aðrir og
féllst á að miðla mér af þekkingu
sinni og skilningi. í fyrstu hélt hann
að ég væri að leita upplýsinga sem
svarað yrði í einu samtali en brátt
var áhugi hans líka vakinn. Næstu
mánuði tók ég viðtöl við Ólaf, ræddi
við hann og kynnti honum hugmynd-
ir mínar. Seinna varð síminn okkar
helst samskiptatæki. Stundum gat
ég frætt hann og opnað honum nýja
sýn. Ólafur þýddi fyrir mig spurn-
ingalista og í þeirri vinnu kom fram
hversu gott vald hann hafði á ís-
lensku máli. Þar mátti greina list-
ræna hæfileika hans. Viðtöl mín við
Ólaf voru meðal mikilvægustu gagna
í doktorsritgerð minni um AA-sam-
tökin á íslandi og ekki aðeins ég
heldur erlent samverkafólk mitt í
fjölþjóðarannsókn á AA-samtökun-
um kunnu að meta framlag hans.
Hann hefur því lagt fram stóran
skerf til minna fræðistarfa og fyrir
slíkt verður ekki fullþakkað. I anda
Ólafs hef ég reynt að miðla mínum
skilningi og rannsóknareynslu til
annarra.
Við Ólafur hittumst alltaf á fallegu
heimili hans og eiginkonu hans á Há-
vallagötunni. Þetta voru ánægjuleg-
ar stundir og ég mun ávallt minnast
Ólafs með þakklæti og virðingu. Ég
sendi Stefönu og fjölskyldu innilegar
samúðarkveðjur.
Hildigunnur Ólafsdóttir.
Fyrir um tuttugu árum kynntist
ég Olafi á fundi hjá AA-samtökun-
um. Hann var að stofna AA-deild í
Græna húsinu. Stóri ameríski bfllinn
hans var orðinn of lítill svo meðferð-
arfélagarnir sem komu af Sogni einn
af öðrum komust ekki allir fyrir í
bflnum lengur en hættan hjá þeim
sem komu úr meðferð var mest
fyrstu vikumar eða mánuðina, sumir
voru atvinnulausir og sátu þá gjam-
an á kaffihúsum. Þeir vom spurðir
að því hvort þeir væm frelsaðir.
Enginn vildi viðurkenna að vera
frelsaður og menn duttu í það.
Það fékkst leyfi og það var stofnuð
deild, vonardeildin, fundartími kl. 14
til 15 á daginn alla virka daga.
Eitt er að stofna AA-deild, annað
að sjá um að hún lifi og dafni og þar
var Landi á réttum stað. Deildin
starfar enn og hafa ótrúlega margir
sagt að hún hafi bjargað lífi sínu.
Eftir að Óli hafði verið áskrifandi að
„Grapevine" tímariti bandarísku
AA-samtakanna sá hann nauðsyn
þess að íslensku AA-samtökin hefðu
sitt eigið tímarit. Eftir að hafa ráð-
fært sig við AA-félaga sína í vonar-
deildinni lagði hann fram gögn fyrir
landsþjónustunefnd AA um að mega
gera tflraun til útgáfú tímarits - sem
fékk nafnið Hálmstráið - og án þess
að LÞN þyrfti að hafa fjárhags-
ábyrgð.
Hann átti stærstan hlut í að þýða
og búa til prentunar 24 stunda bók-
ina sem gefin var út af styrktarfélagi
Sogns-SAÁ en hagnaður af henni er
skflyrtur til að renna til áfengis-
vama. Óli var í LÞN AA-samtak-
anna á tímabili og þá sá hann nauð-
syn þess að félagamir og deildirnar
störfuðu betur eftir erfðavenjum
samtakanna. Á landsþjónusturáð-
stefnu var síðan samþykkt að
nóvembermánuður yrði erfðavenju-
mánuður og í þeim mánuði nota
deildirnar hluta af fundartíma sínum
í erfðavenjurnar. Margir félagar
hafahaft á orði að þessir fundir lyftu
vitund sinni á æðra svið.
AA-samtökin nota þrjú megin-
atriði til að ná árangri. Tólf reynslu-
spor em fyrir AA-félaga. Tólf erfða-
venjur em íyrir deildir og tólf
markmið em fyrir samstarfsnefndir
og lönd. Óli átti stóran hlut í að
markmiðin voru þýdd yfir á íslensku.
Eitt sinn er við Óli vorum að ræða
um að sala á AA-bókmenntum væri
að dragast saman kom hann með
hugmynd um að þýða bókina Hug-
leiðing dagsins, þar væri fyrir hvern
dag tilvísun í ÁÁ-bókina eða Spora-
bókina.
Hann þýddi síðan bókina og salan
jókst á þessum gmnnbókmenntum
okkar.
Lengi mætti telja það sem Óli
gerði fyrir AA-samtökin, „borga til
baka“ eins og hann sjálfur sagði því
aldrei kom til greina að hann vildi fá
greiðslu í öðm formi en að fá að vera
með, taka þátt í AA-starfinu. Þótt Óli
væri trúnaðarmaður fjölda AA-fé-
laga var þó einn félaginn honum
einkar hugleikinn - fötluð stúlka.
Það verður mér alltaf einkar kær
minning þegar Óli, þessi stórvaxni
maður, laut niður að henni með tárin
í augunum þar sem hún líka með tár-
in í augunum sat í hjólastólnum sín-
um og afhenti henni áfangapening
um að hún hefði verið án áfengis í
eitt ár.
Kæri vinur, ég veit að þegar ég
kem hinum megin þá verður þú þar
og tekur mig með á AA-fund. Þangað
til bið ég guð að geyma þig.
Ég votta aðstandendum Ólafs
samúð mína.
AA-félagi úr vonardeild.
Þráinn Löve,
Arthur Löve, Lovísa H. Löve,
Elizabeth Ósk An Jie Löve,
Kolbrún Þóra Löve,
Arndís Sue-Ching Löve.
GYÐA
ÞORS TEINSDÓTTIR
+ Gyða Þorsteins-
ddttir fæddist í
Sælingsdal í Dölum
2. apríl 1942. Hún
lést í Landspítalan-
um við Hringbraut
28. júlí siðastliðinn
og fór útför hennar
fram frá Fossvogs-
kirkju 11. ágúst.
Ástkær vinnufélagi
okkar til fjölda ára er
nú fallinn frá eftir
stutta en harða baráttu
við ólæknandi sjúk-
dóm. Það var í janúar
sl. sem Gyða fór í veikindaleyfi
vegna eymsla í hálsi. Ekki grunaði
okkur vinnufélaga hennar annað en
að hún þessi hrausta og duglega
kona sem aldrei hafði orðið misdæg-
urt áður kæmi til baka um leið og
raddböndin tækju við sér að nýju.
En raunin varð sú að um taugalömun
var að ræða og Gyða átti ekki aftur-
kvæmt.
í leikskólanum Furugrund var
starfsvettvangur Gyðu í hartnær
sautján ár. Allan þann tíma var hún
vakin og sofin yfir velferð leikskól-
ans. Hún gekk ótrauð til allra verka,
var samviskusöm, heiðarleg, dugleg
og ósérhlífin. Alltaf tilbúin að bjarga
málum, vinna lengur, hlaupa í eld-
húsið, þvo þvotta og gera hvað það
sem þurfti til að bömum og vinnu-
félögum gæti liðið vel.
Vinnufélagar bindast gjarnan
sterkum böndum, læra að þekkja
hver annan.
Við minnumst Gyðu fyrir rögg-
semi, íyrir það að hún var alltaf til
staðar. Við munum fótatakið hennar,
hláturinn, kraftinn og dugnaðinn.
Börnin muna hlýjuna og umhyggj-
una og það hvað hún var traust og
örugg. Hún var eins og klettur og
skarð hennar í starfs-
mannahópnum verður
vandfyllt.
Fjölskyldan var allt-
af efst í huga Gyðu.
Móðir, börn, barna-
böm, frændur og
frænkur. Hún virtist
hafa óþrjótandi orku og
tíma til að sinna þeim
öllum. Alltaf tilbúin til
að rétta fram hönd tfl
allra verka og var fljót -
að því. Og svo var það
sumarbústaðurinn en
þangað sótti hún eins
mikið og hún mögulega
gat.
Það hefur verið lærdómsríkt og
aðdáunarvert að fylgjast með hversu
samtaka fjölskylda Gyðu hefur verið
í því að gera henni síðustu ævimán-
uðina sem bærilegasta.
Elsku Guðríður, Guðmundur, Júl-
íana, Guðmunda og Þorsteinn,
tengdaböm og ömmubörnin Sindri,
Atli og Dóróthea. Megi minningin
um yndislega eiginkonu, móður,
tengdamóður og ömmu ylja ykkur
um ókomin ár. Við sendum ykkur
okkar innilegustu samúðarkveðjur.
Hjá okkur ríkir sorg og söknuður
en jafnframt þakklæti fyrir að hafa
fengið að kynnast og vinna með
Gyðu.
Núersálþínrós
írósagarðiGuðs
kysstafenglum
döggvuð af bænum
þeirra sem þú elskaðir
aldrei framar mun þessi rós
blikna að hausti
(Ragnhildur Pála Ófeigsdóttir.)
Vinnufélagar í leik-
skólanum Furugrund.
+
Bróðir minn og frændi okkar,
BJÖRN GUÐMUNDSSON,
Dvalarheimilinu Höfða,
Akranesi,
lést á sjúkrahúsi Akraness miðvikudaginn 23. ágúst sl.
Sigurdis Guðmundsdóttir,
Kristjana Ragnarsdóttir,
Guðmundur Ágúst Sveinsson.
+
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir og afi,
VILHJÁLMUR JÓN SVEINSSON,
frá Góustöðum,
síðast til heimilis á
Hrafnistu Hafnarfirði,
andaðist miðvikudaginn 23. ágúst.
Ásdís Pétursdóttir,
Oddur Vilhjálmsson, Þórdís Ólafsdóttir,
Elínborg Vilhjálmsdóttir, Eiríkur St. Eiríksson,
Trausti Vilhjálmsson, Jóhanna Cardenas
og barnabörn.
+
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
HALLA AÐALSTEINSDÓTTIR,
Brekkugerði 34,
Reykjavík,
andaðist á heimili sínu miðvikudaginn
23. ágúst.
Guðmundur Árnason,
Árni Árnason, Jóhanna Gunnlaugsdóttir,
Aðalsteinn Árnason, Þórný Eiríksdóttir,
Helga Lára Guðmundsdóttir, Björn Guðmundsson,
Margrét Guðmundsdóttir, Lúðvík Lárusson,
barnabörn og barnabarnabarn.
*