Morgunblaðið - 25.08.2000, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 25.08.2000, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST 2000 31 Áfram veginn NÝLEGA var greinarhöfundur að aka um Hvalfjarðargöngin. í gangamunnanum að norðan hófst ökuferðin niður brekkuna á sextíu kílómetra hraða. Allir sem hafa ek- ið um göngin vita það að augað þarf að venjast birtunni í þeim á fyrstu metrunum þegar ekið er inn í þau úr sólskini og birtu. Á eftir mér var einn af hinum stóru og myndarlegu jeppum sem fylla nú vegina og hann gaf mér myndarlegt flaut og líkaði greini- lega ekki þessi hægagangur. Ekki tjáði þótt að ég færi upp í hámarks- hraðann. Jeppinn skaust fram úr mér í göngunum að næsta bíl og fór svo fram úr honum þegar tækifæri gafst. Vonandi hefur maðurinn komist á réttum tíma á leiðarenda, en ljóst var að hraðinn á honum gegnum göngin var að minnsta kosti níutíu eða meira ef möguleik- ar voru að koma því við. Þetta litla atvik er minnisstætt vegna þess að þetta var einmitt þá sorglegu daga í umferðinni þegar hún hafði tekið sem mestan toll af fólki í blóma lífsins. Umræðan í fjölmiðlum var mjög mikil um hrað- akstur og afleiðingar hans. Versl- unarmannahelgin og vikan á eftir var að baki með sínum hörmulegu atburðum. Vegakerfið og hraðaksturinn Það er alveg ljóst að síðan stór hluti af þjóðvegum landsins var lagður með bundnu slitlagi hefur umferðarhraði aukist. Bílakostur- inn býður upp á hraðakstur, bílar eru vandaðri, liggja betur á vegi og eru kraftmeiri en áður. Þetta veld- ur þeirri blekkingu að það sé í lagi að liggja vel á öðru hundraðinu og keyra fram úr þeim í sífellu sem halda sig við hámarkshraðann, níu- tíu kílómetra. Aðalatriðið í akstri er að geta brugðist við óvæntum aðstæðum. Hámarkshraði er miðaður við bestu aðstæður. Ýmislegt getur borið út af. Óvæntar hindranir geta orðið á veginum og það sem er nauðsynlegt að festa sér í minni er að vegakerfið er ekki fullkomið. Bundið slitlag Umferðarmál Þrátt fyrir þessa hörmulegu atburði, segir Jón Kristjánsson, má ekki leggja árar í bát, en tala hvar sem því verður við komið ______fyrir bættri___ umferðarmenningu. breytir þar ekki neinu um. Vega- kerfið er þar sem best lætur ein ak- rein í hvora átt með bundnu slitlagi og er skilið á milli með málaðri línu, slitinni eða heilli eftir því hvort framúrakstur er leyfður eða hindr- anir eru á útsýni framundan. Is- lensk veðrátta, stormur, regn,- frost og þýða í öllum sínum myndum hefur áhrif á færðina og krefst varkárni. Vandinn er að meta þessar að- stæður rétt og halda sig við há- markshraðann sem er miðaður við bestu aðstæður. Ef allir gerðu það gengi umferðin greiðlega fyrir sig. Vandinn er að allir haldi sem jöfn- ustum hraða. Greinarhöfundur hefur keyrt það mikið á vegum landsins að hann tel- ur sig geta fullyrt að hraðakstur er afar útbreiddur á íslenska vega- kerfinu. Það er allt of algengt að bílar skjótist fram úr öðrum sem eru á hámarkshraða og hverfl á skömmum tíma. Þetta þýðir ofsa- akstur allt að 150 kílómetrar á klukkustund. Þá er komið langt út fyrir þau mörk sem vegakerfið býð- ur upp á, jafnvel við fullkomnustu aðstæður, og lítið hægt að gera ef eitthvað ber út af. Forgangsmálin í vegagerð Varðandi forgangsmál í vega- framkvæmdum hefur tvöföldun brúa verið ofarlega í umræðunni í kjölfar rútuslyssins fyrir norðan Grímsstaði. Það verkefni er nauð- synlegt, en það er langt í land að því ljúki. Annað nauðsynjamál er að fækka malarvegum sem bera mikla umferð. Slysin á þeim eru allt of mörg þar sem erlendir ferðamenn eiga í hlut og það fjölgar mjög þeim íslendingum sem enga þjálfun fá í að aka á þessum vegum. Malarkafl- ar sem slíta sundur kafla með bundnu slitlagi eru stórhættulegir og því hættulegri eftir því sem slit- lagið verður stærri hluti af vega- kerfinu. Hvað er til ráða? Sú slysaalda sem verið hefur í sumar veldur öllum sem um hana hugsa miklum áhyggjum. Það er farið af stað með umferðarátök og Umferðarráð reyn- ir að halda uppi áróðri í fjölmiðlum fyrir bættri um- ferðarmenningu. Minnt er á þau hörmulegu slys sem verða í umferðinni með bílflökum við fjölfarnar umferð- aræðar, en allt kemur fyrir ekki. I önnum hversdags- ins og hringiðu lífs- ins vilja allar þessar aðvaranir gleymast og menn aka áfram í þeirri trú að ekkert komi fyrir þá, bara hina. Þrátt fyrir þessa hörmulegu at- burði má ekki leggja árar í bát, en tala hvar sem því verður við komið fyrir bættri umferðarmenningu. Úmferðarmannvirkin eru einn þáttur málsins, ökukennslan annar, löggæslan sá þriðji, áróðurinn sá fjórði, fræðsla til útlendinga um akstur á íslandi sá fimmti. Alla þessa þætti þarf að skoða. Ég er þeirrar skoðunar að aukin löggæsla og sýnilegri hafí gífurlega mikil áhrif í umferðinni. Nærvera lög- reglu hefur mikil áhrif á hrað- aksturinn sem er stórt vandamál. Það þarf að leita leiða til þess að efla þennan þátt. Mér er alveg ljóst að þarna getur verið spurning um fjármagn og aukinn mannafla. Ég hygg einnig að nauðsyn beri til þess að koma upp æfingasvæði fyrir ökumenn, þar sem þjálfað er í akstri við mis- jafnar aðstæður. Um- ræða um þetta hefur skotið upp kollinum af og til, en ekki orðið af fram- kvæmdum. Hin fjárhagslega hlið Mannslíf verða aldrei metin til verðs. Hins veg- ar eru bein fjárhagsleg áhrif af slysaöldunni aug- ljós. Heilbrigðiskerfið þarf meira fjármagn og tryggingarfélögin hækka sín iðgjöld gífurlega og vísa í tjónagreiðslur og greiðslur slysa- bóta sem ástæður. Ég hygg að ástæða væri nú til þess að allir þeir sem koma að um- ferðarmálum meti nú atburði liðins sumars sameiginlega og reyni enn að gera sér grein fyrir hvaða úr- ræði séu áhrifamest til bóta. Þar á ég við dómsmálaráðuneyti og lög- reglu, Umferðarráð og fulltrúa tryggingarfélaganna. Vandinn er sá að ná betur til þjóðarsálarinnar um forvarnir en nú er gert og virkja betur áhuga almennings til þess að bæta umferðarmenninguna. Höfundur er alþingismaður. Jón Kristjánsson Gallabuxur 2.995 kr. Peysur 2.495 - 2.995 kr. Bolur 689 kr. " - 's;% ‘ptí ■ HAGKAUP Meira úrval - betri kaup
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.