Morgunblaðið - 25.08.2000, Blaðsíða 46
MORGUNBLAÐIÐ
46 FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST 2000
MINNINGAR
+
Innilegar þakkir færum við öllum þeim, er
sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og
útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar,
tengdaföður, afa og langafa,
ÞÓRÐAR ÞORSTEINSSONAR
fyrrverandi bónda
á Grund í Svínadal.
Sérstakar þakkir til ailra sem vinna á
Héraðssjúkrahúsinu á Blönduósi fyrir alla um-
hyggju og hlýju sem þau sýndu honum.
Megi Guð vera með ykkur öllum.
Guðrún Jakobsdóttir,
Lárus Þórðarson,
Valdís Þórðardóttir,
Ragnhildur Þórðardóttir,
Þorsteinn T. Þórðarson,
tengdabörn, barnabörn og
barnabarnabörn.
+
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
hlýhug og samúð við andlát og útför ástkærs
eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður,
afa og langafa,
JÓHANNESAR SIGFÚSSONAR,
Engihjalla 1,
Kópavogi,
áður til heimilis á Álfaskeiði 70,
Hafnarfirði.
Kristín Sigurðardóttir,
Sigríður V. Jóhannesdóttir, Stefán Baldursson,
Sigfús Jóhannesson, Guðbjörg Árnadóttir,
Sigurlaug J. Jóhannesdóttir, Sigurður Þ. Karlsson,
Sigurður G. Jóhannesson, Yvonne Williams,
Sigþór Ö. Jóhannesson, Gíslína G. Hinriksdóttir,
Sigrún Ósk Jóhannesdóttir, Ólafur Kr. Sigurðsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Innilegar þakkir tii allra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs
eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður
og afa,
JÚLÍUSAR INGIBERGSSONAR,
Glaðheimum 12,
Reykjavík.
Einnig viljum við senda sérstakar þakkir til
allra í Heimahlynningu Krabbameinsfélagsins.
Elma Jónsdóttir,
Fanney Júlíusdóttir, Erlendur Magnússon,
Júlíus R. Júlíusson, Anna María Hjartardóttir,
Magnús Bergsson,
Elma Björk Júlíusdóttir,
Júlíus Örn Júlíusson,
Fanney Júlíusdóttir.
+
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okk-
ur samúð, vináttu og hlýhug við andlát ást-
kærrar móður, tengdamóður, ömmu, systur
og frænku,
ÁSTU BJÖRNSDÓTTUR.
Gunnar Haraldsson, Ásthildur Guðjohnsen,
Gunnhildur Eva og Stefanía,
Kristveig Björnsdóttir,
Björn Jóhannsson, Guðrún R. Daníelsdóttir,
Sigríður Jóhannsdóttir, Baldvin M. Frederiksen,
Sveinn Jóhannsson, Soffía Guðmundsdóttir,
Guðrún Jóhannsdóttir, Þorvaldur Bragason.
Lokað
verður í dag, föstudaginn 25. ágúst, eftir hádegi, vegna jarðarfar-
ar (RISAR BJÖRNSDÓTTUR.
Friðrik A. Jónsson ehf.,
Eyjarslóð 7.
ÞÓRA
ÞORSTEINSDÓTTIR
+ Þóra Þorsteins-
dóttir fæddist á
Grund í Svínadal,
Austur-Húnavatns-
sýslu 19. september
1908. Hún lést á
Landspítalanum
Fossvogi 16. ágúst
síðastliðinn. Foreldr-
ar hennar voru hjón-
in Þorsteinn Þor-
steinsson, f. 4.
desember 1842, d. 21.
ágúst 1921 og Ragn-
hildur Sveinsdóttir, f.
27. júlí 1871, d. 24.
febrúar 1951, bænd-
ur á Grund. Alsystkini Þóru voru
Ingiríður, starfsmaður á Land-
spitalanum, f. 4.10. 1902, d. 29.10.
1990, unnusti hennar var Þorsteinn
Sölvason sem dó úr lömunarveiki
1924; Steinunn, f. 15.8. 1905, d.
5.10. 1993, verkakona í Alþýðu-
brauðgerðinni og Rúgbrauðsgerð-
inni. Dóttir hennar er Ásta Sigfús-
dóttir, f. 9. ágúst 1930; Guð-
mundur, f. 11.10. 1910, bóndi á
Syðri-Grund, kona hans er Guðrún
Sigurjónsdóttir hús-
freyja, f. 16.7. 1922.
Þeirra börn eru
drengur, f. 12.6. 1944,
d. 12.6. 1944, Valgerð-
ur, f. 18.12. 1945, Sig-
rún, f. 18.9. 1947, Þor-
steinn, f. 27.11. 1952
og Sveinn Helgi, f.
17.1. 1956; Þórður, f.
27.6.1913, d. 8.8.2000,
bóndi á Grund. Kona
hans var Guðrún Jak-
obsdóttir, húsfreyja, f.
2.10.1921. Börnþeirra
eru Lárus, f. 3.7.1942,
Valdís, f. 5.9. 1943,
Ragnhildur, f. 12.11. 1951 og Þor-
steinn Trausti, f. 11.5. 1959. Hálf-
systkini Þóru samfeðra voru
stúlka, f. 9.7. 1867, d. 9.7. 1867;
Oddný, húsfrú í Reykjavík, f. 31.8.
1868, d. 24.11. 1934; Ingiríður,
ógift, f. 3.2.1871, d. 11.6.1894; Þor-
steinn, bóndi á Geithömrum, f.
12.3. 1873, d. 27.1. 1944; Jakobína,
húsfrú í Hnausum, f. 3.5. 1876, d.
3.5. 1948; Jóhanna, kennslukona í
Reykjavík, f. 29.5. 1879, d. 13.7.
1957; Sigurbjörg, húsfrú í Hnaus-
um, f. 29.5. 1879, d. 4.11. 1948.
Þeirra móðir var Guðbjörg Sigurð-
ardóttir.
Þóra ólst upp á Grund og gekk í
barnaskóla í Svínavatnshreppi.
Hún missti föður sinn 13 ára en
unnusti Ingiríðar, Þorsteinn Sölva-
son, hjálpaði ekkjunni við búskap-
inn. Árið 1924 gekk lömunarveiki
yfir landið og þá lamaðist Þóra á
báðum fótum og var rúmliggjandi í
heilt ár. Hún fékk aftur mátt í
vinstri fótinn en hægri fóturinn var
alla tíð lamaður upp í mjöðm. Hún
flutti 17 áratil Reykjavíkurtil móð-
urbróður síns, Þórðar Sveinssonar,
yfirlæknis á Kleppsspítala og bjó
hjá þeim hjónum, Ellen og Þórði,
um hríð. Hún hóf störf 1. mars 1927
við Miðstöð Bæjarsímans í Reykja-
vik, flyst á Landsímann 1932, skip-
uð eftirlitsmaður við langlínuaf-
greiðsluna 1949 og starfaði þar til
starfsloka 1. sept. 1978. Hún hélt
heimili með systrum súium og syst-
urdóttur, lengst af á Flókagötu 7 í
Reykjavík. Þóra var mikil hann-
yrðakona og listræn í verkum sín-
um. Hún var víðlesin og fróð og
fylgdist grannt með þjóðmálum.
Utför Þóru fer fram frá Kópa-
vogskirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 15. Jarðsett verður í Gufii-
neskirkjugarði.
Þóra frænka okkar var bráð-
greind kona, rökföst og fróð. Hún
hafði áhuga á öllu mannlegu og
fylgdist vel með öllum sínum ætt-
mennum. Ef við hringdum í Þóru
gátum við fengið allar nýjustu frétt-
ir af okkar fólki. Hún var miðstöð
upplýsinga fyrir alla fjölskylduna
rétt eins og þegar hún vann við
miðlun símtala á Landssímanum.
Við viðruðum hugmyndir okkar og
áætlanir við hana og það mátti reiða
sig á að hún hefði skoðun á málinu.
Hún leyfði sér hiklaust að vera
ósammála okkur en við gátum alltaf
stólað á stuðning hennar ef í harð-
bakka sló.
Þóru höfum við þekkt alla okkar
ævi. Ófáa sunnudagana sátum við
hjá þeim systrum á Flókagötunni
og röðuðum í okkur góðgæti. Peys-
ur og sokka, húfur og vettlinga
fengum við í farteskið og spotta-
sokkarnir hennar voru víðfrægir.
Svo voru það grýluleikimir með
svarta sjalið, Svarti Pétur, Langa-
vitleysa og bollastellið bak við sóf-
ann. Þóra var ein sú gjafmildasta
manneskja sem við höfum kynnst.
Hún studdi okkur systkinin og
marga aðra sem hún taldi þurfa á
stuðningi að halda.
Jólin voru okkur mikið tilhlökk-
unarefni, alltaf var gaman að taka
upp gjafirnar frá Flókagötunni og
hefð fyrir jóladegi hjá þeim á Flók-
anum. Hún átti litla jólakirkju sem
við trekktum upp og lítið jólatré
sem stóð upp á skattholinu hennar.
Fyrir ofan skattholið, sem hún
verndaði gegn rispum af miklum
móð, voni myndirnar af okkur syst-
kinunum alveg frá fæðingu og stof-
an skreytt með föndri skólaáranna
sem við höfðum gefið henni í gegn-
um tíðina. Við minnumst hennar
sitjandi í horninu á stofunni sinni,
með borðið sitt fyrir framan sem
hún notaði til að hífa sig upp, prjón-
ana sína á vinstri hönd og útvarpið
á þá hægri.
Þrátt fyrir lamaðan fót fór hún
lengst allra sinna ferða í strætó og
bjó á annarri hæð í fjölbýlishúsi.
Baráttu hennar við fötlun sína lauk
aldrei og fram á síðasta dag ætlaði
hún að standa upp og fara heim af
sjúkrahúsinu. Án aðstoðai- systur-
dóttur sinnar, Ástu, hefði henni
aldrei tekist að búa heima við svo
lengi sem raun var á.
Við elskuðum Þóru og grátum nú
með söknuði. Hverja hringjum við
nú í þegar heim er komið úr ferða-
lagi? Við sóttum alltaf til hennar
styrk og stöðugleika og var hún
einn af þessum föstu punktum í lífi
okkar. Hún var alltaf ung í anda og
hætti aldrei að styðja, ögra og unna.
Vertu sæl Þóra okkar, við munum
ætíð minnast þín með gleði í hjarta.
Svo skal tveggja sálna þrá
söngs í hljóma beygja.
Víst er gott að þekkja þá,
þótt þeir verðí að deyja.
Þó að skilji hönd frá hönd
hinzta kveðjustundin,
hrökkva aldrei hjartans bönd
hafs við bláu sundin.
(Halla Loftsdóttir.)
Guðrún Birna, Þórir, Una
Eydís og Ragnhildur Lára
Finnsbörn.
Flugurnar suða í hvítabjartri
birtu sólar og endurkastsins af bæj-
arveggnum. Það er heitt. Tíminn
silast áfram og stendur nánast kyrr.
Við krakkarnir sitjum í grasinu og
fylgjumst í þögulli eftirvæntingu
með þjóðveginum fram dalinn. „Nú
hljóta þær að fara að koma. Er
þetta ekki græni Willis-jeppinn
hans Þórðar þarna í miðjum ryk-
mekkinum á veginum?“
Sumarið var eiginlega ekki byrj-
að fyrir alvöru fyrr en þær systur
Inga, Steina og Þóra voru komnar
rétt eins og farfuglar norður yfir
heiðar til að taka þátt í bústörfum
og heyskap með bræðrum sínum og
fjölskyldum þeirra á Grund og
Syðri-Grund.
Það lifnaði svo sannarlega yfir
heimilisfólkinu á báðum bæjunum
þegar systurnar og Ásta, dóttir
Steinu, þirtust færandi hendi með
góðgæti af ýmsu tagi, stranga af
dagblöðum og uppfullar af fréttum
um menn og málefni. Hlátrasköllin í
Ingu heyrðust þar sem hún var á
ferð yfir lækinn með heitar kleinur í
svuntunni. „Fáðu þér kleinu rýjan
mín og láttu svo kýrnar suður og
upp fyrir hliðið“.
Máltækið „margar hendur vinna
létt verk“ sannaðist oft við mörg
erfið störf á Syðri-Grund svo sem á
mörgum sveitabýlum um miðja
tuttugustu öldina þar sem tækni nú-
tímabúskaparhátta var á næsta
leiti. Fjöldi krakka og unglinga fóru
í sveit, lærðu að vinna og kynntust
lífinu af eigin reynslu. Þannig var
því einnig varið um strákpjakk úr
vesturbænum og frænda sem send-
ur var í sveit á Syðri-Grund.
Þóra var alvörugefin en hlý og
væn kona sem öllum vildi gott gera
og leysa úr hverjum vanda eftir
bestu getu.Hún hafði á fermingar-
aldri fengið mænusótt og lömun.
Hennar hlutskipti í lífinu varð því
að þurfa að ganga í hárri spelku og
sat því oft við gluggann heima í bæ
við handavinnu og prjónaskap í
sumarfríi frá störfum sínum á Sím-
anum. En hún kvartaði aldrei og
tók af lífi og sál þátt í lífsbaráttu
fólksins í sveitinni. Hún var ein af
þeim, hafði af illri nauðsyn og fyrir
dutlunga örlaganna flutt á mölina
en hjartað var fyrii’ norðan.
Nítján ára hafði hún hafið störf
símastúlku við bæjarsímann í
Reykjavík, fáum árum síðar við
Landssímann sem varð hennar
starfsvettvangur til eftirlaunaaldurs
1978. Dugnaður, vandvirkni og
nægjusemi voru aðalsmerki hennar.
Þóra var mikil hannyrðakona og
lopapeysur hennar voru mjög vand-
aðar og eftirsóttar. Hún las mikið
og var fjölfróð og minnug til ævi-
loka.
Þær systur bjuggu ásamt Ástu
fyrst á Grettisgötunni og síðar á
Flókagötunni. Þær Inga og Steina
eru látnar fyrir nokkrum árum en
þær Þóra og Ásta nutu dyggrar að-
stoðar Sigrúnar Guðmundsdóttur
og fjölskyldu hennar. Árin hafa liðið
og þverrandi þrek og heilsa sóttu
að. Þóra hefur um nokkurt skeið
notið góðrar aðhlynningar á öldrun-
ardeild Landspítala - háskóla-
sjúkrahúss í Fossvogi.
Þórður, yngri bróðir Þóru, er lát-
inn fyrir fáum dögum og nú kveðj-
um við þóru Þorsteinsdóttur hinstu
kveðju.Gengin er þrautseig og elju-
söm kona sem alla ævi hlaut að búa
við fötlun sem þó aldrei beygði hana
eða bugaði. Far þú í friði.
Fjölskyldum þeirra Þóru og
Þórðar sendum við samúðarkveðj-
ur.
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Sjáum um alla þá þætti sem hafa ber í huga
er andlát verður
Útfararstjórar okkar búa yfir áratuga reynslu af störfum við
útf ararþ j ónustu.
Sjáum um útfarir á allri landsbyggðinni.
Sverrir
Einarsson
úlfararstjóri,
sími 896 8242
Útfararstofa íslands, Suðurhlíð 35, Fossvogi.
Sími 581 3300. Þjónusta allan sólarhringinn.
www.utfararstofa.ehf.is
Sverrir
Olsen
útfararstjóri.
Baldur
jFrederiksen
útfararstjóri,
'sími 895 9199
Uggi Agnarsson.